Morgunblaðið - 27.01.2001, Síða 13

Morgunblaðið - 27.01.2001, Síða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 13 TOYOTA Land Cruiser 70 hefur hækkað um nálægt 300.000 krónur í verði vegna misræmis í túlkunum Skráningarstofunnar hf., sem byggir á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, og Tollstjóraemb- ættisins á því hvað teljist vera jeppi og hvað teljist vera sendibíll. Fluttir hafa verið inn á bilinu 50-60 Land Cruiser 70 jeppar og voru greidd aðflutningsgjöld af þeim eins og um sendibíla væri að ræða, eða 20% vörugjald eins og heimilt er samkvæmt reglugerð og evr- ópsku skráningarkerfi bíla. Nú hef- ur Tollstjóraembættið ákvarðað að bílarnir teljist vera jeppar og leggst því á þá 45% vörugjald. P. Samúelssyni hf., umboðsaðila Toy- ota, hefur verið gert að greiða mis- muninn. Skráningarstofan ákveður hvort bílar eru skráðir fólksbílar, sendi- bílar, jeppar, rútur o.s.frv. og hvernig þeir lúta að lögum um virð- isaukaskatt og vörugjald. Skúli Skúlason, sölustjóri P. Samúelsson- ar, segir að Toyota Land Cruiser falli í flokk N1 sem er sendibíla- flokkur. Samkvæmt reglugerð dómsmálaráðuneytisins um gerð og búnað ökutækja uppfyllir hann öll skilyrði til þess. Til þess að falla í flokk N1 þarf flutningsrými og burðargeta bíls að vera meiri fyrir farm en farþega. Skúli segir að Tollstjóraremb- ættið staðhæfi nú að hér sé um jeppa að ræða og virðir embættið að vettugi skráningarreglur Skrán- ingarstofunnar. Skúli segir að rök- semdir Tollstjóraembættisins séu m.a. þær að Land Cruiser 70 er með glugga í afturrýminu, aftur- sæti og bílbelti. Hann bendir á að það eigi einnig við um svokallaða Double Cab-bíla sem að auki eru með fjórar hurðir í stað tveggja eins og Land Cruiser 70 og þar að auki mun betur búnir til fólksflutn- inga hvað þægindi og aðbúnað varðar. Double Cab-bílar eru engu að síður tollaðir sem sendibílar. Skúli segir að eigi að fara eftir rök- um Tollstjóraembættisins séu 60– 70% allra bíla sem nú eru skráðir sendibílar skráðir í rangan flokk. P. Samúelsson hefur endurgreitt mismuninn og hyggst ekki sækja þessa fjárhæð til kaupenda bílanna. Skúli segir að þetta hafi áhrif á sölu á bílnum. Fyrirtækið hefur ákveðið að sækja málið frekar með því að skjóta því fyrir dómstóla. Farið eftir Evrópu- bandalagsreglum Lárus Sveinsson hjá Skráning- arstofunni segir að mál af þessu tagi hafi áður komið upp. Hann segir að reglugerð um gerð og bún- að ökutækja fari ekki alltaf saman við þær reglur sem Tollstjóraemb- ættið styðst við. Hann segir að Skráningarstofan vinni algerlega eftir Evrópubandalagsreglunum. Þar er m.a. kveðið á um að bíll sem er með tiltekna stærð af farangurs- rými og burðargetu sem er meiri fyrir farm en farþega teljist örugg- lega til sendibíls. Lárus segir að slíkur bíll geti jafnvel talist vera vsk.-bíll. Lárus bendir á að fyrir nokkrum árum hafi verið flutt inn nokkurt magn af Nissan Patrol- bílum sem voru án aftursæta. Þeir fengu skráningu sem sendibílar enda höfðu þeir bæði meiri burði og rými fyrir farm en farþega. Toll- stjóraembættið gjaldlagði bílana hins vegar sem fólksbíla. Lárus segir að á hinn bóginn geti skráningin breyst úr sendibíl í fólksbíl sé bílunum breytt á þann veg að flutningsrými og burðargeta verður meiri fyrir fólk en farm. Ekki náðist í talsmann Toll- stjóraembættisins í gær. Reglugerð um gerð og búnað ökutækja og reglur Tollstjóraembættisins stangast á Morgunblaðið/RAX Bíllinn sem styrinn stendur um, Toyota Land Cruiser 70. Skráðir sem sendibílar en tollaðir sem jeppar TVEIR unglingar voru staðnir að verki við að kveikja í vinnu- skúr á athafnasvæði Vita- og hafnarmálastofnunnar við Vesturvör í Kópavogi í fyrra- kvöld. Slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins var kallað á staðinn en skúrinn hafði þá orðið eldinum að bráð. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi hafa báðir ungling- arnir játað á sig verknaðinn og telst málið upplýst. Brennu- vargar staðn- ir að verki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.