Morgunblaðið - 05.01.2001, Side 2

Morgunblaðið - 05.01.2001, Side 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ragnar fékk grænt ljós á HM/B1 Annar sigur Ísfirðinga/B2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR Sérblöð í dag  Á FÖSTUDÖGUM Morgun- blaðinu í dag fylgir blað frá Heilsuhúsinu. REYKKAFARAR björguðu í gær manni sem hafði lokast inni í vélsmiðju við Kársnesbraut í Kópavogi vegna elds og reyks. Maðurinn var í sambandi við Neyðarlínuna allan tímann og gat starfsmaður hennar leiðbeint reykköfurunum til hans. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi fjölmennt lið frá öllum þremur stöðvum liðsins. Slökkvistarf gekk greiðlega en talsverðar skemmdir urðu á vél- smiðjunni af völdum sóts og reyks. Þá varð spreng- ing við útidyr sem braut rúður og þrýsti út hurðum. Nokkur reykur barst einnig á efri hæð hússins. Heldur óþægileg tilfinning Hjálmar Benediktsson, sem lokaðist inni í vél- smiðjunni, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sér heilsaðist nokkuð vel. Hann fékk þó brunasár á hönd og væga reykeitrun og var fluttur á Landspít- ala – háskólasjúkrahús í Fossvogi en var útskrif- aður þaðan í gærkvöldi. Hjálmar var að gera við bensíntank á bifreið þeg- ar óhappið varð. Hann hafði þurft að losa tankinn af bílnum og tæmdi af honum bensínið í brúsa. Að lok- inni viðgerð hugðist hann dæla bensíninu aftur á. Þá hljóp neisti í bensínið og eldur komst í fullan bensínbrúsann. „Ég tek brúsann og fer fram að dyrum. En þá gat ég ekki opnað þær. Þær stóðu á sér og ég komst ekki út,“ segir Hjálmar. Þegar hann setti brúsann frá sér skvettist upp úr honum svo úr varð mikill eldur. „Ég fór þá inn á kaffistof- una, lokaði að mér og hringdi á Neyðarlínuna.“ Í sambandi við Neyðarlínu allan tímann Starfsmaður Neyðarlínunnar sagði honum að leggjast á gólfið og Hjálmar fór úr peysunni og setti hana fyrir vit sér. „Rafmagnið fór fljótlega af og ég sá ekkert. Þetta var heldur óþægileg tilfinning,“ segir Hjálmar. Nokkur reykur barst inn á kaffistof- una og hann segir mikinn styrk hafa verið að því að vera í sambandi við Neyðarlínuna allan tímann. Hjálmar tilkynnti eldinn kl. 15.02 og um 12 mín- útum síðar komu reykkafarar að honum. Þeir settu á hann reykköfunartæki og leiddu hann út úr hús- inu. Slökkvistarfi var lokið um kl. 15.30. Guðmundur Sigurpálsson, eigandi vélsmiðjunnar og eini starfsmaður, sagði í samtali við Morgunblað- ið í gær að tjónið væri umtalsvert en hann hyggst kanna það betur í dag. Mikið sót er á veggjum og líkur til þess að einhverjar skemmdir hafi orðið af völdum vatns. Innanstokksmunir og vélbúnaður í smiðjunni var ekki tryggður. Reykkafarar björguðu manni úr eldsvoða í Kópavogi Neisti hljóp í bensínbrúsa Morgunblaðið/Þorkell Mikið sót og reykur er á veggjum og vélbún- aði vélsmiðjunnar enda reykur mikill þegar slökkvilið kom að. STJÓRN Hraðfrystihúss Eskifjarð- ar hf. samþykkti í gær að auglýsa ís- rækjutogarann Hólmanes SU til sölu án aflaheimilda. Skipinu var lagt í nóvember og áhöfn þess sagt upp störfum í lok nóvember sl. Að sögn Elfars Aðalsteinssonar, forstjóra fyrirtækisins, er skipið auglýst nú til sölu sem liður í hag- ræðingu innan fyrirtækisins og til samhæfingar veiða og vinnslugetu. Rækjuvinnsla fyrirtækisins hefur verið lokuð undanfarnar vikur vegna hráefnisskorts og segir Elfar ekki ljóst hvenær rækjuvinnsla hefst á Eskifirði á ný. Hann segir fyrirtækið eiga tvö skip sem geti aflað vinnsl- unni hráefnis hefjist vinnsla þar að nýju, Votaberg SU og Guðrúnu Þor- kelsdóttur SU. „En eins og ástandið er í dag sjáum við ekki fram á að við opnum rækjuvinnsluna á næstu dög- um eða vikum. Við getum vonandi hafið loðnufrystingu innan tíðar og þar nýtist starfsfólkið að hluta til.“ Hólmanes sett á sölu EIGENDASKIPTI verða á næstunni á jörðinni Stóra- Kroppi í Reykholtsdal í Borg- arfirði. Núverandi eigendur hafa samþykkt tilboð Kristínar Hjörleifsdóttur, læknis í Sví- þjóð, í eignina. Jón Kjartansson, sem nú starfar sem aðstoðarbanka- stjóri verðbréfabanka í Sviss, byggði upp búskap á Stóra- Kroppi. Hann mótmælti áform- um Vegagerðarinnar um að leggja nýjan veg um land hans, skammt frá bænum, og lauk deilunum með því að ákveðið var að leggja veginn á svipuð- um slóðum og áður. Jón brá hins vegar búi og í fyrra seldi hann jörðina. Eigendur hennar hafa verið að undirbúa skipu- lagningu frístundabyggðar en hafa nú samþykkt tilboð Krist- ínar Hjörleifsdóttur í jörðina. Kristín hefur búið lengi í Sví- þjóð og starfar þar sem læknir. Eftir er að leita tilskilinna leyfa fyrir sölu jarðarinnar, meðal annars hjá hreppsnefnd Borgarfjarðarsveitar, sem hef- ur forkaupsrétt. Læknir kaupir Stóra-Kropp GYLFI Ingvarsson, aðaltrúnaðar- maður í álveri ISAL í Straumsvík, segir að meðal þess sem tekist er á um í samningaviðræðum við ISAL sé lengd samnings. Starfsmenn séu hik- andi við að gera samning til mjög langs tíma þar sem þeir njóti ekki launaskriðs sem sama hætti og margir aðrir launamenn. Gylfi sagði að síðasti samningur, sem gekk úr gildi 30. nóvember, hefði gilt í þrjú ár. Á þeim tíma hefði verið mikil þensla á vinnumarkaðinum og verulegt launaskrið. Starfsmenn ISAL hefðu ekki notið þess þar sem þeir væru á fastlaunasamningi og vildu þess vegna síður gera samning til langs tíma. Langtímasamningur þyrfti að innihalda tryggingar eða möguleika á að opna samninginn, en Samtök atvinnulífsins hefðu til þessa verið treg til að koma til móts við óskir starfsmanna hvað þetta varðar. Gylfi sagði að í viðræðunum hefði verið farið yfir það launaskrið sem verið hefur á markaðinum og starfs- menn ISAL hafa ekki notið. Hann sagðist telja að þótt ISAL hefði að nokkru leyti komið til móts við starfsmenn hvað þetta varðar þyrfti meira að koma til. Gylfi sagði að starfsmannavelta í álverinu væri komin upp í 30% sem væri alveg nýtt fyrir stjórnendum fyrirtækisins og skýrðist af óánægju með launin. Fyr- irtækinu hefði einnig gengið mjög illa að fá iðnaðarmenn til starfa. Fundur verður í kjaradeilunni í dag. Þokast í samkomu- lagsátt hjá ISAL Tekist á um samnings- tímann Mjög kalt hefur verið í veðri síðustu daga. Þessi stóru grýlukerti vöktu að vonum athygli þessara hafnfirsku pilta. Morgunblaðið/RAX ÍBÚAR við Dísarland í Bolungarvík telja það góðan kost að hús þeirra verði keypt af ofanflóðasjóði og nýr varnargarður liggi að hluta yfir því svæði sem húsin standa á. Vegna nýrrar reglugerðar um snjóflóða- varnir hefur stjórn ofanflóðasjóðs hafnað að taka þátt í að reisa fyrir- hugaðan varnargarð sem byggja átti ofan við húsin. Þrátt fyrir garðinn átti áfram að gera ráð fyrir að húsin yrðu rýmd þegar snjóflóðahætta væri fyrir hendi, en sex hús standa við Dísar- land. Sigríður L. Gestsdóttir býr ásamt fjölskyldu sinni í Dísarlandi 8 og seg- ist ánægð með að málið skuli vera komið í þennan farveg. „Þetta er það sem við vildum, við vorum ekki sátt við þá leið sem var valin, að vera síðan óörugg eftir sem áður. Þetta er mikill léttir, það er ekki hægt að lýsa því fyr- ir fólki sem ekki þekkir til, hvernig þessar tilfinningar eru.“ Að sögn Sig- ríðar hefur snjóflóð fallið inn í húsið, en þar býr nú sex manna fjölskylda. Hún segir það ótrúlegt álag á fjöl- skylduna að þurfa sífellt að rýma hús- ið á veturna og að sú leið sem búið var að ákveða hafi ekki verið nein lausn fyrir íbúana. „Við höfum verið að tala saman hérna í götunni og höfum ekki verið sátt, en það hljóta allir að vera ánægð- ir með þetta.“ Ragnheiður Benedikts- dóttir leigir ásamt fjölskyldu sinni húsið Dísarland 6 og segist telja að íbúar við götuna séu mjög sáttir við uppkaup enda sé lítið vit í að gera varnargarð þegar fólk þarf engu síður að rýma húsin ef eitthvað kemur upp á. Magnús Jóhannesson, formaður of- anflóðanefndar, segir að ekki liggi fyrir endanleg niðurstaða varðandi snjóvarnargarð í Bolungarvík en þó sé ljóst að ofanflóðasjóður taki ekki þátt í kostnaði við þá leið sem búið var að samþykkja. Að sögn Magnúsar eru sérfræðingar nú að endurskoða leið fimm sem felur í sér að varnargarð- urinn verður færður neðar þannig að rífa þarf húsin við Dísarland. Að þeirri endurskoðun lokinni heyrir það undir bæjarstjórn Bolungarvíkur að ákveða hvaða leið verður farin, en of- anflóðasjóður mun ekki taka þátt í kostnaði við áður samþykktar fram- kvæmdir óski bæjarstjórn Bolungar- víkur að fara út í þær. Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri Bolungar- víkur, segir að búist sé við að bæjarstjórn fái um miðja næstu viku erindi þar sem farið verður yfir laga- legan og faglegan þátt sem rökstyður breytingar á framkvæmdum við varn- argarðinn og ekki sé hægt að tjá sig um málið fyrr en það liggur fyrir. Hann segir þó að lögð verði áhersla á að breytingar hafi ekki áhrif á tíma- setningu framkvæmda. „Ég hef lagt áherslu á að við fáum lagalega og faglega umsögn um þetta og þessi breyting hafi ekki áhrif á áð- ur samþykktan framkvæmdahraða, þ.e. að þessu ljúki á tveimur árum, byrjað verði að bjóða þetta út í vor og unnið í sumar og á næsta ári.“ Íbúar við Dísarland í Bolungarvík eru fegnir því að húsin verði keypt Erfitt að þurfa að rýma húsin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.