Morgunblaðið - 05.01.2001, Síða 46

Morgunblaðið - 05.01.2001, Síða 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingibjörg JónaJónsdóttir, kjóla- meistari, fæddist í Bolungarvík 14. apríl 1923. Hún lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans – háskóla- sjúkrahúss í Fossvogi 29. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Elísabet Bjarnadóttir, hús- móðir, f. 9. maí 1895, d. 26. ágúst 1980 og Jón Guðni Jónsson, sjómaður, bóndi og verkstjóri í Bolung- arvík, f. 20. janúar 1899, d. 5. jan- úar 1958. Ingibjörg Jóna var næst- elst sjö systkina. Elstur var Friðrik Pétur, sjómaður og bóndi í Bolung- arvík, f. 1921, d. 1995; Guðmundur húsasmíðameistari frá Rauðasandi, f. 24. ágúst 1896, d. 1969. Ingibjörg og Guðmundur eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Vildís, deildar- stjóri, f. 13. nóvember 1954, búsett í Reykjavík. Hún giftist Halldóri Haraldssyni bifvélavirkja, f. 3. apríl 1952, en þau skildu 1996. Börn þeirra eru: Ingibjörg Huld, f. 1978, Guðmundur Hákon, f. 1981, Har- aldur Björn, f. 1984, og Sigrún Hrönn, f. 1989. 2) Jón Ingi, tækni- fræðingur, f. 2. janúar 1957, búsett- ur í Reykjavík, maki Sigríður Helga Þorsteinsdóttir, fiðlukennari, f. 1. júní 1957. Börn þeirra eru: Þor- steinn Kári, f. 1986, Guðmundur Kristján, f. 1988 og Friðgeir Ingi, f. 1996. 3) Guðrún Elísabet, fisk- verkakona, f. 27. júní 1964, búsett í Þorlákshöfn, maki Skarphéðinn Haraldsson, verslunarmaður, f. 18. febrúar 1964. Börn þeirra eru: Jón Bryngeir, f. 1984, Kristján Ágúst, f. 1986, og Helga Björg, f. 1989. Útför Ingibjargar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 10.30. Bjarni, framkvæmda- stjóri, f. 1926, d. 1996; Guðrún Halldóra, hús- móðir, f. 1928, búsett í Garðabæ; Georg Pét- ur, f. 1931, andaðist á fyrsta ári; Sólberg, fyrrverandi spari- sjóðsstjóri í Bolungar- vík, f. 1935, búsettur í Bolungarvík; Karitas Bjarney, kjólameist- ari, f. 1937 búsett í Reykjavík. Hinn 5. apríl 1953 giftist Ingibjörg Guð- mundi Kristjáni Jóns- syni, framkvæmdastjóra, f. 17. febrúar 1924, d. 1986. Foreldrar hans voru Vilhelmína S. Kristjáns- dóttir, húsmóðir frá Mjóafirði, f. 22. júní 1900, d. 1995, og Jón Jónsson, Ingibjörg Jóna Jónsdóttir fædd- ist í Bolungarvík hinn 14. apríl 1923. Hún var næstelst barna þeirra hjóna Jóns Guðna Jónssonar og Elísabetar Bjarnadóttur á Sól- bergi í Bolungarvík. Alls voru börnin sex, þau sem upp komust. Jón Guðni Jónsson, faðir Ingi- bjargar Jónu, var kunnur atorku- maður í Bolungarvík, sjómaður, lengi verkstjóri og laghentur smið- ur, framsýnn og áræðinn. Hann réðst í það á kreppuárunum á 4. áratug 20. aldarinnar að reisa sér og fjölskyldu sinni tveggja hæða steinhús sem þau hjón nefndu Sól- berg. Húsið stendur miðsvæðis á áberandi stað í Víkinni, einkar fal- legt hús með fjórum kvistum á efri hæð, tveir snúa í austur niður að sjónum og tveir í vestur inn til lands. Í þessu húsi muna Bolvík- ingar Ingibjörgu í glaðlegum hópi systkina og fjölmenns vinahóps. Foreldrarnir voru stjórnsamir, samheldnir og vinnusamir. Ingibjörg stundaði barna- og unglingaskólanám í Bolungarvík. Hún var í Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði veturinn 1942 til 1943 og lauk síðar iðnnámi í Reykjavík. Hún tók sveinspróf í kjólasaum og varð meistari í þeirri grein. Síðar sigldi hún til Svíþjóðar og stundaði þar nám í handavinnu- kennslu. Þegar heim kom tók hún að sér að kenna saumaskap og handavinnu á námskeiðum víða um land, aðallega þó á Vestfjörðum. Þá varð hún handavinnukennari Hús- mæðraskólans á Blönduósi í fjóra vetur árin 1946 til 1950 og munu hinir fjölmörgu nemendur hennar minnast hennar með þökk og virð- ingu. Hún var áhugasamur kennari, iðin, dugleg og drífandi. Eftir að Ingibjörg Jóna flutti suður og hætti kennslu setti hún upp saumastofu í Reykjavík. Síðar sameinuðu þau stofur sínar, hún og Guðmundur Ísfjörð Bjarnason klæðskeri, og fengu þau brátt hús- næði í Kirkjuhvoli bak við Dóm- kirkjuna í Reykjavík. Sameiginlega stofnuðu þau svo fataverslunina Pandóru og ráku hana í Kirkjuhvoli þar til 1985 er þau seldu, höfðu þá verslað í yfir 30 ár. Guðmundur Kr. sem varð eiginmaður Ingibjargar, eins og fram kemur hér á eftir, átti ásamt öðrum heildverslunina J. Ás- geirsson og Jónsson og flutti það fyrirtæki m.a. inn fatnað til sölu í Pandóru. Hinn 4. apríl 1953 giftist Ingi- björg Jóna Guðmundi Kristjáni Jónssyni, kaupmanni og heildsala, en hann var sonur hins kunna at- hafnamanns Jóns Jónssonar bygg- ingameistara sem var á sínum tíma landskunnur fyrir mikil umsvif m.a. í Reykjavík, á Vestfjörðum (Flat- eyri og víðar) og á Suðurnesjum og var frumkvöðull í fiskvinnslu og byggingaiðnaði. Fyrst í stað bjuggu þau Guðmundur og Ingibjörg í leiguhúsnæði en síðar reisti Jón fjögurra hæða hús fyrir börnin sín á horninu á Öldugötu og Bræðra- borgarstíg og þangað fluttu þau Guðmundur og Ingibjörg. Þar var heimili þeirra í mörg ár. Síðar lét Guðmundur byggja fyrir sig að Vatnsholti 4 í Reykjavík, í sam- vinnu við annan, og þar átti fjöl- skyldan heima alla tíð síðan. Guð- mundur Kr. lést hinn 18. nóvember 1986. Þau hjónin, Ingibjörg Jóna og Guðmundur Kr., eignuðust þrjú börn, Vildísi, deildarstjóra, Jón Inga, tæknifræðing hjá Kópavogs- kaupstað, og Guðrúnu Elísabetu, fiskverkakonu í Þorlákshöfn. Barnabörnin eru 10 eins og sjá má í yfirlitinu hér að framan. Um nöfn maka og barna vísast í yfirlitið. Í október 1952 kvæntist ég und- irritaður Guðrúnu Halldóru, yngri systur Ingibjargar, og síðan hafa leiðir fjölskyldnanna legið mjög saman. Við hjónin vorum langtím- um erlendis ásamt börnum okkar og var þá gott að eiga þau Guð- mund og Ingibjörgu að, því mörgu þurfti að sinna á Fróni. Sambandið milli fjölskyldnanna var alltaf náið, bæði meðan við dvöldum erlendis og ekki síst eftir heimkomuna í árs- lok 1963. Ég vil geta þess hér að árum saman skrifuðust þær syst- urnar á og bréf frá Imbu, eins og við kölluðum hana að jafnaði, bár- ust nær vikulega. Ingibjörg Jóna var af Hólsætt í föðurætt, þeirri ætt sem sat Hól í Bolungarvík um aldir og talin er bolvískust allra ætta. Amma Ingi- bjargar og nafna hafði búið á Skriðu í Syðridal á síðari hluta 19. aldar. Grjót- og aurskriða féll á túnið úr fjallinu Erni en klofnaði fyrir ofan bæjarhúsin og Ingibjörg eldri bjargaðist ásamt ungum börn- um. Jörðin fór í eyði en landið hef- ur haldist í eigu fjölskyldunnar og þar heyjaði tengdafaðir minn á hverju ári, en hann hafði alla tíð nokkurt bú í Bolungarvík. Á þess- um stað reistu þau hjón, Ingibjörg og Guðmundur, sumarbústað sem var tilbúinn 1981. Af Skriðu er fag- urt á að líta yfir Syðridalsvatn, yfir í Óshóla og yfir Djúpið í Bjarn- arnúp og Rit. Á Skriðu undi Imba ákaflega vel og þar dvaldist hún löngum á sumrin. Ingibjörg Jóna varð fyrir miklu áfalli 1974. Hún var að keppast við að ná strætisvagni á leið til vinnu í Pandóru að morgni dags þegar hún skyndilega fékk hjartaáfall og hné niður. Það var snarræði bílstjórans að þakka að hún lifði áfallið af, hann stökk út og náði að hringja í sjúkrabíl. Lífi hennar var borgið en hún varð fyrir varanlegri örorku og náði sér aðeins að hluta eftir að hafa verið meðvitundarlaus svo vik- um skiptir. Ingibjörg sem fram að þessum tíma hafði verið rösk og ið- in varð gjörbreytt, hæg og sein í hreyfingum, en iðin var hún áfram, hún var til dæmis síprjónandi. Síð- ustu árin hefur hún búið ein í lítilli íbúð að Vatnsholti 4, en Vildís dótt- ir hennar býr á hæðinni og Jón Ingi sonur hennar í næsta ná- grenni. Sigríður, kona Jóns, sýndi Ingibjörgu ástúðlega umhyggju alla tíð. Á sumrin hefur Ingibjörg dvalið langtímum saman á Skriðu og unað sér þar einstaklega vel. Í Bolungarvík átti hún sín bernsku- og unglingsár og þar bjuggu lengst af allir þrír bræður hennar, lengst Sólberg sparisjóðsstjóri, en Guð- mundur Bjarni og Pétur eru báðir látnir. Þeir bræður ásamt eiginkon- um sínum, þeim Lucie Einarsson, Fríðu Pétursdóttur og Fjólu Ólafs- dóttur, fylgdust vel með líðan Ingi- bjargar á Skriðu og litu reglulega til hennar auk þess sem hún hafði síma. Ingibjörg átti auk þess alla tíð góða vini í Víkinni, vini sem fylgdust vel með henni. Hinn 4. dag jóla var Ingibjörg boðin í hádegismat til þeirra hjóna Haraldar Ásgeirssonar verkfræð- ingsog Halldóru Einarsdóttur, æskuvinkonu sinnar frá Bolungar- vík. Þar fékk hún síðasta áfallið og náði sér ekki aftur. Hún lést árla morguns næsta dags. Hjalti Einarsson. Sæl, mamma mín. Kannski ég noti tækifærið að kveðja þig. Ykkur. Þig sem fylgdir mér frá fæðingu til nítján ára ald- urs og þig sem fæddist þá og hefur verið mér samferða síðan. Konuna sem horfði á okkur stórum augum og spurði hver við værum eigin- lega. Konuna sem þroskaðist og dafnaði sem um barn væri að ræða og við gengum öll í móðurstað. Þetta var ekki auðveld staða fyrir okkur, börn og eiginmann en það var eins og ábyrgðartilfinningin yrði öðrum tilfinningum yfirsterk- ari og maður gerði sér ekki grein fyrir áhrifum áfallsins fyrr en mörgum árum seinna. Í minningunni um móður barnins finn ég fyrir þér sem ljóshærðri, léttfættri, glaðlyndri konu sem allt- af kunni best við sig í góðum hópi stórfjölskyldu og vina. Hin var mamman sem náði að verða sjálf- bjarga kona eftir að hafa gengið í gegnum það manndómspróf að fylgja eiginmanni sínum í gegnum erfið veikindi og síðan andlát. Eftir á að hugsa þá sé ég það í hendi mér að mér þykir jafnvænt um ykkur báðar. Þið hafið báðar reynst mér jafn vel hvor á sinn hátt og ég finn það eftir því sem árin verða fleiri hvaða eiginleikar og lífsviðhorf mér hafa verið gefin frá ykkur. Þetta vil ég þakka hér með og óska þér góðrar ferðar inn í ljósið. Guð geymi þig. Þín Vildís. Sæludalur, sveitin best! sólin á þig geislum helli, snemma risin seint er sest. Sæludalur, prýðin best! þín er grundin gæðaflest, gleðin æsku, hvíldin elli. Sæludalur, sveitin best! sólin á þig geislum helli. (Jónas Hallgrímsson.) Ingibjörg Jóna Jónsdóttir frá Sólbergi í Bolungarvík kvaddi okk- ur milli jóla og nýjárs, á 78. aldurs- ári. Hugurinn leitar vestur á firði, í Syðridal í Bolungarvík. Þar átti hún sinn sælureit, landskikann Skriðu, hvar hún dvaldi margar vikur á hverju sumri síðustu 20 ár. Syðridalur var hennar „sæludalur, – gleðin æsku, hvíldin elli“, eins og Jónas kveður í Dalvísu sinni. Það er ánægjulegt að hugsa til þess hversu síðastliðið sumar var hlýtt og gróskumikið og hve hún naut þess að vera á Skriðu. Landskikann á Skriðu í Syðridal hafði hún erft eftir foreldra sína. Á Skriðu höfðu afi hennar og amma búið fram und- ir síðustu aldamót. Seinna heyjaði faðir hennar lautirnar á Skriðu og Ingibjörg átti þar margar góðar stundir sem barn og unglingur. Í Bolungarvík átti hún stóra fjöl- skyldu sem sinnti henni af einstakri hlýju og tryggð þegar hún dvaldi fyrir vestan. Hún var oft ein á Skriðu og margir furðuðu sig á að hún þyrði því. Þá varð hún hissa á svipinn og sagðist fara með bæn- irnar sínar og ekkert óttast. Æðru- leysið og trúin á Guð voru henni svo eðlileg. Yfir henni var heiðríkja eins og vestfirsku fjöllunum á björtum degi. Ég kynntist Ingibjörgu fyrir 25 árum þegar ég kom á heimili henn- ar og Guðmundar Kr. Jónssonar í Vatnsholti 4 en þau urðu síðar tengdaforeldrar mínir. Mér þótti hún veikluleg að sjá, enda hafði hún árið áður fengið hjartastopp og var að ná sér eftir erfið veikindi. Hún náði sér ótrúlega vel en hafði borið varanlegan skaða af veikind- unum og varð aldrei söm og áður. Ingibjörg og Guðmundur tóku mér opnum örmum og hjá þeim átti ég mitt annað heimili þegar foreldrar mínir létust með fimm ára millibili, 1975 og 1980. Fjölskylda þeirra varð mín önnur fjölskylda. Ekki að- eins þau hjónin heldur öll stór- fjölskyldan en þar var mér tekið opnum örmum í orðsins fyllstu merkingu. Samheldnin og hjarta- hlýjan sem ég kynntist þar hefur verið mér ómetanleg. Öll mál eru leyst, allir hjálpast að, hvort sem ríkir sorg eða gleði. Ég fylgdist í fyrstu agndofa með öllu stússinu þegar haldnar voru veislur í fjöl- skyldunni. Húsgögnum var vippað til og frá eftir þörfum, frændur og frænkur mættu og allir fengu ein- hver verk að vinna. Ekkert var ómögulegt hjá þessu fólki. Smám saman fékk ég mynd af þeirri konu sem Ingibjörg hafði verið fyrir veikindin. Vinir hennar og vandamenn kunnu frá mörgu að segja. Systkini Ingibjargar voru og eru kraftmikið fólk en ekki hefur hún verið síðri. Það var alltaf eitt- hvað um að vera í kringum hana, aldrei nein lognmolla. Ættingjar og vinir að vestan áttu sitt athvarf í Reykjavík hjá Imbu frænku og Didda, eins og þau voru kölluð. Það er ekki hægt að minnast Ingibjargar án þess að tala um Guðmund tengdaföður minn, en hann lést eftir erfið veikindi 1986. Traust samband þeirra hjóna í blíðu og stríðu var eins og klettur. Mér er minnisstætt haustið 1983, en þá fluttum við hjónin til Kaup- mannahafnar þar sem við bjuggum næstu fimm ár. Jón Ingi var farinn út á undan mér og við tengdafeðgin vorum tvö í Vatnsholtinu. Eitthvað þótti honum mér hafa tekist illa að pakka í ferðatöskuna svo ég fékk kennslustund í að brjóta saman föt og raða í tösku. Taskan varð slétt og nett! Þegar ég var sofnuð voru skórnir mínir burstaðir, það var auðvitað ómögulegt að láta tengda- dótturina fara til útlanda í illa burstuðum skóm. Þetta eru kannski ekki stórmál í lífinu, að pakka vel í ferðatöskuna og ganga í vel burstuðum skóm, en í þessu speglaðist natni hans og umhyggja fyrir sínu fólki í stóru og smáu. Vinahópurinn hennar Ingibjarg- ar er líka einstakur. Umhyggja þeirra og ræktarsemi við hana í þau 26 ár síðan heilsan gaf sig er engu lík. Það er ekki á neinn úr góðum hópi hallað þótt Halldóra Einarsdóttir frá Bolungarvík sé nefnd. Frá blautu barnsbeini fram á síðasta dag Ingibjargar hafa þær ræktað vináttu sína. Þó árin sem Imba lifði eftir veikindin séu orðin 26 dró aldrei úr því hversu vel hún Dódó sinnti sinni góðu vinkonu. Matarboðin á Ægisíðunni eru orðin mörg og símhringingar þeirra á milli oftast daglega. Það var því einhvern veginn svo eðlilegt fyrir Imbu að sofna síðasta blundinn heima hjá Dódó og Haraldi á Æg- isíðunni. Allt lífið átti hún Halldóru að og þær hvor aðra. Tengdamóðir mín naut þess að vera innan um vini og ættingja og fylgdist vel með stórum og smáum í kringum sig á sinn rólega og sér- staka hátt.Uppáhaldsfrændfólkið var fjölmennt og hver og einn ein- stakur í hennar huga, hjartarósin, hjartakóngur sagði hún um þau. Frá því á Þorláksmessu og fram á 29. desember hafði hún farið dag- lega í jólaboð, það átti nú vel við hana. Ég hef oft undrast og dáðst að því hve vel hún tók breyttum hög- um í lífi sínu. Aldrei heyrðist biturt orð eða sjálfsvorkunn. Því sem að höndum bar í lífinu tók hún af ein- stöku æðruleysi og einhverjum æðri skilningi. Meðan Diddi var veikur og þegar hann dó haggaðist hún ekki, hún sinnti honum allan tímann eins og kraftar hennar leyfðu og hélt sinni reisn til ævi- loka. Hún hafði lært í æsku að hafa alltaf eitthvað fyrir stafni, láta sér aldrei leiðast. Hún prjónaði og heklaði, las bækur, hlustaði á út- varp og horfði á sjónvarp. Fór í gönguferðir bæði á Skriðu og í Vatnsholtinu. Stuttar ferðir, en alltaf ef veður leyfði. Illt umtal náði ekki eyrum Ingibjargar, hjá henni var enginn hljómgrunnur fyrir slíku tali, hún skildi ekkert um hvern og hvað var verið að tala. Þegar ég set þessi kveðjuorð á blað er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt samleið með þess- um góðu og traustu hjónum, Ingi- björgu og Guðmundi. Frá minningu þeirra stafar birtu á líf okkar sem eftir erum. Sigríður Helga Þorsteinsdóttir. Ingibjörg Jóna Jónsdóttir, eða Imba eins og hún var að jafnaði kölluð, verður til moldar borin í dag. Hún var bolvískrar ættar í báða ættliði og óx upp í Bolunga- vík, en bjó aðallega í Reykjavík á fullorðinsárum. Kynni mín af henni hófust þegar ég kom heim í sumarfrí frá námi. Um veturinn hafði ég kynnst syst- ur hennar úti í Stokkhólmi og trú- lofast henni áður en heim var hald- ið. Þarna var ég tengdur inn í sterka ætt og fjölmenna. Tilvon- INGIBJÖRG JÓNA JÓNSDÓTTIR                                         ! "## $ %" !!$   &   ! "## '( )!!$    *+    ! "##  ,  )  !$   "   !!$  -!# +  "##  "    !!$  .  / ! "## +)    !!$  "  + ! "## +  0   !!$  -! 1! 2 ! "## $ & !, 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.