Morgunblaðið - 05.01.2001, Síða 34

Morgunblaðið - 05.01.2001, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÖNNUR SÝN Á REYKJAVÍK HÆSTIRÉTTUR OG FJÖLDI DÓMARA HLUTVERK FORSETA Morgunblaðið hefur áður aðgefnu tilefni undirstrikaðþað grundvallaratriði, að það er ekki hlutverk forseta Íslands að blanda sér í ágreiningsmál, sem til umræðu eru í þjóðfélaginu. Þeir einstaklingar, sem hafa gegnt þessu embætti frá lýðveldisstofnun, hafa smátt og smátt þróað það í þann farveg, að forseti Íslands skuli vera sameiningartákn þjóðarinnar. Það er mikilvægt hlutverk. Þess vegna er ekki við hæfi að vísa ágreiningsmálum til forseta eða gefa í skyn, að hann hafi látið þau til sín taka. Með því er í raun verið að grafa undan forsetaembættinu. Í Morgunblaðinu í gær birtist at- hugasemd frá aðstoðarmönnum for- sætisráðherra og heilbrigðis- og tryggingaráðherra, þar sem sagði m.a.: „Eftir að forseti Íslands hafði heyrt í fjölmiðlum að fulltrúar Ör- yrkjabandalagsins ætluðu að óska eftir fundi með honum ræddi hann stuttlega við forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra í síma. Annars vegar leitaði forsetinn eftir upplýs- ingum um stöðu málsins og hins vegar vildi hann kanna hvort and- staða væri við slíkan fund, sem var ekki af hálfu ráðherranna. Forset- inn tjáði sig ekkert um efni eða stöðu málsins og eftir fundinn með forráðamönnum Öryrkjabandalags- ins hefur hann ekki rætt við neinn ráðherra ríkisstjórnarinnar af þessu tilefni.“ Þetta er auðvitað alveg rétt af- staða hjá forseta og í samræmi við þá stöðu sem forsetaembættið hefur nú og hefur haft um áratugaskeið. Borgin hefur sitt sérstaka aðdrátt-arafl í samfélagi manna og hefur oft og tíðum verið aflvaki framfara á sviði hugmynda, lista og vísinda. Oft er talað um að borgir eigi sín blómaskeið og gullöldin í Aþenu 400 til 500 fyrir Krist er sennilega besta dæmið um slíkt skeið. Þar var grundvöllur lagður að lýðræði og fram komu hugmyndir í heimspeki, bókmenntum og arkitekt- úr, sem enn sér stað rúmlega tveimur árþúsundum síðar. Aristóteles var þeirrar hyggju að sá maður, sem væri borgarlaus af náttúrulegum sökum, en ekki vegna duttlunga örlaganna, væri annaðhvort lágt settur á hinum mann- lega kvarða eða yfir hann hafinn. Hér á landi hefur iðulega verið meira horft á skuggahliðar borgarinn- ar en kosti og í landspólitík hallar oft á Reykjavík. Þegar leit er gerð í laga- safninu á vef Alþingis kemur Reykja- vík fyrir 91 sinni og svo virðist sem beinna hagsmuna borgarinnar hafi að- eins verið gætt í eitt skipti frá 1914. Það var í lögum frá 12. febrúar 1940 þar sem kveðið er á um ríkisábyrgð vegna skuldbindinga Reykjavíkur- borgar út af lagningu Hitaveitunnar. Í sjónvarpinu um jólin var sýndur óður Hrafns Gunnlaugssonar til borg- arinnar. Í „Reykjavík í nýju ljósi“ eru settar fram ýmsar nýstárlegar hug- myndir, meðal annars um að þétta byggð þannig að myndist kjarni með meira mannlífi á götum úti en nú er og reisa frekar hús meðfram ströndum og á eyjunum á Kollafirði en hærra yfir sjávarmáli og lengra í burtu. Nefnir Hrafn í myndinni að í Viðey taki gróð- ur að grænka þremur til fjórum vikum fyrr en í Breiðholtinu. Hann tekur einnig upp hugmyndir Trausta Vals- sonar, dósents í umhverfis- og skipu- lagsfræðum við verkfræðideild Há- skóla Íslands, um að færa flugvöllinn út á Löngusker og bætir um betur með því að leggja til að allt millilandaflug verði flutt þangað frá Keflavíkurflug- velli nema vöruflutningar. Hrafn Gunnlaugsson nefnir einnig ýmsar framkvæmdir á landsbyggðinni og bendir á hvað hægt væri að gera með svipuðu átaki í borginni, til dæmis að smíða brú, sem myndi tengja höfuð- borgina við flugvöll í Skerjafirði og Álftanes og yrði svipað mannvirki og Borgarfjarðarbrúin, eða að hefðu öll landsins göng verið grafin í Reykjavík hefði verið hægt að leggja neðanjarð- arlest um borgina þvera og endilanga. Hvaða augum sem menn líta þær hugmyndir, sem fram komu í mynd Hrafns Gunnlaugssonar, er ljóst að hún hefur vakið mikla umræðu og má vona að verði til þess að efla sess borg- arinnar sem aflvaka í íslensku sam- félagi. Í kjölfar nokkurra dóma Hæstaréttarhefur vaknað umræða um hvort breyta eigi lögum um hversu margir dómarar skuli sitja hverju sinni. Hefur sérstaklega verið tekið til þess að í máli Öryrkjabandalagsins á hendur ríkinu vegna tekjutengingar örorkubóta dæmdu fimm dómarar en ekki sjö. Í 7. gr. laga 15/1998 um dómstóla segir að eftir ákvörðun forseta Hæstaréttar taki þrír eða fimm dómarar við Hæsta- rétt hverju sinni þátt í meðferð máls fyrir dómi. Í sérlega mikilvægum mál- um geti forseti þó ákveðið að sjö dóm- arar skipi dóm. Ekki er nánar kveðið á um í hvaða tilfellum hægt sé að ákveða að sjö dómarar skipi dóm þótt hugsa mætti sér að það eigi við þegar mál varðar stjórnarskrá eða meginreglu laga. Reglan um sjö manna dóm kom fyrst inn í lögin árið 1979 þegar dóm- arar Hæstaréttar urðu sjö en nú eru þeir níu. Það hefur hins vegar gerst sjaldnar en einu sinni á ári að sjö dóm- arar hafi verið í dómnum og má nefna að 1998 og 1999 voru engin slík mál tek- in fyrir. Þegar fimm eða sjö dómarar skipa dóm í máli skulu samkvæmt lög- unum að jafnaði eiga þar sæti þeir sem lengst hafa verið skipaðir hæstaréttar- dómarar. Það eru því takmörk fyrir því hversu mörg mál dómur skipaður fimm dómurum getur tekið fyrir, en senni- lega má miða við um þrjú á viku. Ekki má mikið bera út af til að torvelda skip- an sjö manna dóms þannig að kalla þurfi til varadómara. Það getur hins vegar verið erfitt að velja varadómara til að dæma í viðkvæmu og mikilvægu máli og vakið spurningar um hlutleysi dómsins. En það er einnig varasamt að binda hendur Hæstaréttar með því að ákveða í lögum nákvæmlega hvaða dómsmál kalli á fjölskipaðan dóm og kæmi þá frekar til álita að fjölga dóm- urum þannig að minni líkur séu á að vandamál komi upp þegar „sérlega mikilvæg“ mál koma fyrir Hæstarétt. BÆJARSTJÓRI Horna-fjarðar segir að kröfurfjármálaráðherra fyrirhönd ríkisins um þjóðlend- ur í sveitarfélaginu Hornafirði, sem tekur yfir alla Austur-Skaftafells- sýslu, komi mjög á óvart og segist eiga von á hörðum viðbrögðum land- eigenda vegna þeirra, en kröfurnar gangi verulega lengra en ráð hafi ver- ið fyrir gert. Óbyggðanefnd birti tilkynningu í Lögbirtingablaðinu í fyrradag, 3. janúar, þar sem kynntar voru kröfur fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins um þjóðlendur í sveitarfélaginu Hornafirði. Svæðið markast af sýslu- mörkum Austur-Skaftafellssýslu frá Skeiðarársandi í vestri, þ.e.a.s. frá vesturmörkum jarðarinnar Skafta- fells, og að Hvalsnesi í austri, þ.e. austurmörkum eftirtalinna jarða: Hvalsness, Víkur, Svínhóla, Reyðar- ár, Bæjar, Hlíðar og Stafafells. Að sunnan markast svæðið af hafinu og að norðan af línu þeirri sem sam- vinnunefnd um svæðaskipulag miðhálendis Íslands hefur notað við vinnu sína. Frestur til 3. maí Aðrir hugsanlegir rétthafar hafa fjögurra mánaða frest, eða til 3. maí í vor, til þess að setja fram kröfur sín- ar. Jafnframt kemur fram í tilkynn- ingu óbyggðanefndar að málsmeð- ferð hennar einskorðast ekki við kröfur aðila heldur ber nefndin einn- ig sjálfstæða rannsóknarskyldu. Í tilkynningu óbyggðanefndar er kröfugerð fjármálaráðherra lýst með svofelldum hætti: „1. Lón: „Kröfulína fjármálaráðherra um þjóðlendumörk í Lóni byrjar við landamerki Hvals- ness, sem jafnframt eru sveitarmörk og sýslumörk við sjó í austri. Síðan fylgir lína þessi sýslumörkum með- fram efri landamerkjum jarðanna Víkur, Svínhóla og Reyðarár, allt þar til landamerkjalína Reyðarár kemur að landamerkjalínu jarðarinnar Bæj- ar á milli Svartagilsheiðar og Hvíta- melsbotna. Hin eiginlega kröfulína fjármálaráðherra byrjar þannig við ströndina við sýslumörkin milli Aust- ur-Skaftafellssýslu og Suður-Múla- sýslu og er það punktur A. Hún fer síðan eftir sýslumörkum þar sem landamerki jarðarinnar Reyðarár skera landamerkjalínu jarðarinnar Bæjar í punkti B sem er mitt á milli Svartagilsheiðar og Hvítamels- botna og fer þaðan beina sjónhend- ingu í Hafradalstind (791 m), sem verður punktur C, þaðan í Fláatind (880 m) (punktur D), síðan yfir Stigafjöll og Hellisskógsheiði í Svínadalshnútu (punktur E) sem verður hornmark. Úr Svínadals- hnútu er svo dregin lína þvert yfir neðri hluta Kjarrdalsheiðar, yfir Tæpitungur og Flötutungur fyrir sunnan Hafragil og í Suðurfjallið (punktur F) fyrir ofan Skyndidals- háls sem verður hornmark. Frá punktinum í Suðurfjalli er dregin lína yfir Skyndidal og Dalsheiði í Brennhöfða (punktur G) fyrir innan Dalskóga og þaðan í punkt í Dals- fjalli (punktur H) og frá þeim punkti yfir Laxárdal, yfir Hvamms- heiði og efsta hluta Gjádals og Þor- geirsstaðadal og sjónhendingu í punkt efst á Fjarðarheiði (729 m) (punktur I) sem verður hornmark. Frá punktinum efst í Fjarðarheiði er dregin lína beint í Skálatinda (838 m) (punktur J) og er þá komið að gömlu sveitarfélagamörkunum milli Nesja og Bæjarhrepps (Lóns) og inn á næsta svæði.“ Sjá einnig meðfylgjandi kort. 2. Nes: „Fyrsti punktur í kröfu- línu fjármálaráðherra í Nesjum er í Skálatindum (838 m) og er hann punktur A. Frá þeim punkti er dregin bein lína efst í Miðfellstind (830 m), sem verður punktur B. Frá Miðfellstindi er dregin lína til norð- urs fremst í Árnanesmúla, sem verður punktur C og þaðan beint í Krossbæjartind (706 m) sem verður punktur D. Þaðan er dregin lína í punkt E sem er vestast á S heiðinni. Frá punkti E e bein lína efst í Njörvafell ( verður það punktur F og j hornpunktur. Frá hornpu dregin bein lína í vestur fellsdal ofanverðan og í p Geitafelli í Hoffellsfjöllum, farið eftir beinni línu í pun Hoffellsjökli sem verður H. Frá punkti H er dregin í punkt efst á Sandmerkis m) á Mýrum og verður þa asti punktur í Nesjum á þ þar sem hún sker Suð gömlu sveitarfélagam milli Nesja og Mýra. Ve punktur I.“ Sjá einnig með kort. 3. Mýrar: „Fyrsti p kröfulínu fjármálaráðherr um er sá sami og síðasti p Nesjum og er hann kallað Hann er þar sem Suðurfljó borðsdal skera beina lí dregin er frá punkti neð fellsjökli og beint í punkt merkisheiði (909 m), sem v punktur B. Frá þeim p dregin bein lína í punkt Fláajökli austanverðum se punktur C. Síðan er fylgt um vestur fyrir Fláajökul til hægt er að draga beina utan jökulinn í Hálsatind Punkturinn við jökulinn v merktur D, en Hálsati Hálsatindur verður hornm Hálsatindi er dregin bein Heinabergsdal, fyrir neða bergsjökul og í punkt F neðst í Skálafellsjökli og er gömlu sveitarfélagamörkin framt landamerkjalína S skera jökulröndina og er punktur á Mýrum.“ Sjá ein fylgjandi kort.                                              !     !         "   #  !       "$                      $ %!       &!   "         !      "# $ % & ' ( )     % & ' &  ( ) * * Bæjarstjóri Hornafjarðar um kröfugerð ríkisins Gengur miklu len gert hafði verið r Óbyggðanefnd hefur kynnt kröfur f málaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs þjóðlendur í sveitarfélaginu Hornaf sem tekur yfir Austur-Skaftafellssý

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.