Morgunblaðið - 05.01.2001, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 05.01.2001, Qupperneq 56
DAGBÓK 56 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Laug- arnes kemur í dag, Mánafoss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Hamrasvanur fór í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 14 bingó. Bókband kl. 13. Árskógar 4. Kl. 9 perlu- og kortasaumur, kl. 11.15 tai-chi leikfimi, kl. 13 opin smíðastofan, kl. 13.30 bingó, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9–16 handavinna og fótaaðgerð, kl. 13 vefnaður og spilað í sal. Félagsstarf, Furugerði 1. Þrettándagleði í dag kl. 14. Ólafur B. Ólafs- son leikur á píanó og harmonikku og dóttir hans, Ingibjörg Aldís sópransöngkona, flytur innlenda og erlenda tón- list. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9 hárgreiðslustofan opin, kl. 9.45 leikfimi. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 opið hús, spilað. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB fimmtudaginn 11. janúar kl. 11–12. Panta þarf tíma. Hananú- gönguhópur Félags eldri borgara í Kópavogi mætir í Ásgarð, Glæsibæ, í boði Göngu- Hrólfa laugardaginn 13. janúar kl. 10. Breyting hefur orðið á viðtalstíma Silfurlínunnar opið verður á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10–12 f.h. Upplýsingar á skrifstofu FEB í s. 588- 2111 frá kl. 10–16. Gerðuberg, félagsstarf. Opið frá 9–16.30, frá há- degi spilasalur opinn, veitingar í fallega skreyttu kaffihúsi Gerðubergs. Myndlist- arsýning Hrefnu Sig- urðardóttur stendur yf- ir. Mánudaginn 8. janúar, vinnustofur opn- ar frá kl. 9–16.30, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 15.30 dans hjá Sig- valda. Allir velkomnir. Upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575-7720. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta og út- skurður, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 9–12.30 bútasaumur, kl. 11 leik- fimi og spurt og spjall- að. Kl. 14 bingó, allir velkomnir. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 baðþjónusta og hár- greiðsla, kl. 9–12.30 bútasaumur, kl. 11 leik- fimi. Gullsmári, Gullsmára 13. Gleðigjafarnir syngja í dag kl. 14. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9–12 mynd- list, kl. 13. opin vinnustofa, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids. Norðurbrún 1. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9–12.30 útskurður, kl. 10 boccia, Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 13 sungið við flygilinn, kl. 14.30 dansað í að- alsal-Sigvaldi. Þorrablót verður fimmtudaginn 1. febrúar. Nánar auglýst síðar. Í dag, föstudag, verða jólin dönsuð út, rjómapönnukökur með kaffinu. Starfsfólk Vest- urgötu 7 óskar gestum og velunnurum gleðilegs árs með kæru þakklæti fyrir liðin ár. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Spilað kl. 13.15. Allir eldri borgarar vel- komnir. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Hugmyndabankafundur kl. 11 í dag 6. janúar í Gjábakka og kl. 13 á morgun 7. janúr í Gull- smára. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimin byrjar aftur í dag, föstudaginn 5. janúar, kl. 10 fyrir hádegi. Kiwanisklúbburinn Geysir í Mosfellsbæ heldur spilavist í kvöld kl. 20.30 í félagsheim- ilinu Leirvogstungu. Kaffi og meðlæti. Önfirðingafélagið í Reykjavík. Jólatrés- skemmtunin verður laugardaginn 6. janúar kl. 14 í Ásgarði, Glæsibæ. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Suðurlandi: Í Vestmannaeyjum: hjá Axel Ó. Láruss. skó- verslun, Vest- mannabraut 23, s. 481- 1826. Á Hellu: Mosfelli, Þrúðvangi 6, s.487-5828. Á Flúðum: hjá Sólveigu Ólafsdóttur, Versl. Grund s. 486-6633. Á Selfossi: í versluninni Írisi, Austurvegi 4, s. 482-1468 og á Sjúkra- húsi Suðurlands og heilsugæslustöð, Árvegi, s. 482-1300. Í Þorláks- höfn: hjá Huldu I. Guð- mundsdóttur, Odda- braut 20, s. 483-3633. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga, fást á eftirtöldum stöðum á Reykjanesi. Í Grindavík: í Bókabúð Grindavíkur, Víkurbraut 62, s. 426-8787. Í Garði: Íslandspósti, Garða- braut 69, s. 422-7000. Í Keflavík: í Bókabúð Keflavíkur Pennanum, Sólvallagötu 2, s. 421- 1102 og hjá Íslands- pósti, Hafnargötu 89, s. 421-5000. Í Vogum: hjá Íslandspósti b/t Ásu Árnadóttur, Tjarn- argötu 26, s. 424-6500, í Hafnarfirði: í Bókabúð Böðvars, Reykjavík- urvegi 64, s. 565-1630 og hjá Pennanum- Eymundssyni, Strand- götu 31, s. 555-0045. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum í Reykjavík: Skrifstofu LHS, Suð- urgötu 10, s. 552-5744, 562-5744, fax 562-5744, Laugavegs Apóteki, Laugavegi 16, s. 552- 4045, hjá Hirti, Bón- ushúsinu, Suðurströnd 2, Seltjarnarnesi, s. 561- 4256. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Vesturlandi: Á Akranesi: í Bóka- skemmunni, Stillholti 18, s. 431-2840, Dalbrún ehf., Brákarhrauni 3, Borgarnesi og hjá Elínu Frímannsd., Höfða- grund 18, s. 431-4081. Í Grundarfirði: í Hrann- arbúðinni, Hrannarstíg 5, s. 438-6725. Í Ólafsvík hjá Ingibjörgu Pétursd., Hjarðartúni 1, s. 436- 1177. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Vestfjörðum: Á Suðureyri: hjá Gesti Kristinssyni, Hlíðavegi 4, s. 456-6143. Á Ísafirði: hjá Jóni Jóhanni Jónss., Hlíf II, s. 456-3380, hjá Jónínu Högnad., Esso- versluninni, s. 456-3990 og hjá Jóhanni Káras., Engjavegi 8, s. 456- 3538. Í Bolungarvík: hjá Kristínu Karvelsd., Mið- stræti 14, s. 456-7358. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Austfjörðum. Á Seyðisfirði: hjá Birgi Hallvarðssyni, Botna- hlíð 14, s. 472-1173. Í Neskaupstað: í blóma- búðinni Laufskálanum, Kristín Brynjarsdóttir, Nesgötu 5, s. 477-1212. Á Egilsstöðum: í Blómabæ, Miðvangi, s. 471-2230. Á Reyðarfirði: hjá Grétu Friðriksd., Brekkugötu 13, s. 474- 1177. Á Eskifirði: hjá Aðalheiði Ingimundard., Bleikárshlíð 57, s. 476- 1223. Á Fáskrúðsfirði: hjá Maríu Óskarsd., Hlíðargötu 26, s. 475- 1273. Á Hornafirði: hjá Sigurgeiri Helgasyni, Hólabraut 1a, s. 478- 1653. Í dag er föstudagur 4. janúar, 4. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Kostið kapps um að komast inn um þröngu dyrnar, því margir, segi ég yður, munu reyna að komast inn og ekki geta. (Lúk. 13, 24.) Víkverji skrifar... ENGINN veit hvað átt hefur fyrren misst hefur, segir gamalt máltæki. Víkverji varð áþreifanlega var við það þegar hann komst að því að heimilislæknirinn hans hafði látið af störfum og flutt sig á milli um- dæma fyrir skömmu. Þessi ágæti maður hafði annast fjölskyldu Vík- verja í rúma tvo áratugi og alltaf ver- ið til staðar þegar eitthvað bjátaði á heilsufarslega. En nú er hann horf- inn til annarra starfa og Víkverji stendur uppi heimilislæknislaus. x x x VÍKVERJI flutti í annað heilsu-gæsluumdæmi fyrir nokkrum árum og átti því í raun engan rétt á að halda sínum gamla heimilislækni og hefði átt að snúa sér til annarrar heilsugæslustofnunar og fá úthlutað öðrum heimilislækni. Þetta sagði læknirinn honum eitthvert skiptið þegar Víkverji heimsótti hann, en Víkverji hummaði þau tilmæli fram af sér, enda vildi hann alls ekki skipta um heimilislækni. Nú bar það við fyrir skömmu að Víkverja vantaði lyfseðil, en hingað til hafði dugað að hringja í lækninn á símatíma og biðja um þessa uppá- skrift. Nú vandaðist málið þar sem læknirinn var fluttur og Víkverji spurði símadömuna hvernig hann sneri sér í því. Hún benti honum á að hafa samband við heilsugæslustöð- ina í sínu umdæmi og athuga hvort hann gæti talað við einhvern lækni þar. Víkverji gerði það. Hann fékk samband við símadömuna og kvaðst ætla að sækja um heimilislækni. Símadaman tjáði honum að því mið- ur væru engir læknar á lausu þessa dagana og yrðu það væntanlega ekki á næstunni. Það fannst Víkverja slæmt, en bað um að fá uppgefna símatíma, því þetta væri í raun smá- mál og hann þyrfti alls ekki að mæta á staðinn. Þá sagði konan á skipti- borðinu það þýddi ekkert fyrir hann að reyna að hringja á símatíma því biðin væri svo löng að símatíminn yrði liðinn áður en Víkverji fengi samband. Víkverji skildi þetta nú ekki alveg þar sem hann stóð í þeirri meiningu að ef hann hringdi í upp- hafi símatíma þá yrði hann líklega framarlega í röðinni. En símadaman sagði að læknarnir hefðu svo mikið að gera og kúnnahópur þeirra væri svo stór að þeir gætu alls ekki sinnt Víkverja og fjölskyldu hans eins og málin stæðu. Þar að auki væru það skilaboð frá yfirlækni að þær ættu að reyna að beina fólki sem ekki hefði heimilislækni á stöðinni eitthvert annað vegna álags. Þá varð Víkverji alveg kjaftstopp og spurði hvort ekki stæði til að bæta úr þessu ófremdar- ástandi. Símadaman sagðist halda að eitthvað yrði gert í málinu í mars, en þá gæti Víkverji lagt inn umsókn um heimilislækni. Það væri þó ekkert víst að hann dytti í lukkupottinn, því það væru margir um hituna. x x x Á ÞEIM tímapunkti gafst Vík-verji upp á því að rökræða við símadömuna, sem þó var búin að bjóða honum að prófa að bíða á lín- unni upp á von og óvon. Hann hringdi því á sína gömlu heilsu- gæslustöð og bað um samband við þann lækni sem væri með símatíma. Að smástund liðinni fékk Víkverji svo samband við lækninn, sagði hon- um sínar farir ekki sléttar og fékk uppáskriftina. Læknirinn var sam- mála Víkverja um að þetta væri skrýtið mál og taldi Víkverja á að fara á heilsugæslustöðina í eigin per- sónu og athuga hvort ekki væri hægt að finna lausn á þessu vandamáli. Víkverji gerir það væntanlega innan tíðar, en veit þó að skarð heimilis- læknisins, sem annaðist Víkverja og fjölskyldu hans í tvo áratugi, verður vandfyllt. ÉG LÝSI yfir mikilli óánægju í garð stjórnenda Flugleiða að taka þá óskilj- anlegu ákvörðun að leggja flýtiinnritun niður. Sú ákvörðun var örugglega ekki hugsuð frá upphafi til enda. Innritunarsalurinn í Keflavík er alltof lítill, sér- staklega á sumrin, og þeg- ar þessi þjónusta er ekki veitt verða örugglega bið- raðir út á bílastæði næsta sumar út á velli. Þetta get- ur varla verið svo dýrt í rekstri? Þið ættuð að kanna þetta betur og veita þessa þjónustu, a.m.k. yfir sumartímann. Farþegi. Betur má ef duga skal NOKKUR ungmenni höfðu samband við Velvak- anda og vildu þau koma á fram færi óánægju sinni með að enn komi það fyrir að starfsmenn bensín- stöðva selji ungmennum tóbak. Biðja þau forráða- menn stöðvanna að sjá til þess að slíkt eigi sér ekki stað. Áskorun ÉG SKORA á alla öryrkja í landinu að panta sér hið allra fyrsta viðtöl við for- sætisráðherra, heilbrigðis- ráðherra, fjármálaráð- herra, félagsmálaráðherra og síðast en ekki síst dóms- málaráðherra og krefjast skýringar á drolli TR við að gera upp við öryrkja eins og vera ber skv. ný- gengnum dómi Hæstarétt- ar. Og nota endilega líka tækifærið og útlista í leið- inni vel og rækilega sín heilsufarsvandamál og gæta þess að smáatriði gleymist ekki. Það er dags- ljóst að meðlimir ríkis- stjórnarinnar þekkja mjög lítt til veikindastríðs og al- varlegraheilsufarsvanda- mála og væri þvígustuk af þeim sem lifa þurfa dags daglega við örorku og þekkja þar af leiðandi gleggst til þeirra mála að uppfræða þennan mann- skap. Hvað er Drottinn (lesist Davíð) að drolla með aurana okkar? Bestu þakk- ir sendi ég Garðari Sverr- issyni fyrir baráttu hans fyrir mína hönd. Guðrún Jóhannsdóttir, 75% öryrki. Tapað/fundið Jólagjöf tapaðist RÓSA fékk fallega heklaða húfu frá ömmu í jólagjöf. Húfan er í þremur bláum litum, hekluð með rúss- nesku hekli og er með flétt- um. Á þriðjudag 2. janúar var hún í strætó nr. 61 í Vesturbæ Kópavogs kl. 15. Hún telur sig hafa misst húfuna í strætó og þegar hún náði tali af bílstjóran- um í næstu ferð var búið að taka húfuna. Þetta var mikið tilfinningalegt áfall yfir góðri gjöf frá ömmu. Finnandi vinsamlegast hringið í síma 554-5379 eða 897-5379. Fundarlaun. Leðurhanskar týndust SVARTIR leðurhanskar týndust fyrir utan Síðu- múla 37 20. desember. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 553-3596. Svört og hvítdoppótt taska týndist SVÖRT og hvít doppótt taska með lakkbotni og höldum (mjög sérstök og áberandi taska) týndist á Broadway á gamlárskvöld. Í töskunni voru m.a. snyrtivörur og sími. Skilvís finnandi er beðinn að hafa samband í síma 565-3697. Peningar í óskilum PENINGAR fundust í Fossvogi skömmu fyrir jól. Eigandi getur haft sam- band í síma 862-4835. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Flýtiinnritun Flugleiða Morgunblaðið/Ásdís LÁRÉTT: 1 hrukkótt, 4 fáskiptin, 7 slítur, 8 tröllum, 9 fljót að læra, 11 forar, 13 skrið- dýr, 14 mynnið, 15 skraf, 17 rótarávöxtur, 20 ótta, 22 skaut, 23 bækurnar, 24 þula, 25 töngunum. LÓÐRÉTT: 1 grobba, 2 minnugur misgerða, 3 bygging, 4 ytra snið, 5 veikt, 6 kom- ast áfram, 10 uppnám, 12 hnöttur, 13 bókstafur, 15 hörfar, 16 kjánum, 18 hamslausan, 19 nem úr gildi, 20 kæpa, 21 lýsis- dreggjar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 þrifnaður, 8 fúsks, 9 dunda, 10 tía, 11 reisi, 13 nærri, 15 fells, 18 sigla, 21 kút, 22 ríkja, 23 Óðinn, 24 þrekvirki. Lóðrétt: 2 rússi, 3 festi, 4 aldan, 5 unnur, 6 æfir, 7 bali, 12 sæl, 14 æli, 15 forn, 16 lokur, 17 skark, 18 stóri, 19 grikk, 20 Anna. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.