Morgunblaðið - 05.01.2001, Side 68

Morgunblaðið - 05.01.2001, Side 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. RÚMLEGA tuttugu starfsmenn í járniðnaði á Akureyri og Dalvík hafa fengið uppsagnarbréf á síð- ustu dögum. Að sögn Hákonar Hák- onarsonar, formanns Félags málm- iðnaðarmanna, er ástæðan verkefnaskortur. Þessi starfsmaður Stáltaks, sem var að vinna við peru- stefnið á togaranum Pétri Jónssyni RE í flotkvínni á Akureyri í gær, hafði þó í nógu að snúast. Morgunblaðið/Kristján Uppsagnir í járniðnaði á Norður- landi  Verkefnastaðan/15 LÁSAR sem eiga að koma í veg fyrir að póstkassar séu sprengdir í loft upp með skoteldum eru settir á póst- kassa Íslandspósts á nokkrum stöð- um á landinu. Sums staðar eru kass- arnir hreinlega teknir niður þar sem reynslan sýnir að þeir verða gjarnan fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Þessar ráðstafanir koma um leið í veg fyrir að póstur sé skemmdur. Á höfuðborgarsvæðinu eru lásarnir settir á kassana milli jóla og nýárs og teknir af að loknum þrettánda. Linda Jónsdóttir, verkstjóri í út- keyrsludeild Íslandspósts, segir að fólk eigi samt sem áður að geta komið venjulegum umslögum í póst- kassana. Hins vegar koma lásarnir í veg fyrir að hægt sé að lauma sko- teldum í kassana. Reynslan sýni að slíkt sé nauðsynlegt. Þessi háttur hefur verið hafður á undanfarin ár og þykir hafa gefist vel. Reynir Traustason, fulltrúi stöðv- arstjóra Íslandspósts á Akureyri, segir að áður en lásarnir voru settir í póstkassana hafi verið brögð að því að þeir hafi verið sprengdir upp um áramótin og póstur skemmdur. Á Akureyri eru hindranirnar settar í póstkassana á gamlársdag og tekn- ar fyrsta virka dag ársins. Lásar settir á póstkassa ÞOKAST hefur í samkomulagsátt í viðræðum framhaldsskólakennara og ríkisins. Þórir Einarsson ríkis- sáttasemjari telur ekki útilokað að samningar takist um helgina. Hann tekur þó fram að svo oft sé búið að setja fram áætlanir um lok samninga án þess að þær hafi gengið eftir að hann treysti sér alls ekki til að full- yrða að samningum ljúki um helgina. Þórir segir að verið sé að ræða um að flytja greiðslur milli vinnuþátta. Það sé hins vegar talsverður eðlis- munur á samningi ríkisins og samn- ingi Verzlunarskólans og því geti ekki orðið um jafnmikinn tilflutning að ræða og í þeim samningi. Ein af ástæðum þess hvað samningavið- ræður hafi tafist sé sú að ekki sé hægt að ganga alveg eins til verks. Kennarar telja sig nú hafa fengið svör frá samninganefnd ríkisins um hugmyndir sínar um stórtækan flutning milli vinnuþátta og upptöku nýs launakerfis í vetur. Einnig er nú rætt um að bjóða kennurum upp á val um að þeir fái launahækkanir í stað afsláttar á kennsluskyldu þann- ig að kennsluskylda eftir sextugt gæti orðið 19 stundir í stað 17 núna. Þokast í áttina hjá kennurum TILKYNNINGAR heilbrigðisstofn- ana og sjálfstætt starfandi heilbrigð- isstarfsmanna um að þeir hafi í gildi vátryggingu í samræmi við skilyrði nýrra laga um sjúklingatryggingu hafa streymt til heilbrigðisráðuneyt- isins undanfarna daga, samkvæmt upplýsingum Vilborgar Hauksdóttur, skrifstofustjóra í ráðuneytinu. Ný lög um sjúklingatryggingu öðl- uðust gildi um áramótin og þá rann jafnframt út frestur sem vátrygginga- skyldir heilbrigðisstarfsmenn og stofnanir höfðu til að senda staðfest- ingu þess efnis að þeir hefðu gengið frá slíkum tryggingum. Lögin gera ráð fyrir að sjúklingar verði tryggðir með sjúklingatrygg- ingu verði þeir fyrir heilsutjóni í tengslum við rannsókn eða sjúkdóms- meðferð á sjúkrahúsi, heilsugæslu- stöð eða annarri heilbrigðisstofnun, í sjúkraflutningum eða hjá heilbrigðis- starfsmanni sem starfar sjálfstætt og hlotið hefur löggildingu til starfans. Lögin fela í sér víðtækari rétt sjúk- lings til bóta en hann á eftir almenn- um skaðabótareglum þar sem nýju lögin fela í sér bótarétt án þess að fyr- ir liggi sök heilbrigðisstarfsmanns. Með lögunum er heilbrigðisstofn- unum, sjálfstætt starfandi læknum og öðrum löggiltum heilbrigðisstétt- um gert að tryggja gegn tjónum án tillits til þess hvort sök er fyrir hendi eða ekki, ef rekja má tjón sjúklings til nánar greindra atvika í lögunum. Geta misst starfsleyfi ef vátrygging er ekki í gildi Vilborg sagði að enn hefði ekki gef- ist tóm til að fara yfir allar tilkynn- ingarnar og ganga úr skugga um hvort einhverjir tryggingaskyldir ættu eftir að senda staðfestingu. Tekið er fram í reglugerð um sjúk- lingatryggingarnar að ráðherra geti fellt niður starfsleyfi heilbrigðis- starfsmanns og stöðvað greiðslur TR til hans ef hann hefur ekki fullnægj- andi vátryggingu í gildi sem uppfyllir skilyrði laganna. Lög um sjúklingatryggingu í gildi Tilkynningar um vátryggingu streyma inn SAMGÖNGUNEFND Reykjavíkur- borgar tekur til umfjöllunar næst- komandi mánudag bréf frá lögreglu- stjóranum í Reykjavík þar sem farið er fram á að borgin endurskoði af- stöðu sína til hraðatakmarkana í nokkrum götum borgarinnar þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Einnig segir lögreglustjóri óhætt að hækka hámarkshraða á Miklu- braut, frá Grensásvegi að brúnni yfir Elliðaár, úr 60 km/klst. í 70 og há- markshraða á Gullinbrú frá Höfða- bakkavegi að Hallsvegi úr 50 km/klst. í 60. Lögreglustjóri segir að í ljósi þeirra breytinga sem hafa verið gerð- ar á þessum götum að undanförnu sé óhætt að fullyrða að göturnar beri þennan hraða. Varðandi þær götur þar sem há- markshraði er 30 km/klst. segir í er- indi lögreglustjóra að margoft hafi komið í ljós að mat borgaryfirvalda á því hver skuli vera hámarkshraði í einstökum götum virðist annað en mat dómstóla. Lögreglustjóri vísar til þess að undanfarna mánuði hafi fallið dómar í málum sem höfðuð hafa verið fyrir of hraðan akstur um slíkar götur þar sem sýknað hefur verið af kröfu um ökuleyfissviptingu þrátt fyrir ský- laus ákvæði reglugerðar um hið gagn- stæða. Rök dómara hafa verið þau að ekki hafi verið um mjög vítaverðan akstur að ræða í skilningi 101. gr. um- ferðarlaga. Af þessu megi draga þá ályktun að dómarar telji að þessar götur þoli meiri hraða en 30 km/klst. hámarkshraða. Skortur á merkingum leiðir til vægari dóma „Ljóst er af þessum dómum að dómarar líta bæði til aðstæðna á vett- vangi og staðsetningar umferðar- merkja í þessu sambandi,“ segir enn- fremur í bréfinu. Þá hafi skortur á merkingum leitt til þess að dæmd við- urlög hafa miðast við almenn hraða- takmörk, þ.e. 50 km/klst., á götum þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Lögreglan getur þó ekki vikið frá ákvæðum reglugerðar sem hefur leitt til þess að þeir sem hafna sátt hjá lög- reglu fá hagstæðari niðurstöðu í dómi, þ.e. sekt samkvæmt reglugerð en sýknu af kröfu um ökuleyfissvipt- ingu. Þetta fari augljóslega gegn sjónarmiðum um samræmi og jafn- ræði í lagaframkvæmd. Lögreglustjóri telur því nauðsyn- legt að hækka hámarkshraða úr 30 km/klst. í 50 km í eftirtöldum götum: Arnarbakka, Barónsstíg, Bólstaðar- hlíð, Brúnavegi, Eskihlíð, Eyrarlandi, Gnoðarvogi, Hamrahlíð, Háteigsvegi, Hörgslandi, Kaplaskjólsvegi, Lang- holtsvegi, Meistaravöllum, Neshaga, Seljabraut, Sogavegi og Suðurhlíð. Lögreglan í Reykjavík segir sumar götur þola meiri hraða Vill hækka hraða- mörk úr 30 km í 50

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.