Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 22
ERLENT 22 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ MAÐUR búinn skotvopnum, sem hafði hótað að sprengja í loft upp ríkissjónvarpsmiðstöð- ina í Lissabon í Portúgal í gær, gaf sig fram við lögreglu eftir átta klukkustunda umsátur. Hann hafði ráðist inn í stöðina með konu sína og tvær dætur meðferðis. Sagði hann hótanir sínar vera vegna fréttar sem stöðin hafði sent út um fyrir- tæki hans og orðið þess valdandi að það varð gjald- þrota. Í útvarpsviðtali fyrr í gær hafði maðurinn hótað að ráða sjálfum sér bana. Pólverjar vilja rannsókn PÓLVERJAR kröfðust þess í gær að fram færi „alþjóðleg rannsókn“ á fregnum þess efnis að Rússar hefðu flutt kjarna- vopn til Kaliningrad við Eystrasalt. Rússar hafa þar flotastöð og neita því að kjarna- vopn hafi verið flutt þangað og segjast standa við þau heit sín að halda Eystrasaltinu kjarn- orkuvopnalausu svæði. Pólverj- ar segja að ekki sé víst hvort taka megi fullyrðingar Rússa trúanlegar vegna þess að þeir hafi áður bannað eftirlit á Kal- iningrad-svæðinu. Pakistanar vongóðir ÞJÓÐARÖRYGGISRÁÐ Pak- istans ræddi í gær möguleikana á viðræðum við Indverja vegna deilna ríkjanna um Kasmírhér- að og kváðust Pakistanarnir bjartsýnir á upphaf friðarum- leitana. Sendinefnd frá aðskiln- aðarsinnum í indverska hluta héraðsins er væntanleg til Is- lamabad, höfuðborgar Pakist- ans, um miðjan mánuðinn til viðræðna við stjórnvöld. Lét öryggisráðið í ljós bjartsýni í gær um að heimsóknin yrði til þess að viðræður um framtíð héraðsins gætu hafist með þátt- töku Indverja, Pakistana og Kasmíra. 134 ára Dagestani ELSTI maður í heimi er 134 ára gamall íbúi í rússneska sjálfstjórnarlýðveldinu Dagest- an, sem á landamæri að Tsjetsjníju, að því er þarlendir embættismenn greindu frá í gær. Maðurinn heitir Gayirk- han Iriskhanov og er sagður vel ern og stálminnugur. Hann eigi níu börn, 40 barnabörn og 50 barnabarnabörn. Hann hafi aldrei reykt og einungis drukk- ið áfengi í hófi og uppáhalds maturinn hans er kindakjöt. Að sögn embættismanna býr Ir- iskhanov „því miður við erfiðar aðstæður, í lélegu húsnæði þar sem ekki er einu sinni rennandi vatn“. Stjórnvöld eru að íhuga að gefa honum nýja íbúð. Kramnik með forystu RÚSSINN Vladimír Kramnik er með tveggja vinninga for- skot í atskákeinvígi sínu við Ungverjann Peter Leko er nú stendur í Búdapest. Hefur Karmnik þrjá vinninga en Leko einn. Alls er einvígið 12 skákir. STUTT Byssu- maður gafst upp LÆKNIRINN sem gerði aðgerð á Jóhann- esi Páli páfa II 1994 sagði í viðtali sem birt var í gær að lyfin sem páfi, sem er áttræður, tæki vegna Park- insonveiki hefðu áhrif á andlitsvöðva hans og göngulag. Þetta er víðtækasta og opinskáasta viðtal sem nokkur lækna páf- ans hefur veitt til þessa. Læknirinn, Gi- anfranco Fineschi, er bæklunarsérfræð- ingur, og sagði hann að skjálftinn í annarri hendi páfans væri vegna Parkinsonveik- innar. Lyfin sem páfi tæki til að hafa hemil á einkennum veikinnar hafi áhrif á stjórn vöðva og minnki and- litshreyfingar, auk þess að valda því að hann haltri þegar hann gengur. Viðtalið við Fineschi birtist í viku- ritnu Oggi. Vatíkanið hefur aldrei opinberlega við- urkennt að páfi þjáist af Parkinsonveiki og hefur aldrei neinn af læknum hans fyrr nefnt veikina í tengslum við hann. Grunur um að páfi væri haldinn þessum sjúkdómi, sem ræðst á taugakerfið og breiðist hægt út um líkamann, vaknaði fyrst í byrjun síðasta áratugar þegar mikill skjálfti í vinstri hönd páfa varð aug- ljós. Ennfremur virðist páfi oft þjást af vöð- vastífni í andliti og hægu, haltrandi göngulagi, en hvort tveggja gæti verið einkenni Parkinsons eða skyldra sjúkdóma. Fineschi segir aftur á móti að þetta stafi fremur af lyfjunum en sjúkdómum. Ekki er vit- að nákvæmlega hvaða lyf páfi tekur. Parkinsonslyf hafa áhrif á göngulag páfa AP Þúsundir manna fögnuðu páfa á Péturstorginu þegar hann kom til messu í Páfagarði í gær. Banal kvaðst hafa skráð hluta- félögin í október 1999 og afsalað sér hlutabréfum í þeim þegar hún hefði hætt störfum fyrir lögmannsstofu Serapios. Hún sagðist ekki vita hverj- ir hefðu tekið við hlutabréfunum. Saksóknararnir sögðu að hluta- félögin væru „gervifyrirtæki“ sem Estrada og samstarfsmenn hans hefðu notað til að ávaxta mútufé og hagnað af ólöglegu fjárhættuspili. Serapio var skipaður ráðgjafi for- setans hálfu ári áður en hlutafélögin voru stofnuð. Hann var einnig fram- kvæmdastjóri góðgerðastofnunar sem saksóknarar segja að forsetinn hafi einnig notað til að fela mútufé. Vitnisburðinum vísað á bug Verjendur Estrada sögðu að ekk- ert væri hæft í þessum ásökunum og vitnisburður Banal væri runninn undan rifjum pólitískra andstæðinga forsetans. Hún væri nú starfsmaður lögmannsstofu undir stjórn eins af hörðustu andstæðingum Estrada. Estrada er sakaður um mútu- þægni, fjárglæfra, trúnaðarbrest og brot á stjórnarskránni. Ef tveir þriðju af 22 þingmönnum öldunga- deildarinnar finna hann sekan um eitt eða fleiri ákæruatriðanna verður hann sviptur embættinu. AP Joseph Estrada skoðar verslun sem sett var á fót með stuðningi ríkisins til að selja ódýr matvæli í fátækrahverfi í Caloocan-borg. Réttarhöldin yfir forseta Filippseyja Bendlaður við „gervifyrirtæki“ Manila. AP, AFP. EITT af vitnum ákæruvaldsins í réttarhöldunum yfir Joseph Estrada, forseta Filippseyja, sem hefur verið ákærður til embættismissis, kvaðst í gær hafa aðstoðað við að stofna tvö hlutafélög sem saksóknarar segja að forsetinn hafi notað til að fela mútufé. Maria Jasmine Banal, 27 ára starfskona lögmanna- stofu í Manila, sagði að fyrrverandi lögmaður Estrada, Edward Serapio, hefði falið henni að stofna hlutafélögin. Hún og fleiri starfsmenn lögmannsins hefðu verið skráð sem eigendur hlutafélaganna. Róm. Reuters. Páfi gengur til sætis er hann veitti píla- grímum áheyrn í Vatíkaninu í gær. RÁÐAMENN Evrópusambandsins, ESB, íhuga nú að efna til sjálfstæðrar rannsóknar á vegum þess á notkun á svonefndu rýrðu úrani í sprengjur er flugher Atlantshafsbandalagsins notaði á sínum tíma í Bosníu og Kosovo. Óttast er að geislun frá úraninu hafi valdið krabbameini í friðargæslulið- um sem starfað hafa á svæðinu en sex ítalskir gæsluliðar hafa látist út hvítblæði. Nokkur Evr- ópuríki, þ. á m. Ítalía, Tyrkland, Belgía, Frakk- land, Finnland, Tékkland og Portúgal hafa þegar látið kanna heilsufar hermanna sinna en ekki hafa fundist neinar sannanir fyrir því að óttinn sé á rök- um reistur. Fulltrúar NATO segja að bandalagið muni ekki láta fara fram könnun á hugsanlegum áhrifum úr- ansins en veita Ítölum og fleiri þjóðum alla þá að- stoð og upplýsingar sem hægt sé að láta í té. Sprengjurnar umræddu eru húðaðar með rýrðu úrani, sem er afar þungur málmur, eðlisþyngdin nær tvöfalt meiri en í blýi. Mun þyngri tegund af málminum er notuð í kjarnorkuvopn og sem elds- neyti í orkuverum. Úranið eykur slagkraft sprengjunnar og sprengjuoddarnir eiga þá auð- veldara með að rjúfa brynvörn skriðdreka og ann- arra öflugra farartækja og mannvirkja. Flugmenn NATO beittu slíkum vopnum gegn her Bosníu- Serba 1994-1995 og gegn her Serba í Kosovo- stríðinu 1999. Að sögn talsmanna NATO skutu bandarískar flugvélar alls um 10.000 sprengjum með úranhleðslum á serbnesk skotmörk á Balk- anskaga á þessum árum. Vopnum af þessu tagi var einnig beitt gegn Írökum í Flóabardaga 1991. Talsmennirnir bentu á að aldrei hefði hvílt nein leynd yfir notkuninni. Engin tengsl staðfest Marco Minniti, aðstoðarvarnarmálaráðherra Ítalíu, viðurkenndi í að rannsókn hefði ekki leitt í ljós nein tengsl milli dauða hermannanna sex sem fengu hvítblæði og rýrða úransins. Ekki væri heldur neitt sem benti til að sömu orsakir væru að baki sjúkdóms mannanna. Samt sem áður legði hann til að NATO íhugaði að banna notkun úrans- ins. Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagðist í gær deila áhyggjum ýmissa rík- isstjórna vegna málsins. Sagði hann að banna ætti notkun úransins ef minnsta vísbending fyndist um að geislun frá sprengjuleifunum gæti síðar valdið fólki tjóni. „En jafnvel þótt engin slík áhætta reyndist vera fyrir hendi líkar mér ekki að notuð sé svo sérkennileg og ógnvekjandi vopn,“ sagði Prodi. Hann bætti því við að ekki væri nóg að fá að vita allan sannleikann um ástand hermanna held- ur einnig um heilsufar óbreyttra borgara á svæð- inu. Hefðu fulltrúar ESB þegar haft samband við stjórnvöld í Serbíu og Bosníu vegna hugsanlegra heilbrigðisvandamála sem úranið hefði valdið. Stjórnarandstæðingar á Ítalíu hafa gagnrýnt stjórnina fyrir að hafa lagt fram herlið í Kosovo- stríðinu. Segja þeir nú að þegar í stað beri að kalla heim alla ítalska hermenn frá Balkanskaga. Að kröfu Ítala verður málið rætt í yfirstjórn NATO á laugardag og hafa þeir fengið stuðning Frakka, Belga og Portúgala í þeim efnum. Tals- maður franska varnarmálaráðuneytisins sagði að fjórir franskir gæsluliðar, sem verið hefðu á Balk- anskaga, væru nú á sjúkrahúsi og fengju með- höndlun vegna hvítblæðis. „Málið er orðið alvarlegt og áhyggjurnar eru fyllilega eðlilegar,“ sagði Giuliano Amato, for- sætisráðherra Ítalíu. Í liðinni viku ákváðu ítölsk stjórnvöld að láta rannsaka veikindi 30 hermanna er starfað hafa við friðargæsluna á Balkanskaga undanfarin ár. Rýrt úran í sprengjum NATO og hvítblæði meðal friðargæsluliða ESB íhugar rannsókn Brussel, Róm. AP, AFP, Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.