Morgunblaðið - 27.01.2001, Síða 18

Morgunblaðið - 27.01.2001, Síða 18
VIÐSKIPTI 18 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á ÆTLAÐ umfang fram- kvæmda hins opinbera á vegum Framkvæmda- sýslu ríkisins verður um 3,5 milljarðar króna, samanborið við 4,7 milljarða á síð- asta ári, að sögn Jóhönnu Hansen, staðgengils forstjóra Framkvæmda- sýslunnar. Þetta kom fram í máli hennar á Útboðsþingi Samtaka iðn- aðarins og Félags vinnuvélaeigenda sem haldið var í gær. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri sagði á þinginu að samkvæmt framkvæmda- yfirliti Reykjavíkurborgar væri áætlað að framkvæmdir borgarinnar muni aukast úr rúmum 8,8 milljörð- um á árinu 2000 í rúma 12,3 milljarða á þessu ári. Þá kom fram í máli Agn- ars Olsen, framkvæmdastjóra verk- fræði- og framkvæmdasviðs Lands- virkjunar, að ef fyrirhuguð stækkun Norðuráls og ef framkvæmdir Reyð- aráls verða að veruleika megi gera ráð fyrir útboðum Landsvirkjunar vegna framkvæmda þessu tengdu fyrir um 20 milljarða króna svo snemma sem strax í haust. Barnaspítalinn umfangsmestur Jóhanna Hansen greindi frá helstu framkvæmdum hins opinbera á árinu sem Framkvæmdasýslan mun annast. Hún nefndi innanhússfrá- gang og búnað vegna Barnaspítala Hringsins, en gert væri ráð fyrir út- boði vegna þess verks í apríl og júní. Umfang þessarar framkvæmdar væri um 720 milljónir króna og verk- tíminn 12–14 mánuðir. Þessi fram- kvæmd er sú umfangsmesta af þeim sem Jóhanna nefndi. Þá sagði hún að fyrirhugað væri útboð vegna endur- bóta innanhúss í Þjóðminjasafninu í mars, uppsteypu þjónustuskála Al- þingis í febrúar og snjóflóðavörnum í Neskaupstað og á Bolungarvík næst- komandi vor. Hún nefndi einnig ýmis önnur útboð sem gert væri ráð fyrir á árinu, sem flest væru minni í snið- um en þau fyrrnefndu. Aukning milli ára mest vegna Orkuveitunnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri rakti helstu framkvæmdir Reykjavíkurborgar á árinu. Hún sagði að meginástæðan fyrir mikilli aukningu kostnaðar vegna fram- kvæmda á milli áranna 2000 og 2001 væri vegna aukinna framkvæmda Orkuveitunnar og nýs húsnæðis stofnunarinnar svo og vegna aukinna verkefna Gatnamálastjóra. Í máli hennar kom fram að gert væri ráð fyrir þjóðvegaframkvæmdum í Reykjavík fyrir 1.385 milljónir króna samkvæmt vegaáætlun en þar til viðbótar sé áætlað að þátttaka borg- arinnar muni nema 250 milljónum. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar er gert ráð fyrir framkvæmdum til ný- byggingar gatna og holræsa fyrir tæplega 3,6 milljarða króna á árinu, samanborið við tæpa 2,4 milljarða á síðasta ári. Hún sagði að því verkefni að hreinsa alla strandlengju borgar- innar verði lokið á árinu 2003 þegar áætluðum framkvæmdum við dælu- stöð við Gufunes lýkur. Í máli hennar kom fram að gert væri ráð fyrir lóðum fyrir samtals 554 nýjar íbúðir á árinu, sem hugs- anlegt væri að fjölga um 120 ef þörf krefji. Framkvæmdir við skólabygg- ingar séu áætlaðar fyrir tæplega 1,5 milljarð króna og framkvæmdir við leikskóla fyrir um 300 milljónir. Ingi- björg Sólrún greindi frá því að á þessu og næsta ári verði meiri áhersla lögð á framkvæmdir við íþróttamannvirki en áður. Gísli Viggósson, forstöðumaður hafnarsviðs Siglingastofnunar, greindi á Útboðsþinginu frá helstu framkvæmdum á vegum stofnunar- innar á árinu. Hann sagði að framlag ríkisins væri 1.350 milljónir, þar af séu 1.160 milljónir til nýfram- kvæmda en tæpar 200 milljónir til uppgjörs eldri framkvæmda. Hann sagði að flestar nýjar bryggjur væru stálþilsbryggjur. Stofnunin fái stál- þil frá útlöndum í maí og fljótlega eft- ir það verði hægt að bjóða slíkar framkvæmdir út. Hugmyndir um útboð Landsvirkjunar í haust Í máli Agnars Olsen kom fram að hugmyndir Landsvirkjunar væru að stefna að því að bjóða út fyrstu áfanga fyrirhugaðra framkvæmda vegna nýrrar stóriðju eigi síðar en næsta haust, þ.e. ef af framkvæmd- um verður. Þær framkvæmdir sem þá um ræðir vegna fyrirhugaðs ál- vers í Reyðarfirði væru í fyrsta áfanga framkvæmdir vegna Kára- hnjúkavirkjunar og Fljótsdalslínu. Áætluð verklok í báðum tilvikum væru á árinu 2006. Í öðrum áfanga væri stækkun Kárahnjúkavirkjunar, Fljótsdalsveita, stækkun Kröflu- virkjunar, Bjarnarflagsvirkjun og Kröflulína, en áætluð verklok þess- ara framkvæmda væru árið 2009. Vegna hugsanlegrar stækkunar Norðuráls um 90 þúsund tonn væru framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun, Norðlingaölduveitu, Búðarhálslínu og Sultartangalínu og áætluð verk- lok á árinu 2004. Framkvæmdir vegna hugsanlegrar 60 þúsund tonna stækkunar til viðbótar væru annars vegar Núpsvirkjun og hins vegar tenging við Búrfellslínu. Áætluð verklok þessara framkvæmda væru 2007. Útboð Vegagerðarinnar vegna jarðganga vonandi síðar á árinu Rögnvaldur Gunnarsson, for- stöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðar ríkisins, greindi á Út- boðsþinginu frá fyrirhuguðum fram- kvæmdum Vegagerðarinnar á árinu. Hann sagði að í vegaáætlun fyrir árið 2001 væri gert ráð fyrir 12 milljörð- um króna. Greint hafi hins vegar verið frá því að 800 milljónir króna verði væntan- lega teknar af þeirri fjárhæð. Hann sagði að stærstur hluti þess fjár- magns sem ákveðið væri á vegaáætl- un færi til nýrra þjóðvega, eða lið- lega 5,6 milljarðar. Þar næst kæmi viðhald þjóðvega fyrir um 2,0 millj- arða. Útboðsþing 2001 á vegum Samtaka iðnaðarins og Félags vinnuvélaeigenda Hugsanlegt 20 millj- arða króna útboð Morgunblaðið/Þorkell Hluti fundargesta á Útboðsþingi 2001. ÞJÓÐVERJINN Kim Schmitz, 27 ára fyrrverandi hakkari en nú áhættufjárfestir, sagði í viðtali við The Guardian í fyrradag að hann hygðist leggja fram megnið af þeim 2,5 milljónum punda, tæpar 300 milljónir íslenskra króna, sem þarf til að forða breska netsölufyr- irtækinu letsbuyit.com frá gjald- þroti. Fyrirtækið, sem er skráð í Hollandi, bað um greiðslustöðvun í lok desember en hefur enn ekki glatað trú á að hægt verði að reisa fyrirtækið við. Fjármálarýnar hafa þó látið í ljós miklar efasemdir um að hægt verði að snúa kúrvunni upp á við aftur, ekki síst því stjórn fyrirtæksins hafi verið „hörmu- leg“, að því er sagði í skýrslu um fyrirtækið og rekstur þess. Úr hakki í fjárfestingar Man einhver eftir doktor Rich- ard Kimble, flóttamanninum í þekktum bandarískum sjónvarps- þáttum með sama nafni? Á hakk- aratíma sínum kallaði Schmitz sig Kimble í höfuðið á honum og sem slíkur tókst honum að komast í gegnum fjöldamörg tölvukerfi. Hann braust inn í tölvukerfi síma- félaga eins og hins bandaríska AT&T og jafnvel inn í Pentagon en frægastur varð hann fyrir að fara um Netið inn í viðskiptabanka Helmut Kohls, þáverandi Þýska- landskanslara, og breyta lánshæfi hans í 0. Það kostaði hann reyndar fjögurra ára fangelsi en hann sat ekki inni nema í nokkra mánuði. Nú er hann búinn að leggja slík strákapör á hilluna. Fyrstu skrefin á viðskiptabrautinni tók hann með því að gera öryggiskerfi fyrir banka og nú á hann 80% hlut í Dataprotect sem hefur sérhæft sig á þessu sviði. Nú fullyrðir hann að hann hafi hannað greiðslukerfi fyr- ir Netið, sem ekki sé hægt að hakka og bætir við að geti hann ekki hakkað það geti enginn það. Úr þessu hefur auður hans sprott- ið og með honum hefur hann snúið sér að áhættufjárfestingum. Nú virðist letsbuyit.com freista hans. Áhugi fjárfesta – stjórn í molum Ástæðan fyrir því að Schmitz hefur fengið áhuga á netsölufyr- irtækinu er að stofnandi letsbuy- it.com, John Palmer, er vinur hans. Schmitz er einnig sann- færður um að þegar tölur yfir jóla- söluna verði birtar muni menn sjá hve mikla möguleika fyrirtækið eigi. Þær 2,5 milljónir punda, sem Schmitz hyggst leggja í fyrirtækið, er þó aðeins bráðalækning. Banka- menn segja að fyrirtækið þurfi tí- falda þá upphæð og kannski tutt- ugufalda til þess að eiga möguleika á að skila hagnaði. Bara á næstu vikum þarf fyrirtækið að öllum lík- indum um 17 milljónir punda til að geta klórað í bakkann. Schmitz fullyrðir að ótrúlegur fjöldi fjár- festa sýni nú fyrirtækinu áhuga. Ýmsir efast þó um að yfirleitt sé hægt að bjarga fyrirtækinu og að núverandi stjórn þess sé tæplega til þess fallin. Í skýrslu um fyr- irtækið er fullyrt að yfirmenn fyrirtækisins virðist ekki hafa snefil af skilningi á fjárhagslegum skuldbindingum fyrirtækisins. Hlutabréf fyrirtækisins tóku í fyrradag 200 prósenta kipp upp á við og endaði í 0,72 evrum. Gengið var hæst í júlí á síðasta ári 5,5 evr- ur. Fyrrverandi hakk- ari reynir að bjarga Letsbuyit.com London. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.