Morgunblaðið - 27.01.2001, Page 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MIKLAR vonir eru bundnar við að
Íslandslax fái leyfi til að stunda lax-
eldi í Klettsvík í Vestmannaeyjum en
starfsemin gæti skapað tugi starfa í
bænum, sem orðið hefur fyrir miklum
áföllum undanfarið í kjölfar bruna Ís-
félagsins og ákvörðunar fyrirtæksins
að hætta bolfiskvinnslu. Fjórir af
þingmönnum Suðurlands funduðu
með bæjarstjórn Vestmannaeyja,
Þróunarfélaginu og verkalýðsforyst-
unni í gær um atvinnuástandið og
framtíðarhorfur. Þá var haldinn op-
inn fundur með starfsmönnum Ís-
félagsins og fleirum þar sem greint
var frá stöðu mála en alls eru um 160
manns á atvinnuleysisskrá í Vest-
mannaeyjum og eru um 85 af þeim
fyrrum starfsmenn Ísfélagsins.
Þeir þingmenn sem mættu út í
Eyjar voru Guðni Ágústsson, land-
búnaðarráðherra og þingmaður
Framsóknarflokksins, Drífa Hjartar-
dóttir og Árni Johnsen, þingmenn
Sjálfstæðisflokksins, og Lúðvík
Bergvinsson, þingmaður Samfylking-
arinnar. Ísólfur Gylfi Pálmason, þing-
maður Framsóknarflokksins, og
Margrét Frímannsdóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar, voru erlendis.
Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri
sagði að bæjarstjórn hefði samþykkt
að veita Íslandslaxi leyfi til þess að
hefja tilraunaeldi í Klettsvík en málið
er nú til skoðunar í landbúnaðar- og
umhverfisráðuneytinu en ekki liggur
fyrir hvort framkvæmdin þurfi að
fara í umhverfismat. Að sögn Guð-
jóns myndi laxeldisstöð skapa um 10
föst störf á ári og allt upp í 30 til 40
störf tímabundið á hverju ári og er þá
bara verið að miða við hefðbundið lax-
eldi og slátrun. Ef farið yrði út í frek-
ari vinnslu myndu enn fleiri föst störf
skapast.
Guðni sagðist taka vel í hugmyndir
um sjókvíaeldi á laxi í Klettsvík.
Hann sagðist ætla að skoða málið
með sínum starfsmönnum á næstunni
og lagði áherslu á að það þyrfti að
vinna málið hratt. Guðjón sagði að ef
allt gengi að óskum yrði hægt að
hefja laxeldi í Klettsvík í vor.
Skynsamlegt að sameina
Ísfélagið og Vinnslustöðina
Guðjón sagðist hafa orðið mjög
undrandi þegar forráðamenn Ís-
félagsins hefðu tilkynnt að þeir hygð-
ust hætta bolfiskvinnslu. Eftir að
hafa farið yfir málið betur sagðist
hann hins vegar skilja afstöðu þeirra.
Ísfélagið hefði lagt áherslu á uppsjáv-
arfisk og ætti aðeins um 12% af heild-
arkóta Vestmannaeyja í bolfiski.
Hann sagði að í ljósi þessa væri of
dýrt fyrir fyrirtækið að byggja upp
fiskvinnsluhús fyrir bolfiskvinnslu,
það þyrfti að eiga meiri bolfiskkvóta
til þess að það myndi borga sig. Hann
sagði að verktakar í Vestmannaeyj-
um myndu vinna hluta af kvóta Ís-
félagsins og þannig myndu fleiri störf
bætast við hjá þeim.
Nokkuð hefur verið rætt um mögu-
lega sameiningu Ísfélagsins og
Vinnslustöðvarinnar í kjölfar brun-
ans og sagði Guðjón að ef það væri
einhvern tímann skynsamlegt að
sameina fyrirtækin þá væri það núna.
Kvótasamsetning fyrirtækjanna væri
þannig að ef þau yrðu sameinuð yrði
til eitt mjög öflugt sjávarútvegsfyr-
irtæki sem hefði sterka stöðu í upp-
sjávar- og bolfiski. Guðjón sagðist
hins vegar ekki vita hvort formlegar
viðræður um sameiningu ættu sér
stað.
Þorsteinn Sverrisson, fram-
kvæmdastjóri Þróunarfélags Vest-
mannaeyja, sagði afar brýnt fyrir
bæjarfélagið að auka fjölbreytni í at-
vinnulífi og einblína ekki um of á sjáv-
arútveginn. Hann sagði að vissulega
yrði sjávarútvegurinn alltaf mikil-
vægasta atvinnugreinin í Eyjum en
mörg tækifæri væru á öðrum sviðum
eins og t.d. upplýsingatækni og ferða-
þjónustu. Hann sagði að það væri
verið að vinna að ýmsum málum en
ekki væri tímabært að greina frá
þeim í einstökum atriðum.
Þorsteinn sagði að í bígerð væri að
bjóða upp á námskeið í samvinnu við
Svæðisvinnumiðlun Suðurlands til
þess að þjálfa fólk til nýrra starfa.
Hann sagði að t.d. hefði verið rætt við
fjármálafyrirtæki um að flytja hluta
af bakvinnslu þeirra til Vestmanna-
eyja en vinnslan fer m.a. fram í dýru
húsnæði í Reykjavík. Á opna fund-
inum spurði hann fólkið hvort það
væri tilbúið til þess að vinna við annað
en fiskvinnslu og var svarið jákvætt.
Árni sagði að Eyjamenn væru van-
ir að vinna mikið og því væri þessi
tími afar erfiður fyrir þá. Hann sagði
að fundirnir hefðu verið gagnlegir.
Farið hefði verið yfir stöðu mála og
það óöryggi sem fylgdi auknu at-
vinnuleysi. Hann lagði áherslu á mik-
ilvægi þess að fólk horfði á björtu
hliðarnar, því hver dagur hefði sín
tækifæri. Hann sagði að bærinn hefði
ýmis járn í eldinum hvað varðaði at-
vinnusköpun og þróun, bæði til
skammtíma og langtíma.
Ríkisstjórnin ræddi
atvinnuástandið í Eyjum
Að sögn Árna væri mjög spennandi
að fá fiskeldi aftur út í Eyjar en fyrir
um tíu árum var stundað eldi þar.
Hann sagði að þá hefði verið annar
búnaður sem hefði verið vanbúinn og
ekki þolað sterka sjávarstraumana.
Nú hefði tækninni hins vegar fleygt
mikið fram og að í dag sæju menn
ekki neitt því til fyrirstöðu að hefja
laxeldi á ný. Hann sagði það mjög
mikilvægt fyrir Vestmannaeyinga að
fá laxeldið, því möguleikar í uppbygg-
ingu þess gætu þýtt jafnvirði tveggja
til þriggja skuttogara í atvinnusköp-
un.
Guðni sagði að Eyjamenn hefðu
gengið í gegnum mikla erfiðleika
undanfarið en að menn þyrftu að
horfa björtum augum fram á við.
Hann sagði að á fundinum með bæj-
arstjórninni og Þróunarfélaginu hefði
komið í ljós að miklir möguleikar
væru fram undan fyrir atvinnulífið í
bænum og sagðist hann binda miklar
vonir við að eitthvað af þeim hug-
myndum sem viðraðar hefðu verið á
fundinum næðu fram að ganga. Hann
sagðist hafa rætt atvinnuástandið í
Vestmannaeyjum á fundi ríkisstjórn-
arinnar í fyrradag og að þar hefðu
ráðherrar lýst því yfir að þeir vildu
fylgjast vel með þróuninni og taka á
málum ef til þess þyrfti að koma.
Drífa sagði að það hefði lengi vant-
að fjölbreytni í atvinnulífið í Vest-
mannaeyjum. Hún sagði að nú stæðu
Vestmannaeyingar á krossgötum og
að þá væri rétti tíminn til þess að
snúa vörn í sókn. Lúðvík tók undir
þetta og sagðist sannfærður um að
innan skamms yrði búið að skapa um
40 til 50 ný störf í Eyjum.
Þingmenn Suðurlands funda með Vestmannaeyingum um atvinnuástandið og framtíðarhorfur
Vonir bundn-
ar við laxeldi
Íslandslax
Morgunblaðið/Sigurgeir
Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, ræðir málin á opnum fundi í Vestmannaeyjum í gær þar
sem fjórir af þingmönnum Suðurlands voru m.a. staddir.
EKKI leikur nokkur vafi á því, að
nauðsynlegt er að bregðast við
þeim breytingum sem orðið hafa í
andrúmslofti jarðar, og „við verð-
um að ráðast í beinar aðgerðir til
þess að forðast víðtækar afleiðing-
ar sem kannski ekki við, heldur
börn okkar og komandi kynslóðir
þurfa að takast á við,“ segir Klaus
Töpfer, framkvæmdastjóri Um-
hverfisstofnunar Sameinuðu þjóð-
anna í samtali við Morgunblaðið.
Töpfer ávarpar Umhverfisþing
er haldið er á Grand Hótel í
Reykjavík og lýkur í dag.
Ennfremur undirritaði Töpfer,
ásamt fulltrúum stjórnvalda og at-
vinnulífs á Íslandi, Alþjóðlega yf-
irlýsingu um hreinni framleiðslu.
Þá afhenti hann Siv Friðleifs-
dóttur umhverfisráðherra nýja
skýrslu er unnin var á vegum SÞ
um áhrif svonefndra gróðurhúsa-
lofttegunda á lofthjúp jarðar. Í
skýrslunni kemur m.a. fram, að
gróðurhúsaáhrifin séu alvarlegri
en áður hafi verið talið.
Töpfer var spurður hvort hann
teldi vægi þessarar skýrslu að ein-
hverju leyti meira en fyrri
skýrslna, sem birtar hafi verið um
aukin gróðurhúsaáhrif, og kvaðst
hann sannfærður um að skýrslan
væri ekki aðeins mikilvæg, heldur
sýndi hún greinilega fram á að
áhrifanna væri þegar tekið að gæta
í heiminum. „Ef maður fer til ann-
arra staða í heiminum getur maður
orðið vitni að öfgakenndu veður-
fari, og síðasti áratugur var sá
heitasti síðan mælingar hófust í
heiminum. Þetta eru ekki niður-
stöður stjórnmálamanna, þetta eru
niðurstöður alls um þrjú þúsund
vísindamanna um allan heim.“
Munurinn á þessum nýju niður-
stöðum og niðurstöðum fyrri rann-
sókna sé helstur sá, að í fyrri rann-
sóknum hafi áhrifin verið
vanmetin. „Auðvitað munu ætíð
einhverjir vísindamenn taka annan
pól í hæðina, þar kemur til hvernig
menn taka ákvarðanir og það verð-
ur aldrei einróma samþykki um
þetta og ætíð aðrar tilgátur mögu-
legar. En það er ekki vafi á að
breytingar eru þegar orðnar í and-
rúmsloftinu.“
Franski eðlisfræðingurinn
Pierre-Gilles de Gennes, sem hlaut
Nóbelsverðlaun í eðlisfræði 1991,
skrifaði nýlega í grein, að „hagn-
aðarvonin [sé] meginástæðan fyrir
mengun“.
Töpfer sagði aðspurður að hann
væri sammála þessu „í markaðs-
hagkerfi, já [...] en það er ekki nóg
að hafa frjálst markaðshagkerfi,
við þurfum að samþætta markaðs-
öflin hinni félagslegu umgjörð og
þannig höfum við í marga áratugi
haft félagslegt markaðskerfi sem
dregur úr neikvæðum áhrifum
markaðsaflanna á samfélagsað-
stæður.“
Það sama þurfi að gera varðandi
umhverfið, og setja lög og skýrar
reglur um hvað megi gera.
„Við erum því ekki aðeins að
leita hagnaðar, við höfum dregið
skýra umgjörð og ég held að innan
þeirrar umgjarðar séu markaðsöfl-
in ákaflega vel til þess fallin að ná
góðum árangri í efnahagsmálum
sem nauðsynlegt er fyrir stækk-
andi þjóðir heims.“
Töpfer sagði ennfremur að í ljósi
skýrslu SÞ um gróðurhúsaáhrifin
væri greinilegt að mun meiri vís-
indarannsókna væri þörf til að
fylgjast með og skilgreina stöðuna,
og ennfremur það hvernig hægt
væri að bregðast við á hnattrænum
grundvelli.
Klaus Töpfer, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna
Bregðast þarf við breytingum
sem hafa orðið í andrúmsloftinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Klaus Töpfer (fyrir miðju) ásamt Siv Friðleifsdóttur umhverfisráð-
herra og Magnúsi Jóhannessyni, ráðuneytisstjóra í umhverfisráðu-
neytinu, á Umhverfisþingi sem haldið var í gær.
ÁTTA ára drengur féll af hestbaki
skammt frá Laugardalshólum,
skammt frá Laugarvatni í Árnes-
sýslu, laust fyrir kl. 15 í gær. Sam-
kvæmt upplýsingum frá lögregl-
unni á Selfossi sat drengurinn
hestinn á túni þegar hann datt af
baki. Hann flæktist í taumnum og
hesturinn dró hann á eftir sér um
100 m upp á veg. Þar hljóp hest-
urinn á pípuhlið og féll við en við
það losnaði drengurinn úr taumn-
um.
Þyrla sótti
drenginn
Lögreglan á Selfossi fékk til-
kynningu um slysið kl. 14.47. Lög-
reglubíll og sjúkrabifreið héldu
þegar á staðinn og læknir var kall-
aður út frá Laugarási. Aðstand-
andi drengsins varð vitni að
óhappinu og hlúði að honum þar til
lögregla og sjúkralið komu á slys-
stað. Þar var ákveðið að kalla út
þyrlu Landhelgisgæslunnar sem
lenti með piltinn við slysadeild
Landspítala – háskólasjúkrahúss
kl. 16.24. Samkvæmt upplýsingum
frá vakthafandi lækni voru meiðsl
drengsins minni en fyrst var talið.
Festist í
taumnum
og dróst
um 100 m
Átta ára drengur
féll af hestbaki