Morgunblaðið - 05.01.2001, Page 23

Morgunblaðið - 05.01.2001, Page 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 23 MANNFJÖLDI í Bandaríkjun- um var 281.421.906 á síðasta ári og hafði landsmönnum þá fjölgað um 13,2% frá 1990 eða um 33.399.123. Bandaríkjamenn fæddir erlendis voru þá 28,3 milljónir og hefur það hlutfall aldrei verið hærra. Er meirihluti þeirra kominn frá Rómönsku- Ameríku og Asíu. Mest hefur fjölgunin verið í Suður- og Vest- urríkjunum. Getur mannfjölda- þróunin haft nokkur áhrif á stöðu stjórnmálaflokkanna, til skamms tíma að minnsta kosti, því að hún mun ýmist fjölga eða fækka þing- mönnum einstakra ríkja. Frá 1970 hafa Bandaríkjamenn verið taldir einu sinni á 10 ára fresti. Hófst talningin að þessu sinni í apríl á síðasta ári og starf- aði að henni meira en milljón sjálfboðaliða. Þegar niðurstöð- urnar voru birtar í gær sagði Norman Mineta viðskiptaráð- herra, að manntalið væri hyrn- ingarsteinn fulltrúalýðræðisins og Robert Shapiro aðstoðarvið- skiptaráðherra sagði, að fátt ann- að en styrjöld hefði meiri áhrif en manntalið á bandarískt samfélag. Niðurstöðurnar nú eru í sam- ræmi við þá þróun, sem hafin var 1990, og sýna, að fólksfjölgunin hefur verið langmest í Suður- og Vesturríkjunum en miklu minni í Austur- og Miðvesturríkjunum. Er hún borin uppi af fólki frá Rómönsku-Ameríku auk þess sem nokkuð hefur verið um til- færslu innanlands. Breytingar á þingmannatölu Í The District of Columbia, sem hefur ekki ríkisréttindi, fækkaði fólki um 5,7% en fjölgaði í ríkjunum öllum. Minnst var fjölgunin í Vestur-Virginíu, 0,8%, en mest í Nevada, 66,3% á 10 ár- um. Kalifornía er nú fjölmennasta ríkið með 33,8 milljónir manna og er það 13,8% fjölgun frá 1990. Fulltrúadeildarþingmönnum í Texas, Arizona, Florída og Ge- orgíu mun fjölga um tvo í hverju ríki en Nevada, Kalifornía, Colo- rado og Norður-Karólína munu fá einn þingmann að auki, hvert ríki. New York og Pennsylvanía munu hins vegar tapa tveimur þing- mönnum hvort og Illinois, Mich- igan, Indiana, Ohio, Wisconsin, Connecticut, Mississippi og Okla- homa munu tapa einum hvert. Það er ekki síst Texas, sem hagnast á fólksfjölguninni hvað þingmannatöluna varðar. Þar fjölgar þeim um tvo eins og áður segir og er ríkið nú komið upp fyrir New York með 32 á móti 29. Kalifornía hefur eftir sem áður flesta þingmenn eða 53 nú. Um 625.000 manns standa nú að baki hverjum þingmanni í fulltrúa- deildinni. Þessar breytingar á þing- mannatölu ríkjanna geta haft all- mikil áhrif á stöðu bandarísku stjórnmálaflokkanna, repúblik- ana og demókrata, og augljóst þykir, að þær munu verða til að styrkja þá fyrrnefndu vegna fjölgunar þingmanna í ýmsum ríkjum, sem þeir ráða. Stjórn- málamennirnir sjálfir vilja að vísu lítið tjá sig um það en einn ónefndur embættismaður mann- talsskrifstofunnar sagði, að hugs- anlega myndu þær tryggja re- públikönum meirihluta í fulltrúadeildinni næstu 10 ár. Á móti því vegur hins vegar, að fjölgunin í Suður- og Vesturríkj- unum er að stórum hluta fólk frá Rómönsku-Ameríku og það hefur heldur hallað sér að demókrötum. Nú er um tíundi hver Banda- ríkjamaður fæddur utan landsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Eru stærstu innflytjendasam- félögin í Kaliforníu, New York og Florída en mest hefur þeim fjölg- að í ríkjum eins og Colorado, Norður-Karólínu og Nevada eða um 180% frá 1990. 1970 voru inn- flytjendur 4,7% Bandaríkja- manna en 10,4% á síðasta ári. Áhyggjur af þróuninni Menntunarstig innflytjendanna er almennt lægra en innfæddra Bandaríkjamanna og fátækt miklu meiri. Þriðjungur þeirra nýtur engra sjúkratrygginga. Hafa þessar upplýsingar vakið allmikla athygli þótt þær komi ekki beint á óvart og hafa sumir nú þegar hvatt til, að þessari þró- un í innflytjendamálum verði snú- ið við. Hún sé ekki sú, sem Bandaríkjamenn vilji. Innflytj- endur eigi fremur að meta eftir menntun og hæfileikum en því hvort þeir eigi einhverja ættingja í landinu. Við fyrri manntöl hefur því verið haldið fram, að ekki hafi all- ir verið taldir, einkum fólk í ýms- um minnihlutahópum, og svo er einnig nú. Shapiro aðstoðarvið- skiptaráðherra segir, að upplýs- ingar af vinnumarkaðinum bendi raunar til þess og kveðst hann vona, að væntanleg ríkisstjórn George W. Bush leyfi manntals- skrifstofunni að leggja fram end- urskoðaðar tölur. Tekist á um kjördæmaskipan Mannfjöldinn í hverju ríki ræð- ur ekki aðeins þingmannatölunni, heldur einnig framlögum alríkis- ins til ýmissa mála, til dæmis skóla og vega, og mannfjöldaþró- unin innan hvers ríkis hefur síðan áhrif á kjördæmaskipanina þar. Stundum verða til ný kjördæmi og önnur hverfa og eru þessar breytingar jafnan mikið deiluefni milli flokkanna. Er því spáð, að svo verði einnig nú þegar kjör- dæmaskipanin verður endurskoð- uð síðar á árinu. Bandaríkjamenn rúmlega 281 millj. og tíundi hver fæddur erlendis Hefur fjölgað um meira en 33 millj. á tíu árum Washington. AP, AFP. Niðurstaðan getur orðið til að styrkja repúblikana vegna til- færslna á þingmönnum milli ríkja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.