Morgunblaðið - 05.01.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 05.01.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMKVÆMT upplýsingum frá skrifstofu skólans var mæting nemenda mjög góð og fjarvistir eðlilegar. Enginn hefur skráð sig úr skóla. Þorvarður Elíasson skólastjóri hélt þegar í byrjun dags fund með kennurum og nemendum skólans þar sem skólastarfið var rætt og stálinu stappað í nemendur. Þar kom fram að stefnt er að útskrift stúdentsefna Verzlunarskólans verði óbreytt, þ.e. 20. maí, og verður allt kapp lagt á að það tak- mark náist. Guðrún Egilson hefur kennt við Verzlunarskólann í 14 ár og kvaðst mjög ánægð að vera komin aftur til starfa eftir verkfall og sagði nemendur jafnt sem kennara með bros á vör. „Við komum galvösk til baka eftir góða hvíld og munum halda áfram af fullum krafti þar sem frá var horfið. Sumir bekkir fengu kennslu í einstaka greinum vegna stundakennslu – aðrir ekki svo þar er ákveðið ójafnvægi sem verður að jafna. Við misstum ekki svo mikið úr í yfirferð námsefnis þar sem aðeins töpuðust rúmar tvær kennsluvikur svo ég tel ekkert því til fyrirstöðu að þetta vinnist upp,“ sagði Guðrún. Spurð um ný- undirritaðan samning sagðist Guð- rún vera mjög ánægð með hann og taldi samninginn skila mun betri grunnlaunum sem aftur skil- uðu auknum lífeyrisréttindum. „Þótt það eigi eftir að hnýta nokkra lausa enda sýnist mér sam- kennarar mínir almennt jákvæðir og ánægðir með samninginn. Þetta verður einnig aukið aðdrátt- arafl fyrir ungt fólk að snúa sér að kennslu, mér hefur hingað til fundist það aðalvandamálið hvað nýliðun er lítil í starfinu og vildi gjarnan fá fleiri góða unga kenn- ara til starfa.“ „Við erum heldur fáorð um samninginn þangað til félagar okkar eru búnir að semja og eru lausir úr verkfalli,“ sagði Árni Hermannsson sögukennari spurð- ur um kjarasamninginn. Árni taldi nemendur vel í stakk búna til að takast á við námið að nýju, allir mættir og stemmning almennt góð. „Það er líklega minni hætta á að nemendur hverfi frá námi úr bekkjaskóla eins og Verzl- unarskólanum heldur en úr fjöl- brautaskólum. Þetta stafar af því að jólapróf hér eru aðeins stöðu- mat en ekki lokaáfangi svo það er minna að tapa.“ Árni sagðist að öllum líkindum fara hraðar yfir námsefni vorann- arinnar á næstu vikum en gert hefði verið ráð fyrir en slíkt færi reyndar eftir því hvort mennta- málaráðuneytið sendi frá sér op- inber tilmæli um hvernig haust- önninni skuli lokið. „Ég sé fyrir mér að við vinnum af fullum krafti og höldum góðum takti. Nem- endur mega að vísu eiga von á aukinni pressu og vinnu, það segir sig sjálft, en mér sýnist þeir alveg tilbúnir til þess.“ Spurður hvaða áhrif samningurinn hefði á starf framhaldsskólakennara sagði Árni: „Við bindum miklar vonir við að þetta verði boðlegt starf en ekki afgangsstarf eins og það hef- ur verið allt og lengi.“ Guðný Ragnarsdóttir, Ragnhild- ur Ágústsdóttir og Sæunn Viggós- dóttir eru nemendur í sjötta bekk skólans og stefna á útskrift í vor. Þær stöllur sögðust fegnar að vera komnar aftur í skólann og þær hlakkaði til að takast á við námsefnið. Spurðar hvort þær ótt- uðust meira álag vegna hraðari yfirferðar námsefnis svöruðu þær neitandi en viðurkenndu að það væri slæmt að lenda í verkfalli einmitt á stúdentsvetrinum. „Hefði þetta gerst í fyrra hefð- um við litið á verkfall sem kær- komið frí og líklega ekki þótt þetta neitt stórmál, en nú er meiri alvara í náminu enda stutt í út- skrift,“ sagði Ragnhildur og Sæ- unn bætti við: „Nú eru nemendur vel hvíldir og því betur undirbúnir að takast á við verkefnin sem framundan eru.“ Þremenningarnir sögðu áhrifa verkfallsins líklega ekki gæta eins mikið hjá nem- endum Verzlunarskólans og öðr- um þar sem verkfallið hefði aðeins staðið í um þrjár vikur, og þeir lít- ið misst úr kennslu, stóra spurn- ingin væri hvort og þá hvenær miðsvetrarpróf yrðu tekin. „Það hefði verið gott að taka jólaprófin því þá rifjar maður upp námsefnið auk þess að sjá hvar maður stend- ur í náminu og hvort harðar þarf að leggja að sér,“ sagði Sæunn. „Það var nú samt bara einn sem rétti upp hönd á fundinum í morg- un þegar skólastjóri spurði hvort við vildum taka jólapróf,“ sagði Ragnhildur og bætti við að sá hefði líklega ekki unnið neinar vinsældakosningar meðal nem- enda hefði handaupprétting hans haft úrslitaáhrif. „Það væri nú bara tímaeyðsla að taka jólapróf með hefðbundnum hætti þ.e. eitt próf á dag. Við getum alveg eins tekið skyndipróf í tímum og haldið áfram í öðrum fögum samkvæmt stundaskrá,“ sagði Guðný. Kennarar og nemendur Verzlunarskóla Íslands komnir aftur til starfa Verkfall breytir engu um útskrift nemenda Morgunblaðið/Golli Mikil gleði ríkti meðal nemenda yfir að hittast aftur á „fyrsta degi eftir verkfall“. Árni Hermannsson sögukennari var fámáll um samninga en sagði nemendur tilbúna að mæta auknum kröfum kennara. Guðrún Egilson kvaðst ánægð með kjarasamning kennara. Guðný Ragnarsdóttir, Ragnhildur Ágústsdóttir og Sæunn Viggósdóttir stefna á útskrift á vordögum. Skólastarf hófst að nýju í Verzlunarskóla Íslands í gær og virtust nemendur jafnt sem kennarar ánægðir með að verkfalli væri lokið og daglegt líf komið í sinn rétta farveg. ÞORVARÐUR Elíasson, skóla- stjóri Verzlunarskóla Íslands, telur ekki að fjárhagsstaða skólans muni veikjast vegna nýgerðs kjarasamn- ings skólans við kennara og gerir ráð fyrir að tekjur muni hækka til jafns við hækkun á útgjaldahlið vegna samningsins en endanleg nið- urstaða liggi þó ekki fyrir fyrr en ljóst verður um hvað samið verður í samningum ríkisins og framhalds- skólakennara. Ekki er fyrirhugað að staðið verði undir launahækkunum vegna samn- inganna með hækkun skólagjalda, að sögn hans. Samningur ríkisins og KÍ hefur áhrif á tekjur VÍ Verzlunarskóli Íslands er sjálfs- eignarstofnun en fær fast rekstrar- framlag úr ríkissjóði á hverju ári. „Samningurinn sem slíkur hefur engin áhrif á teknahliðina en sá samningur sem ríkið gerir við sína kennara hefur áhrif á teknahlið okkar skóla, þar sem við fáum greitt samkvæmt reiknilíkani með sama hætti og allir aðrir framhaldsskólar. Ég á ekki von á að þessi samningur sem við gerðum raski í neinu því jafnvægi sem þar er,“ segir Þor- varður. Hann kvaðst ekki geta á þessari stundu greint frá hver heildar- hækkun yrði á útgjöldum skólans vegna kjarasamninganna. Raðað í nýtt launaflokkakerfi 1. ágúst næstkomandi Þorvarður segir að samningarnir hafi í för með sér miklar breytingar á skólastarfinu. „Það hefur verið al- varlegt vandamál í tvö ár að okkur hefur gengið illa að auglýsa eftir kennurum en ég vonast eftir að rót- tækar breytingar verði nú á því. Skólastarfið hefði ekkert getað gengið svona áfram við þær kring- umstæður að ekki væri hægt að finna ný kennaraefni. Nú er hins vegar hægt að lýsa því með miklu einfaldari hætti hvað fólk hefur í kaup. Þessir taxtar voru svo lágir að það hvarflaði ekki að neinum ungum manni að líta við kennslu. Ég held að menn fái núna allt önnur skilaboð með þessum kauptöxtum, þar sem launin eru sýnileg,“ sagði hann. Svo sem fram hefur komið hækka grunnlaun kennara um rúm 50% frá 1. janúar, aðallega vegna tilfærslna á milli yfirvinnu og dagvinnu og þar sem greiðslur fyrir ýmsa þætti sem greitt hefur verið sérstaklega fyrir, s.s. bekkjaálag og umsjón, orlof, prófa- og verkefnagreiðslur, færast inn í grunnlaunin. Launin hækka að öðru leyti um 3% frá sama tíma í samræmi við hækkanir sem samið hefur verið um á almenna vinnu- markaðinum. Skv. upplýsingum Morgunblaðsins hækka laun um 3% 1. janúar á næsta ári og um 2,75% 1. janúar 2003. Loks hækkar launa- tafla um 9% 1. desember 2003, en samningurinn gildir til 30. apríl árið 2004. Þá mun skv. upplýsingum blaðs- ins vera gert ráð fyrir að kennarar raðist í nýtt launaflokkakerfi 1. ágúst næstkomandi í samræmi við aldur, menntun og ábyrgð, sem á að hafa í för með sér tæplega 9–10% hækkun mánaðarlauna. Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands um nýgerðan kjarasamning við kennara Launahækkunum ekki mætt með hækkun skólagjalda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.