Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.01.2001, Blaðsíða 50
HESTAR 50 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Baldur Lorange, sem jafn- framt er verkefnisstjóri World- Fengs, segir að nýja kerfið verði aðgengilegt hrossaræktendum á Netinu á þessu ári og gæti þetta því verið í síðasta sinn sem prentuð gögn til útfyllingar verða send til þeirra. Sá möguleiki verður hins vegar áfram fyrir hendi fyrir þá sem ekki nota Netið. Nú er í gögn- unum í fyrsta sinn merkt við þau hross sem staðist hafa gæðavottun á ætternisfærslu, svokallaða A- vottun. Þar með er hrossaræktin fyrsta búgreinin sem tekið hefur gæðaskýrsluhald í gagnið. Nauðsynlegt að skila inn stóðhestaskýrslu Jón Baldur segir að nú séu um 1.000 hross komin með A-vottun eða gæðavottun. Það geta hross sem fædd eru eftir 1999 fengið hafi verið skilað inn stóðhestaskýrslu sem umsjónarmanni stóðhests er falið að fylla út. Þar koma fram upplýsingar um allar hryssur sem voru hjá hestinum umrætt tímabil, hvort þær voru ómskoðaðar og nið- urstöður úr þeirri skoðun. Einnig þarf að skila inn fang- og folalda- skýrslu sem þátttakendur í skýrslu- haldinu fá nú hálfútfylltar. Þar koma nú fram upplýsingar um hvaða stóðhesti hryssan var hjá samkvæmt innsendri stóðhesta- skýrslu. Síðan þarf hrossaræktand- inn að fylla út hvort hryssa hafi kastað og þá hvors kyns folaldið er og einstaklingsnúmer þess. Þá þarf einnig að skila inn vottorði um að folaldið hafi verið einstaklings- merkt, örmerkt eða frostmerkt, á meðan það gekk enn undir hryss- unni. Hross sem fædd eru fyrir 1999, eða áður en þetta kerfi var tekið upp, geta aðeins fengið A- vottun ef ætternið er sannað með DNA-greiningu. Fyrir utan að nú koma fang- og folaldaskýrslur hálfútfylltar er ýmsar aðrar breytingar að finna í gögnunum. Í búskýrslu þar sem all- ar upplýsingar um einstakt hross er að finna koma nú fram fangupplýs- ingar, sem sagt hvort hryssu hafi verið haldið undir stóðhest eða ekki og eins ef hún hefur verið geld. Á afdrifaskýrslu er hægt að merkja við hvort hross hafi farist, verið fargað eða ef hestar hafa verið gelt- ir. Þá hefur svokölluðum 40 númer- um verið breytt. Þau númer fengu hross sem ekki var vitað hvenær voru fædd. Nú eru þau merkt ZZ. Mikilvægt að hrossaræktendur sendi inn leiðréttingar Nokkuð er um að hrossarækt- endur hafa orðið varir við að hross þeirra séu skráð á rangan uppruna- stað. Jón Baldur segir að þessar villur hafi komið inn þegar verið var að færa gögn á milli kerfa. Stöðugt er reynt að leiðrétta rangar upplýs- ingar og hvetur hann fólk til að láta vita ef einhverjar villur finnast í gögnunum. Hægt er að gera það með því að fylla inn í athugasemda- dálkinn á afdrifaskýrslunni sem fylgir skýrsluhaldsgögnunum eða hafa samband við Bændasamtökin. Það sé mjög mikilvægt að fá upp- lýsingar um þetta og leiðrétta svo WorldFengur verði sem réttastur. Eins sé um allar aðrar villur, t.d. hvort hross sé selt, hafi verið fellt eða hestar geltir. Jón Baldur segir að það séu hins- vegar álitamál sem komi upp þegar WorldFengur verður kominn í gagnið og öll skráning fer fram raf- rænt hjá hrossaræktendunum sjálf- um. Spurning er til dæmis hvort þeir eigi að geta breytt skráðum uppruna hrossa sinna. Hann segir að fyrst um sinn verði hægt að grunnskrá hross með rafrænum hætti en allar skráningar verða síð- an yfirfarnar af sérstökum skrá- setjurum. Ræktendur geta notað rafræna skráningu næsta haust En nú er verið að fínpússa WorldFeng og sagði Jón Baldur að að öllum líkindum verði kerfið sjálft tilbúið í næsta mánuði. Skýrslu- haldsnefnd alþjóðasamtaka eigenda íslenskra hesta, FEIF, vinnur nú ötullega að því að prófa það og fín- stilla svo hægt verði að fara að taka inn gögn erlendis frá, en fyrst um sinn geta einungis sérstakir skrá- setjarar frá aðildarlöndunum komið gögnum inn í WorldFeng. Rafræn skráning almennra hrossarækt- enda verður svo líklega að veru- leika næsta haust. Kerfið verður síðan þróað áfram og reynt að nýta alla möguleika. Kati Ahola frá Finnlandi, sem nú er formaður skýrsluhaldsnefndar FEIF, hefur sent bréf til aðildar- landanna þar sem gerð er grein fyr- ir með hvaða hætti þurfi að skrá hrossin svo hægt verði að flytja gögnin inn í WorldFeng. Samþykkt hefur verið að nota sama númera- kerfi og hér er notað, þ.e. tvo bók- stafi fyrir hvert land, fæðingarár og tölustafina 1 eða 2 eftir kyni. Síðan er spurning hvort notuð verði rað- tala, en helst vill Jón Baldur að hvert land skipti landinu upp í svæði eins og gert er hér og búi til númer yfir þau og síðan fái hver ræktandi föst þriggja stafa númer. Þetta þýðir að í sumum löndum þarf að breyta þeim númerakerfum sem fyrir eru og leggst það misjafn- lega í nefndarmenn. Einnig vill hann að hver ræktandi noti rækt- andanafn í líkingu við bæjarnöfn sem hross eru kennd við hér á landi. Hann segir mikilvægt að byrja rétt því ekkert hross verður skráð í WorldFeng nema hægt sé að rekja ættir þess til hrossa sem fædd eru hér á landi. Ef vel tekst til mun verða til gríðarmikill gagnagrunnur eftir nokkur ár. Norðmenn komnir vel á veg Norðmenn eru komnir vel á veg með að skrá sín hross en sú vinna miðar öll að því að auðvelda skrán- ingu í WorldFeng. Vinnan er mis- jafnlega á veg komin í öðrum aðild- arlöndum. Byrjað var að vinna við smíði fyrstu útgáfu af WorldFeng í febrú- ar á síðasta ári og þá var gert ráð fyrir að henni yrði lokið á haust- mánuðum. Það hefur ekki tekist enda mikil vinna sem fólst í þessari breytingu. Flytja þurfti gögn úr gamla Feng yfir í WorldFeng, gera nýja gagnagrunninn aðgengilegan á Netinu þar sem aðeins þarf vef- rápara og netaðgang til að fá fullan aðgang að kerfinu. Þá þurfti að byggja upp öfluga og örugga að- gangsstýringu til að tryggja varan- leika gagnagrunnsins og vista nýja kerfið með öruggum hætti þar sem afritun grunnsins yrði tryggð, en það er vistað hjá Skýrr hf. Mögu- leika á skráningu upplýsinga hér á landi og erlendis þurfti að byggja inn í kerfið til að gera gagnagrunn- inn alþjóðlegan. Þetta á bæði við um skrásetjara í hverju landi og einstaka skýrsluhaldara. Ganga þurfti frá samningum við FEIF um samstarf um uppbyggingu á þess- um sameiginlega alþjóðlega gagna- grunni. Taka þurfti mið af sam- þykktu gæðaskýrsluhaldi í hrossarækt og byggja gæðavottun inn í kerfið. Jón Baldur segir að þessum markmiðum hafi verið náð en það hafi tekið lengri tíma en búist var við í upphafi. Þúsund hross komin með gæðavottun Svona kemur hluti af upplýsingum um Orra frá Þúfu fyrir sjónir í WorldFeng sem stefnt er að að verði bæði notendavænn og umhverfisvænn gagnagrunnur yfir öll íslensk hross hvar sem þau eru stödd í heiminum. Gögn vegna skýrsluhalds í hrossarækt hafa verið að berast hrossaræktendum að undanförnu en þau eru í fyrsta sinn prentuð út úr hinum nýja alþjóðlega gagnagrunni WorldFengur. Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tölvudeildar Bændasamtaka Íslands, sagði Ásdísi Haraldsdóttur frá helstu breytingunum í skýrsluhaldinu og hvar vinna við WorldFeng væri á vegi stödd. STARFSEMI Íslenska reiðskólans á Ingólfshvoli hefst eftir helgina eftir nokkurt hlé. Reynir Að- alsteinsson skólastjóri segist bjartsýnn og væntir góðs af starf- semi skólans í vetur. Hann segir að nú fari að hefjast ýmiss konar námskeið og þegar hefur verið samið við bæði grunnskólana á Selfossi og Fjölbrautaskóla Suð- urlands um stigskipt nám í hesta- mennsku fyrir nemendur þeirra. Óvíst er þó hvenær sú starfsemi hefst vegna kennaraverkfallsins. Reynir segir að áhersla hafi verið lögð á gott framboð af styttri afmörkuðum námskeiðum við skólann og möguleika fyrir hópa, fjölskyldur og félög á að panta námskeið eftir eigin ósk- um, en nú eigi eftir að koma í ljós hver viðbrögðin verða. Hann segir að umbylta þurfi mörgu á sviði námskeiða og náms í hesta- mennsku. Það hafi viljað loða við hestamenn að þeir drífi sig á námskeið og finnist þeir þá hafa lokið því af. Hingað til hefur vantað samfellu í nám og að stöð- ugt sé hægt að bæta við sig. Meðal námskeiða sem nú verð- ur boðið upp á er leiðrétting- arnámskeið. Þau eru fyrir þá sem vilja auka hæfni hestsins eða láta leiðrétta hann. Lögð er áhersla á ábendingar og gangtegundir, léttleika í taumsambandi, höf- uðburð og að jafna misstyrk. Fólk kemur þá með sinn hest og sýnir Reyni hann. Þetta eru vik- unámskeið þannig að eftir að Reynir hefur séð hestinn vinnur hann með hann fram að helgi þegar eigandinn kemur og fær einkatíma á hestinum. Reynir segir að flestir eigendur hafi einnig áhuga á að fylgjast með á meðan hann vinnur með hestinn og er þeim það að sjálfsögðu heimilt. Hann segist vilja að þess háttar námskeið verði nokkurs konar akkeri í starfsemi skólans. Hann hafi mikla reynslu af slík- um námskeiðum sem hann hefur haldið erlendis og segist sjá geysilegan árangur af þeim. Þeir sem vilja læra tamningar, hestamennsku almennt eða fá reiðkennslu geta gert það á nokkurs konar verknámsbraut undir leiðsögn kennara, hvort sem þeir verða á staðnum eða ekki. Reynir segir að þetta nám sé í rauninni í biðstöðu á meðan ekki hefur samist um að nem- endur sem ljúka því útskrifist sem félagar í Félagi tamninga- manna. Hann segir að slíkt nám verði ekki nógu eftirsóknarvert fyrr en hægt verði að bjóða þeim sem ljúka því upp á slíka við- urkenningu. Hann hafi trú á að það komi með tímanum. Allar nánari upplýsingar um starfsemi Íslenska hestaskólans og námskeið sem í boði eru þar er að finna á heimasíðu skólans, www.hestaskolinn.is. Áhersla á stutt afmörkuð nám- skeið hjá Íslenska reiðskólanum SLIM-LINE dömubuxur frá tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.