Morgunblaðið - 05.01.2001, Page 4

Morgunblaðið - 05.01.2001, Page 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sléttari húð, aukinn ljómi og fullkomin ró. Róandi næturkrem sem færir húðinni vítamín. Útsölustaðir: Andorra Hafnarfirði, Bjarg Akranesi, Bylgjan Kópavogi, Fína Mosfellsbæ, Hjá Maríu Amaró, Akureyri, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ. l i : i i, j i, l j i, í ll , j í , i, i l i, i, i l i l i . D-STRESS NÆTURKREM LITLU munaði að illa færi hjá Jóni Páli Vigfússyni á gamlárs- kvöld þegar hann var að skjóta upp flugeldum ásamt fjölskyldu sinni í Hafnarfirði og fékk hluta af skoteldi í höfuðið. Jón Páll var með hlífðargleraugu og slasaðist því aðeins minni háttar en gler- augun brotnuðu í tvennt við höggið og því óhætt að segja að þau hafi bjargað honum frá al- varlegum meiðslum. „Við vorum búin að skjóta upp slatta af tertum og rakettum en þegar þetta gerðist stóð ég undir húsvegg um 7 til 8 metra frá og var bara að fylgjast með,“ sagði Jón Páll. „Það var kveikt í tertu og hún byrjar alveg eðlilega, skýtur upp skotum, en síðan gerðist eitthvað og það næsta sem ég veit er að eitthvað hittir mig í höfuðið. Ég veit í sjálfu sér ekki nákvæmlega hvað það var en ég missti gleraugun við högg- ið, skarst aðeins og fékk kúlu við augabrúnina.“ Jón Páll sagðist þakka hlífð- argleraugunum fyrir að ekki skyldi hafa farið verr. Hann sagði að í hans huga sýndi þetta atvik fram á mikilvægi þess að allir, jafnt börn sem fullorðnir, notuðu hlífðargleraugu og gættu fyllstu varúðar í námunda við flugelda. „Þetta sýnir að það eru ekki endilega bara þeir sem eru að kveikja í flugeldunum sem eru í hættu,“ sagði Jón Páll og bætti því við að hann vonaði að fólk færi varlega á þrettándanum. Morgunblaðið/Jim Smart Hlífðargleraugun sem Jón Páll Vigfússon notaði á gamlárskvöld fóru í tvennt þegar hann fékk skoteld í höfuðið. Maður fékk skoteld í höfuðið Hlífðargleraugu björguðu andlitinu HOLLUSTUVERND ríkisins gaf í gær út starfsleyfi til handa Sæsilfri ehf. sem áformar sjókvíaeldi á laxi í Mjóafirði. Umhverfisráðherra og Skipulagsstofnun höfðu áður gefið út þá úrskurði að laxeldið væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Guðmundur Valur Stefánsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Sæsilfurs, sagði við Morgunblaðið að með starfsleyfinu væri stórum áfanga náð og nú væri aðeins beðið eftir rekstrarleyfi annaðhvort frá embætti Veiðimálastjóra eða land- búnaðarráðherra. Að því fengnu gæti starfsemin hafist í vor eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Reiknað er með að rekstrarleyfið verði gef- ið út með fyrirvara um úttekt á búnaði eldisstöðvarinnar. Margir sérfræðingar komið að málinu Starfsleyfið, sem gildir til ársins 2007, miðast við átta þúsund tonna framleiðslu að hámarki á ári en laxaslátrunin fer fram á Neskaup- stað. Aðrir helstu eigendur Sæsilf- urs, auk Guðmundar, eru Samherji á Akureyri, Síldarvinnslan á Nes- kaupsstað og Hraðfrystistöð Þórs- hafnar. Að sögn Guðmundar gerir Holl- ustuvernd strangar kröfur um all- an búnað og frágang í laxeldisstöð- inni um losun úrgangsefna og kröfur eru gerðar um strangt eft- irlit og vöktun með starfseminni. Sæsilfur lagði inn umsókn um starfsleyfi hjá Hollustuvernd sl. vor og síðan þá hafa farið fram miklar bréfaskriftir og skýrslu- gerðir og niðurstöður rannsókna verið lagðar fram. Margir sérfræð- ingar hafa komið að málinu, að sögn Guðmundar, sem gefið hafa álit sitt. Hann sagði Sæsilfur hafa að miklu leyti tekið mið af reynslu af sjókvíaeldi við Finnmörku í Nor- egi þar sem aðstæður væru verri en þekkist hér á landi frá náttúr- unnar hendi. Styttist í leyfi frá Hollustu- vernd vegna Berufjarðar Landbúnaðarráðherra er með í vinnslu nýtt frumvarp til laga um lax- og silungsveiði þar sem m.a. er tekið á laxeldi. Gömlu lögin gera ráð fyrir að veiðimálastjóri gefi út rekstrarleyfi til laxeldis en sam- kvæmt nýjum lögum mun ráðherra gefa út slík leyfi. Guðmundur Val- ur sagðist telja að gömlu lögin myndu frekar ná yfir Sæsilfur, tækju nýju lögin ekki þeim mun fyrr gildi. Fyrirtækið Salar Islandica, sem áformar sjókvíaeldi í Berufirði, bíð- ur eftir álíka starfsleyfi frá Holl- ustuvernd og Sæsilfur og er þess að vænta á næstu dögum. Um- hverfisráðherra komst sömuleiðis að þeirri niðurstöðu að laxeldi í Berufirði væri ekki háð mati á um- hverfisáhrifum. Sæsilfur í Mjóafirði fær starfsleyfi Hollustuvernd gerir strangar kröfur SAMKVÆMT mælingum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á loftmengun í Reykjavík milli jóla og nýárs fór sólarhringsmeðaltal í tvígang langt yfir leyfileg mörk, sem eru 130 míkrógrömm á rúm- metra. Mæld eru fjögur loftefni; svifryk, brenni- steinsdíoxíð, nítroxíð og kolmónoxíð. Miðvikudag- inn 27. desember var meðaltalið 165 míkrógr/m³ og daginn eftir fór meðaltalið í 260 míkrógr/m³, sem er tvöfalt yfir leyfilegum mörkum. Hæsta gildi þann daginn, 28. desember, fór yfir 400 míkrógr/m³ þeg- ar umferðin var sem mest í borginni. Þessa daga voru stillur miklar, frost og logn. Að sögn Lúðvíks Gústafssonar, forstöðumanns umhverfissviðs Heil- brigðiseftirlitsins, var svifrykið langmesta meng- unin þessa tvo daga. Eiga nagladekkin þar mesta sök en þau rífa upp malbikið af götum borgarinnar. Vind tók að hreyfa í Reykjavík á föstudeginum 29. og laugardeginum 30. desember og loftmeng- unin datt niður þá daga. Meðaltal á menguninni fór niður í 85 míkrógr/m³ á föstudeginum og enn neðar á laugardeginum, eða niður í 23 míkrógr/m³. Mengun yfir mörkin vegna flugelda um sjálf áramótin Lúðvík sagði að sólarhringsmeðaltal frá gaml- ársdegi til nýársdags lægi ekki fyrir en þó hefði hann skoðað mælana fyrir þann tíma þegar flug- eldum var skotið á loft í borginni, eða frá því um kl. 23 á gamlárskvöld til kl. 1 á nýársnótt. Þá fór mengunin yfir leyfileg mörk, eða í 150 míkró- grömm á hvern rúmmetra, sem var þá aðallega brennisteinsdíoxíð af völdum flugeldanna og svif- ryk. Samkvæmt reglugerð má loftmengun í Reykja- vík fara yfir leyfileg mörk sjö sólarhringa á ári hverju, án þess að gripið sé til aðgerða af hálfu heil- brigðisyfirvalda. Mælist mengunin þetta mikil ber yfirvöldum, lögum samkvæmt, að gera áætlun um hvernig draga megi úr loftmenguninni. Lúðvík sagði að tölur fyrir allt árið 2000 væru ekki tiltækar en Heilbrigðiseftirlitið og embætti gatnamála- stjóra væru að vinna að tillögum fyrir Heilbrigð- isnefnd Reykjavíkur um hvernig draga mætti úr loftmengun í borginni. Tillögurnar eiga að liggja fyrir innan þriggja mánaða. Mikil loftmengun í Reykjavík í stillum milli jóla og nýárs Yfir mörkum í tvo daga MAGNÚS Gylfi Thorstenn hef- ur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Flugfélagsins Atl- anta frá og með 20. janúar næst- komandi. Arngrímur Jóhanns- son, stjórnarformaður Atlanta, tekur við starfinu tímabundið þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. Þóra Guðmundsdóttir, stjórnarmaður í Atlanta, tjáði Morgunblaðinu að ekkert væri ákveðið um ráðningu nýs for- stjóra. Í tilkynningu um ákvörðunina segir að fjölskylduaðstæður séu ástæða þess að Magnús Gylfi sagði upp störfum hjá Atlanta. Þar segir að fjölskylda hans búi í New York og hann telji sig að óbreyttu hvorki geta sinnt henni né fyrirtækinu eins vel og hann hefði kosið. Magnús Gylfi hefur um árabil rekið lögfræði- stofu í New York ásamt eigin- konu sinni, Susan E. Thorstenn. Hann starfaði sem lögfræðing- ur Flugfélagsins Atlanta frá árinu 1992 til 1999 þegar hann var ráðinn forstjóri þess. Hann mun nú taka upp þráðinn á ný vestra og starfa sem lögmaður félagsins og ráðgjafi í sérverk- efnum. Forstjóra- skipti hjá Atlanta GREITT verður úr vinnudeilusjóði Kennarasambandsins í dag. Fram- haldsskólakennari í fullu starfi fær greiddar 17.500 kr. Greiðslurnar miðast við 5 daga, þ.e. 2., 3., 4., 5. og 8. janúar. Leysist verkfallið ekki í næstu viku verður næst greitt út föstudaginn 12. janúar. Á síðasta ári greiddi vinnudeilusjóður rúmlega 172 milljónir króna í verkfallsbætur. Þegar verkfall framhaldsskólakenn- ara hófst voru um 540 milljónir í vinnudeilusjóðnum. Greitt úr vinnudeilu- sjóði kennara SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kallað að bænum Hólakoti í Eyjafirði á ní- unda tímanum í gærkvöld en þar log- aði í þaki vélageymslu. Heimilisfólk- inu hafði tekist að ráða niðurlögum eldsins þegar slökkviliðið kom á vett- vang og urðu skemmdir litlar. Talið er að kviknað hafi í út frá reykröri kabyssu sem notuð er til þess að hita upp geymsluna. Eldur út frá kabyssu BÆJARSTJÓRN Garðabæjar samþykkti í gær á hátíðarfundi í tilefni af því að 25 ár eru liðin frá því bærinn fékk kaupstaðarrétt- indi, að gera séra Braga Frið- riksson að heiðursborgara Garða- bæjar. Með því vill bæjarstjórn láta í ljós þakklæti sitt fyrir mik- ið og gott starf séra Braga í þágu bæjarbúa og bæjarfélagsins um áratuga skeið, eins og segir í til- lögu bæjarstjórnar, sem var sam- þykkt samhljóða. Séra Bragi Friðriksson starf- aði sem sóknarprestur í Garðabæ á árunum 1966–1997. Hann vann einnig að mörgum framfaramál- um í þágu bæjarfélagsins, eink- um á sviði fræðslumála, íþrótta- mála og æskulýðsmála. Séra Bragi Friðriksson er fyrsti heið- ursborgari Garðabæjar. Bæjarstjórnin samþykkti einn- ig á fundinum að vinna að bygg- ingu minjaskála við Kirkjulund. Bæjarstjórn fól skipu- lagsnefnd að vinna að breytingu á deiliskipu- lagi á miðbæjarsvæði með það í huga að reisa megi minjaskálann á grundvelli fyrirliggj- andi teikninga. Í grein- argerð segir m.a.: „Fornleifauppgröftur við Hofsstaði hefur skapað óvenjulegar að- stæður, þar sem land- námsöldin kallast á við daglegt líf nútímans með einstökum hætti. Minjaskálinn mun tengjast fornleifasvæðinu og stuðla að aðgengilegum upplýs- ingum um landnám og sögu byggðar í Garðabæ.“ Séra Bragi Friðriksson heiðursborgari Garðabæjar Laufey Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórn- ar, afhenti séra Braga heiðursskjal við at- höfn í ráðhúsi Garðabæjar í gær. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.