Morgunblaðið - 27.01.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 27.01.2001, Síða 1
22. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 27. JANÚAR 2001 TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, þurfti í gær að koma öðrum ráðherra í ríkisstjórn sinni til varnar vegna Hinduja- málsins. Spjótin beinast nú að Keith Vaz, aðstoðarutanríkis- ráðherra, sem fer með Evrópu- mál í stjórninni. Sem kunnugt er neyddist Peter Mandelson til að segja af sér embætti Írlandsmálaráð- herra á miðvikudag, eftir að uppvíst varð að hann hafði gefið rangar upplýsingar um afskipti sín af umsókn indverska auðkýfingsins Srichands Hinduja um breskan ríkisborgararétt. Stjórnar- andstaðan hefur nú krafist þess að Keith Vaz gefi skýringar á bréfum sem hann sendi bæði Blair og Mandelson, þar sem hann hvetur til þess að Hinduja verði veittur ríkisborgararéttur. BBC hafði í gær eftir Vaz að hann hefði ekkert á móti því að bréfin yrðu gerð opinber og að rann- sókn myndi leiða í ljós að hann hefði ekki gert neitt rangt. Ráðherrann vildi þó ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Hann hafði áður viðurkennt að hafa í október 1997 ritað ráðherrunum bréf fyr- ir hönd Hinduja og bróður hans, en neitaði að skýra frá efni þeirra. Blair segir ekkert athugavert hafa komið fram Blair hét því á miðvikudag að Hinduja-málið yrði rannsakað ofan í kjölinn og talsmenn hans sögðu í gær að embættismenn leituðu gagna um bréfasendingar Vaz til forsætisráðherrans. Blair kom Vaz til varnar í gær og kvaðst ekki hafa feng- ið í hendur nein gögn sem bentu til þess að eitt- hvað væri athugavert við embættisfærslur hans. Srichand Hinduja og bróðir hans, Gopichand, sóttu fyrst um breskan ríkisborgararétt árið 1990, en var hafnað. Gopichand lagði á ný inn umsókn og fékk ríkisborgararétt í október 1997. Srichand sótti aftur um í október 1998, sex dögum eftir að hann lagði rúma eina milljón punda til Þús- aldarhvelfingarinnar í Lundúnum og fékk sam- þykki sex mánuðum síðar. Málefni hvelfingarinn- ar heyrðu á þessum tíma undir Mandelson. Fleiri ráðherrar í Bretlandi í vanda vegna Hinduja-málsins Spjótin beinast að Vaz Keith Vaz London. AFP, The Daily Telegraph. BJÖRGUNARFÓLK leitaði í gær- kvöld að lífsmarki í rústum húsa sem hrundu til grunna í gríðarlega öflug- um jarðskjálfta á Indlandi í gær- morgun. Í gærkvöld höfðu um 2.000 manns fundist látnir, en talið var að um 4.000 manns væri saknað og að yf- ir 3.000 hefðu særst. Jarðskjálftinn reið yfir á þjóðhátíðardegi Indverja, en hann er sá öflugasti í landinu í 50 ár, mældist 6,9–7,9 stig á Richter- kvarða. Skjálftinn átti upptök sín 20 km norðaustur af bænum Bhuj í Gujarat- ríki, suður af landamærunum að Pak- istan, og varði hann í tvær mínútur. Yfir 80 eftirskjálftar mældust í kjöl- farið, sá stærsti 5,6 á Richter-kvarða. Jarðskjálftinn var svo öflugur að hann skók háhýsi í höfuðborginni Nýju-Delhí sem er í yfir 1.000 km fjarlægð frá upptökunum. Hans varð einnig vart í Nepal og Bangladesh. Pakistanar fóru ekki varhluta af skjálftanum, en þar létust a.m.k. tíu manns og níutíu særðust. Ástandið var þó langverst í Guj- arat-ríki. Í Ahmedabad, höfuðborg ríkisins, var í gærkvöld staðfest að á þriðja hundrað manns hefðu látist og óttast var að mörg hundruð manns væru fastir í rústum. Talið var að a.m.k. 500 hús hefðu jafnast við jörðu í skjálftanum en 4,5 milljónir manna búa í borginni. Að sögn slökkviliðs- stjórans, Rajesh Bhat, hafði mann- fjöldi safnast saman til að biðja um hjálp við að leita ættingja sinna. „Hér er neyðarástand. Fólk er sturlað af ótta. Það hefur flúið heimili sín og leit- ar nú hælis á götum borgarinnar.“ Tíundi hluti bygginga í Bhuj, sem er 150.000 manna bær, jafnaðist við jörðu. Skjálftinn varpaði hörmulegum blæ á þjóðhátíðardaginn og kallaði forsætisráðherra Indlands, Atal Beh- ari Vajpayee, hann þjóðarharmleik. Vajpayee hélt neyðarfund með ríkis- stjórninni í gær og hvatti fólk til að standa saman í hörmungunum. Ráð- herrann Pramod Mahajan sagði að stjórnvöld hefðu sent lækna og aðra sérfræðinga til Gujarat, auk matvæla, lyfja og tjalda. Sólveig Þorvaldsdóttir send á vettvang af SÞ Sameinuðu þjóðirnar munu senda fimm manns á vettvang sem hafa reynslu af starfi á neyðarsvæðum. Óskað var aðstoðar Íslendinga og fer Sólveig Þorvaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Almannavarna, utan á sunnudag og verður í tvær vikur. Að sögn Sólveigar sendu Samein- uðu þjóðirnar út neyðarbeiðni til allra meðlima UNDAC (United Nations Assessment and Coordination Team) en þeir eru sérþjálfaðir til starfa á hamfarasvæðum. Skrifstofa SÞ í Genf velur síðan fulltrúa úr hópi þeirra sem svara og fara fimm manns til Ind- lands að Sólveigu meðtalinni, allt fólk sem hefur reynslu af neyðaraðgerð- um. Tilgangur fararinnar er, að sögn Sólveigar, að afla upplýsinga um ástandið og reyna að skipuleggja og meta framhaldið auk þess að aðstoða við að samhæfa aðgerðir. Gríðarlega öflugur jarðskjálfti reið yfir Indland á þjóðhátíðardegi Að minnsta kosti tvö þúsund manns látnir  Sjúkrahús full/20 APMannfjöldi safnast saman fyrir utan eina byggingu af mörgum sem hrundu til grunna í Ahmedabad. Ahmedabad. AFP, AP. AUGUSTO Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, var í gær flutt- ur á hersjúkrahús í höfuðborginni Santiago en grunur lék á að hann hefði fengið vægt heilablóðfall. Pinochet, sem er 85 ára, hafði að sögn lækna fundið fyrir „miklum höf- uðverk, misst meðvitund í skamma stund og misst nokkurn mátt í vinstri hluta líkamans“. Í yfirlýsingu frá her- sjúkrahúsinu kom fram að blóðflæði til heila hefði stöðvast í stuttan tíma. Yfirlæknir á sjúkrahúsinu sagði að Pinochet lægi á gjörgæsludeild en væri „á batavegi“. Nokkrum klukkustundum áður en Pinochet var fluttur á sjúkrahúsið kom fyrrverandi hershöfðingi, Joaq- uin Lagos, fram í sjónvarpsviðtali og fullyrti að einræðisherrann fyrrver- andi hefði á valdatíma sínum gefið fyr- irskipanir um pólitísk morð. Í yfir- heyrslum rannsóknardómarans Juans Guzmans á þriðjudag hafði Pinochet þvegið hendur sínar af morðunum og sagt aðra hershöfðingja ábyrga. Pinochet sjúkur Santiago. AFP, AP. COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er maður með ein- faldan smekk, ólíkt forvera hans, Madeleine Albright. Albright gisti jafnan á fínustu hótelum á ferðum sínum erlendis og starfsmenn utanríkisráðuneyt- isins þurftu iðulega að tryggja að hún fengi aðeins það besta í mat og drykk. Á fundi með embættis- mönnum í ráðuneytinu kvaðst Pow- ell hins vegar gera sér að góðu að gista á hótelum Holiday Inn-keðj- unnar og snæða einfalda hamborg- ara. „Ég vil ekki láta hafa fyrir mér,“ sagði Powell í ávarpi sínu og uppskar lófaklapp. Að sögn AFP- fréttastofunnar runnu þó tvær grímur á fréttamennina sem fylgja utanríkisráðherra á ferðum sínum, en þeir munu víst ekki hafa verið sérlega ósáttir við að dvelja á fimm stjörnu hótelum í fylgd Albright. Colin Powell Með einfald- an smekk Washington. AFP. ♦ ♦ ♦  Yfirhylming/22

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.