Morgunblaðið - 05.01.2001, Side 39

Morgunblaðið - 05.01.2001, Side 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 39 Var Erlendur lengst af í forystu- sveit þar og eftir að fyrirtækin í iðninni í Eyjum sameinuðust í stofnun Skipalyftunnar var hann lengst af tengdur stjórn fyrirtæk- isins og hin síðari ár endurskoð- andi ásamt einum félaga sínum, síðast nú á haustdögum og þá ekki heill heilsu. Var Erlendur ávallt mjög stoltur af þessu fyrirtæki þeirra félaga þótt mikið hafi breyst. Etir að þau hjón, Erlendur og Helga, fluttu alfarið til Reykja- víkur hóf hann vinnu í smiðju Guð- mundar Arasonar á Kársnesi sem síðar flutti inn í Voga og heitir nú G.A. stál. Vann Erlendur þar til starfsloka. Voru þeir Erlendur og Guðmundur jafnaldra að ég held og kunnugir úr æsku því foreldrar Guðmundar bjuggu í Laufási í Eyj- um en fluttu um eða upp úr 1930 til Reykjavíkur. Eftir að Elli hætti að vinna útbjó hann sér smáaðstöðu úti í bílskúr hjá sér og var þar margur fagur gripur gerður. Hann var listamað- ur. Erlendur var mikill félagsmála- maður, var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Helgafells og var þar í forystusveit. Er til Reykjavík- ur kom gekk hann fljótlega í Kiw- anisklúbbinn Heklu og var mjög ánægður með tilvist sína þar innan um góða félaga. Erlendur hóf snemma að starfa með Lúðrasveit Vestmannaeyja, sem var stofnuð af Oddgeiri Kristjánssyni tónskáldi með meiru og félögum hans 1939, kom hann inn í sveitina 1941, spil- aði á trompet til margra ára, for- maður sveitarinnar og mikilsvirtur félagi fram að gosi. Elskulegur bróðir minn var ein- stakur maður, trúr, traustur og strangheiðarlegur, mátti ekki vamm sitt vita. Elli minn flíkaði ekki tilfinningum sínum, var ekki allra. Hann og hans elskulega kona hugsuðu vel um fósturforeldra hans allt til endaloka, þau fóru ekki heim til Eyja eftir gos, en bjuggu á Keppsvegi 32 í Reykjavík og leið þar mjög vel. Helga mín og Elli minn hafa ávallt verið mér og mínum ákaflega hlý og góð. Margar dagsetningar eru grópaðar í minni mínu sem aldrei gleymast. Elsku bróðir sæll, nú ert þú genginn inn í eilíft ljós himnaríkis þar sem hlóma tónar um sali og göng af himneskum ljúfum engla- söng. Guð blessi minningu þína og styrki Helgu þína og afkomendur. Minning þín mun lifa. Þinn bróðir, Runólfur Dagbjartsson (Dúddi). Erlendur var fæddur í Vest- mannaeyjum 23. nóvember 1919. Foreldrar hans voru Margrét Run- ólfsdóttir, ljúflynd og fögur merk- iskona, ættuð af Eyrarbakka og Eyjólfur Gíslason, skipstjóri og út- vegsbóndi á Bessastöðum í Vest- mannaeyjum. Eyjólfur var litríkur persónuleiki. Hann hafði hrífandi, sterkt og stórbrotið andlitsfall, eygður vel, rómurinn djúpur og málfarið kjarnyrt. Hann var eins og Íslands hrafnistumaður ljóslif- andi. Erlendur var hins vegar alinn upp hjá móðursystur sinni, Jón- asínu Runólfsdóttur, og manni hennar Þórarni Guðmundssyni, skipstjóra og útvegsbónda á Jaðri í Vestmannaeyjum, sem gengið höfðu honum ásamt hálfbróður hans sammæðra, Jónasi Þóri Dag- bjartssyni, í foreldra stað, en þau Jónasína og Þórarinn höfðu verið barnlaus. Jónasína var mikill kven- skörungur en Þórarinn einkar ráð- deildarsamur, hagsýnn og gætinn, en með afbrigðum farsæll skip- stjóri. Heimilið á Jaðri var rómað fyrir myndarskap, reisn og rausn. Það sópaði að þeim hjónum hvar sem þau fóru fyrir glæsileik þeirra og snyrtimennsku, en ekki síst fyrir gleðina og gæskuna, sem alltaf geislaði frá þeim hvar sem þau fóru. Þó voru nærgætnin og hjálp- semin, prúðmennskan, hæverskan og háttvísin kannske þeir mann- kostir sem helst einkenndu þessi sæmdarhjón og prýddu. Eyjamenn hafa jafnan kennt Erlend við Jaðar og heitir hann hjá okkar kynslóð Elli á Jaðri. Þegar ég er nú sestur niður til þess að festa á blað nokkur kveðju- og þakkarorð til vinar míns og svila, Ella á Jaðri, og lít til þeirra kosta, sem helst einkenndu hann og prýddu, þá sýnist mér aldeilis einsýnt að hann hafi ekki einasta viðhaldið þeim eiginleikum og mannkostum sem hann hlaut í vöggugjöf í genunum frá foreldr- unum og þeim er hann naut og tamdi sér og tileinkaði úr uppeld- inu á Jaðri heldur hafi hann rækt- að þá kosti og eiginleika enn frekar og því meira sem hann eltist. Það hafa verið mér og mínu fólki mikil forréttindi að fá að njóta vináttu hans, samverunnar við hann og allra þessara kosta hans. Erlendur sótti fyrst sjó á ung- lingsárum sínum, eins og títt var um Eyjapeyja þá og síðar. Hann hóf síðan nám í járnsmíði og lauk iðnnámi og sveinsprófi í þeirri grein með eldsmíði sem sérsvið og leysti síðan til sín meistarabréf í greininni. Erlendur var félagslyndur að eðlisfari og tók virkan þátt í félags- starfi ýmissa félaga og samtaka og var eftirsóttur til slíkra starfa, enda einstaklega samviskusamur, traustur og áhugasamur um hvað- eina er hann tók sér fyrir hendur. Hann var tillögugóður, útsjónar- samur og hafði farsæla skipulags- hæfileika. Hann hóf að jafnaði ekk- ert verk án þess að hafa áður gert sér fulla grein fyrir framkvæmd þess út í æsar og lyktum þess. Hann gat engan hlut gert illa eða óhönduglega. Hann starfaði um mjög langan tíma og af miklum áhuga í Lúðra- sveit Vestmannaeyja sem Oddgeir Kristjánsson stjórnaði lengstum og lék hann þar á trompett. Fór hann margar hljómleikaferðir með sveit- inni, bæði innanlands og utan. Hann var að jafnaði virkur félagi í stéttarfélögum málmiðnaðarmanna, fyrst í sveinafélagi járniðnaðar- manna, en síðar í meistarafélögum málm- og skipasmiða. Hann tók virkan þátt í stofnun Iðnaðarbank- ans á sínum tíma og eins í stofnun Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja. Þá var hann stofnfélagi Kiwanis- klúbbsins Helgafells í Vestmanna- eyjum og hefur verið mikilvirkur í hreyfingunni æ síðan og hlotið þar viðurkenningar og heiðurstákn. Á námsárum sínum og að námi loknu starfaði Erlendur lengstum hjá Vélsmiðjunni Magna í Vest- mannaeyjum, sem þá var nánast eina vélsmiðjan í Vestmannaeyjum er staðið gat undir nafni. Tækja- búnaður smiðjunnar var þó að ýmsu leyti orðinn lúinn og úr sér genginn og sýnilegt var að smiðjan myndi ekki geta sinnt þörfum auk- ins flota stærri og tæknivæddari skipa auk aukinna umsvifa fisk- vinnslu og verkunar í landi. Átti Erlendur þá frumkvæði að stofnun Vélsmiðjunnar Völundar hf. ásamt fjórum öðrum samstarfsmönnum sínum úr Magna og sat lengstum í stjórn félagsins. Vegna gossins 1973 var smiðjan starfrækt í Kópa- vogi um skeið, en var flutt aftur til Eyja svo skjótt sem auðið var á árinu 1974, enda var tilvist hannar þar nauðsynlegur þáttur í endur- reisnarstarfinu eftir gosið. Magni og Völundur sameinuðust síðan um stofnun Skipalyftunnar og hefur Erlendur verið endurskoðandi þess fyrirtækis frá stofnun þess og stýrt aðalfundum þess þar til nú í nóv- ember sl., er hann óskaði þess að hann yrði nú leystur frá þeim starfa og annar kæmi í hans stað. Var það tilviljun eða var það með- fædd fyrirhyggja? Erlendur hafði kynnst konu sinni, Helgu Åberg, mágkonu minni, þegar hún var að ljúka verk- legu hjúkrunarnámi sínu á sjúkra- húsinu í Vestmannaeyjum. Þau Er- lendur og Helga gengu í hjónaband 1946 og hófu búskap sinn fyrst á Jaðri. En að því kom eins og þar stendur að ungi maðurinn, fram- taksfús, fór að byggja úr steini hús vestur undir Brimhól. Og senn fóru aðrir að hlaða og hýsa og heilmikil byggð að rísa þar vesturfrá, inn- eftir og uppeftir. Það var ánægju- leg reynsla fyrir mig, gestkomandi, að sjá atorkuna og gagnkvæma hjálpsemi byggjendanna þarna á þessum tíma. Það hugarfar, sem þarna birtist, sú bjartsýni, sem þarna ríkti, og sú atorka, sem leyst hafði verið úr læðingi þar, bar ótví- ræðan vott breyttra viðhorfa og nýrrar og heilbrigðrar framtíðar- sýnar. Erlendur var frjálshyggjumaður og íhaldsmaður í besta skilningi þess orðs og lagði þess vegna á það ríka áherslu að manneskjan ætti alltaf að vera í fyrirrúmi. Hann var mannræktarmaður. Um það bar heimili þeirra Helgu, gestrisni þeirra og hjálpsemi þeirra við alla sem þangað leituðu, gleggst vitni. Heimili þeirra varð okkar fyrsta athvarf þegar við fluttumst til Vestmannaeyja með frumburð okk- ar í reifum snemma árs 1952 og á því heimili var hún skírð. Þeirra heimili hefur eins og alltaf síðan, hvort heldur var í Vestmannaeyj- um eða hér uppi á landi, verið okk- ur, dætrum okkar og barnabörnum eins og okkar annað og eigið heim- ili, og svo mikil var tryggðin og ræktarsemin við dæturnar og barnabörnin sem um eigin börn og barnabörn væri að ræða. Það var því engin furða að dæturnar köll- uðu hann Ella-pabba en barna- börnin Ella-afa. Hann var öfunds- verður vegna gæsku sinnar og einlægni. Hann var flekklaus mað- ur og hjartahreinn, einstaklega hæverskur og dagfarsprúður. Þrátt fyrir hæverskuna var þó að jafnaði grunnt í glettnina og skopskynið hjá honum og hann var, þegar því var að skipta, hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Aldrei lagði hann illt til nokkurs manns. Manni leið alltaf vel í návist hans. Þau höfðu farið víða og heimsótt mörg lönd og kynnst menningu þeirra og siðum, Helga og Erlend- ur, og kunni hann frá mörgu fróð- legu að segja af þeirra ferðum. Nokkrum sinnum vorum við með þeim í slíkum ferðum og er mér sérstaklega í minni síðasta ferðin er við fórum öll saman, systurnar, Helga og Bitten, og við karlarnir, um innrásarstrendurnar í Norm- andí og Bretagne og fiskimanna- bæina þar frá skútuöldinni og síðan suður með vesturströnd Frakk- lands allt niður til La Baule. Eft- irminnilegust og ógleymanleg verð- ur dvölin innan gömlu múranna í San Malo og St. Michelle. Síðasti fundur okkar Ella var á Þorláks- messu í skötuveislu heima hjá dótt- ur hans, Jónasínu Þóru, og Eiríki manni hennar. Eftirá að hyggja minnir þessi síðasta sameiginlega máltíð okkar, skötuveislan á Vörðu- bergi, á kræklingaveisluna í síðasta málsverðinum okkar innan múr- anna í San Malo forðum. Við höfð- um raunar rætt um það við Guðjón Ármann, bróður Ella, að endurtaka einhvern tíma ferð til San Malo og fá okkur krækling saman. Eins höfðum við Elli verið staðráðnir í að hittast að vanda oft núna á jól- um og um nýárið og eiga saman unaðsstundir eins og áður með fjöl- skyldum okkar. En enginn má sköpum renna. Erlendur veiktist og var fluttur á spítala aðfaranótt aðfangadags. Ekkert hafði hann kvartað um van- líðan á Vörðubergi og hlýtur hann þó að hafa þá verið sárþjáður eins og ástand hans var orðið þegar hann kom dauðvona á spítalann. Hann vildi ekki fá sjónvarp til sín, kvaðst aðeins ætla að eiga þar stuttan stans. Svo segir mér hugur að Erlendur hafi þá séð að hverju stefndi og kannski hugsað til orða Steins Steinars í lokalínum kvæð- isins um Breska heimsveldið: „það vinnur aldrei neinn sitt dauða- stríð.“ Þar væri honum líka rétt lýst. Að leiðarlokum kveð ég góðan dreng og vin með söknuði og þakk- læti fyrir samfylgdina, fyrir tryggðina, gæskuna og vináttuna við okkur öll, fyrir að hafa leyft okkur að eiga hlutdeild í honum sjálfum og öllu sem honum var kærast. – Helgu flyt ég sömu þakk- ir og henni og allri fjölskyldunni samúðarkveðjur okkar. Sveinn Snorrason. Ég ætla að minnast stóra bróður míns, hans Valla, sem oft var kallaður Valli víkingur í þeim heimi sem hann lifði í síðustu 14 árin. Hans píslar- göngu lauk 22. desember síðastliðinn er hann lést á Snorrabrautinni úti undir berum himni, vegalaus eins og hann hafði verið undanfarin ár. Hann var í meðferð á 33A á Landspítalan- um, orðinn mjög illa farinn á sál og líkama. En eins kaldhæðnislegt og það er þá er bannað að reykja þar þótt deildin sé lokuð og eins og hann var „fársjúkur“ þá fór þetta ábyrga starfsfólk með honum í fylgd út að reykja. En hann tók á rás og hljóp í burtu og á hlaupunum hné hann niður og dó. Þeir halda að hjartað hafi gefið sig og svo fór sem fór. Mín fyrstu viðbrögð voru reiði út í spítalann því maður fer ekki með fár- sjúkan mann út, sérstaklega mann sem haldinn er svo mikilli fíkn og er þekktur fyrir að strjúka. Þeir voru búnir að lofa að halda honum inni því allir sem þekktu til vissu að halda þurfti honum inni til að halda í honum lífi. Búið var að gera ráðstafanir til að hjálpa honum og átti að nauðungar- vista hann því öll sund voru lokuð og aðeins vonin var eftir. Sorglegast og sárast var hvað lífið hans Valla var erfitt og það hve fáir reyndu að hjálpa honum og að geta ekki varið hann gegn áföllum og ekki hlíft honum við miskunnarleysi fólksins. En það huggar mig að hann er í góðum hönd- um og fær birtu og yl sem hann fékk lítið af á sinni stuttu ævi. Valli var á götunni í mörg ár og lifði í hörðum heimi vímuefna. Hann var góður bróðir og mér þótti alla tíð vænt um hann. Hann kenndi mér mikið og minningar um hann eru ljúf- sárar því ég elskaði hann af öllu hjarta en varð að standa hjá og horfa upp á hart líf sem hann lifði. Hann vildi ekki hjálp og vonin um að hann næði sér á strik dugði yfirleitt stutt. Samt reyndi hann alltaf aftur en síð- ustu mánuðina grét hann oft svo ég held að hann hafi verið búinn að gef- ast upp en lífsviljinn hafði verið eitt af fáu sem hélt honum á lífi. Ég vona samt að honum hafi ekki fundist hann aleinn því það var hann ekki, mörgum þótti vænt um hann. Allt hans líf var píslarganga, erfiðleikarnir hófust strax á unga aldri. Hann lenti í bílslysi fimm ára gamall og var skertur eftir það. Foreldrar hans skildu. Við tvær systurnar vorum teknar í fóstur og heimilinu splundrað en eftir sat Valli í öllum erfiðleikunum því hann var of gamall til að fara í fóstur. Skólaganga var lítil, hann strauk úr öllum skólum og ekkert að gert þótt hann fengi litla menntun. Hann fór reyndar á heimavistarskóla í tvö ár og lærði að lesa, þar gekk honum vel því þar fékk hann hjálp. Hann kom heim með peningaverðlaun fyrir sund. Gat- an varð hans staður 22 ára þegar erf- iðleikar hröktu hann burt. Hann varð alkóhólisma fljótlega að bráð og margoft fyrstu árin leitaði hann sér hjálpar, t.d. á Vogi, 33A, Krísuvík, Byrginu, Veginum, Hlaðgerðarkoti, en alltaf eftir smátíma var hann rok- inn. Hann var alltaf strjúkandi eða VALGEIR MAGNÚS GUNNARSSON ✝ Valgeir MagnúsGunnarsson fæddist á Neskaup- stað 18. febrúar 1965. Hann lést 22. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Ása Sigríður Gunnarsdóttir frá Ísafirði og Gunnar Guðmundur Bjart- marsson frá Nes- kaupstað. Valgeir átti fjögur systkini; Ásúlfur Bjartmar, f. 31.12. 1962; Sigríður Jensína, f. 27.11. 1966; Guðrún Hlíf, f. 16.4. 1972 og Berglind Ósk, f. 19.12. 1978. Valgeir bjó á Neskaupstað sitt fyrsta ár, en ólst upp í Kópavogi. Valgeir var ókvæntur og barn- laus. Útför Valgeirs fór fram frá Digraneskirkju 3. janúar. týndur síðan ég man eftir mér. En ég vona í hjarta mínu að hann sé kominn heim. Valli var barngóður og hlýr og börnin mín fjögur löðuðust að hon- um. Hann var hress og sagði góðar sögur og sá alltaf það skoplega við lífið. Hann var alltaf ein- lægur og hlýr við mig og á stundum fannst mér hann eins og 10 ára því hann var svo einlægur, þakklátur og blíður. Í kistulagningunni hans sagði presturinn: „Ég vona að líf hans verði lærdómur fyrir okkur.“ Og það vona ég, allra vegna, og að allir læri að hlúa að lífinu og læra af þrautagöngu hans. Jólin eru alltaf sérstök hjá mér því að vita af bróður sínum í kuldanum eða eins og einu sinni, þá var hann á Litla-Hrauni, þá verð ég sorgmædd en samt þakklát fyrir hvað ég á. Hann Valli var ein jól hjá mér eftir að ég fór að búa og þau voru dýrmæt því öll hans gleði og þakklæti gaf mér mikið. Ég vil þakka öllum sem voru bróður mínum góðir og Skýlinu fyrir að annast hann síð- ustu árin því ef það hefði ekki verið til þá hefði hann sofið fleiri nætur úti, og kaffistofunni því þangað fór hann og fékk að borða með fólki sem var í svip- uðum sporum og hann. Ég ætla að hætta að gráta og biðja Guð um að passa Valla vel og hlúa að honum því ég trúi að nú fái hann hvíld og honum líði vel. Svo lofa ég að gera mitt besta og láta þetta verða mér til þroska og visku þótt sárt sé. Og ég minnist hans með þakklæti og ást og trúi að leiðir okkar liggi saman er minn tími kemur og börnunum mín- um segi ég að hann sé orðinn engill sem passar okkur. Blessuð sé minning hans. Litla systir, Guðrún Hlíf Gunnarsdóttir. Elsku Valli. Þótt ég hafi aldrei haft tækifæri til að kynnast þér vildi ég kveðja þig, bróðir minn. Þú átt að vernda og verja þótt virðist þér ekki fært allt sem er hug þínum heilagt og hjarta þínu kært. Vonlaust getur það verið þótt vörn þín sé djörf og traust en afrek í ósigrum lífsins er aldrei tilgangslaust. (Guðmundur Ingi Kristjánsson.) Þín systir, Berglind Ósk Gunnarsdóttir. Hvar lífs um veg þú farinn fer, þú finnur ávallt marga, er eigi megna sjálfum sér úr neyð sinni að bjarga. Þótt fram hjá gangi fjöldi manns, þú fram hjá skalt ei ganga, lát þig langa að mýkja meinin hans, er mæðu líður stranga. Hvar sem þú einhvern auman sér, hans aðstoð máttu ei svipta. Þú getur sífellt alveg eins í ólán ratað líka, þér getur orðið margt til meins, að miskunn þurfi slíka, vilt þú þá ei, að aðrir menn því úr að bæta reyni mæðu meini? Þeir fara fram hjá enn, þó flýr ei burt sá eini. Sá eini’, er hvergi fram hjá fer. Er frelsarinn vor blíði. Hvert mein hann veit, hvert sár hann sér, er svellur lífs í stríði. Hann sjálfur bindur sárin öll og særðum heimför greiðir, eymdum eyðir, og loks himnahöll til herbergis oss leiðir. (V. Briem.) Blessuð sé minning hans. Björn Vilhjálmsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.