Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ SKIPULAGSSTOFNUN mælir ekki með því að um- hverfisráðherra staðfesti til- lögu bæjarstjórnar Kópavogs að breyttu aðalskipulagi á svæðinu milli vatns og vegar við Elliðavatn eins og hún liggur fyrir og vill t.d að ekki verði gert ráð fyrir nýrri byggð á minnst 100 metra belti meðfram vatninu. Bær- inn og stofnunin eiga nú í við- ræðum um breytingar á skipulagstillögunni, að sögn Ásdísar Hlakkar Theódórs- dóttur, aðstoðarskipulags- stjóra. „Að mati Skipulagsstofn- unar vega sjónarmið um verndun og útivistargildi svæðisins þyngra heldur en þörf á að skapa rými fyrir fleiri íbúðarlóðir á svæðinu milli vatns og vegar,“ segir m.a. í niðurstöðum stofnunar- innar. Miklar deilur hafa staðið frá síðasta sumri um áform bæjaryfirvalda í Kópavogi að skipuleggja íbúðabyggð á svæðinu milli vatns og vegar annars vegar og svokölluðum F-reit hins vegar en á síðast- nefnda svæðinu var m.a. áætlað að reisa allt að sex hæða fjölbýlishús. Upphaflega auglýsti bær- inn sameiginlega breytingar á aðal- og deiliskipulagi á svæðinu milli vatns og vegar og breytingar á deiliskipulagi á F-reit. Auk mótmæla íbúa, sem m.a. mótmæltu áformum um þéttingu byggðar og niðurrif hluta húsa á svæðinu og settu einnig út á hvernig bæjaryf- irvöld hefðu staðið að kynn- ingu áformanna, mótmæltu fjölmörg félagasamtök og stofnanir, sem láta sig nátt- úruvernd og útivist varða, áformunum. Að loknum athugasemda- fresti frestaði bæjarstjórn m.a. ákvörðunum um um- deildustu framkvæmdir á F- reit og staðfesti umhverfis- ráðherra síðan deiliskipulagið þar með þeim breytingum í samræmi við tillögur Skipu- lagsstofnunar. Hvað varðar svæðið milli vatns og vegar féll bæjar- stjórnin frá því að afgreiða samtímis breytingar á aðal- skipulagi og deiliskipulagi, fyrir 32 íbúðir og leikskóla á 37 ha svæði, m.a. vegna úr- skurðar úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála í sambærilegu máli í Vatns- leysustrandarhreppi, og sam- þykkti eingöngu aðalskipu- lagið en frestaði afgreiðslu deiliskipulagsins. Aðalskipulagstillagan var send skipulagsstofnun sem þann 19. janúar afgreiddi málið til umhverfisráðuneyt- isins og mælir ekki með stað- festingu. Sterk rök gegn frekari byggð Í niðurstöðum stofnunar- innar segir að í ljósi fram- kominna athugasemda, sér- staklega frá Veiðimála- stofnun, Fuglaverndarfélagi Íslands, Reykjavíkurborg og Náttúruvernd ríkisins, og að fengnu áliti Náttúrufræði- stofnunar Íslands sé það nið- urstaða stofnunarinnar varð- andi áhrif skipulagstillög- unnar á náttúrufar, að sterk rök mæli gegn frekari áform- um um byggð næst Elliða- vatni. „Að mati Skipulagsstofn- unar vega sjónarmið um verndun og útivistargildi svæðisins þyngra heldur en þörf á að skapa rými fyrir fleiri íbúðarlóðir á svæðinu milli vatns og vegar. Skipu- lagsstofnun tekur einnig und- ir það sem fram kemur í minnispunktum Náttúru- fræðistofnunar frá 8. janúar sl. um að unnt eigi að vera að gera lagfæringar á svæðinu varðandi aðgengi og um- hverfismál með skipulagsað- gerðum og framkvæmdum án tilkomu aukinnar byggðar. Í ljósi þessa getur Skipulags- stofnun ekki mælt með stað- festingu tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 1992-2012 varðandi svæðið milli vatns og vegar,“ segir í niðurstöðunum. „Skipulags- stofnun telur að draga megi verulega úr hættu á neikvæð- um áhrifum byggðar á lífríki svæðisins með því að á minnst 100 metra belti með- fram vatninu verði ekki gert ráð fyrir nýrri byggð, þótt fest verði í skipulagi sú byggð sem fyrir er á því svæði. Jafn- framt beri að falla frá tillögu um uppfyllingu/bátalægi í ljósi fyrirsjáanlegra áhrifa á sérstætt fuglalíf á vatninu,“ segir í niðurstöðunum. Kynningu og samráði áfátt Í umfjöllun stofnunarinnar segir ennfremur m.a. að svo virðist sem kynningu og sam- ráði á vinnslutíma tillögunnar hafi verið áfátt og ekki verið haft samráð við fasteignaeig- endur og lóðarhafa á skipu- lagssvæðinu. „Það er mat Skipulagsstofnunar að kynna hefði átt tillöguna á vinnslu- stigi fyrir íbúum og fast- eignaeigendum á svæðinu og fyrir Náttúruvernd ríkisins vegna svæðis á náttúruminja- skrá. Það verður þó að líta svo á að málið hafi hlotið full- nægjandi kynningu þar sem haldinn var opinn kynningar- fundur í lok athugasemda- tímabils og málið hlaut víð- tæka umfjöllun í fjölmiðlum áður en athugasemdafresti lauk.“ Ótvíræð hætta fyrir lífríki Einnig er vísað til þess álits Náttúrufræðistofnunar Íslands að mikið fuglalíf sé við vatnið á öllum tímum árs og fyrirhugaðar framkvæmd- ir á svæðinu hafi í för með sér ótvíræða hættu fyrir lífríki svæðisins sem felist í eyði- leggingu búsvæða, mengun og truflun. Þá gerir ráðið at- hugasemdir við nálægð byggðar við vatnið, áform um uppfyllingu/bátalægi og notk- un og staðfestingu fyrirhug- aðra settjarna. Niðurstaða Náttúrufræðistofnunar er að halda skuli nánasta umhverfi Elliðavatns sem mest óbyggðu og að þetta óbyggða svæði skuli að lágmarki vera 100-200 m. Eftir að þetta álit Náttúru- fræðistofnunar lá fyrir beindi Skipulagsstofnun því m.a. til bæjarins að endurskoða ákvarðanir um nýja byggð og uppfyllingu við vatnsbakkann og að hafa minnst 100 m belti meðfram vatninu án nýrrar byggðar þótt sú byggð sem fyrir er verði fest í skipulagi. Bærinn taldi ekki tilefni til breytinga á tillögunni og ósk- aði eftir að stofnunin af- greiddi hana til staðfestingar ráðherra. Með svari bæjarins fylgdi greinargerð jarðverk- fræðings og fiskifræðings sem bregðast við áliti Nátt- úrufræðistofnunar og sam- starfsyfirlýsing Reykjavíkur og Kópavogs um umhverfis- mál og skipulag í nágrenni vatnsins. Í niðurstöðum stofnunarinnar kemur fram að álit ráðgjafa bæjarins hnekki ekki því sem fram hafi komið hjá Náttúrufræðistofn- un um líkleg skaðleg áhrif á lífríki vatnsins. Viðræður milli bæjarins og stofnunarinnar Ásdís Hlökk Theódórsdótt- ir, aðstoðarskipulagsstjóri, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að eftir að stofn- unin hefði ákveðið að mæla gegn staðfestingu aðalskipu- lagstillögunnar við ráðherra væru hafnar viðræður stofn- unarinnar og bæjarins um breytingar á tillögunni. Skipulagsstofnun kemst að niðurstöðu um aðalskipulag milli vatns og vegar á Elliðavatnssvæði Ekki mælt með stað- festingu aðalskipulags Kópavogur ÞAÐ er bráðnauðsynlegt að Listaháskóli Íslands komist sem fyrst undir eitt þak en kennsla fer núna fram á þremur mismunandi stöðum og að öllum líkindum fjórum með haustinu og jafnvel fleirum, að sögn Hjálmars H. Ragnarssonar, rektors skólans. Morgunblaðið hafði samband við hann í gær, til að kanna hvar málið væri statt, en eins og komið hefur fram vann Björn Stefán Hallsson hjá arkitektastof- unni O’Donnell, Wicklund, Pigozzi and Peterson Archi- techts Incorporated í Chic- ago skýrslu í ágúst á fyrra ári um framtíðarhúsnæði Listaháskóla Íslands. „Þessi skýrsla var gerð að beiðni stjórnar Listaháskóla Íslands og hefur verið til umfjöllunar þar og jafnframt verið kynnt viðkomandi stjórnvöldum, bæði mennta- málaráðherra og þeim bæj- arfélögum sem hafa sýnt áhuga á málinu, þ.e. Hafn- arfirði og Reykjavík,“ sagði Hjálmar. „Aðalviðfangsefni skýrslunnar er úttekt á SS- húsinu að Laugarnesvegi 91, með tilliti til þess hvort starfsemi listaháskólans geti rýmst þar inni, þannig að vel fari og samkvæmt markmið- um skólans. Niðurstaða hennar er sú, að eins og starfsemin er hugsuð verði mjög erfitt, ef ekki ómögu- legt, að koma þessari starf- semi fyrir í þessari bygg- ingu.“ Tveggja ára aðdragandi „Það var reyndar fyrst fyrir tveimur árum, að stjórn skólans óskaði eftir við Reykjavíkurborg að hún kannaði hvort það væri mögulegt að finna skólanum stað í miðborginni. Skýrslan kemur síðan í millitíðinni. Arkitektastofan, sem vann hana fyrir stjórn Listahá- skóla Íslands, hefur unnið við teikningar á háskóla- byggingum í Bandaríkjunum og verið ráðgefandi fyrir Kennaraháskóla Íslands. Vegna góðrar reynslu þar var hún beðin um að gera hlutlausa úttekt á þessu, enda er hér um mjög við- kvæmt mál að ræða og því nauðsynlegt að fá einhvern utanaðkomandi til slíks verks. Og í ljósi niðurstöðu skýrslunnar og þeirra sjón- armiða sem þar koma fram, um að það verði skólanum til mikils framdráttar og nauð- synlegt að hann sé í tengslum við menningar- stofnanir í landinu og þá skóla sem tengjast honum, samþykkti stjórn Listahá- skólans í lok ársins 2000 að ítreka það við Reykjavíkur- borg að fundin yrði stað- setning fyrir skólann í mið- borginni eða nálægt henni. Í þeirri samþykkt voru að öðru leyti ekki tilgreindir ákveðnir kostir. Í kjölfarið hefur Borgarskipulag látið útfæra hugmyndir um stað- setningu á Miklatúni, þannig að það gæti orðið bæði skól- anum til framdráttar og byggðinni í kring.“ Að sögn Hjálmars grunaði stjórnina á sínum tíma að húsið að Laugarnesvegi 91 myndi e.t.v. ekki henta fyrir þessa starfsemi og því hafi verið ákveðið að leita eftir frekari útfærslu á því. Húsið væri í eigu ríkisins, hafði verið ánafnað skólanum fyrir allmörgum árum en ekki hafi verið gerð svona úttekt með tilliti til starfseminnar fyrr en nú. Það hús sé ekki fullbyggt. Listaháskólinn hafi aðstöðu á neðstu hæð þess, fyrir myndlistarstarf- semi, en langstærstur hluti hússins sé bara í fokheldu ástandi. En það fyrirheit liggi hins vegar fyrir frá stjórnvöldum og hafi legið allt frá því hugmyndir um skólann komu fram, að húsið að Laugarnesvegi 91 yrði af- hent skólanum fullbúið fyrir starfsemi sína þegar þar að kæmi. Starfsemi dreifð um alla borg „Núna erum við á þremur stöðum og verðum væntan- lega á fjórum stöðum í haust, og jafnvel víðar. Við rekum myndlistardeild, sem spannar bæði myndlist og hönnun, og leiklistardeild. Áformin eru þau fyrir haust- ið að myndlistardeild og leiklistardeild starfi áfram en að stofnuð verði sérstök hönnunardeild á þremur brautum, þ.e. grafísk hönn- un, form- og vöruhönnun, eða öðru nafni iðnhönnun, og síðan byggingarlist. Og svo eru uppi áætlanir um stofn- un tónlistardeildar en það á eftir að koma í ljós hvort það næst. Danslist og kvik- myndalist eru ekki á teikni- borðinu eins og er en koma eflaust síðar. Fyrir utan það að rekstr- areiningin yrði þægilegri, teljum við að með því að komast á einn stað geti skól- inn skapað sér sérstöðu meðal listaháskóla, vegna þess sambýlis sem við hefð- um þá á milli listgreinanna og þeim ávinningi sem feng- ist af sambýlinu en margt af því frjóasta sem er að gerast í listsköpuninni nú á tímum er einmitt vegna sambýlis og tenginga á milli listgreina og eins innan sömu listgreina. Í tónlistinni hafa t.d. lengi verið múrar á milli klass- ískrar tónlistar, jazztónlistar og nútímatónlistar, að eitt- hvað sé nefnt, en allt þetta er að breytast og þess vegna er mjög nauðsynlegt fyrir okkur, ef við ætlum að halda velli í alþjóðlegu háskóla- samfélagi, að við nýtum okk- ur þá sérstöðu sem við get- um búið til. Og þess vegna er þetta mikilvægt, að skól- inn komist á einn stað, því hann verður aldrei heill öðruvísi. Núna erum við í óða önn að byggja hann upp, eina deildina af annarri, og verðum tilbúin þegar þar að kemur,“ sagði Hjálmar að lokum. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, um húsnæðismál skólans Listaháskólinn verð- ur að fara að komast undir eitt þak Reykjavík Afstöðumynd sem sýnir hugmyndir að staðsetningu Listaháskóla í norðvesturhorni Mikla- túns. Um er að ræða athugun á fyrirkomulagi skólans og umfangi á tveimur til þremur hæð- um sem Borgarskipulag hefur unnið í samvinnu við fulltrúa Listaháskólans. Hugmyndir hafa ekki verið kynntar fyrir nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar. Aðlægar götur eru sýndar óbreyttar, en ef til framkvæmda kemur yrðu gerðar ráðstafanir til að aðskilja umferð að Listaháskóla og Kjarvalsstöðum frá nærliggjandi íbúðabyggð.                           ! " " "  " "# "    !    !          !  "    !   "    "! " "" " " !  "   !  "                               Tölvuteikning/Onno
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.