Morgunblaðið - 05.01.2001, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.01.2001, Qupperneq 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 21 SÍFRERI sem heldur um nokkra hæstu fjallstindana í Evrópu er að bráðna og skapar það hættu á að skíðastaðir og Alpaþorp drukkni í aurskriðum og grjóthruni, að því er fram kom á ráðstefnu fyrr í vikunni. Formaður hóps vísindamanna er hafa fylgst með bráðnun sí- frera í Ölpunum fyrir hönd Evr- ópusambandsins og svissneskra yfirvalda sagði að hitastig í sviss- nesku Ölpunum hefði hækkað um hálfa til eina gráðu á und- anförnum fimmtán árum. Dr. Charles Harris, við Card- iff-háskóla í Bretlandi, sagði á ráðstefnu Konunglega landa- fræðifélagsins og Bresku land- fræðingastofnunarinnar í Ply- mouth í Bretlandi að hættan er skapaðist vegna bráðnandi sí- frera ætti við allt suður í Sierra Nevada á Spáni, þar sem sífreri hefur fundist í hæstu tindum. Dr. Harris og samstarfsfólk hans hefur komið upp eftirlits- kerfi í borholum í fjallgörðum í Noregi, Svíþjóð, Svalbarða og Pýreneafjöllum, auk Alpanna og á Spáni, til þess að mæla hvernig sífreranum reiði af í þeirri hlýn- un sem spáð er að verði á jörð- inni á næstu 50 árum. Í ljósi mælinga í 100 metra djúpum borholum skammt frá Murren og Zermatt í Sviss hafa vísindamennirnir reiknað út að hitastigið í klöppum og mold í Ölpunum hafi hækkað um eina til tvær gráður á undanfarinni öld. Breytingarnar á sífreranum eru því jafnar hopun jökla í heiminum undanfarin hundrað ár. Dr. Harris segir: „Ef hitinn þarna er einungis mínus tvær eða þrjár gráður þarf ekki mikla hlýnun til að fara yfir frost- mark.“ Efsti metrinn í jarðvegnum þiðnar jafnan á sumrin, sagði hann, en ef sífrerinn byrjar að þiðna gefur jörðin meira eftir og þá gæti skapast hætta á aur- skriðum er gætu haft skelfilegar afleiðingar í bröttum hlíðum Alpadala. Dr. Harris sagði ennfremur að líklegustu afleiðingar minnkandi sífrera væru aukið landbrot í brekkum. „Maður mun ekki sjá heilu fjöllin hrynja, þetta verður staðbundið.“ Mest verði hættan á aurskriðum og grjóthruni af völdum minnkandi sífrera í mán- uðunum ágúst, september og október. Sífreri er í yfir 2.500 metra hæð í Ölpunum og yfir 3.000 metrum í Pýreneafjöllum. Norð- ur á Svalbarða nær hann niður að sjávarmáli. Sífrerinn þok- ar í Ölpunum The Daily Telegraph. LÖG sem banna hundaát voru sam- þykkt á Taívanþingi á þriðjudag. Kveða þau á um bann við því að kjöt og feldir af gæludýrum eins og hundum og köttum verði nýtt „í efnahagslegum tilgangi“. Hver sá sem brýtur lögin á yfir höfði sér allt að 10.000 Taívandollara sekt, and- virði um 26.000 króna. Að sögn eins þingmannsins, sem greiddi lögunum atkvæði sitt, eru þau áfangi í því að færa Taívan inn í „siðmenntaðri tíma“. „Ég hef haft mikið dálæti á hund- um allt frá barnæsku,“ sagði Wang Hsin-nan, þingmaður núverandi stjórnarflokks Taívans, DPP, en hann átti frumkvæði að löggjöfinni. Að hans mati væri hundaát skilj- anlegt svo lengi sem þjóðin væri fá- tæk. En með hinni hröðu efna- hagsþróun sem Taívanar hefðu búið við í mörg ár bæri að stöðva þessa hefð. Hundakjöt mun enn vera fáan- legt á matvælamörkuðum í öðrum Asíulöndum, svo sem í Kína og Suð- ur-Kóreu. Þingið á Taívan bannar hundaát Taípei. AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.