Morgunblaðið - 27.01.2001, Side 11

Morgunblaðið - 27.01.2001, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 11 SIGURÐUR B. Valdi- marsson, forstöðumað- ur víxla- og verðbréfa- sviðs Íslandsbanka, lést 26. janúar sl. á Landspítalanum 63 ára að aldri. Sigurður var fæddur 17. júlí 1937, sonur Valdimars Þórðarson- ar stórkaupmanns (Silla og Valda), ættað- ur frá Rauðkollsstöð- um á Snæfellsnesi, og Sigríðar Elínar Þor- kelsdóttur frá Eyrar- bakka. Sigurður var Verzlunarskólageng- inn og stundaði framhaldsnám í Englandi. Hann starfaði hjá Út- vegsbankanum og síðar Íslands- banka og var yfirmaður víxla- og verðbréfasviðs frá árinu 1970. Sig- urður starfaði mikið að félagsstörf- um, m.a. í Gideon- félaginu og Frímúrara- reglunni og sat í stjórn Verðbréfastofunnar og Fríkirkjunnar. Sigurð- ur var mikill ættfræði- áhugamaður og tók saman bók um Rauð- kollsstaðaætt sem er í vinnslu. Sigurður var kvænt- ur Þórunni Bryndísi Friðþjófsdóttur, þau skildu. Dætur þeirra eru Þórunn, Anna María og Elín. Eftirlifandi sambýlis- kona Sigurðar er Ingibjörg Daníels- dóttir. Fóstursynir Sigurðar eru Sveinbjörn Ársæll og Gunnar Daníel Sveinbjörnssynir. Útför Sigurðar fer fram kl. 13.30 föstudaginn 2. febrúar frá Fríkirkj- unni í Reykjavík. Andlát SIGURÐUR B. VALDIMARSSON SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur framleiðslu íslensks lambakjöts í neytendapakkningum í nýrri kjöt- vinnslu í Videbæk á Jótlandi í apríl næstkomandi. Fest hafa verið kaup á 530 fermetra húsi, 8 ára gömlu, sem byggt var fyrir matvælavinnslu. Einnig 14 þúsund fermetra lóð við hlið vinnsluhússins til frekari upp- byggingar í framtíðinni. Þá stefnir Goði að því að tvöfalda útflutning á fersku lambakjöti til Bandaríkjanna í ár. Söluáætlun fyrsta starfsárs verk- smiðjunnar hljóðar upp á 160–200 tonn af lambakjöti sem unnið verður í smásölupakkningar. Mest verður selt af marineruðu kjöti samkvæmt upp- skriftum sem SS hefur þróað hér á landi. Í fyrra fékk SS danskan verk- taka til að framleiða þessa vöru og var henni vel tekið, að sögn Steinþórs Skúlasonar, forstjóra SS. Framkvæmdastjóri kjötvinnslunn- ar á Jótlandi verður Leifur Þórsson, kjötiðnaðarmeistari, sem hefur verið verksmiðjustjóri SS á Hvolsvelli í 12 ár. Við starfi Leifs á Hvolsvelli tekur Oddur Árnason kjötiðnaðarmeistari. Reiknað er með að 6–10 starfsmenn vinni í verksmiðjunni fyrsta árið. Markmið SS með starfseminni á Jótlandi er að komast nær dönskum neytendum og að geta boðið vörur sem ekki er hægt að flytja frá Íslandi vegna geymsluþols eða tollamála. Vörurnar verða seldar undir vöru- merkjum SS sem þegar hafa verið skráð ytra. Vinnslan á að geta þjónað markaði í Danmörku, Suður-Svíþjóð og Norður-Þýskalandi. „Það er innlendri sauðfjárrækt mjög mikilvægt að þróa útflutnings- markaði sem kaupa íslenskt lamba- kjöt vegna verðleika þess og stuðla að hækkun skilaverðs til bænda og þar með viðgangi greinarinnar,“ sagði Steinþór í samtali við Morgunblaðið. Hann taldi að búast mætti við aukinni spurn eftir íslensku kjöti í kjölfar kúa- riðufársins í Evrópu. Ætla mætti að þegar fólk sneri baki við nautakjöti þá færi það að neyta annarra kjötteg- unda. Ísland ætti að njóta þess, því uppruni kjötsins væri þekktur og engin kúariða hér. „En þetta eru kannski skammtímaáhrif og ekki hægt að byggja markaðssetningu á þeim,“ sagði Steinþór. Ferskt kjöt til Bandaríkjanna Heimir Már Helgason, sölustjóri í útflutningi hjá Goða, segist ekki hafa orðið var aukins áhuga á íslensku lambakjöti erlendis í kjölfar umræðu um kúariðu. Hann sagði að Goði sé að byggja upp útflutning til Bandaríkj- anna. „Þeir vilja eingöngu ferskt kjöt sem við getum einungis afgreitt í slát- urtíðinni. Einnig hefur örlítið verið flutt þangað af frosnu kjöti,“ sagði Heimir. Hvað Evrópu varðar sagði hann minna hafa verið að gerast. Þar væri mjög mikið af ódýru lambakjöti á boðstólum. „Við erum að vinna í að komast inn í sælkeraverslanir þar sem vel stæðir viðskiptavinir versla. Við höfum lagt áherslu á að markaðssetja kjötið sem gæðavöru, besta kjöt sem fólk á völ á. Það hefur gengið vel í Bandaríkjun- um en hægar í Evrópu.“ Heimir sagði stefnt að því að kynna kjötið betur í Bandaríkjunum á þessu ári. „Við erum mjög bjartsýnir varð- andi Evrópumarkað og höfum fulla trú á honum. Í fyrra voru seld um 50 tonn til Bandaríkjanna, umreiknað í skrokka. Okkur langar að tvöfalda það í ár, ef allt gengur upp,“ sagði Heimir. Búist við aukinni sölu íslensks lambakjöts erlendis SS opnar verk- smiðju í Danmörku Matvælavinnsla SS í Videbæk á Jótlandi. Húsið er 530 fermetrar og á fyrirtækið einnig 14 þúsund fm lóð við hliðina þar sem hægt er reisa viðbyggingu ef þörf er á. Oddur Árnason (t.v.) tekur við stjórn SS á Hvols- velli en Leifur Þórsson (t.h.) verður fram- kvæmdastjóri verksmiðju SS í Danmörku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.