Morgunblaðið - 27.01.2001, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 27.01.2001, Qupperneq 20
ERLENT 20 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FLUGVÉL með 24 innan- borðs, þar af 20 evrópska og bandaríska ferðamenn, fórst á fimmtudagskvöld í fátækra- hverfi nærri borginni Ciudad Bolivar í Suður-Venesúela. Allir fórust sem í vélinni voru, en hún var gömul, af gerðinni McDonnell-Douglas DC-3. Þrír slösuðust á jörðu niðri. Flugvélin, sem var í eigu Rut- aca-flugfélagsins, hrapaði skömmu eftir flugtak frá Ciud- ad Bolivar, þar sem hún hafði millilent til að taka eldsneyti á leiðinni frá Canaima-þjóðgarð- inum, þar sem ferðamennirnir höfðu verið að skoða Engla- fossa, hæstu fossa heims. Ferðinni var heitið til Karíba- hafseyjarinnar Margarita. Ástæður hrapsins voru óljós- ar, en rannsókn stendur yfir. Þýzkar umbætur samþykktar NEÐRI deild þýzka þings- ins samþykkti í gær um- fangsmikinn lagapakka um víðtækar umbætur á þýzka lífeyr- iskerfinu. Þær miða að því að forða þroti kerfisins eftir því sem meðalaldur Þjóðverja hækkar og hlutfall vinnandi fólks af heildaríbúafjöldanum fer lækkandi. „Þetta eru mestu félagslegu umbætur sem ráðizt hefur verið í frá stofnun lýðveldisins eftir stríð,“ fullyrti Walter Riester, atvinnumálaráðherra þýzku stjórnarinnar. Stjórnarand- stöðuþingmenn Kristilegra demókrata (CDU) greiddu at- kvæði gegn tillögunum, sem hafa verið lengi í undirbúningi. Stjórnin hefur þó þegar tryggt sér að þeir hlutar lagapakkans sem efri deild þingsins, Sam- bandsráðið, þarf að sam- þykkja, verði ekki felldir þar þrátt fyrir að stjórnarflokk- arnir, jafnaðarmenn (SPD) og græningjar, hafi þar ekki meirihluta. Hagfræðingar gagnrýna áformin fyrir að ganga ekki nógu langt; þörf verði á að breyta kerfinu aftur eftir fáein ár. Kabila yngri orðinn forseti JOSEPH Kabila undirhers- höfðingi sór í gær embættiseið sem arftaki föður síns, Laur- ent Kabila, sem forseti Lýð- veldisins Kongó. Kabila yngri er 29 ára gamall, reyndur her- maður en óreyndur á sviði stjórnmála. Hans bíður nú það vandasama verkefni að sam- eina land sem er á stærð við alla Vestur-Evrópu, þar sem stríð hefur staðið yfir með litlum hléum í nokkur ár og ekki sér fyrir endann á. Upp- reisnarmenn sem njóta stuðn- ings a.m.k. tveggja grannríkja hafa á valdi sínu hátt í helming landsins, sem er mjög ríkt að náttúruauðlindum, svo sem gimsteinum og gulli. STUTT Flugslys í Venes- úela Walter Riester GRÍÐARLEGA öflugur jarðskjálfti reið yfir Indland laust fyrir níu í gær- morgun að staðartíma, um óttubil að íslenskum tíma. Skjálftans varð vart um allt Indland, í Pakistan og í Nep- al. Jarðskjálftinn, sem er sá öflugasti á Indlandi í 50 ár, mældist að sögn indverskra jarðskjálftafræðinga 6,9 á Richter-kvarða en 7,9 að sögn er- lendra starfsbræðra þeirra. Ekki er ljóst hve margir létust í skjálftanum en ljóst er að þeir skipta hundruðum í það minnsta. Mikið tjón varð af völdum skjálftans og mörg hundruð byggingar hrundu til grunna. Skjálftinn átti upptök sín 20 km norðaustur af bænum Bhuj, í strjál- býlu fenjasvæði sem ber heitið Rann of Kutch og liggur við landamæri Pakistan. Bhuj, sem er 150.000 þús- und manna borg, varð mjög illa úti. 150 manns létust þegar bygging ein hrundi til grunna en tíundi hluti bygginga í bænum gjöreyðilagðist í skjálftanum. Að sögn talsmanns rík- isstjórnarinnar eru nær allar hinar skemmdar. Hrikalegt um að lítast Einnig var hrikalegt um að lítast í stærstu borg Gujarat-ríkis, Ahmed- abad. Þar hrundu mörg hundruð hús til grunna. Innanríkisráðherra Ind- lands, L.K. Advani, sagði blaða- mönnum í gær að allt að 1.000 manns gætu verið látnir. Þegar hafði verið staðfest að á þriðja hundrað manns létust í gær en talið var að mörg hundruð manns væru fastir í húsa- rústum. Advani sendi hersveitir á vettvang til að hjálpa til við björgunarstörf og voru mörg þúsund manns við þau í gær. Flóðlýst var á svæðum þar sem unnið var í gærkvöldi til að gera björgunarfólki auðveldar fyrir. Um sjö stiga hiti var á Indlandi í gær- kvöldi og kom herinn sér fyrir á sér- stökum stöðum og dreifði teppum og veitti særðum fyrstu hjálp. Æðsti embættismaður borgarinn- ar, K. Srinivas, sagði AFP-fréttastof- unni að 500 hús að minnsta kosti hefðu hrunið til grunna í borginni. „Tvö stærstu sjúkrahús borgarinnar eru yfirfull af fórnarlömbum skjálft- ans, lífs og liðnum. Skjálftinn var mjög harður og hann kom fyrirvara- laust.“ Gujarat er eitt auðugasta ríki á Indlandi og þar er stærsta olíu- hreinsistöð landsins, hún skemmdist ekkert í skjálftanum. Þrátt fyrir að Gujarat sé jarðskjálftasvæði þá eru hús þar sjaldnast nægilega byggð til að þola meiriháttar skjálfta líkt og þennan. Neyðarfundur ríkisstjórnar Indverjar héldu upp á þjóðhátíð- ardaginn í gær og voru þúsundir manna samankomnar í miðborg Nýju-Delhi, höfuðborgar Indlands, til að fara í hátíðaskrúðgöngu. Þar voru staddir helstu frammámenn í stjórnmálum, leiðtogar hersins og erlendir gestir. Rétt áður en skrúð- gangan átti að hefjast reið skjálftinn yfir en hans varð greinilega vart þar í borg, háhýsi sveigðust til og myndir titruðu á veggjum. Sömu sögu var að segja í Bombay, mörg hundruð kíló- metrum frá upptökum skjálftans. Forsætisráðherra Indlands, Atal Behari Vajpayee, boðaði ríkisstjórn- ina á neyðarfund, strax að skrúð- göngunni lokinni. „Ég er harmi sleg- inn yfir fregnum af áhrifum skjálftans,“ sagði hann í yfirlýsingu að fundi loknum. Jarðskjálftans varð greinilega vart í Pakistan. Hús hrundu til grunna í borginni Hyderabad og að minnsta kosti tveir létust. Í bænum Badin, 80 km suður af Hyderabad, var sömu sögu að segja. Yfirmaður lögreglunn- ar í Hyderabad, Saud Mirza, sagði í gær að björgunarstörfum hefði verið lokið á innan við tveimur klukku- stundum og taldi hann engan vera lokaðan inni í rústum húsa. Tugir manna hlupu felmtri slegnir út á götu í Khatmandu, höfuðborg Nepal, þeg- ar skjálftans varð vart þar. Ekki fréttist um neitt tjón þar. Nær 181 ár er liðið síðan jafnöflug- ur jarðskjálfti reið yfir Gujarat. Árið 1819 létust um 1.500–2.000 manns í jarðskjálfta á þessum slóðum. Síðasti harði jarðskjálftinn á Indlandi átti sér stað í ágúst 1999 í Uttar Pradesh- ríki. Þá létust 100 manns og 300 særðust í skjálftanum, í Himalaya- fjallgarðinum. Árið 1993 létust um 10.000 manns í jarðskjálfta á Ind- landi. Öflugur jarðskjálfti reið yfir Indland á þjóðhátíðardeginum „Sjúkrahús full af fórnarlömbum skjálft- ans, lífs og liðnum“ AP Lögreglumaður og sjálfboðaliðar hlaupa með lík fórnarlambs skjálftans á sjúkrahús í Ahmedabad. Nýju-Delhi, Ahmedabad. AFP, AP, Reuters.             !"!" # ! !! $ %! $ & ' ( " )         %                        !  "# $% & ' ( )'* $    ' +, -  % $ &( -&- "  . /  0  Reuters Pakistanskur drengur ber í burtu það sem hann fann nýtilegt í rústum heimilis síns í Hyderabad.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.