Morgunblaðið - 27.01.2001, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 27.01.2001, Qupperneq 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 11 SIGURÐUR B. Valdi- marsson, forstöðumað- ur víxla- og verðbréfa- sviðs Íslandsbanka, lést 26. janúar sl. á Landspítalanum 63 ára að aldri. Sigurður var fæddur 17. júlí 1937, sonur Valdimars Þórðarson- ar stórkaupmanns (Silla og Valda), ættað- ur frá Rauðkollsstöð- um á Snæfellsnesi, og Sigríðar Elínar Þor- kelsdóttur frá Eyrar- bakka. Sigurður var Verzlunarskólageng- inn og stundaði framhaldsnám í Englandi. Hann starfaði hjá Út- vegsbankanum og síðar Íslands- banka og var yfirmaður víxla- og verðbréfasviðs frá árinu 1970. Sig- urður starfaði mikið að félagsstörf- um, m.a. í Gideon- félaginu og Frímúrara- reglunni og sat í stjórn Verðbréfastofunnar og Fríkirkjunnar. Sigurð- ur var mikill ættfræði- áhugamaður og tók saman bók um Rauð- kollsstaðaætt sem er í vinnslu. Sigurður var kvænt- ur Þórunni Bryndísi Friðþjófsdóttur, þau skildu. Dætur þeirra eru Þórunn, Anna María og Elín. Eftirlifandi sambýlis- kona Sigurðar er Ingibjörg Daníels- dóttir. Fóstursynir Sigurðar eru Sveinbjörn Ársæll og Gunnar Daníel Sveinbjörnssynir. Útför Sigurðar fer fram kl. 13.30 föstudaginn 2. febrúar frá Fríkirkj- unni í Reykjavík. Andlát SIGURÐUR B. VALDIMARSSON SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur framleiðslu íslensks lambakjöts í neytendapakkningum í nýrri kjöt- vinnslu í Videbæk á Jótlandi í apríl næstkomandi. Fest hafa verið kaup á 530 fermetra húsi, 8 ára gömlu, sem byggt var fyrir matvælavinnslu. Einnig 14 þúsund fermetra lóð við hlið vinnsluhússins til frekari upp- byggingar í framtíðinni. Þá stefnir Goði að því að tvöfalda útflutning á fersku lambakjöti til Bandaríkjanna í ár. Söluáætlun fyrsta starfsárs verk- smiðjunnar hljóðar upp á 160–200 tonn af lambakjöti sem unnið verður í smásölupakkningar. Mest verður selt af marineruðu kjöti samkvæmt upp- skriftum sem SS hefur þróað hér á landi. Í fyrra fékk SS danskan verk- taka til að framleiða þessa vöru og var henni vel tekið, að sögn Steinþórs Skúlasonar, forstjóra SS. Framkvæmdastjóri kjötvinnslunn- ar á Jótlandi verður Leifur Þórsson, kjötiðnaðarmeistari, sem hefur verið verksmiðjustjóri SS á Hvolsvelli í 12 ár. Við starfi Leifs á Hvolsvelli tekur Oddur Árnason kjötiðnaðarmeistari. Reiknað er með að 6–10 starfsmenn vinni í verksmiðjunni fyrsta árið. Markmið SS með starfseminni á Jótlandi er að komast nær dönskum neytendum og að geta boðið vörur sem ekki er hægt að flytja frá Íslandi vegna geymsluþols eða tollamála. Vörurnar verða seldar undir vöru- merkjum SS sem þegar hafa verið skráð ytra. Vinnslan á að geta þjónað markaði í Danmörku, Suður-Svíþjóð og Norður-Þýskalandi. „Það er innlendri sauðfjárrækt mjög mikilvægt að þróa útflutnings- markaði sem kaupa íslenskt lamba- kjöt vegna verðleika þess og stuðla að hækkun skilaverðs til bænda og þar með viðgangi greinarinnar,“ sagði Steinþór í samtali við Morgunblaðið. Hann taldi að búast mætti við aukinni spurn eftir íslensku kjöti í kjölfar kúa- riðufársins í Evrópu. Ætla mætti að þegar fólk sneri baki við nautakjöti þá færi það að neyta annarra kjötteg- unda. Ísland ætti að njóta þess, því uppruni kjötsins væri þekktur og engin kúariða hér. „En þetta eru kannski skammtímaáhrif og ekki hægt að byggja markaðssetningu á þeim,“ sagði Steinþór. Ferskt kjöt til Bandaríkjanna Heimir Már Helgason, sölustjóri í útflutningi hjá Goða, segist ekki hafa orðið var aukins áhuga á íslensku lambakjöti erlendis í kjölfar umræðu um kúariðu. Hann sagði að Goði sé að byggja upp útflutning til Bandaríkj- anna. „Þeir vilja eingöngu ferskt kjöt sem við getum einungis afgreitt í slát- urtíðinni. Einnig hefur örlítið verið flutt þangað af frosnu kjöti,“ sagði Heimir. Hvað Evrópu varðar sagði hann minna hafa verið að gerast. Þar væri mjög mikið af ódýru lambakjöti á boðstólum. „Við erum að vinna í að komast inn í sælkeraverslanir þar sem vel stæðir viðskiptavinir versla. Við höfum lagt áherslu á að markaðssetja kjötið sem gæðavöru, besta kjöt sem fólk á völ á. Það hefur gengið vel í Bandaríkjun- um en hægar í Evrópu.“ Heimir sagði stefnt að því að kynna kjötið betur í Bandaríkjunum á þessu ári. „Við erum mjög bjartsýnir varð- andi Evrópumarkað og höfum fulla trú á honum. Í fyrra voru seld um 50 tonn til Bandaríkjanna, umreiknað í skrokka. Okkur langar að tvöfalda það í ár, ef allt gengur upp,“ sagði Heimir. Búist við aukinni sölu íslensks lambakjöts erlendis SS opnar verk- smiðju í Danmörku Matvælavinnsla SS í Videbæk á Jótlandi. Húsið er 530 fermetrar og á fyrirtækið einnig 14 þúsund fm lóð við hliðina þar sem hægt er reisa viðbyggingu ef þörf er á. Oddur Árnason (t.v.) tekur við stjórn SS á Hvols- velli en Leifur Þórsson (t.h.) verður fram- kvæmdastjóri verksmiðju SS í Danmörku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.