Morgunblaðið - 05.01.2001, Page 49

Morgunblaðið - 05.01.2001, Page 49
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 49 FÖSTUDAGINN 5. janúar 2000 fer fram kvöldmessa kl. 20 í Hafnar- fjarðarkirkju á vegum Líknarfélags- ins Byrgisins. Starf Byrgisins gekk vel á liðnu ári. Það mætir stöðugt meiri skilningi og velvilja fólks sem metur fórnfúst starf þess til liðsinnis þeim sem týnt hafa lífsviðmiðunum og leiðst inn á ógæfubrautir vímu- efnaneyslu. Klettaborg Byrgisins á Miðnesheiði með Klettabyggð sína er nú þegar dýrmætt athvarf og skjól þar sem fagnaðarerindi frels- arans er boðað í orðum og gjörðum. Og í Hafnarfirði er einnig athvarf og heimili Byrgisins. Vikulegar sam- komur fara fram í Lækjarskjóli við Lækjargötu, en einu sinni í mánuði fer fram samkoma eða messa í Hafn- arfjarðarkirkju svo sem nú í byrjun nýs árs og aldar. Lofgjörðarsveit Byrgisins mun leika í messunni og brauðsbrotning fara fram. Sr. Gunn- þór Ingason sóknarprestur og Guð- mundur Jónsson, hirðir Byrgisins, leiða messuna. Eftir messuna er opið hús í Strandbergi. Allir eru velkomn- ir. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Langholtskirkja. Kirkjan er opin til bænagjörðar í hádeginu. Grafarvogskirkja. Al-Anon-fundur kl. 20. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðar- stund. Fíladelfía. Kl. 20 er sameiginleg samkoma kristinna safnaða á Reykjavíkursvæðinu. Lofgjörðar- hópur Fíladelfíu syngur. Ræðumað- ur Jóhannes Hinriksson. Allir hjart- anlega velkomnir. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11. Barna- og unglingadeildir á laugar- dögum. Súpa og brauð eftir sam- komuna. Allir velkomnir. Frelsið, kristileg miðstöð. Föstu- dagskvöld kl. 21. Styrkur unga fólks- ins. Dans, drama, rapp, prédikun og mikið fjör. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl- íufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðu- maður Jóhann Grétarsson. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Elías Theodórsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Safnaðarstarf Kvöldmessa Byrgisins í Hafnarfjarð- arkirkju Hafnarfjarðarkirkja Bakpoki aðeins 1.600 kr. NETVERSLUN Á mbl.is LIÐ-A-MÓT FRÁ NOW Tvöfalt sterkara APÓTEKIN Ö fl u g t ví ta m ín – D re if in g J H V

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.