Morgunblaðið - 05.01.2001, Side 8

Morgunblaðið - 05.01.2001, Side 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ráðgjöf gegn reykingum í apótekum Lyf og meðferð- arúrræði Í GÆR hófst ráðgjöfgegn reykingum íapótekum víða um land. Það eru Samtök hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra gegn tóbaki sem vinna að þessu verk- efni. Dagmar Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur haft umsjón með þessu verkefni. Hvernig fer það fram? „Við förum í apótek með lyf gegn reykingum og kynnum fólki hvaða mögu- leika það hefur til að hætta reykingum og hvernig sé best að standa að því. Fólk getur skoðað og kynnt sér lyfin og feng- ið upplýsingar um hvernig þau virka og hvernig sé best að nota þau. Einnig eru veittar upplýsingar um hvaða aðilar það eru sem geta veitt meðferð.“ – Hvaða aðilar eru það? „Það er ýmiss konar meðferð í boði. Meðferðarúrræði fara eftir því á hvaða stigi reykingamaður- inn er. Á lungnadeild á Vífilsstöð- um er veitt meðferð fyrir lungna- sjúklinga. Það er talsvert sérhæfð meðferð. Sjúklingarnir eru veikir, eru lagðir inn og verða að hætta að reykja. Reykjalundur er einnig með meðferð fyrir þá sem þar dvelja. Það er líka sér- hæfð meðferð ætluð veiku fólki. Heilsustofnunin í Hveragerði tekur á móti fólki sem vill hætta að reykja. Hjúkrunarfræðingar veita einnig ráðgjöf í s. 8006030. Sjálf er ég með hópmeðferð fyrir einstaklinga sem eru á aldrinum 18 til 69 ára og vilja hætta að reykja en eru ekki orðnir veikir. “ – Hvernig er sú meðferð sem þú veitir? „Hún er í fræðsluformi og tek- ur einn mánuð. Hún hefst á því að fólk pantar sér tíma, síðan tala ég við hvern og einn. Þá er metin nikótínþörf hvers og eins eftir spurningalista og síðan hefst hóp- meðferðin. Í mesta lagi tuttugu manns eru í hverjum hóp og fólk- ið hittist fimm sinnum yfir einn mánuð. Á hverjum fundi er tekið fyrir ákveðið efni, svo sem hvað nikótín sé, hvað tóbak sé og hvernig það verkar á líkaman. Frætt er um sjúkdóma sem tengjast reykingum en aðalatrið- ið er að fólkið tengist í hópnum og fái hvatningu og stuðning hvað frá öðru. Fræðslan er alltaf myndræn og tekin úr daglega líf- inu.“ – Hvaða lyf notar þú? „Ég nota öll nikótínlyfin eftir ákveðnum reglum, fer eftir þörf hvers og eins. Ég nota alltaf plástur sem grunnmeðferð og síð- an önnur nikótínlyf með eftir því sem þörfin segir til og þannig minnkar smátt og smátt nikótínið í líkamanum. Þetta getur tekið frá sex og upp í tólf mánuði sem er nokkuð langur tími, en á móti kemur að þetta hefur reynst ár- angursrík meðferð. Nú er zyban, hið nýja lyf, komið inn í meðferðina. Við það breytist hún þannig að viðkomandi þarf að vera búinn að fara til læknis og fá þetta lyf og getur byrjað að taka það samhliða hóp- meðferðinni. Sá sem tekur zyben á ekki að þurfa eins mikið af nikó- tínlyfjum og einnig tekur nikótín- lyfjameðferðin styttri tíma.“ – Er misbrestur á að fólki sé al- mennt kunnugt um þessi með- ferðarúrræði? „Já, sjúkrahúsin auglýsa ekki meðferðarúrræði sín en meðferð eins og ég er með flokkast undir forvarnir og er upplýsingum um hana komið opinberlega á fram- færi.“ – Nú eru auglýst ýmist úrræði um meðferð gegn reykingum sem fagfólk stendur ekki að, hvað viltu segja um þau úrræði? „Ég er alltaf spurð um þetta á námskeiðum og ég segi: Allt sem hjálpar er af hinu góða. Aðalat- riðið er að fólk hætti reykingum, með hvaða brögðum sem er. Það hefur hins vegar ekki verið sýnt fram á neinn tölfræðilegan árang- ur af mörgum þessara ófaglegu úrræða.“ – Hver er árangurinn hjá þér? „Ég hef nýlokið rannsókn sem birt var í Tímariti hjúkrunar- fræðinga í desember sl. Rann- sóknin stóð yfir í 17 mánuði og var gerð til að meta hvort líkams- þjálfun og þyngdarbreytingar hefðu áhrif á reykbindindi. Ég var með tvo hópa í rannsókninni. Á annan hópinn var beitt hinn hefðbundnu fyrrnefndu meðferð en á hinn hópinn var sama með- ferð og líkamsþjálfun þar að auki með í þrjá mánuði. Niðurstöðurn- ar voru þær að 20,6% þeirra sem fóru ekki í líkamsrækt stóðust reykingabindindi í 365 daga. Hins vegar stóðust 39,4% reykbindindi í 365 daga í hópnum sem fékk einnig líkamsþjálfun. Meðal- þyngdaraukning í báðum hópun- um sem voru reyklausir var 0,7 kíló. Þetta voru of litlir hópar til þess að þetta sér marktækur munur en sterk vísbending um hvað líkamsrækt hefur mikið að segja í þessu sambandi. Eftir þessa rannsókn mun ég hvetja alla mína skjólstæðinga til þess að stunda einhvers konar líkamsrækt samhliða meðferð gegn reykingum. Þess má geta að Samtök hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra gegn tóbaki voru stofnuð fyrir tæpu ári og hafa mestallan tíman starfað sem hluti sambærilegra Evrópusamtaka.“ Dagmar Jónsdóttir  Dagmar Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 25. desember 1950. Hún lauk hjúkrunarnámi 1972 frá Hjúkrunarskóla Íslands og tveggja ára námi í hjóna- og fjöl- skyldumeðferð frá Institute Paar- und Familietherapy í Köln í Þýskalandi. Einnig lauk hún prófi í heilsuhagfræði frá endur- menntunardeild Háskóla Íslands og námi í stjórn- og rekstri í heil- brigðisþjónustu. Hún hefur starf- að sl. átta ár sem hjúkrunar- deildarstjóri á lungna- og berklavarnardeild Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur. Dagmar á tvö uppkomin börn. Sterk vís- bending um að líkams- rækt hafi mik- ið að segja             ÞOTUUMFERÐIN yfir landinu hefur sést ágætlega í bjartviðrinu síðustu daga. Allt frá morgni og fram eftir degi má sjá þoturnar teikna strik sín á himininn, veg- farendur á jörðu niðri sem láta sér duga að ferðast með strætó geta í það minnsta látið sig dreyma um að fá ein- hvern tímann að fljóta með. Morgunblaðið/Golli Draumur á biðstöð SKIPULAGSSTOFNUN hefur fallist á tillögu Vegagerðarinnar um lagningu nýs vegar úr Kelduhverfi út á Tjörnes. Vegurinn mun liggja um Lónsós og verður því hætt að fara svokallaðar Auðbjargarstaða- brekkur. Fyrirhugað er að leggja nýjan 10 km vegarkafla á Norðausturvegi, frá slitlagsenda við Víkingavatn í Kelduhverfi að eyðibýlinu Banga- stöðum á austanverðu Tjörnesi. Áformað er að framkvæmdir hefjist í vor og ljúki haustið 2002 og verður vegurinn lagður bundnu slitlagi. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur og auka umferð- aröryggi milli byggðarlaga á Norð- austurlandi. Í skýrslu Vegagerðarinnar um mat á umhverfisáhrifum voru tveir aðrir kostir bornir saman við fyr- irhugaða legu vegarins um Lónsós. Leið tvö fólst í endurbótum á nú- verandi vegi um Auðbjargarstaða- brekkur en sá kostur var ekki tal- inn viðunandi þar sem vegurinn yrði vegtæknilega lakari en sú leið- in um Lónsós og að erfitt yrði að tryggja hana fullkomlega gagnvart snjóflóðum. Í skýrslunni kemur fram að Vegagerðin hafi fallið frá leið þrjú, milli Innra- og Ytra-Lóns, vegna umhverfisáhrifa. Ekki aðrir kostir Umhverfisáhrif fyrirhugaðrar vegarlagningar um Lónsós lúta einkum að því að lítt raskað land verður lagt undir veg. Skeringar, fyllingar og brú yfir Lónsós munu breyta verulega ásýnd og yfir- bragði strandsvæðisins. Vegurinn mun hafa varanleg áhrif á fuglalíf við Fjallahöfn og í Flæðum, meðal annars vegna beinnar skerðingar á búsvæðum fugla, svo sem votlendi, tjörnum og fuglabjargi, og truflun- ar af umferð. Ennfremur mun framkvæmdin skerða menningar- minjar. Í fréttatilkynningu Skipulags- stofnunar kemur fram að hún telur að ekki séu aðrir viðunandi kostir á vegstæðum á svæðinu sem uppfylli kröfur um vegtæknileg atriði og umferðaröryggi. Einnig hafi Vega- gerðin lagt fram ítarlegar upplýs- ingar um framkvæmdatilhögun, mótvægisaðgerðir og vöktun sem miða að því að draga úr óæskilegum áhrifum framkvæmdarinnar á dýralíf, gróður og landslag. Því fall- ist Skipulagsstofnun á framkvæmd- ina. Kæra má úrskurð Skipulags- stofnunar til umhverfisráðherra og rennur kærufrestur út 31. janúar næstkomandi. Vegur um Auðbjargarstaðabrekkur á Tjörnesi lagður af Nýr vegur um Lónsós                               

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.