Morgunblaðið - 27.01.2001, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 27.01.2001, Qupperneq 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 13 TOYOTA Land Cruiser 70 hefur hækkað um nálægt 300.000 krónur í verði vegna misræmis í túlkunum Skráningarstofunnar hf., sem byggir á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, og Tollstjóraemb- ættisins á því hvað teljist vera jeppi og hvað teljist vera sendibíll. Fluttir hafa verið inn á bilinu 50-60 Land Cruiser 70 jeppar og voru greidd aðflutningsgjöld af þeim eins og um sendibíla væri að ræða, eða 20% vörugjald eins og heimilt er samkvæmt reglugerð og evr- ópsku skráningarkerfi bíla. Nú hef- ur Tollstjóraembættið ákvarðað að bílarnir teljist vera jeppar og leggst því á þá 45% vörugjald. P. Samúelssyni hf., umboðsaðila Toy- ota, hefur verið gert að greiða mis- muninn. Skráningarstofan ákveður hvort bílar eru skráðir fólksbílar, sendi- bílar, jeppar, rútur o.s.frv. og hvernig þeir lúta að lögum um virð- isaukaskatt og vörugjald. Skúli Skúlason, sölustjóri P. Samúelsson- ar, segir að Toyota Land Cruiser falli í flokk N1 sem er sendibíla- flokkur. Samkvæmt reglugerð dómsmálaráðuneytisins um gerð og búnað ökutækja uppfyllir hann öll skilyrði til þess. Til þess að falla í flokk N1 þarf flutningsrými og burðargeta bíls að vera meiri fyrir farm en farþega. Skúli segir að Tollstjóraremb- ættið staðhæfi nú að hér sé um jeppa að ræða og virðir embættið að vettugi skráningarreglur Skrán- ingarstofunnar. Skúli segir að rök- semdir Tollstjóraembættisins séu m.a. þær að Land Cruiser 70 er með glugga í afturrýminu, aftur- sæti og bílbelti. Hann bendir á að það eigi einnig við um svokallaða Double Cab-bíla sem að auki eru með fjórar hurðir í stað tveggja eins og Land Cruiser 70 og þar að auki mun betur búnir til fólksflutn- inga hvað þægindi og aðbúnað varðar. Double Cab-bílar eru engu að síður tollaðir sem sendibílar. Skúli segir að eigi að fara eftir rök- um Tollstjóraembættisins séu 60– 70% allra bíla sem nú eru skráðir sendibílar skráðir í rangan flokk. P. Samúelsson hefur endurgreitt mismuninn og hyggst ekki sækja þessa fjárhæð til kaupenda bílanna. Skúli segir að þetta hafi áhrif á sölu á bílnum. Fyrirtækið hefur ákveðið að sækja málið frekar með því að skjóta því fyrir dómstóla. Farið eftir Evrópu- bandalagsreglum Lárus Sveinsson hjá Skráning- arstofunni segir að mál af þessu tagi hafi áður komið upp. Hann segir að reglugerð um gerð og bún- að ökutækja fari ekki alltaf saman við þær reglur sem Tollstjóraemb- ættið styðst við. Hann segir að Skráningarstofan vinni algerlega eftir Evrópubandalagsreglunum. Þar er m.a. kveðið á um að bíll sem er með tiltekna stærð af farangurs- rými og burðargetu sem er meiri fyrir farm en farþega teljist örugg- lega til sendibíls. Lárus segir að slíkur bíll geti jafnvel talist vera vsk.-bíll. Lárus bendir á að fyrir nokkrum árum hafi verið flutt inn nokkurt magn af Nissan Patrol- bílum sem voru án aftursæta. Þeir fengu skráningu sem sendibílar enda höfðu þeir bæði meiri burði og rými fyrir farm en farþega. Toll- stjóraembættið gjaldlagði bílana hins vegar sem fólksbíla. Lárus segir að á hinn bóginn geti skráningin breyst úr sendibíl í fólksbíl sé bílunum breytt á þann veg að flutningsrými og burðargeta verður meiri fyrir fólk en farm. Ekki náðist í talsmann Toll- stjóraembættisins í gær. Reglugerð um gerð og búnað ökutækja og reglur Tollstjóraembættisins stangast á Morgunblaðið/RAX Bíllinn sem styrinn stendur um, Toyota Land Cruiser 70. Skráðir sem sendibílar en tollaðir sem jeppar TVEIR unglingar voru staðnir að verki við að kveikja í vinnu- skúr á athafnasvæði Vita- og hafnarmálastofnunnar við Vesturvör í Kópavogi í fyrra- kvöld. Slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins var kallað á staðinn en skúrinn hafði þá orðið eldinum að bráð. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi hafa báðir ungling- arnir játað á sig verknaðinn og telst málið upplýst. Brennu- vargar staðn- ir að verki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.