Morgunblaðið - 27.01.2001, Qupperneq 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 25
INN á borð mitt rataði seint á síð-
astliðnu ári nýútkomin bók um fær-
eyska myndlist, er tekið hefur sam-
an Bárður Jákupsson forstöðumaður
Listasafns Færeyja í Þórshöfn (f.
1943). Hef ekki haft tækifæri til að
sinna ritinu fyrr, einnig vafasamt að
erlendum listaverkabókum sé greiði
gerður að fjalla um þær í jólavertíð-
inni, allir fjölmiðlar uppteknir af um-
ræðu og rýni á innlendar bækur. Þá
eru listaverkabækur ætlaðar til
eignar og uppflettingar til langs
tíma, sem heimild um list einstak-
linga, listhópa, landa og landsvæða,
en ekki skemmtilesturs í skamm-
deginu. Var að nokkru með ráðum
gert að geyma sér bókina ásamt
fleiri skyldum fram í afturkippinn og
lognið í janúar, trúlega sýnu væn-
legra að vekja þá athygli á þeim.
Höfundur bókarinnar, Bárður
Jákupsson, er starfandi málari, sem
hefur verið sjálfskrifaður forstöðu-
maður listasafnsins frá upphafi.
Hann mun hafa verið ráðinn að því
1989, en það komst í gagnið í sér-
hannaðri byggingu 1993. Jákupson
nam við Akademíuna í Kaupmanna-
höfn og hafði Mogens Andersen sem
prófessor, var kennari við lýðháskól-
ann í Færeyjum í sautján ár, frá
árinu 1975 ritstýrði hann jafnframt
tímaritinu Möndli, sem Þjóðminja-
safnið gaf út fram til 1991 og skrifaði
margar greinar í það. Hefur alla tíð
verið óþreytandi við að kynna fær-
eyska myndlist í ræðu og riti, og í
fyrirsvari margra framkvæmda
heima sem erlendis. Auk fjölda
greina í blöð og tímarit hefur
Jákubsson samið stóra bók um þjóð-
armálarann Sámal Joensen Mikines
(1906-1979), sem út kom 1990, hönn-
uð af höfundi og Sigurþóri Jakobs-
syni. Setning, umbrot, litgreining.
Prentun og bókband var þá verk
prentsmiðjunnar Odda hér í borg og
allt framúrskarandi vel af hendi
leyst. Óhætt að mæla með þessari
bók í hendur allra sem kynna vilja
sér feril þessa mikla listamanns,
vildi helst sjá hana í íslenzkri útgáfu
þótt hin merkilega þjóðtunga, fær-
eyska, ætti ekki að vefjast tiltakan-
lega fyrir þeim sem inni eru í nor-
rænum málum og þá einkum ís-
lenzku.
Bárður Jákupsson hefur þannig
verið brimbrjótur og eldsál um
framgang færeyskrar myndlistar,
og mikil sú landsins gæfa að maður
með jafn mikla og jarðtengda yfir-
sýn skuli hafa valist í embætti for-
stöðumanns listasafnsins, en ekkert
bendiprik með menntun í útlenzkum
fræðum, stílum og stefnum.
Listamaðurinn er þó í erfiðri að-
stöðu þegar hann skrifar yfirlit um
færeyska myndlist, þar sem hann er
sjálfur starfandi málari í litlu sam-
félagi, en slíkir geta ekki með öllu
farið að hætti atvinnuskrifara og
listsögufræðinga, eru á miðjum or-
ustuvellinum en horfa ekki yfir hann
úr fjarlægð. Í kynningarriti um
Færeyjar, sem Jákupssen skrifar í
um myndlist svo og bækur um fær-
eyska myndlist, þarf því utanaðkom-
andi til að fjalla um hann sjálfan,
þannig skrifar danski gagnrýnand-
inn Helle Lassen um hann í eitt
landkynningarritið sem ég hef á
milli handanna, og Preben Michael
Hornung í bókina Myndlist í Fær-
eyum, sem hér skal vakin athygli á.
Bókin er í stóru broti en þó aðeins
minni umfangs en sú um Mykines,
að auk 164 síður á móti 255, hins veg-
ar prýdd mun fleiri litmyndum. Er
þannig öðru fremur kynningarrit,
þar sem á skilvirkan og hlutlægan
hátt er farið í saumana á þróun fær-
eyskrar myndlistar frá upphafi til
síðustu ára, en minna um fræðilega
úttekt. Við Íslendingar erum svo
lánsamir að þekkja allvel til fær-
eyskrar myndlistar, en þó helst eldri
kynslóða, eða frá Mikines til spor-
göngumanna hans, millikynslóðar-
innar, hins vegar þekkjum við minna
til hinna elstu og yngstu, kíminu að
yfirvegaðri og samfelldari vinnu-
brögðum og seinni tíma núlistaáhrif-
um að utan. Má segja að færeysk
myndlist nýrri tíma sé aðeins yngri
en sú íslenzka, eða svo nemi einni
kynslóð, og hafi til skamms tíma
þróast á þjóðlegri nótunum. Enn-
fremur að þeir hafi verið til muna
sjálfhverfari en við, jafnvel þótt
hálfu styttra hafi verið til Kaup-
mannahafnar, heimslistarinnar um
leið. Þannig má greina rauðan þráð
sem gengur frá fyrstu tilraunum
tómstundamálara til seinni tíma at-
vinnumálara, þar sem einn tekur við
af öðrum um nærtæk viðfangsefni,
mannfólkið, fuglana, byggðirnar,
húsin, landslagið, veðrabrigðin og
samanlögð hrikaleg náttúrusköpin
með hafið á allar hliðar, í lúkunum
sem fjarlægum sjónhring. Eins og
Íslendingar sóttu þeir lengstum og
enn meira menntun sína til Kaup-
mannahafnar, en í stað þess að leita
útávið til fulltingis alþjóðlegri vitund
hafa þeir leitað innávið til þjóðlegra
minna og almennra athafna. Það má
vera að einhverjir finni
upp á að tengja þetta
nesjamennsku, en allt
eins mætti nefna það
staðfestu og ást á land-
inu og þjóðlegum verð-
mætum, grannt skoðað
gerðu heimslistamenn
síðustu aldar þetta einn-
ig en færðu í nýjan bún-
ing. Færeyingum hefur
og á sinn hátt lánast að
móta sérstæða þjóð-
tungu, sem rit- og sjón-
menntir byggðar á þjóð-
legum arfi hafa slípað og
eflt, þótt áhrifin séu í
báðum tilvikum sótt til
evrópskra hefða.
Hvað sem heimslist-
inni líður, hefur þetta
gert landið eitt hið
áhugaverðasta á Norð-
urlöndum og jafnframt
heimsbyggðinni allri.
Þórshöfn þannig að
mestu haldið svip sínum
alla síðustu öld. Engin
ný gildi hafa valtað yfir
höfuðborgina, ei heldur
núviðhorf módernism-
ans yfir hina fornu
kirkjulist, þannig að
Þórshöfn í smæð sinni
telst heildstæðasta og
sérkennilegasta höfuð-
borg á Norðulöndum,
mannleg ásýnd hennar
einstök.
Hér er síður sérsmíð-
aður, miðstýrður og
tilbúinn fullkomleiki
múg- og gervimennsk-
unar á ferð, öllu heldur
frumstæður og safaríkur
ófullkomleiki fámennis-
ins, sem mannkynið þarf
einmitt mest á að halda
nú um stundir, kveikir
metnað og gerir lífið að
stóru ævintýri.
Þetta telst bakgrunn-
ur færeyskrar rit- og
myndlistar, sem lands-
menn hafa um sumt
kunnað að fara betur
með en Íslendingar, og
munu þó nær fimm sinnum færri.
Í bókinni kemur fram að styrkur
færeyskrar listar felst í nálguninni
við náttúrusköpin og að hversu
óhlutlæg sem myndverkin eru,
kennir skoðandinn jarðbundin og
upprunaleg hughrif, aðallega í fjöl-
þættum útgáfum úthverfa innsæis-
ins. Það er svo í leirlist og textílum
að vart verður við nýjan tón, fjar-
lægri og alþjóðlegri. Erfiðara en
fyrrum að halda höfði í holskelfu al-
þjóðlegra nýstrauma sem allt upp-
runalegt vill kæfa og helst hefur ver-
ið haldið að ungum í listaskólum á
síðustu áratugum.
Hið mikilvægasta í dag er stofnun
listakademíu í Þórshöfn, sem legði
rækt við það sem áunnist hefur og
opnaði um leið glugga til allra átta,
útskrifaði sína eigin listsögufræð-
inga og húsameistara, það er stysta
leiðin til frelsis og þjóðreisnar um
leið, farsælast að haldist í hendur.
Í bókinni er málaralist, högg-
myndalist, svartlist, textíl og ljós-
myndum gerð meir og minna skil.
Vert að geta þess að komið hefur
verið upp vel búnu grafísku verk-
stæði í listasafni Færeyja með
áherslu á litógrafíu, og þar hafa
áhugasamir úr 350 steinum frá
Solnhofen að velja. Stendur starf-
andi færeyskum listamönnum til
boða ásamt faglegri aðstoð fastráð-
ins starfsmanns og stefnt að því að
fá útlenda gesti.
Dregið saman í hnotskurn er
þetta fræðandi og nytsamt uppslátt-
arrit, sem vel er staðið að, gefur
góða innsýn á færeyska myndlist,
þótt sem alltaf megi deila um val
myndverka.
Upplýsandi bók um
færeyska myndlist
LIST OG
HÖNNUN
B á r ð u r J á k u p s s o n
MYNDLIST Í FØROYUM
Forlagið Atlanta. Erik Frey, Hjørr-
ing. Forlagið Sprotinn 2000. Gefin
út með stuðningi dansk-færeyska
menningarsjóðsins, Margritun,
Mentunargrunni landsins og Lista-
safni Færeyja. Prentun: Jelling
Bogtrykkeri A.S. 164. bls.
Hans Pauli Olsen (1957), Hjördís og skugg-
inn, 1993, 200x140x48, leir/brons. Hús Iðn-
aðarins, Kaupmannahöfn.
Sámal Joensen Mikines (1906–79), Mikines-
kona, 1934, 54x42 cm, olía á léreft. Í eigu
Listasafns Þórshafnar.
Bragi Ásgeirsson