Morgunblaðið - 27.01.2001, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.01.2001, Qupperneq 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ HJÁLMAR Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins og fulltrúi í samgöngunefnd, sagðist líta svo á að með tillögum einkavæðingarnefndar væri tryggð sam- keppni á fjar- skiptamarkaði. Það sé einnig mikilvægt að rík- ið verði áfram gildandi eigandi að dreifikerfinu. „Við höfum lagt megin- áherslu á að hér skapist ekki ein- okunarstaða á fjarskiptamarkaði. Ég tel að með þeim tillögum sem fram koma í skýrslunni sé gengið út frá því og það tryggt að hér verði eðlileg samkeppni í fjarskiptum. Það gerist á grundvelli fjarskipta- laga þar sem samgönguráðherra og Póst- og fjarskiptastofnun gegna mikilvægu hlutverki með að veita rekstrarleyfi og til afskipta. Í öðru lagi gerist þetta með að- greiningu á netinu og annarri þjón- ustu. Í þriðja lagi gerist það með því að ríkið mun áfram verða gildandi eigandi að dreifikerfinu, en ekki eini eigandinn,“ sagði Hjálmar. Hjálmar sagðist hafa rætt við aðila sem störf- uðu á fjarskiptamarkaðinum, þ.e.a.s. samkeppnisfyrirtæki Landssímans, um þessi mál. Menn væru almennt sammála um að eftir að fjarskipta- lögin tóku gildi og m.a. svokölluð reikiákvæði, gengi samstarfið mjög vel. Hann benti á að Tal notaði dreifikerfi Landssímans á svæðum sem dreifikerfi Tals næði ekki til. Hjálmar sagði að ríkið kæmi til með að eiga áfram 51% hlut í Landssímanum, en að menn myndu fylgjast með þróuninni á þessum markaði. Hjálmar sagðist hafa haft efa- semdir um að rétt væri að selja fyr- irtækið í einu lagi. Ýmislegt hefði hins vegar breyst frá því þessi um- ræða hófst. Búið væri að setja ný fjarskiptalög og aðgreina dreifinetið frá öðrum rekstri Landssímans. Hann sagðist telja að fjarskipta- þjónusta á landsbyggðinni væri tryggð. Það ætti eftir að útfæra ein- staka þætti málsins. Það hefði verið rætt um að nota hluta af þeim fjár- munum sem fengjust fyrir sölu Landssímans til að ganga frá laus- um endum sem eftir væru varðandi landsbyggðina. Hann minnti á að í fjarskiptalögum væri kveðið á um jöfnunargjald sem ætti að jafna kostnað milli landshluta og að sam- kvæmt fjarskiptalögum ætti Lands- síminn að vera búinn að koma ISDN-tengingu inn á hvert einasta heimili í landinu árið 2002. Hjálmar Árnason, fulltrúi Framsóknarflokksins í samgöngunefnd Tryggir sam- keppni á fjar- skiptamarkaði Hjálmar Árnason STURLA Böðvarsson samgönguráðherra seg- ist í febrúar ætla að leggja fram frumvarp á Al- þingi um sölu á 49% hlutafjár í Landssímanum á þessu ári. Hann leggur áherslu á að aðstæður á fjarskiptamarkaði hafi breyst frá því að umræða um sölu Landssímans hófst og þess vegna sé hægt að ná öll- um markmiðum um sam- keppni og jöfnuð í verðlagn- ingu þjónustunnar án þess að skipta fyrirtækinu upp. Sturla kynnti málið á ríkis- stjórnarfundi í gærmorgun. Sturla sagðist vera ánægður með skýrslu einka- væðingarnefndar. Í henni væri gert ráð fyrir að selja Landssímann tiltölulega hratt. Strax í vor yrðu 15% hlutfjár seld til starfsmanna og al- mennings. Í framhaldinu yrðu 10% seld til með- alstórra fjárfesta þar sem hver og einn keypti 2-3% hlut. Í öðrum áfanga, sem farið yrði út í síðari hluta árs 2001, yrði 25% hlutur seldur til kjölfestufjárfesta að undangengnu forvali. Hann sagði að fyrirtækin myndu keppa inn- byrðis og síðan yrði þessi hlutur seldur til eins aðila. „Mín tillaga er því að selja 49% á þessu ári. Framhald sölunnar verður hins vegar algjör- lega háð markaðsaðstæðum og horfum,“ sagði Sturla. Sturla sagðist ekki treysta sér að segja fyrir um hvaða verð fengist fyrir Landssímann. Starfsmönnum yrði ekki boðið að kaupa hlutafé á föstu verði og þeir fengju ekki forgang að sölu umfram almenning. Í tillögu einkavæðinga- nefndar væri hins vegar gert ráð fyrir þeim möguleika að starfsmenn fengju að greiða kaup- in á lengri tíma. Verð hlutabréfa hefur almennt verið að lækka síðustu mánuði. Sturla var spurður hvort ekki mætti gera ráð fyrir að lægra verð fengist fyrir fyrirtækið ef það yrði sett núna á markað. „Við trúum því að svo sé ekki. Fyrirtækið hef- ur verið að eflast að undanförnu. Þróunin á fjar- skiptamarkaði hér á landi hefur verið þannig að það bendir ekki til annars en að eftirspurnin sé til staðar. Kröfur um búnað vegna gagnaflutn- inga eru miklar og það er því ekkert sem bendir til að eftirspurn eftir þessari þjónustu sé að dala. Það er auðvitað það sem skapar verðmæti í símafyrirtækjunum.“ Áhugi frá erlendum fyrirtækjum og bönkum Sturla sagði að framboð á hlutabréfum í fjar- skiptafyrirtækjum væri mikið á erlendum mörkuðum og það gæti haft einhver áhrif þegar kæmi að sölu Landssímans. Símafyrirtæki hér á landi væru mjög smá í samanburði við erlend símafyrirtæki og því væri erfitt að bera þau saman við erlend fyrirtæki. Hann sagði að er- lendir aðilar hefðu sýnt áhuga á að kaupa hlut í Landssímanum en vildi ekki nefna nein nöfn í því sambandi. „Það hafa bæði bankar og síma- fyrirtæki látið vita af áhuga sínum. Bankarnir hafa þá verið að lýsa yfir áhuga í nafni einhverra fyrirtækja.“ Í skýrslunni er talsvert fjallað um þann mögu- leika að skipta Landssímanum upp en lagt er til að það verði ekki gert. „Ég óskaði eftir því að einkavæðingarnefndin skoðaði alveg sérstaklega og myndi meta hag- kvæmni þeirrar hugmyndar að aðskilja einstaka þætti í starfsemi fyrirtækisins. Nefndin kallaði til sérfræðinga sem fóru yfir bæði tæknilega og viðskiptalega hlið málsins. Niðurstaðan er sú að það sé ekki hagkvæmt að aðskilja þetta. Fyrir þessu eru nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi hafa fjarskiptalögin skapað breyttar aðstæður frá því að umræðurnar hófust um þetta. Það er skylda að fyrirtækin sinni svokallaðri alþjónustu gagn- vart símnotendum, þ.e. að það sé sama verð og sama þjónusta í alþjónustunni, þar með talið í gagnaflutningum, netþjónustu upp í ISDN- tengingar, alls staðar á landinu. Í öðru lagi er í fjarskiptalögum gert ráð fyrir skyldu fjarskipta- fyrirtæka til að veita aðgang að dreifineti og heimtaug. Símafyrirtæki getur því ekki lokað netinu fyrir aðgangi annarra símafyrirtækja og ekki heldur að heimtaug. Þarna verður því raun- veruleg samkeppni. Viðskiptavinur getur valið símafyrirtæki og getur alltaf haldið sínu síma- númeri. Það er tryggt að fyrirtækið fær aðgang að heimtauginni. Það eru því allt aðrar aðstæður í dag en þegar umræðan um þessi mál byrjaði. Síðan hefur gjaldskrá Landssímans breyst hvað varðar gagnaflutningana. Gert er ráð fyrir sama verði á gagnaflutningaþjónustu innan svæða og milli svæða alls staðar á landinu. Tæknilega hliðin skiptir einnig máli. Það er niðurstaða einkavæðingarnefndar að það sé vandkvæðum bundið að aðskilja þetta tækni- lega. Af öllu þessu samanlögðu er það mat nefndarinnar að það eigi ekki að aðskilja þetta. Það sé ekki í þágu neytenda eða fyrirtækisins.“ Sturla sagðist leggja áherslu á að samkeppnin og breytt umhverfi hafi skapað skilyrði til að veita þessa þjónustu um allt land. Aðspurður sagði hann að það væri hægt að tryggja það í gegnum löggjöfina. Lögin kvæðu alveg skýrt á um skyldur símafyrirtækjanna. Sturla sagðist gera ráð fyrir að leggja fram frumvarp á Alþingi í febrúar þar sem leitað yrði eftir heimild þingsins að selja Landssímann í þeim áföngum sem einkavæðingarnefndin hefði lagt til. Ríkisstjórnin hefði í gær veitt sér heim- ild til að leggja slíkt frumvarp fram. Það ætti hins vegar eftir að ræða efni þess í ríkisstjórn- inni og þingflokkum stjórnarinnar. Sturla sagði að alger samstaða væri innan ríkisstjórnarinnar um þetta mál. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti sölu Landssímans á ríkisstjórnarfundi Frumvarp um sölu á 49% hlutafjár lagt fram á þingi Sturla Böðvarsson FORMENN Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, VG, lýsa mikilli óánægju með skýrslu einkavæðingarnefndar um sölu Landssímans og hvernig salan á að fara fram. Gagnrýna þeir að selja eigi dreifikerfi og grunnnet Landssímans og formaður VG telur að Framsóknarflokkurinn hafi orðið að beygja sig undir einkavæðing- arstefnu Sjálfstæðisflokksins. For- maður Frjálslynda flokksins segist hins vegar vera ánægður með einka- væðingaráformin, við fyrstu sýn, og ætlar ekki að leggjast gegn þeim þegar málið kemur til kasta Alþing- is. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn ætíð hafa verið andvígan því að dreifikerfið verði selt með Síman- um. Skipta eigi fyrirtækinu frekar í tvennt og selja samkeppnishluta þess. Við fyrstu sýn líst Össuri sem- sagt illa á þessi áform stjórnvalda. „Við teljum að dreifikerfið eigi, eins og sakir standa, að vera í hönd- um þess opinbera. Ástæðan er tví- þætt. Annars vegar teljum við að það skipti sköpum um þróun lands- byggðarinnar að hún hafi sömu möguleika til að þróa nýjar atvinnu- greinar sem byggjast á fjarskipta- tækni og netvæðingu. Við teljum að það sé ekki gert nema hún sitji við sama borð og þéttbýlið hvað varðar verð og þjónustu. Að okkar mati er þetta ekki tryggt í einkavæðingar- áformum ríkisstjórnarinnar þar sem selja á dreifikerfið líka. Hins vegar er það óeðlilegt að fyrirtæki, sem stendur í samkeppni við mörg önnur smærri fyrir, njóti einokunar á dreifikerfinu sem keppinautarnir þurfa að notfæra sér til að selja sína vöru. Af þessum sökum einnig telj- um við að skipta eigi fyrirtækinu upp,“ segir Össur. Framsóknarmenn liggja flatir Líkt og Össuri líst Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstri hreyf- ingarinnar – græns framboðs, illa á einkavæðingu Símans eins og áformin hafa verið kynnt. Óverjandi sé að fara út í einhverja ævintýra- mennsku í þessum efnum, eins og hann orðar það. „Í fyrsta lagi er það öm- urlegt að sjá hvernig fram- sóknarmenn leggjast flatir í þessu máli fyrir einkavæð- ingarofstækisöflunum í Sjálfstæðisflokknum og kokgleypa það að einka- væða Landssímann með dreifikerfinu og öllu sam- an,“ segir Steingrímur. „Þeir virtust ætla að hafa einhverja tilburði til að standa í lappirnar en hafa núna lekið niður. Við erum algjörlega andvíg öllu þessu einkavæðingarbrölti með Landssímans. Ekki síst óttumst við um þjón- usta úti á landi. Frekari uppbygging dreifikerfisins og þjónusta á landsbyggð- inni mun mæta algjörum afgangi. Á móti kemur sú hætta að á sumum þétt- býlissvæðum verði bullandi offjárfesting, sem engir koma til með að borga að lokum aðrir en neytendur, á meðan aðrir landshlutar geta orðið útundan.“ Steingrímur segir mark- mið stjórnvalda greinilega vera það að koma eignar- haldi Símans að verulegu leyti í hendur útlendinga. Ryðja eigi brautina fyrir þá sem síðar koma með því að byrja á sölu til starfs- manna og almennings. Það sé kjör- staða fyrir stóra erlenda fjárfesta að eiga ráðandi hluti á móti mörgum minni hluthöfum. Vísar Stein- grímur til slæmrar reynslu annarra þjóða af sölu síma- fyrirtækja í ríkiseigu, t.d. á Nýja-Sjálandi þar sem am- erísk fyrirtæki séu ráðandi í öllum fjarskiptum. Þá ríki þau lögmál ein sem snúi að hagnaðarvon fjarlægra hlutafjáreigenda. Stein- grímur segir þetta spurn- ingu um hvort raunveru- leikinn fái að ráða eða „blind trú á einhverjar fræðikenningar og kredd- ur“. Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist í samtali við Morgunblaðið, aðspurð- ur um viðbrögð við fyrir- hugaðri sölu Símans, ætíð hafa verið hlynntur einka- væðingu. Ríkið eigi ekki að starfrækja banka, símafyr- irtæki eða póstþjónustu. „Ég hef verið þeirrar skoðunar að ekki ætti að hluta starfsemi Landssím- ans niður í smáparta. Ég er einnig áfram um það að starfsmenn fái að eignast hluti eins og kostur er. Fljótt á litið sé ég ekki annað en að þetta falli að mínu geðslagi. Ég þyk- ist af þeim sökum geta léð þessu fylgi mitt,“ segir Sverrir. Samfylkingin og Vinstri-grænir andvíg fyrirkomulagi á sölu Landssímans Frjálslyndir gefa samþykki sitt fyrir sölunni Steingrímur J. Sigfússon Sverrir Hermannsson Össur Skarphéðinsson STARFSMANNAFÉLAG Lands- símans hf. fagnar einkavæðingu Landssímans og Davíð Scheving, for- maður Starfs- mannafélagsins, segir að hún sé holl og nauðsyn- leg fyrir fyrirtæk- ið. „Við fyrstu sýn líst mér mjög vel á þessar hugmynd- ir. Starfsmanna- félagið fagnar einkavæðingu Landssímans og telur að hún sé mjög svo holl og nauðsynleg fyrir fyrirtæk- ið til lengri tíma litið,“ sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið. Skynsamlegt að skipta ekki upp fyrirtækinu Hann sagðist telja þá niðurstöðu einkavæðinganefndar skynsamlega að skipta ekki upp fyrirtækinu. Það að skipta upp fyrirtækinu hefði veikt það, auk þess sem það hefði haft í för með sér að starfsfólk sem unnið hefði árum og jafnvel áratugum saman hlið við hlið hefði verið skilið að en það hefði getað orðið mjög neikvætt fyrir andann innan fyrirtækisins. Davíð bætti því við að hann hefði ekki nákvæmar upplýsingar um það hvernig staðið yrði að sölu hlutafjár til starfsmanna en vonandi myndu starfsmenn fá að njóta góðra kjara, til að mynda svipaðra þeim sem starfs- menn Fjárfestingabanka atvinnulífs- ins hefðu notið við sameiningu og einkavæðingu þeirra sjóða sem mynduðu hann. Það myndi skapa möguleika á almennri þátttöku starfs- manna en það væri til þess fallið að styrkja fyrirtækið til frambúðar. Aðspurður sagði Davíð að talsverð- ur spenningur hefði ríkt meðal starfs- manna vegna einkavæðingarinnar og hvernig að henni yrði staðið. Margir hefðu beðið eftir því að þetta skref yrði stigið og biðu spenntir eftir upp- lýsingum um það hvernig salan til starfsmannanna yrði útfærð. Starfsmannafélag Landssímans fagnar einkavæðingunni Holl og nauðsyn- leg fyrir fyrirtækið Davíð Scheving
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.