Morgunblaðið - 05.01.2001, Page 20

Morgunblaðið - 05.01.2001, Page 20
ÚR VERINU 20 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ 44. starfsár Social Foxtrot - það nýjasta Þú verður fær um að dansa við 90% af öllum lögum sem leikin eru á venjulegum dansleik eftir 10 tíma Línudans Auðveldir og skemmtilegir. Bók fylgir með lýsingu á dönsunum 10 tíma námskeið Gömlu dansarnir 10 tíma námskeið og þú lærir ótrúlega mikið. Break Ásgeir, margfaldur Íslandsmeistari, og Gummi kenna.10 tíma námskeið. Upprifjunartímar Einn tími á sunnudögum. Einn dans tekinn fyrir í hvert skipti. 10 tíma námskeið. Salsa Dansinnsem fer sigurför um heiminn. 10 tíma námskeið Erla og Juan Melgar Freestyle Erla Haraldsdóttir kennir 10 tíma námsskeið.. Dans ársins La Luna Samkvæmisdansar - barnadansar Áratuga reynsla okkar og þekking tryggir þér bestu fáanlegu kennslu. 14 vikna námskeið fyrir fullorðna 14 vikna námskeið fyrir börn. Dansleikur í lokin. Keppnisdansar Svanhildur Sigurðardóttir og Ingibjörg Róbertsdóttir frábærir þjálfarar í keppnisdönsum. 14 vikna námskeið - Mæting 1x, 2x eða 3x í viku Brúðarvalsinn Kenndur í einkatíma. Innritun fer fram í síma 551 3129 milli kl. 15 og 22 daglega til 8.janúar.. Geymið auglýsinguna DANS - HOLL ANDLEG OG LÍKAMLEG ÍÞRÓTT FYRIR ALLA - LL LE LÍ LE Í TT F I LL AFLAVERÐMÆTI skipa Þor- móðs ramma-Sæbergs hf. var 2.757 milljónir króna á nýliðnu ári en 2.831 milljón 1999 og munar því 74 milljónum á milli ára. Bolfiskaflinn dróst saman um 1.887 tonn en rækjuaflinn jókst um 1.375 tonn. Þrjú skip voru gerð út á bolfisk bæði árin og var afli þeirra 13.737 tonn árið 2000 en 15.624 tonn árið 1999. Rækjuafli fimm skipa 1999 var 4.683 tonn 1999 en 6.058 tonn 2000. Skip lengi í slipp Ólafur H. Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Þormóðs ramma- Sæbergs, segir að heldur hafi veiðst minna af þorski á nýliðnu ári en árið 1999 auk þess sem úthaldið hafi verið minna á skipunum. Frystitogararnir Kleifaberg og Mánaberg hafi verið lengi í slipp árið 2000 en rækjuskipin Sunna og Stálvík hafi verið í breytingum 1999 og í þessu liggi munurinn. Samt sem áður hafi afli og verð- mæti verið undir áætlun árið 2000 og megi það rekja til erfiðleika í veiðum seinni hluta ársins, en hann áréttar að frystitogararnir hafi verið í sínar fimm vikurnar hvor í slipp, sem hafi gert gæfumuninn. Hins vegar sé þetta eðlilegt, því skip fari í slipp annað hvert ár, en gert sé ráð fyrir að nýhafið ár verði ágætt. „Flest bendir til þess; kvótastaðan er sterk og afli í rækju hefur verið að glæðast,“ segir Ólafur. Þormóður rammi-Sæberg hf                                  "# $"$ "## "# # $%  "%   &# &  % $      $"$ " "&$ %$ & % % & " &%&   #  # %# &# ## && $ &  '()*  ) )+*, -.-! , -              Minni afli og minna verðmæti FASTANEFND Evrópusambands- ins um dýrafóður kemur saman í lok janúar til að ræða endanlega skýrsl- una um hámark díoxíns í fóðurteg- undum, sem vísindanefnd ESB sendi frá sér á nýliðnu ári, en engin mörk eru til um innihald díoxíns í dýrafóðri. Díoxín er þrávirkt eiturefni, sem getur valdið ýmsum slæmum kvillum meðal annars krabbameini. Það verð- ur til við bruna við lágt hitastig, sér- staklega þar sem klórefni koma við sögu, svo sem pappírsgerð. Það myndast við bruna á úrgangi og við skógarelda svo dæmi séu tekin. Díox- ínið myndast því fyrst og fremst við mengun, einkum frá iðnaðarlöndum. Eiturefnið berst út í andrúmsloftið en endar loks í sjónum. Þaðan berst það í fiska og fleiri sjávardýr, sest í fitu þeirra og safnast upp. Mest er af efn- inu í dýrum ofarlega í fæðukeðjunni, feitum fiski og fiski sem bæði er feitur og verður gamall, en dýrin geta ekki losað sig við eitrið. Mun meiri díox- ínmengun er á norðurhveli en suður- hveli vegna meiri mengunar frá iðn- aðarríkjunum og til dæmis finnst mjög lítið af því í fiski og fiskimjöli og lýsi frá Chile og Perú. Til þessa hefur ekki verið talið að innihald díoxíns í fiski eða fiskafurð- um eins og mjöli og lýsi hafi verið yfir þeim mörkum að það skaði mannfólk- ið. Viðmiðanir Alþjóða heilbrigðis- stofnunarinnar WHO um „þolanlegt“ innihald í matvælum er 1 til 4 píkag- römm á hvert kíló líkamsþunga dag- lega. Píkagramm er afar smá mæli- eining eða einn milljónmilljónasti úr grammi. Fyrir nokkrum mánuðum kom upp umræða um að setja hámark díoxíns innan ESB í fiskimjöli og lýsi, sem notað er í dýrafóður. Lægstu mörk, sem rætt var um voru 2.000 píkagrömm í kílói, en það hefði leitt til þess að notkun þessara afurða frá Ís- landi hefði verið bönnuð. Talið er, að sé miðað við 10.000 píkagrömm í hverju kílói af lýsi og 6.000 í hverju kílói af mjöli, verði í lagi með þessar afurðir héðan. EFTA-ríkin eru með áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og til- lögurétt í fóðurnefndinni og er Ólafur Guðmundsson, starfsmaður aðfanga- eftirlitsins, fulltrúi Íslands. Hann seg- ir að á fundinum í lok mánaðarins verði ekki tekin ákvörðun í málinu en þá liggi væntanlega fyrir tillögur framkvæmdastjórnar ESB um hvaða mörk hún vilji setja á leyfilegt díox- ímagn í ýmsum fóðurtegundum og þar á meðal mjöli og lýsi. Nefndin tekur afstöðu til tillagna fram- kvæmdastjórnarinnar sem síðan gef- ur út tilskipun í málinu. Hámark díoxíns í mjöli og lýsi Skýrslan rædd í lok janúar NOKKRIR bátar voru á síldarmið- unum um 35 mílur vestsuðvestur af Öndverðarnesi í gær og höfðu menn þegar fengið ágætis síld en bátarnir hafa ekki verið úti síðan fyrir jól. Jóna Eðvalds SF fór frá Höfn í Hornafirði aðfaranótt miðvikudags, kom á miðin út af Snæfellsnesi árla morguns í gær og fékk 150 tonn í fyrsta kasti. „Það er ágætis síld hérna en hún virðist ekki vera eins góð aðeins sunnar,“ sagði Ingólfur Ásgrímsson skipstjóri og taldi sjö eða átta báta vera á miðunum. „Það er norðaustan kaldafýla í honum, fimm til sex gömul vindstig, en sléttur sjór.“ Sunnuberg NS fór frá Vopnafirði í gær og var einskipa í suðurkant- inum á Héraðsflóanum. „Bátarnir voru á þessu veiðisvæði fyrir jólin en enn er ekkert að sjá enda bræla,“ sagði Magnús Þorvaldsson skipstjóri. Fyrir áramót hafði verið landað rúmlega 76 þúsund tonnum af síld og höfðu um 23 þúsund tonn farið í frystingu, um fimm þúsund tonn í salt og um 48 þúsund tonn í bræðslu en um 42.600 tonn eru eftir af kvótanum. Antares á loðnuna Verið var að gera nokkur skip tilbúin til loðnuveiða út af Aust- fjörðum síðdegis en veður hefur seinkað brottför þeirra. Þar á meðal voru Hólmaborg SU og Guðrún Þorkelsdóttir SU á Eskifirði, Júpi- ter ÞH á Þórshöfn og Björg Jóns- dóttir ÞH á Húsavík. Antares VE lagði af stað frá Vestmannaeyjum síðdegis og sagði Grímur Jón Grímsson skipstjóri að ekki væri eftir neinu að bíða en hugsanlega gæti veðrið sett strik í reikninginn fyrir austan. „Við leit- um að henni í kantinum út af Aust- fjörðum og svo norður með,“ sagði Grímur. „Þetta er samt ekki mjög gæfulegt. Rannsóknaskipin fundu enga loðnu þarna fyrir hátíðarnar en það finnst heldur ekkert nema maður gái að því.“ Morgunblaðið/Sigurgeir Skipverjar á Antares VE frá Vestmannaeyjum tóku loðnunótina um borð í gær og gerðu klárt fyrir vertíðina. Nokkrir bátar komnir á síldarmiðin Síldveiðar byrjaðar aftur vestur af Snæfellsnesi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.