Morgunblaðið - 05.01.2001, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 05.01.2001, Qupperneq 26
LISTIR 26 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á SAMSÝNINGUNNI í Gerð-arsafni sýna fjórir hérlendirlistamenn og fá til liðs við sig tvo unga málara frá Lundúnum. ,,Við erum sex myndlistarmenn, allir málarar,“ segir Birgir Snæ- björn Birgisson, ,,ekki eiginlegur hópur heldur má eiginlega segja að við stöndum bara að þessari sýningu saman. Engu að síður ákváðum við samt að sýna á sama tíma því að verk okkar tengjast að mörgu leyti. Það eru þessar samfélagslegu skírskot- anir sem koma strax upp í hugann þegar myndir okkar eru skoðaðar.“ Eruð þið málarar sem taka sam- félagið til skoðunar? ,,Já, það hefur einhvern veginn komið þannig út hjá okkur,“ svarar Jóhann Ludwig Torfason. ,,Við erum meðvituð um samfélagið og höfum áhuga á að myndgera þá meðvitund dálítið, frekar en tilfinningar eða eitthvað þvíumlíkt.“ ,,Efnistökin eru mismunandi,“ segir Birgir Snæbjörn, ,,en það er svona rauður þráður að við erum hver og einn að endurspegla sam- félagið á okkar hátt.“ Þetta er mjög kraftmikill hópur að sjá, kraftmiklir listamenn? ,,Já, ég held að þetta verði bæði fjölbreytt og skemmtileg sýning og ég vona að myndlistin sem við erum að gera sé skemmtileg,“ segir Birgir Snæbjörn. Leikföng og ljóshærðir hjúkrunarfræðingar Jóhann Ludwig Torfason sýnir frumgerðir af leikföngum sem hann hefur sjálfur fundið upp. Ýmsar áleitnar spurningar gætu vaknað þegar leikföngin eru skoðuð nánar og þeim fylgir texti sem skýra á notkunar möguleika þeirra. Þarna kveður við nokkuð gráglettinn tón en kunnulegan þó þeim sem einhvern tímann hefur haldið á fjöldfram- leiddum leikfangakassa. ,,Málverkin eru unnin í tölvu og prentuð út á striga,“ segir Jóhann: ,,Það er í sjálfu sér ekki aðalatriðið hjá mér hvernig ég vinn myndir, heldur hvernig myndirnar eru. Þetta er í raun og veru bara dótakassi með dúkkum í og síðan eru utan á eins og við þekkjum kannski á dúkkuköss- um, orðskviðir eða staðhæfingar til að laða að kaupendur. Síðan eru svona stikkorð til að segja í hnot- skurn hvað leikföngin gefa okkur. Ég er ef til vill að þreifa fyrir mér með þanþol myndlistarinnar, hvað hún þorir raunverulega að bera á borð fyrir okkur. Þetta eru stórar spurningar sem skipta miklu máli. Það er ákveðin leið sem farin er í þessum efnum með því að taka þetta í gegnum börnin, vegna þess að leið- in að hjarta okkar allra liggur í gegn- um börnin, ekki satt?“ Birgir Snæbjörn Birgisson sýnir málverk að fríðum og föngulegum hópi ljóshærða hjúkrunarfræðinga. ,,Hugmyndin af þessari myndröð kviknaði þegar ég bjó í London árin 1996–97,“ segir Birgir Snæbjörn. ,,Þar var uppi mikil umræða um kyn- þáttamál sem gat tekið á sig sér- kennilegar myndir. Það var verið að kvarta yfir því í London að það væri búið að ráða alltof marga ljóshærða hjúkrunarfræðinga inn á spítalana. Pólskir og finnskir hjúkrunarfræð- ingar voru orðnir ansi ráðandi og það var einhverjum sem fannst orðið of mikið af ljóshærðum hjúkrunarfræð- ingum. Í gegnum árin hef ég verið að mála ljóshærða og bláeygða einstak- linga, börn og unglinga mest. Ég hef verið sakaður um að vera kynþátta- hatari vegna þessarar ástríðu minn- ar, þó svo að ég sé yfirleitt bara að búa til frásögn sem áhorfandinn full- komnar síðan. Það er að segja hug- myndin um kynþáttahatrið er þá frekar í kolli áhorfandans heldur en í mínum kolli. En mér fannst tilvalið að búa til þennan verndaða heim, þessa bómull sem þetta umhverfi myndi skapa. Hjúkrunarfræðingur- inn er auðvitað mjög spennandi við- fangsefni, þetta eru allt hjúkrunar- konur en ég er að reyna að venja mig á að segja hjúkrunarfræðingar. Hjúkrunarfræðingurinn stendur fyrir marga hluti, þetta er náttúru- lega umhyggjan allt frá Maríu mey, Evu í aldingarðinum til Florence Nightingale. Örlítill fetisismi kemur líka við sögu, því ætlast er til að hjúkrunarkonur séu pínulítið kyn- þokkafullar líka. Viðfangsefnið er spennandi vegna þess að hjúkrunar- fræðingur þarf að vera ákaflega margt í senn. Ég styðst við myndir úr sögu hjúkrunarfræðinnar og vilj- andi eru þær staðsettar aftur í tím- ann. Hjúkrunarfræðingarnir eru í búningum frá fimmta, sjötta og sjö- unda áratug nýliðinnar aldar, bláa og hvíta búningnum til dæmis og fyr- ir mér eru þetta miklu meiri hjúkkur heldur en tíðkast í dag þar sem búið er að fletja út búninginn.“ Hin jarðneska alsæla Þorri Hringsson sýnir myndir af girnilegum mat frá fjórða, fimmta og sjötta áratugnum sem reynist svo ekki kræsilegur þegar nánar er skoðað. ,,Mér finnst mjög gaman að marg- ræðum myndum,“ segir Þorri, ,,af því að þær virka á svo mörgum lög- um. Myndir mínar sýnast í fljótu bragði mjög hefðbundnar uppstill- ingar eða maður freistast til að líkja þeim við það. Þar til að maður fer að skoða þær betur og sér að þetta eru hálfbjánalegar uppstillingar, þetta er matur sem við erum fyrir löngu hætt að borða, yfirfullur af litarefn- um og kirsuberin eru ekki fersk heldur niðursoðin. Maður sér fljótt að maturinn er ekki girnilegur, hann lítur vel út en er ekki girnilegur. Þannig myndast skemmtileg þver- sögn, myndirnar eru fallegar en óaðlaðandi vegna þess að fólk tekur alltaf afstöðu til matar. Það er alveg sama hvað þú berð á borð, það er ekki hægt að vera alveg ósnortinn af matnum. Menn ganga ekki framhjá myndunum án þess að horfa á hvað er á þeim. Fólk hefur áhuga á að horfa á hvað er á myndunum. Ég er ólíkur þeim Birgi og Jóhanni með það að mig langar ekki til að vinna með málverkið sem slíkt. Ég bara mála og hef engan áhuga á pæling- um um málaralist, vil bara að fólk horfi á það sem er á myndinni og þær skírskotanir sem þar birtast. Þannig verð ég að mála þetta vel og losna við sjálfan mig úr myndinni, losna við nærveru listamannsins. Ég reyni að útiloka hana og nota í fyrsta lagi fyr- irmyndir sem aðrir hafa búið til og mála eins nákvæmt eftir fyrirmynd- inni og hægt er og losna þannig við sjálfan mig sem millilið. Ég vil að fólk horfi bara á það sem er á mynd- inni og taki afstöðu til þess. Matur- inn á myndunum er gamall og til- heyrir ekki okkar kynslóð heldur kynslóð foreldra minna, afa og ömmu. Hann er allur kominn að ut- an, þetta er ekki íslenskur matur. Þannig sér maður um leið hvað það er mikill munur á því sem sett er fram sem hin jarðneska alsæla, allar myndirnar eru brot af ímyndum um það að þú getir búið þér til alsælu á jörðinni með því að fylgja uppskrift- inni. Þetta er tekið úr uppskriftabók- um, það eru til uppskriftir af þessu og táknmál uppskriftamyndanna er nokkuð skýrt og sérstaklega í þess- um gömlu bókum. En sá böggull fylgir skammrifi að foreldrar okkar og afar og ömmur gátu ekki búið þessa rétti til, efnið í þá fékkst ekki hér á Íslandi. Þannig verður þetta ennþá átakanlegra. Fyrir mér er þetta hinn stóri harmur, þetta eru harmrænar myndir. Gerviveröld sem gerð er eftirsóknarverð en get- ur um leið aldrei orðið fullkomin. Eintóm gerviefni og niðursoðin mat- ur, er þetta erftirsóknarvert eftir allt saman? Þetta eru þverstæðurnar sem við blasa. Fólki þykir gaman að skoða myndir mínar og sumir fara að skellihlæja og þá er tilganginum náð frá minni hendi.“ Ed Hodgkinson kemur frá Lond- on og tekur í myndum sínum fyrir hið klassíska myndefni málaralistar- innar, mannslíkamann. Fyrirmyndir verka hans eru venjulegt fólk í hversdagslegu umhverfi. Myndir hans eru stórar og virðast einfaldar að allri gerð en áhrifamiklar í ein- faldaleika sínum. ,,Segja má sem svo að ég sigli gegn straumnum í nútíma myndlist,“ segir Ed. ,,Það hefur verið áberandi undanfarin ár að fyrirmyndin sjálf hefur verið sett í þjófélagslegt sam- hengi en ég fer öðruvísi að. Ég er að reyna að bjarga fyrirmyndinni frá þessum örlögum og gera hana mun- úðarfulla og tilfinningasama án þjóð- félagslegra skírskotana. Tæknilega er ég áhugasamur um það hvernig línan vinnur, hvernig línan tekst á loft frá lituðum fletinum. Ég vinn á litlum skala og nota aðeins útlínur fyrirmyndanna sem ég síðan blæs upp á myndflötinn með myndlampa, þá mála ég línurnar á myndflötinn sem verður fyrir vikið mjög stór, sennilega tveir metrar í þvermál. Megináhrif alls þessa sjónrænt séð, eru af þessum stóru máluðu flötum á milli línanna.“ Enskur almúgamaður Hinn Lundúnabúinn Peter Lamb vinnur með þjóðfélagsleg minni í myndum sínum. Á þeim má sjá dæmigerðar táknmyndir ævagam- alla breskra gilda, svo sem krár- skildi, minnisgripi um fengsælar veiðiferðir og svo er þarna myndaröð um enskan almúgamann sem sótt hefur ölkrárnar lengur en góðu hófi gegnir og er orðinn eldrauður í and- liti af öllu saman. ,,Myndir mínar fjalla í grundvall- aratriðum um það hvernig það er að vera Englendingur,“ segir Peter Lamb. ,,Ég er að leika mér með ímyndir úr þjóðfélaginu, hvernig veraldlegar eigur skapa fólki stöðu í samfélaginu. Þjóðfélagsstaða mín hefur alltaf verið mér hugleikin, hver ég er, hvaðan ég kem og hvar rætur mínar eru.“ Sigríður Ólafsdóttir hefur á síð- ustu árum einkum málað myndir af húsum í Reykjavík sem koma henni kunnuglega fyrir sjónir án þess þó að hún þekki innviði þeirra. En nú hefur Sigríður opnað dyrnar á hús- unum upp á gátt og skyggnst inn í þau og málað hjartnæmar fjöl- skyldumyndir af íbúum þeirra. ,,Ég hef á undanförnum árum ver- ið að mála hús og arkitektúr sem hef- ur kannski ekki verið mikið lofaðar fyrir,“ segir Sigríður Ólafsdóttir. ,,Bara svona blokkir og byggingar sem ég mála á svolítið upphafinn hátt að einhverju leyti. Ég er að taka dálítið nýja stefnu núna og ætla að snúa mér að fjölskyldunni. Ég tek ljósmyndir af fjölskyldum og vinn nokkuð með myndina, dreg fram ákveðna hluti og teikna upp á nýtt. Ég læt ýmist tölvusauma teikn- inguna í striga eða mála beint á strigann. Ef til vill er ég að beina sjónum mínum að því lífi sem á sér stað inn í húsunum.“ Samfélagsleg skírskotun Morgunblaðið/Golli Listamennirnir sex sem sýna í Listasafni Kópavogs. Í Listasafni Kópavogs verður opnuð sam- sýning sex málara í kvöld kl. 20. Listamenn- irnir eru allir ungir og myndir þeirra end- urspegla áhuga þeirra á samfélagslegum málefnum. Þorvarður Hjálmarsson brá sér í Gerðarsafn og spjallaði við málarana.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.