Morgunblaðið - 05.01.2001, Síða 12

Morgunblaðið - 05.01.2001, Síða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ GRUNNSKÓLAR á Norðurlandi eystra, í Reykjavík og skólar í nágrannabyggðum Reykja- víkur voru með hæstu meðaleinkunn í 4. og 7. bekk á síðasta ári. Bestum árangri í stærðfræði og íslensku í 4. bekk náði Álftanesskóli í Bessa- staðahreppi, en bestum árangri í sömu greinum í 7. bekk náði Hvassaleitisskóli í Reykjavík. Hvassaleitisskóli er með hæstu meðaleinkunn ár- ið 2000 og einnig ef litið er til áranna 1998–2000. Þetta kemur fram í nýútkomnu yfirliti frá Rannsóknastofnun uppeldis og menntamála. Í yf- irlitinu eru birtar tölur um meðaltal einkunna í stærðfræði og íslensku í 4. og 7. bekk. Ekki eru birtar tölur um einkunnir í skólum þar sem nem- endur eru færri en ellefu í hverjum árgangi. Bestum árangri í stærðfræði í 4. bekk náði Álftanesskóli með meðaleinkunnina 6,9. Þessi ein- kunn sker sig nokkuð úr. Meðaleinkunn í þessari grein fyrir landið var 5,3. Næst á eftir koma Snæ- landsskóli í Kópavogi með 6,4 og Glerárskóli á Akureyri með 6,3. Egilsstaðaskóli, Álftamýrar- skóli og Hvassaleitisskóli voru með meðalein- kunnina 5,9. Bestum árangri í íslensku í 4. bekk náði Snæ- landsskóli með meðaleinkunnina 6,1. Þar á eftir kemur Egilsstaðaskóli með 6,0 og Brekkuskóli á Akureyri, Álftamýrarskóli og Laugarnesskóli með 5,9. Nemendur í 7. bekk Hvassaleitisskóla voru með hæstu meðaleinkunn í stærðfræði eða 6,3. Næst á eftir kom Kópavogsskóli með 6,2, Foss- vogsskóli með 6,0, Ártúnsskóli og Austurbæjar- skóli með 5,9. Nemendur í Langholtsskóla og Hvassaleitis- skóla náðu hæstu meðaleinkunn í íslensku í 7. bekk eða 6,6. Þar á eftir komu Fossvogsskóli og Austurbæjarskóli með 6,4. Nemendur í Varma- hlíðarskóla í Skagafirði voru með meðalein- kunnina 6,1. Með einkunnina 5,9 voru Granda- skóli, Háteigsskóli, Kópavogsskóli, Valhúsaskóli. Góður árangur í nokkrum litlum skólum Í yfirliti Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála er einnig birt meðaltal normal- dreifðra einkunna á árunum 1998–2000. Þar eru einnig fjórar einkunnir nefndar fyrir stærðfræði og íslensku í þessum tveimur bekkj- ardeildum. Þar kemur m.a. fram að nokkrir litlir skólar hafa verið að ná góðum árangri. Má þar nefna Hallormsstaðarskóla með 6,1 og 6,8 í stærð- fræði, Brautarholtsskóla í Árnessýslu með 6,3 í stærðfræði í 4. bekk, Grunnskólann í Bárðardal með 6,5 og 6,7 í meðaleinkunn í 4. bekk, Stóru- tjarnaskóli í Þingeyjarsýslu með 6,1 í íslensku í 7. bekk, Varmahlíðarskóli með 6,1 í báðum greinum í 7. bekk, Grunnskóli Akrahrepps með 6,0 og 6,8 í 7. bekk, Andakílsskóli í Borgarfirði með 7,3 í stærðfræði í 4. bekk. Nauðsynlegt er að hafa í huga að í fámennum skólum vega einkunnir hvers einstaklings þyngra í meðaleinkunn hvers skóla en stærri skóla. Einn eða tveir afburðanemendur geta þannig hækkað meðaltal skólanna verulega á meðan einn eða tveir slíkir nemendur ná ekki að hækka meðaleinkunn nema tiltölulega lítið í fjöl- mennum skólum. Hvassaleitisskóli og Álftamýrarskóli með besta útkomu 1998–2000 Þeir skólar sem náð hafa bestum árangri á ár- unum 1998–2000 eru Hvassaleitisskóli og Álfta- mýrarskóli. Hvassaleitisskóli er með meðalein- kunnirnar 6,0 og 5,7 í 4. bekk og 6,4 og 6,1 í 7. bekk. Álftamýrarskóli er með meðaleinkunnirnar 5,8 og 5,7 í 4. bekk og 6,0 og 5,8 í 7. bekk. Foss- vogsskóli var með einkunnirnar 5,8, 5,7, 5,7 og 5,3. Melaskóli var með einkunnirnar 5,7, 5,7, 5,7 og 5,3. Bestum árangri stærri skóla á landsbyggð- inni á þessum árum náði Brekkuskóli á Akureyri með 6,0, 5,9, 5,6 og 5,3. Grunnskóli Reyðarfjarðar, sem er lítill skóli, var með meðaleinkunnirnar 5,9, 5,9, 5,9 og 5,3. Skólar sem voru með meðalein- kunnina 6,0 í einstökum greinum á þessum þrem- ur árum voru Snælandsskóli í Kópavogi, Landa- kotsskóli og Austurbæjarskóli.                                                                                                    !   "   #   $    %&'( %&)( *&+( +&'( %&)( %&,( %&)( %&,( %&'( +&-( *&)( +&-( %&(( %&%( %&)( %&.( *&.( %&.( %&)( +&%( %&.( %&'( +&/( %&)( %&-( %&)( %&.( +&/( %&,( %&-( +&'( %&)(  "0   "  # 0 "0   #    "    1 0$            2 # 0   03       +&/( +&,( +&,( +&%( +&.( +&-( +&'( ,&-( +&%( +&.( ,&.( +&%( +&,( ,&/( +&'( +&/( ,&/( +&,( %&+( ,&)( +&'( +&,( +&'( %&)( %&(( +&.( +&/( +&'( .&*( +&'( +&,( +&-( +&'( +&+( +&(( +&+(    4 0$   "0     !  1          "0   # 4   "0   # 5  # "0   # "0  "0   # 1       %&,( %&'( 3 ,&'( %&/( +&*( ,&/( +&%( %&(( +&-( +&*( 3 3 %&)( +&*( +&+( +&*( +&'( +&/( +&-( %&(( %&+( %&%( +&+( +&,( +&)( +&/( +&.( +&/( %&.( %&(( %&+( +&+( ,&/( +&-( +&*(   6   6  "0   4 0  # 0 "0   !   "0   !   #    +&*( %&%( +&'( 3 +&/( +&+( %&*( +&*( 3 +&/( 3 %&*( %&)( %&)( +&-( 3 %&.( +&'( +&)( +&/(    "0   7 "0   ! 4 8 0 8   9   +&-( +&%( ,&-( +&*( %&)( +&*( +&%( %&(( %&,( +&.( +&)( %&(( %&)( +&/( ,&-( %&)(      #   "0    0    3 +&,( +&/( 3 %&(( %&(( %&'( ,&,( +&*( *&)( ,&+( +&/(    4    5    # 0   9     :   0   #0   "    " !    8 # ; 1   4 0   0         4        ,&'( %&.( +&+( 3 +&%( %&/( *&,( ,&-( %&%( %&+( +&%( +&'( %&)( +&)( %&/( ,&%( 3 +&/( %&)( %&*( %&+( %&-( %&.( %&)( %&.( %&,( +&+( %&)( 3 +&*( %&+( +&)( %&'( +&,( %&.( %&)( +&)( %&%( %&(( +&(( %&(( 3 %&.( %&,( +&(( %&/( +&*( %&+( %&+( +&'( %&+( %&.(        <      1    2   "0   ! <  "0   =!   "0             %&(( %&-( ,&-( %&+( %&,( +&,( 3 +&*( +&-( %&+( *&(( ,&+( %&)( %&,( +&/( 3 %&(( %&(( +&-( +&'( +&(( +&(( %&,( 3 ,&-( +&%( +&*( %&.( %&+( +&.( ,&'( +&%( 3 +&*( +&/( +&'(    0$   "0        "0    0 4 <1$   1   # 0        =    > 1     "0   #    "0   # :  ! 8 4        1        3 +&+( ,&,( .&-( +&+( +&.( %&)( %&/( +&*( %&,( %&(( +&,( ,&/( +&/( 3 +&*( ,&'( ,&+( +&*( +&(( +&/( %&,( +&*( %&+( +&%( +&%( +&(( +&/( %&)( 3 +&*( ,&*( +&,( %&.( %&(( %&%( 3 +&*( +&'( +&+( +&)( +&/( %&+( 3 +&*( +&.( +&*( %&'( +&/( %&,( 3 +&+( +&,( +&+( ,&/( +&/(         1   ? 0        $    #    <    9    "   =         !   :     !   %&,( %&.( %&.( %&(( %&+( %&.( *&-( %&+( %&+( %&.( +&-( %&)( +&/( %&)( %&.( %&*( %&*( %&/( %&+( %&+( %&,( +&%( %&%( +&*( %&.( %&)( +&,( %&(( +&'( +&-( %&(( %&)( %&,( +&'( %&.( +&*( +&.( %&)( +&'( %&.( +&'( +&/(   "         0$        @0 0$    #   !    0             9           4     =       ? 0   4      $ 0   =     !   9$   9   =            >    <    4       0      +&/( %&,( %&*( %&%( %&.( +&-( +&-( %&*( +&(( +&%( %&-( %&-( +&%( %&'( %&)( +&/( +&*( +&'( ,&.( +&-( %&,( %&,( %&+( +&%( +&*( %&,( +&'( +&*( %&)( %&(( %&%( %&*( %&.( %&*( %&%( %&%( %&)( %&-( +&.( +&-( %&-( %&,( +&'( %&*( +&-( %&.( +&/( +&-( ,&)( +&/( %&(( +&%( %&*( +&%( +&/( %&)( +&%( +&*( %&)( %&(( %&%( %&/( %&*( +&-( %&-( %&/( %&.( +&-( +&*( %&/( %&%( *&,( %&(( *&(( +&-( %&'( %&)( +&/( +&%( +&-( %&,( %&-( %&(( +&%( +&'( %&(( ,&/( %&(( +&,( %&.( %&-( %&/( %&+( *&*( *&+( %&*( %&-( %&)( +&+( %&*( %&%( *&*( %&+( *&+( +&/( %&%( %&)( +&*( +&/( +&/( %&.( %&/( %&,( +&,( %&+( +&-( ,&%( ,&-( +&)( %&,(                 Árangur á samræmdum prófum í 4. og 7. bekk á síðasta ári Hvassaleitisskóli er með hæstu meðaleinkunn SAMNINGAR heilbrigðisráðuneyt- isins vegna sjúkraflugs til næstu þriggja ára eru langt komnir og stefnt er að undirritun þeirra á næstunni, en samningarnir eru gerðir í framhaldi af útboði sem ráðist var í á haustmánuðum. Dagný Brynjólfsdóttir, deildar- stjóri fjármálaskrifstofu heilbrigðis- ráðuneytisins, sagði að síðastliðið haust hefði allt sjúkraflug á landinu verið boðið út og í framhaldi af því væri nú unnið að gerð samninga við lægstbjóðendur. Hvað varðaði sjúkraflug á Norður- og Austur- landi annars vegar og í Vestmanna- eyjum hins vegar væri ekki um að ræða breytingar á flugrekstrarað- ilum. Flugfélag Íslands myndi áfram sjá um sjúkraflug á Norður- og Austurlandi og yrði flugvél tilbú- in til sjúkraflugs að staðaldri stað- sett á Akureyri. Sama gilti um Vestmannaeyjar, áfram yrði samið við Flugfélag Vestmannaeyja að þar yrði að staðaldri árið um kring flug- vél tilbúin til sjúkraflugs ef á þyrfti að halda. Hins vegar væri breytt um flugrekstraraðila vegna sjúkra- flugs til Vestfjarða. Þar væri lagt til að Leiguflug Ísleifs Ottesen tæki við af Mýflugi, en þar sem samn- ingar væru ekki frágengnir hefði heilbrigðisráðuneytið framlengt samning við Mýflug nú fyrir ára- mótin um að það héldi áfram að þjóna Vestfjörðum þar til nýr aðili tæki við. Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir að flugvél sé stað- sett á Ísafirði tilbúin til sjúkraflugs yfir vetrarmánuðina. Varðandi það að erfiðlega gekk að útvega sjúkraflug frá Patreks- firði á nýársnótt, eins og frá var sagt í Morgunblaðinu í gær, sagði Dagný að heilbrigðisráðuneytið hefði fengið skýringar Mýflugs í þeim efnum og beðið væri eftir staðfestingu á endurnýjun flug- rekstrarleyfis. Aðspurð um atvik um miðjan nóv- ember þegar erfiðlega gekk með sjúkraflug frá Egilsstöðum með tvo slasaða sjómenn, sagði Dagný að þeir erfiðleikar hefðu verið vegna veðurs. Austurlandi sé þjónað frá Norðurlandi. Ófært hafi verið til flugs frá Akureyri og þess vegna orðið tafir á fluginu og við því sé ekkert að segja. Veðurskilyrði hljóti alltaf að spila inn í í þessum efnum. Samningar alls staðar í gildi Dagný bætti því við að samningar um sjúkraflug væru í gildi alls stað- ar á landinu þar til nýju samning- arnir væru frágengnir. Ef sjúkra- flug væri síðan ekki mögulegt af einhverjum ástæðum ætti að vera hægt að grípa til flugvélar Flug- málastjórnar eða þyrlu Landhelg- isgæslunnar, sem gæti flogið við erfiðari veðurskilyrði en flugvélar. Samningar um sjúkra- flug langt komnir BÍÓSÝNINGAR á Patreksfirði geta lagst af, ef ekki tekst að greiða niður skuldir Skjaldborgarbíós til að rétta reksturinn af. Í fréttatilkynn- ingu frá eigendum kvikmyndahúss- ins segir að vegna greiðsluerfiðleika hafi verið „lokað fyrir rafmagn að sýningarvél Bíósins“ og muni sýn- ingar því falla niður eða verða end- anlega lokið. Til þess að bjarga bíósýningum á Patreksfirði hafa eigendur og áhugsamir aðilar um áframhaldandi rekstur kvikmyndahúss á staðnum unnið að því að auka hlutafé félags- ins, þannig að hægt verði að greiða niður skuldirnar. Jónas Þór, annar núverandi eig- enda Skjaldborgarbíós, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að vel hefði gengið að safna hlutafé en enn þá vanti herslumuninn á að endar nái saman. „Þá sýnist okkur að það eigi að vera rekstrargrundvöllur, því það er næg bíóaðsókn til að standa undir rekstrinum.“ Bíósalurinn tekur um 200 manns í sæti og segir Jónas að löng bíóhefð sé á Patreksfirði. „Okkur hefur gengið ágætlega og höfum að öllu jöfnu fengið nýjar myndir snemma frá bíóunum. Fólk vill hafa bíó hér- og við erum búnir að safna tals- verðu hlutafé og ég er að auglýsa eftir að fólk gefi sig fram. Og ekki væri það verra ef allir þessir brott- fluttu Patreksfirðingar sýndu okkur stuðning líka.“ Vilja bjarga bíóinu á Patreksfirði REYKVÍKINGAR hafa notið góðs af stilltu veðri und- anfarna daga. Sumir hafa þó kvartað undan kulda enda hiti yfirleitt talsvert fyrir neðan frostmark. En frostið hefur sínar fögru hliðar. Í fjöruborði Skerjafjarðar hef- ur frostið haldið eftir litlum hluta af sjónum svo úr verða ýmsar furðumyndir. Morgunblaðið/Þorkell Frost og fjara

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.