Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 24
LISTIR
24 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Kór, kór, kvennakór!
! "
#$
%
&$
'
$
#!
Að
leggja
grunn að
framtíð-
inni
MORGUNBLAÐINU hefur
borist eftirfarandi yfirlýsing
frá stjórn Bandalags sjálf-
stæðra leikhúsa:
„Þau ánægjulegu tíðindi hafa
borist að undanförnu að
Reykjavíkurborg ætli að
bregðast við auknu mikilvægi
sjálfstæðra leikhúsa og sviðs-
listahópa í menningarlífi höfuð-
borgarinnar. Þetta ætlar borg-
in að gera með sérstökum
samningum við 2-3 leikhús eða
hópa. Þetta er fagnaðarefni og
ber að þakka. Til þess er tekið
að sjálfstæðu leikhúsin og
sviðslistahóparnir hafa frum-
sýnt um 30 verk árlega und-
anfarin ár og á síðasta ári voru
frumsýningarnar 36. Þessi leik-
hús og hópar eru reknir af
miklum krafti og metnaði allan
ársins hring.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri hefur lagt fram
hugmyndir að starfssamningi
og útfærslu hans. Í þeim hug-
myndum er gert ráð fyrir 6
millj. króna stuðningi í ár, 12
millj. árið 2002 og 15 millj. árið
2003. Enn fremur hefur hún
sagt að um frekari stuðning
verði ekki að ræða. Að þessu
gefnu verður þó ekki hjá því
komist að gera eina athuga-
semd. Sá stuðningur sem um er
rætt í framkominni hugmynd
verður að vera öflugri.
Það er skiljanlegt, að nú þeg-
ar borgin ætlar að stíga þetta
skref, vilji stjórnendur að málið
sé þar með afgreitt til lengri
tíma. Það er einnig vilji sjálf-
stæðu leikhúsanna og sviðs-
listahópanna. Til að svo geti
orðið þarf að ganga lengra en
fram kemur í umræddri hug-
mynd. Stjórn Bandalags sjálf-
stæðra leikhúsa hefur lagt
fram hugmyndir að auknum
stuðningi í þrepum til ársins
2005, en þá verði hann kominn
upp í 30 millj. Í ljósi stuðnings
borgarinnar við annað menn-
ingarstarf og mikilvægi sjálf-
stæðra leikhúsa og sviðslista-
hópa í menningarflóru borg-
arinnar, er hér verið að ræða
um tiltölulega lágar upphæðir.
Nú er tillaga borgarstjóra til
meðferðar innan stofnana
borgarinnar. Í þeirri vinnu er
sterkasti leikurinn að taka
ákvörðun til lengri tíma. Borg-
in hefur áður tekið slíkar
ákvarðanir með mjög jákvæð-
um árangri. Nú er tækifæri til
að taka risaskref í stuðningi við
sjálfstæðu leikhúsin og sviðs-
listahópanna. Og það þarf ekki
svo mikið til. Rétt er að rifja
upp að aðalfundir Bandalags
íslenskra listamanna og Leik-
listarsambands Íslands hafa
báðir sent frá sér afgerandi
ályktanir þar sem hvatt er til
að opinberir aðilar stórauki
stuðning sinn við starf sjálf-
stæðu leikhúsanna og sviðs-
listahópanna. Það sama hefur
komið mjög ákveðið fram í
vinnu að mótun menningar-
stefnu fyrir Reykjavíkurborg.
Því hvetur stjórn Bandalags
sjálfstæðra leikhúsa stjórnend-
ur borgarinnar að vinna að út-
færslu hugmyndarinnar á þann
hátt að hún sé lausn til lengri
tíma og leggi traustan grunn að
framtíðinni.“
Yfirlýsing frá
stjórn Bandalags
sjálfstæðra leikhúsa
EITT af þeim sjálfstæðu leikhúsum
sem starfrækt eru í borginni er Kaffi-
leikhúsið í Hlaðvarpanum. Fram-
kvæmdastjóri þess og listrænn
stjórnandi er Jórunn Sigurðardóttir
en forverar hennar hafa verið tveir,
Ása Richardsdóttir og María Reyn-
dal. Jórunn sagði í samtali við Morg-
unblaðið að Kaffileikhúsið hefði verið
rekið fyrir sjálfsaflafé og með litlum
opinberum stuðningi til þessa, enda
hafi umfang starfseminnar tekið mið
af þeim aðstæðum. „Við höfum ávallt
sniðið okkur stakk eftir vexti og valið
þá leið að bjóða upp á samstarf við
ýmsa leikhópa og listamenn um að-
stöðuna hér í Kaffileikhúsinu þar sem
frumkvæðið kom ýmist frá Kaffileik-
húsinu eða listamönnum. Það var í
rauninni í fyrsta sinn árið 1999 að
Kaffileikhúsið fór út í það að setja
sjálft upp leiksýningar, fyrst revíuna
Ó, þessi þjóð eftir Karl Ágúst Úlfsson
og Hjálmar H. Ragnarsson, en til
þess verkefnis fékkst styrkur frá
Leiklistarráði. Til uppsetningar
barnaleikritsins Ævintýrið um ástina
eftir Þorvald Þorsteinsson fékkst
hins vegar enginn styrkur og það
hefði ekki verið haldið áfram á þessari
braut til dæmis í einleikjaröðinni Í
öðrum heimi nema af því að Leiklist-
arráð veitti því verk-
efni einnig brautar-
gengi. Segja má að með
því að setja upp einleiki
séum við líka að sníða
okkur stakk eftir vexti.
En sem betur fer er
einleikjaformið það
spennandi að það kem-
ur ekki að sök að vera
dyggðugur og auðvitað
er gaman að geta sett
svona mörg verk á svið.
Það hafa verið frum-
fluttir fimm einleikir
alls, einn í vor og fjórir
frá því í haust, þar af
eru tvö íslensk verk og
bæði eftir konur sem
ekki hafa verið fyrirferðarmiklar í
stétt leikskálda. Ég legg áherslu á að
styrkirnir frá Leiklistarráði og úr
Listasjóði í formi starfslauna til lista-
mannanna voru afgerandi forsenda
þess að þetta væri hægt. En svo vit-
um við ekkert hvort við fáum fjár-
magn til áframhaldandi eigin starf-
semi þannig að það er engin leið að
gera nokkrar áætlanir lengra fram í
tímann. Alla jafna hefur Kaffileikhús-
ið fengið smástyrki úr ýmsum sjóð-
um, bæði frá ríki og borg, samtals
hafa þessar upphæðir kannski náð því
að vera milljón á ári. Við höfum af illri
nauðsyn orðið að miða starfsemina
við hinn fjárhagslega veruleika sem
við okkur blasir og varast þá leið að
steypa okkur útí miklar skuldir í
þeirri von að opinberir aðilar bjargi
okkur á þurrt þegar allt er komið á
vonarvöl,“ segir Jórunn.
Hún rifjar upp að
Kaffileikhúsið hafi feng-
ið Menningarverðlaun
DV árið 1996 fyrir að
bjóða upp á verðugan
valkost í leiklistarlífi
borgarinnar. „Stefna
okkar hefur verið að
bjóða upp á annars kon-
ar leiklist og annars kon-
ar sýningar en tíðkast í
öðrum leikhúsum borg-
arinnar. Sumpart helg-
ast það af aðstæðum þar
sem við höfum ekkert
leiksvið heldur er ávallt
leikið hér í veitingasaln-
um. En það er líka
ákvörðun að vera með
leikhús hér í þessum sal, ákvörðun
sem á sínum tíma við þessar aðstæður
var mjög djörf en líka spennandi og
ögrandi glíma fyrir leiklistina.
Áhorfendur hafa hins vegar líka
kunnað vel að meta þessa sérstöðu og
samspil veitinga og leiklistar hefur
gefist vel og hér hefur ávallt tekist að
skapa mjög sérstakt og eftirminnilegt
andrúmsloft. Þá má heldur ekki
gleyma því að hér eru reglulega
haldnir tónleikar og fluttar listadag-
skrár með ýmsu sniði þar sem lista-
menn hafa sóst mjög eftir að koma
hér fram og nýta aðstöðuna.
Við höfum þó orðið að takmarka
þetta meira en við vildum þar sem
fjárhagslegt bolmagn okkar til öflugr-
ar starfsemi hefur verið minna en
æskilegt væri,“ sagði Jórunn Sigurð-
ardóttir listrænn stjórnandi Kaffileik-
hússins.
„Kaffileikhúsið
er verðugur
valkostur“
Jórunn
Sigurðardóttir
Í KVÖLD fengu áhorfendur að sjá
fyrsta leikrit Kristjáns Þórðar
Hrafnssonar í fullri lengd. Það er
gaman að velta fyrir sér hvort hann
hefur orðið fyrir áhrifum frá höfund-
um verka þeirra sem hann hefur þýtt
á móðurmálið. A.m.k. er auðsætt að
einhver skyldleiki er með rimmu
bræðranna í þessu verki og glímu
persónanna tveggja í verki Éric-
Emmanuel Schmitts um Abel Snorko
sem Kristján Þórður þýddi á fágaða
íslensku. Annað vekur strax athygli
en það er að Kristján Þórður hefur
tekið stórstígum framförum í þeim
þætti leikritunar sem snýr að því að
tjá skapgerð persónanna með því
málsniði sem höfundur velur þeim.
Það er auðmerkjanlegur munur á
málfari bræðranna – hinn eldri talar
óvenju vandað, sumir myndu segja
uppskrúfað, bókmál sem gefur áhorf-
endum skýr skilaboð um hvern mann
hann hefur að geyma og hvaða gildi
eru honum hugfólgin. Tungutak yngri
bróðurins er líka vandað en jafnframt
mun trúverðugra og eðlilegra og þar
af leiðir að fjöldinn dregur þá ályktun
að hann sé fulltrúi sinn í verkinu. Þeir
áhorfenda sem hrífast af orðkynngi
eldri bróðurins og staðfestu hans er
hann ver hin gömlu gildi velja hann
sem sinn mann en sjá á hinum yngra
mót meðalmennskunnar.
En það er greinilegt að leikstjóri
hefur samúð með yngri bróðurnum
og eins og persóna hins eldri er skrif-
uð og leikin verð ég að vera honum
sammála. Hinn yngri verður fyrir
ákveðnu skipbroti í lífinu, hann lærir
af reynslunni og sættir sig við orðinn
hlut – hann er umfram allt mannleg-
ur. Þótt hann sé enginn snillingur er
hann hamingjusamur. Honum til höf-
uðs stefnir höfundur eldri bróðurn-
um, manni sem án efa er gæddur
ýmsum hæfileikum en einnig svo
gamaldags í hugsun og félagslega
heftur að leitun yrði að öðrum eins
eintrjáningi. Hann hvorki skilur sjálf-
an sig né samfélagið og getur enga
björg sér veitt í vandræðalegum sam-
skiptum sínum við annað fólk en er
haldinn þeirri firru að hann sé útval-
inn spámaður til að hjálpa öðrum.
Í leikritinu eins og það er gefið út
sem hluti leikskrárinnar er lögð
áhersla á að verkið fjallar um sam-
skipti bræðra með því að nefna per-
sónurnar eldri og yngri [bróður]. Það
er næsta óhugsandi að tengslum per-
sónanna væri öðruvísi farið – það er
a.m.k. fátítt að vinir komist upp með
aðra eins framkomu og hinn þvergirð-
ingslegi eldri bróðir sýnir af sér án
þess að til vinslita kæmi. Hinn yngri
bróðir er fastur í hlutverki þess sem
lætur valta yfir sig. Ef hann andæfir
vísar eldri bróðirinn til bræðraband-
anna og sá yngri fyrirgefur honum –
rígbundinn fjölskylduböndum á fyrir
fram ákveðinn klafa hegðunar og
valdahlutfalla.
En nöfn þeirra beggja koma fram í
verkinu. Nafn hins yngri, Tómasar,
snemma í fyrri þættinum en hins
eldri, Hannesar, ekki fyrr en rétt
undir lokin. Það er hægt að leika sér
að þeirri hugmynd að nöfn þeirra eigi
sér táknræna vísan. Nafn Tómasar er
þá dregið af hinum vantrúaða postula
Tómasi sem velti hlutunum fyrir sér á
eigin forsendum en trúði engu fyrr en
hann tók á hlutunum. Nafnið Hannes
vísar þá til hins einstrengingslega
spámanns Jóhannesar sem boðar
kenningar sínar hvað sem á dynur,
einn í eyðimörk félagslegs vanmáttar.
Íslensku- og bókmenntagúrúinn Jón-
as vísar þá til skáldsins sem í þjóð-
arvitundinni lifir – meira tákn en per-
sóna.
Í umgjörð verksins ríkir einfald-
leiki. Veggir og gólf eru skrautlausir,
húsgögn fábrotin. Ljósahönnuður
leikur sér að því að sýna hvernig líður
á daginn með lýsingu, litum og skugg-
um. Hið eina sem brýtur í bága við
þetta samræmi eru leikföng barna
Tómasar, litríkt samfélag á miðju
gólfi innri stofunnar. Þetta minnir á
tengsl Tómasar við fjölskyldu sína,
tengsl sem eru byggð á allt öðrum
forsendum en bræðrabönd hans við
Hannes.
Það er tvennt í uppfærslunni sem
styrkir mjög þá mynd sem dregin er
upp í textanum af þeim bræðrum sem
algjörum andstæðum. Annars vegar
eru búningar þeir sem persónurnar
klæðast. Tómas er í upphafi alklædd-
ur þægilegum hvítum fötum. Hannes
er í gráleitum jakkafötum og útiskóm;
hann er alltaf íklæddur búningi vel-
sæmisins og ávallt tilbúinn að vaða yf-
ir allt og alla á skítugum skónum.
Hins vegar eru hreyfingar leikar-
anna og hvernig þær eru notaðar til
að túlka skapgerð persónanna vand-
lega unnin stúdía frá hendi leikstjóra
og leikara. Hannes er alltaf jafnstífur
í hreyfingum, hann situr beinn í baki
ef hann tyllir sér en uppáhaldsstell-
ingin hans er að standa teinréttur og
básúna skoðanir sínar yfir vanþakk-
látum lýðnum. Tómas er afslappaður,
kemur sér þægilega fyrir hvar sem
er, nýtur lífsins í litlu sem stóru hvort
sem það er sólarsýn í gluggakistunni
eða stundarhvíld í þægilegum sófa.
Baldur Trausti Hreinsson sýnir
mjög fágaðan og öruggan leik í hlut-
verki Tómasar. Hann átti mjög auð-
velt með að sýna geðbrigði yngri
bróðurins – manns sem gæti lifað
sáttur við sig og sína ef bara að hann
fengi að vera í friði. Hlutverk Hann-
esar er mun erfiðara, Pálmi Gestsson
þurfti að sigla milli skers og báru;
þess að gera persónuna ekki of af-
káralega og missa tengsl við trúverð-
ugleikann en ná því að kynda undir
kímni textans. Honum fórst þetta yf-
irleitt mjög vel úr hendi en einstaka
sinnum bar á óöryggi og mismæli.
Það er heldur ekki heiglum hent að
túlka persónu sem gerir aldrei neitt
sem hún segist gera, hefur sjálfs-
mynd sem er víðsfjarri raunveruleik-
anum og á hvorki vísa samúð þess
listafólks sem að henni stendur né
áhorfendanna sem hún er leikin fyrir.
Það má líta á þetta leikrit sem
krufningu á persónu Hannesar. Við-
fangsefnið er athyglisvert og höfund-
ur hefur góð tök á því sem hann vill að
persónurnar segi. Það hefur líka verið
lögð alúð við allan frágang þessarar
uppfærslu, jafnt við leikstjórn, leik og
útlit. Vandinn liggur í því að tveir leik-
arar í jafnþröngu rými þurfa að hafa
úr stærri tilfinningum að moða til að
skapa eftirminnilega sýningu. Sýn-
ingin er á vissan hátt of hversdagsleg.
Alþjóðlega orðið „drama“ felur í sér
eitthvað stærra en berstrípaðan raun-
veruleikann og það skortir hér. Það
þyrfti meiri leikræn átök í verkið til
að það nái þeim tilgangi sínum að
miðla hugmyndum höfundar.
Morgunblaðið/Jim Smart
Baldur Trausti Hreinsson og Pálmi Gestsson í hlutverkum sínum.
LEIKLIST
Þ j ó ð l e i k h ú s i ð
Höfundur: Kristján Þórður Hrafns-
son. Leikstjóri: Melkorka Tekla
Ólafsdóttir. Leikmynd og búningar:
Helga I. Stefánsdóttir. Lýsing: Ás-
mundur Karlsson. Leikarar: Baldur
Trausti Hreinsson og Pálmi Gests-
son. Föstudagur 26. janúar.
JÁ, HAMINGJAN
GUÐ HJÁLPAR ÞEIM SEM
HJÁLPAR SÉR SJÁLFUR
Sveinn Haraldsson