Morgunblaðið - 05.01.2001, Side 28

Morgunblaðið - 05.01.2001, Side 28
LISTIR 28 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Listasafn Reykjavíkur Tveimur sýningum lýkur í Listasafni Reykjavíkur nú á sunnudag. Á Kjarvalsstöðum lýkur sýn- ingunni A.r.e.a. 2000 (Art Reg- ion End of Africa), samtímalist frá Suður-Afríku. Á sýningunni gefur að líta verk ólíkra miðla; málverk, höggmyndir, innsetn- ingar og myndbandsverk. Lista- menn sem eiga verk á sýning- unni hafa verið valdir af Gavin Young, prófessor við Listadeild Háskólans í Cape Town í Suður- Afríku og Eiríki Þorlákssyni, forstöðumanni Listasafns Reykjavíkur. Boðið er upp á leiðsögn um sýninguna kl. 15 á sunnudag. Í Hafnarhúsinu lýkur ljós- myndasýningunni Undir báru- járnsboga – Braggalíf í Reykja- vík 1940–1970. Sýningin er sett upp í tengslum við samnefnda metsölubók eftir Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðing. Ljósmyndirnar á sýningunni eru eftir Helgu Hansen (1916– 1987) braggabúa, Jón Bjarnason frá Laugum (1909–1967) og Pál Sigurðsson. Leiðsögn verður um sýn- inguna á sunnudag kl. 16. Borgarskjalasafn Reykjavíkur Jólasýningu Borgarskjala- safns Reykjavíkur á 3. hæð Grófarhússins, Tryggvagötu 15 lýkur nú á þrettándanum, laug- ardag. Á sýningunni eru sýnd jóla- og nýársglanskort, sum hver handgerð, frá lokum 19. aldar og fram eftir 20. öld. Sýningin er opin virka daga kl. 10–16 og er aðgangur ókeyp- is. Einnig verður sýningin opin á þrettándanum, kl. 13–16. Sýningum lýkur Á NÝLIÐNU ári var Reykjavík ein af níu menningarborgum Evrópu – ásamt Hels- inki og Bergen, Kraká, Prag og Brussel og einnig Avignon, Santi- ago de Compostela og Bologna. Hver þessara borga setti á laggirnar sérstaka stjórn yfir þetta verkefni. Á fundi borgarráðs í febrúar 1997 voru eftirtaldir einstaklingar kjörnir í stjórn íslenska verk- efnisins: Guðrún Ág- ústsdóttir, tilnefnd af meirihluta í borgar- stjórn, varaformaður, Inga Jóna Þórðardóttir, tilnefnd af minnihluta í borgarstjórn, Súsanna Svavars- dóttir, tilnefnd af menntamálaráð- herra, Birgir Sigurðsson, tilnefndur af Bandalagi íslenskra listamanna, Helgi Gíslason, tilnefndur af utan- ríkisráðherra, Brynjólfur Bjarna- son, fulltrúi viðskiptalífsins, og Páll Skúlason, formaður, tilnefndur af borgarráði. Stjórnin tók til starfa í febrúar 1997. Á árinu 1999 þurfti Helgi að sinna skyldum erlendis og tók þá Hannes Heimisson sæti hans í stjórninni. Nú við lok menningarborgarárs- ins er mér ljúft og skylt að færa öll- um sem stutt hafa verkefnið og gert það að veruleika miklar þakk- ir. Ég þakka meðstjórnendum mín- um fyrir samstarfið, einbeitingu þeirra og einlægan vilja til að láta það heppnast. Ég þakka Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra, og Birni Bjarnasyni, menntamála- ráðherra, fyrir þann mikla áhuga sem þau höfðu á því að menningar- árið yrði með glæsibrag. Þetta samstarf borgar og ríkis – og veg- leg framlög þeirra til verkefnisins – var forsenda þess að það tækist. Um leið vil ég þakka mörgum öðr- um sveitarfélögum sem tóku þátt í menningarborgarárinu með marg- víslegum viðburðum og sýningum á landsbyggðinni. Þá vil ég færa þeim fyrirtækjum sem voru máttarstólp- ar menningarborgarinnar sérstakar þakkir, en þau voru Búnaðarbank- inn, Eimskip, Landsvirkjun, Olís og Sjóvá-Almennar. Mörg önnur fyr- irtæki veittu menningarborginni mikilvæga þjónustu og stóðu fyrir kynningu á starfsemi hennar. Með- al þeirra ber að nefna Morgunblað- ið, Kringluna, Flugleiðir, Radisson SAS Hótel Sögu og Strætisvagna Reykjavíkur. Eru þá ótaldir margir aðrir styrktaraðilar sem lögðu mikilvægan skerf til einstakra verkefna og gerðu kleift að framkvæma þau. Auk undirritaðs sátu í fjármálaráði menningarborgarinnar Sigurður Gísli Pálma- son, Baldvin Tryggva- son, Valur Valsson, Þorsteinn M. Jónsson og Brynjólfur Bjarna- son, en ráðið hafði það hlutverk að fá fyrir- tæki til samstarfs við menningarborgina. Ennfremur lagði öfl- ugur samráðshópur margt gott til málanna og studdi við menningarborgina frá upphafi. Framlag og hvatning allra þessara aðila skipti sköpum fyrir menning- arborgina og verður seint fullþakk- að. Ýmis markmið nefnd Ýmis markmið voru nefnd við upphaf undirbúnings að menning- arborgarárinu: (1) Að auka hlut menningar í starfsemi borgarinnar; (2) að efla menningarstarf og sköp- un á sviði menningar; (3) að vekja athygli á Íslandi, Reykjavík og ís- lenskri menningu meðal annarra þjóða; (4) að styðja við landkynn- ingu og ferðaþjónustu; (5) að mark- aðssetja íslenska menningu erlend- is; (6) að kynnast menningu annarra þjóða og stofna til sam- skipta við þær á sviði menningar- mála; (7) að fá erlent fé til íslenskr- ar menningar; (8) að vekja Íslendinga til gagnrýninnar hugs- unar um stöðu eigin menningar í al- þjóðlegu samhengi. Of snemmt er að dæma um hversu vel hefur tek- ist að ná þessum markmiðum. Á næstu mánuðum verður unnin ýt- arleg skýrsla um menningarborg- arverkefnið í heild sinni og í kjölfar þess þarf að leggja mat á það hvernig til tókst og hverju menn- ingarborgin skilar til framtíðar. Nánast allt tókst eins og vonast var til. Veðurguðirnir léku við okk- ur og væntingar um þátttöku al- mennings í verkefnum menningar- borgarinnar fóru fram úr björtustu vonum. Ætla má að að minnsta kosti 50 þúsund manns hafi tekið virkan þátt í framkvæmdum við einstök verkefni og viðburði, að ótöldum þeim sem nutu þeirra. Þess má geta að samkvæmt könnun Gallups í nóvember sl. voru 80% landsmanna jákvæð í garð menn- ingarborgarinnar, 84% töldu dag- skrána fjölbreytta og 88% töldu framboð viðburða hafa verið hæfi- legt. Að vanda verk okkar Stjórn menningarborgarinnar var í upphafi falið að ákveða hvern- ig hún skildi hugtakið „menning“. Við ákváðum að skilja það sem kröfu til okkar allra sem þetta land byggja um að vanda verk okkar í hvívetna, á vinnustöðum, á heim- ilum og í umferðinni, í stjórnsýslu, viðskiptum og framleiðslu sem í vís- indum og listum. Að reyna sífellt að gera betur – það er menning. Menning er allt það sem eykur gæði lífsins og dregur úr böli. Þess vegna þarf menning að setja mark sitt á alla okkar viðleitni. Ef við skiljum hugtakið „list“ svo að það merki að gera hlutina af hugvits- semi og innsýn í það sem máli skiptir, er listar þörf alls staðar í þjóðlífinu. Skapandi listamenn í ýmsum greinum gefa okkur hinum fordæmi um að leggja okkur fram við að skapa fegurri og betri heim með því að endurmeta sífellt allt sem við höfum gert og reyna að bæta okkur, einnig sjálfa mæli- kvarðana á það sem gefur lífinu gildi. Lifandi menning felst í viðleitni til að endurskapa og bæta menn- ingu okkar af virðingu fyrir því sem vel hefur verið gert og í þeirri von að gera megi veröldina vinsamlegri mannlegum sálum og samskiptum þeirra. „Raddir Evrópu“, kór ungs söngfólks frá menningarborgunum níu undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur, er í mínum huga fullkomn- asta tákn menningarársins um þann samhug og samstillingu sem er höfuðuppspretta sannrar menn- ingarviðleitni. Hafi menningarborginni tekist að kynda undir glæðum lifandi menn- ingar á Íslandi, hefur hún sann- arlega náð tilgangi sínum. Og hafi það tekist, er það að þakka þeim sem unnu af einstakri list og heil- indum við að skipuleggja þá fjöl- breyttu dagskrá sem þjóðin hefur tekið þátt í á liðnu menningarborg- arári. Um leið og ég þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóg og þjóð- inni allri fyrir jákvæðar undirtekt- ir, vil ég fyrir hönd stjórnarinnar færa Þórunni Sigurðardóttir, stjórnanda menningarborgarinnar, og starfsliði hennar, Maríu E. Ingvadóttur, Sigrúnu Valbergsdótt- ur, Skúla Helgasyni, Svanhildi Konráðsdóttur og Heiðrúnu Harð- ardóttur, innilegar þakkir fyrir frumkvæði þeirra, hugkvæmni og alúð við að gera „Reykjavík – menningarborg Evrópu“ að veru- leika á aldamótaári. Megi hróður þeirra og neisti menningarborgar lengi lifa. Að loknu menn- ingarborgarári Hvernig sem framtíðin mun dæma menn- ingarborgarárið, segir Páll Skúlason, er nú þegar ljóst að það hefur verið ævintýri líkast og tekist betur en hægt var að láta sig dreyma um þegar undirbúningur hófst fyrir þremur árum. Páll Skúlason Höfundur er formaður stjórnar Reykjavíkur – menningarborgar Evrópu árið 2000. Í TENGSLUM við 75 ára afmælis- hátíð Karlakórs Reykjavíkur ákvað Listráð Ýmis að veita söngvurunum Guðrúnu Ingimars- dóttur og Davíð Ólafssyni styrki. Listaráðið var stofnað 29. des- ember og hefur það hlutverk að efla tónlistarhúsið Ými m.a. með því að veita ungum tónlistar- mönnum styrki og aðstoða þá við að koma sér á framfæri. Guðrún Ingimarsdóttir sópran hefur tekið þátt í fjölda óperu- uppfærslna á Bretlandi og í Þýskalandi. Hún hefur komið fram á fjölda tónleika á Bretlandi, Ítalíu og í Þýskalandi og sungið með mörgum hljómsveitum. Einn- ig kemur Guðrún reglulega fram með Johan Strauss hljómsveitinni í Wiesbaden. Árið 1996 vann Guð- rún til verðlauna í alþjóðlegu Erika Köth söngkeppninni sem haldin er ár hvert í Þýskalandi. Davíð Ólafsson bassi hefur sungið fjöldamörg hlutverk við óperuhús í Bandaríkjunum, Aust- urríki, Sviss og Þýskalandi auk fjölda tónleika. Hann er nú ráðinn til tveggja ára við óperuna í Lü- beck í Þýskalandi. Brjóstmynd afhjúpuð Í Listaráði Ýmis sitja Baldvin Tryggvason, Bernharður Wilk- inson, Björn Th. Árnason, Elín Ósk Óskarsdóttir, Guðmundur Sigþórsson, Hjálmar H. Ragn- arsson, Ingimundur Sigurpálsson, Ólafur B. Thors, Rut Ingólfs- dóttir, Signý Pálsdóttir og Þór- unn Sigurðardóttir, en hún er jafnframt formaður ráðsins. Við sama tækifæri var brjóst- mynd af Páli P. Pálssyni afhjúpuð en Páll var söngstjóri Karlakórs Reykjavíkur frá árinu 1965–1991. Kristín Kristjánsdóttir, eiginkona Páls, afhjúpaði myndina sem er eftir Önnu Eyjólfsdóttur. Fyrstu styrkþegarnir, Davíð Ólafsson og Guðrún Ingimarsdóttir. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Kristín Kristjánsdóttir afhjúpar brjóstmynd af Páli P. Pálssyni. Fyrstu styrkir Listráðs Ýmis NOKKRIR af íbúum Seattle í Bandaríkjunum virða hér fyrir sér stálskúlptúr sem komið var fyrir í Magnusson-garðinum þar í borg á gamlárskvöld. Borgaryfirvöldum sem og íbúum Seattle virðist hins vegar með öllu ókunnugt um hver kom skúlptúr- inum fyrir í garðinum, en hann þykir einna helst minna á kennileiti úr vísindaskáldsögu eða kvikmynd á borð við „2001: A Space Oddyss- ey“. Dularfullur skúlptúr AP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.