Morgunblaðið - 27.01.2001, Side 16

Morgunblaðið - 27.01.2001, Side 16
LANDIÐ 16 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Selfossi - Á fjárhagsáætlun sveitar- félagsins Árborgar er gert ráð fyrir 30 milljóna fjárveitingu til hönnunar og framkvæmda við nýjan leikskóla á Selfossi. Áætlanir gera ráð fyrir að taka hann í notkun á næsta ári. Með fjölgun íbúa í sveitarfélaginu, einkum á Selfossi, hefur þörfin fyrir fleiri leikskólapláss aukist verulega ásamt því að það fer vaxandi að fólk óskar eftir plássi fyrir börnin allan daginn. Kapphlaupið um plássin kemur einnig fram í því að börnin eru æ yngri þegar þau eru skráð á bið- lista eftir plássi. „Ég sé alveg fyrir mér að hægt sé að fullnýta 80–100 plássa leikskóla miðað við þörfina,“ sagði Heiðdís Gunnarsdóttir, leikskólafulltrúi Ár- borgar. Hún sagði einnig að ekki væri búið að ákveða formlega neinar stærðir eða staðsetningu varðandi hinn nýja leikskóla. Engir biðlistar eru að leikskólun- um á Eyrarbakka og Stokkseyri. Á Eyrarbakka er 39 barna leikskóli og á Stokkseyri er leikskóli fyrir 18 börn. 16 milljónir eru áætlaðar í fram- kvæmdir við Sólvallaskóla á Selfossi, til að byggja yfir einn af húsagörð- unum í byggingunni og fá fram eina kennslustofu. Til hönnunar nýs skóla er á fjár- hagsáætlun sveitarfélagsins gert ráð fyrir 5,2 milljónum króna. Þá er gert ráð fyrir lagfæringu lóðar við Sól- vallaskóla og aðkomu að Leikskólan- um Álfheimum sem er á næstu lóð við skólann. Morgunblaðið/Sig. Jóns Frá leikskólanum Álfheimum á Selfossi, fjær sést Sólvallaskóli. 30 milljónir til nýs leikskóla á Selfossi Hellu - Um þessar mundir er unnið að byggingu nýs íþróttahúss í Þykkvabæ, en starfsmenn J.Á. Verktaka á Selfossi luku nýlega við að steypa sökkul hússins. Hús- ið á að vera fokhelt og fullfrágeng- ið að utan 1. júní í sumar. Að sögn Heimis Hafsteinssonar oddvita Djúpárhrepps verður væntanlega fyrir þann tíma lokið við að bjóða út afgang verksins, þannig að eng- ar tafir verði á byggingu hússins, sem hugsanlega verður hægt að ljúka við fyrir lok þessa árs. Grunnflötur nýja hússins er 1014 fermetrar og 320 fermetrar á efri hæð, en burðarvirkið, styrk- ingar og tilheyrandi uppsetningar var keypt úr gamla tívolíhúsinu í Hveragerði og mun það vera um þriðjungur þess. Húsið er fjölnota, hannað af Vífli Magnússyni og kemur til með að hýsa íþrótta- kennslu, áhaldageymslu og bún- ingsaðstöðu, auk margvíslegra annarra nota, s.s. skrifstofur og fundarherbergi fyrir hreppinn, skólamötuneyti með aðstöðu fyrir kennslu í heimilisfræðum og rýmis sem enn er óráðstafað. Í Grunn- skóla Þykkvabæjar eru nú 37 börn í 1.-7. bekk en þeim hefur verið ekið í íþróttatíma á Hellu frá árinu 1999 en þá var nýtt íþróttahús tek- ið í notkun þar. Fyrir var í Þykkvabæ gamalt samkomuhús sem gegndi þessu hlutverki, en segja má að það hafi verið orðið barn síns tíma, auk þess sem það fór að stórum hluta mjög illa í jarðskjálftunum sl. sumar. Húsið var byggt uppúr miðjum fjórða áratug síðustu aldar en síðan var byggt við það á sjöunda áratugn- um. Að sögn oddvitans er ekki bú- ið að ákveða hvort húsið verður rifið en það stendur nú að mestum hluta autt. Fólksfjölgun yfir meðaltali Heimir Hafsteinsson oddviti segir Þykkvabæinn góðan stað til að búa á eins og Suðurlandsund- irlendið yfirleitt. „Fólki líkar vel frjálsræði sveitarinnar en hefur þó gróskumikið samfélag og þjónustu innan seilingar og hér er mjög gott að ala upp börn. Á síðasta ári varð um 6% fólks- fjölgun hjá okkur, en 1. des. sl. voru íbúarnir 253. Þá er einnig gaman að geta þess að í hreppnum eru nokkrar byggingarfram- kvæmdir í gangi fyrir utan íþrótta- húsið, s.s. bygging stórrar skemmu í Sandhólaferju, einbýlis- húss í Hábæ og nýs fjárhúss og bílskúrs á Ægissíðu. Nýtt íþróttahús í Þykkva- bæ tilbúið fyrir árslok Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Starfsmenn J.Á. Verktaka á Selfossi voru í óðaönn að ljúka við að steypa sökkul nýja íþróttahússins í Þykkvabæ einn daginn fyrir skömmu, en einstakt tíðarfar að undanförnu hefur gert iðnaðarmönnum kleift að vinna ýmsa útivinnu sem að öllu jöfnu er ekki unnin á þessum árstíma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.