Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 31
VÍSINDAMENN telja að of margt fólk, sem þjáist af offitu – og of fáir sem eru undir kjörþyngd – séu greindir með astma. Frá þessu er greint á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC, nýverið. Þá hefur ennfremur komið í ljós, að minni líkur eru á að börn stórreyk- ingafólks fái þá meðferð sem þau þurfa við astma, vegna þess að foreldrarnir fara ekki með þau til lækn- is. Rannsókn er gerð var í Ástralíu leiddi í ljós að fólk sem er of þungt kvartar oftar undan and- þrengslum og öndunarerf- iðleikum, en hafði ekki svonefnd „eiginleg einkenni“ astma. Aftur á móti kom í ljós að fólk sem er undir kjörþyngd og greindist ekki með astma hafði þessi einkenni. Áströlsku vísindamennirnir rann- sökuðu hátt í tvö þúsund fullorðna á aldrinum 17 til 73 ára. Skráðu þeir niður astmagreiningu og þyngd, en athuguðu sjálfir hvort fólkið var með astma. Tekið var tillit til aldurs, kyns, reykinga og fjölskyldusögu. Í ljós kom að þeir sem þjáðust af offitu voru tvöfalt líklegri til að hafa verið greindir með astma. Aftur á móti voru þessir einstaklingar ekki tvöfalt líklegri til að vera með viðkvæm önd- unarfæri, sem er einkenni astma. Vísindamennirnir telja líklegt að öndunarerfiðleika þeirra, sem þjást af offitu, megi rekja til þess að þeir þurfa að hafa meira fyrir því að anda, og sé þetta greint rangt sem astmi. Sjaldnar til læknis Í hinni rannsókninni könnuðu skoskir vísindamenn heilsufarsupp- lýsingar um 400 börn á aldrinum tveggja til tólf ára, sem áttu foreldra sem reykja. Var kannað magn kót- íníns í munnvatni barnanna, en það efni er aukaafurð tóbaks, til þess að athuga hversu miklar óbeinar reyk- ingar barnanna væru. Í ljós kom, að börn sem áttu for- eldra sem reykja mikið höfðu farið allt að þriðjungi sjaldnar til læknis í astmagreiningu. Tíðni ferða til læknis lækkaði ennfremur eftir því sem foreldrarnir reyktu meira, og bar einkum á þessum tengslum í þeim tilfellum þegar móðirin reykti. Þessi tengsl komu aftur á móti ekki í ljós varðandi aðra sjúkdóma. Vísindamennirnir segja að ástæðan fyrir því að þessi börn fara sjaldnar til læknis í astmagreiningu kunni að vera sú, að stórreykinga- fólk sé síður vakandi fyr- ir einkennum sjúkdóms- ins, eða sé tregara til að fara til læknis. Börn stór- reykingafólks njóti vegna þessa ef til vill ekki nægilegs eftirlits. Greint er frá þessum rannsóknum í Thorax, tímariti samtaka breskra brjóstholslækna (British Thoracic Society, BTS). Vísindamenn telja að offita sé of sjaldan greind sem orsök öndunarörðugleika. Hætta sé á að þeir sem þjást af offitu séu ranglega greindir með astma og hljóti því ónauðsynlega meðferð. Einnig verði að hafa auga með þeim möguleika að astmi sé ekki greindur nægilega oft hjá þeim sem eru of léttir. Offitusjúklingar grein- ast of oft með astma Kannanir gefa til kynna að börn stórreykingafólks fái síður astmameðferð en jafnaldrar sínir. TENGLAR ..................................................... Tímaritið Thorax: http://thorax.bmjjournals.com/ Associated Press HVERNIG geta vísindamenn best nýtt það gífurlega magn upplýsinga sem er að hafa úr nýkortlögðu gena- mengi mannsins til þess að búa til seljanleg lyf? Starfsmenn fyrirtæk- isins Genzyme Transgenics í Banda- ríkjunum hafa bætt geni úr mönnum í erfðaefni um það bil 250 geita. Leið- ir þetta til þess, að þegar þær eru mjólkaðar framleiða þær manna- prótín, svonefndan mót-blóðhleypi (AT-III), sem notaður er til að koma í veg fyrir blóðtappamyndun í sjúk- lingum sem gangast undir hjartaað- gerð. Að búa til svona „þvergenetísk“ dýr til að framleiða lyf er með frum- legri aðferðum við að framleiða mik- ið magn af mannaprótínum sem kunna að verða næsta kynslóð lyfja. Dýraréttindasinnar hafa efast um að það sé siðlegt að búa til svona dýr, en vísindamenn segja að með þessum hætti kunni að verða mögulegt að framleiða prótín sem nú er einungis hægt að fá í mjög takmörkuðu magni úr mannablóði. Er fram líða stundir kunna geitur, kindur og kýr að geta framleitt hundruð prótína sem gætu jafnvel bjargað mannslífum, er vísindamenn túlka genamengið. Thomas E. New- berry, yfirmaður fjárfestatengsla hjá Genzyme, segir að vanhæfni til að framleiða þessi prótín ódýrt og í miklu magni hafi í för með sér að flöskuháls myndist og tefji framfarir í læknavísindum. Genzyme er eitt af nokkrum fyr- irtækjum sem hafa veðjað á að geit- ur eða önnur stór spendýr geti gefið af sér það sem á vantar. Spendýr, eins og til dæmis menn og geitur, eru prótínverksmiðjur sem framleiða mikið magn til þess að fóðra ungviði sitt. Genzyme áætlar nú að framleiða 13 vörutegundir úr geitamjólk til þess að meðhöndla sjúkdóma á borð við HIV [veiruna er veldur alnæmi] og gikt. Til stóð að AT-III yrði fyrsta prót- ínið, búið til úr þvergenetískri dýra- mjólk, sem kæmi á markað, sem átti að verða snemma á næsta ári. En þær áætlanir hafa farið úr skorðum vegna þess að bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið hefur farið fram á að gerðar verði fleiri tilraunir með efn- ið. Annað fyrirtæki, Bayer, heldur nú kindur á Nýja-Sjálandi í því skyni að framleiða prótín sem gegnir lyk- ilhlutverki í meðhöndlun fólks með lungnaþembu og slímseigjuvanþrif. Langtímamarkmið Langtímamarkmið fyrirtækja sem eru að þróa þvergenetísk dýr er að búa til nýja kynslóð lyfja sem byggð eru á genaafurðum, í stað lyfja sem búin eru til af efnafræð- ingum, að sögn Newberrys. Undan- farin ár hafa til dæmis níu einklóna mótefni, eða ónæmiskerfisprótín sem virka einungis á nákvæmlega tilgreind skotmörk, verið samþykkt til notkunar í mönnum. Á síðasta ári nam sala á þessum mótefnum ríflega einum milljarði dollara, segir New- berry. Lyfjasala í heiminum í heild nam 220 milljörðum dollara í fyrra. Dan Adams, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Protein Sciences í Bandaríkjunum, bætir því við að prótín séu yfirleitt hættuminni en lyf sem búin séu til úr efnablöndum. „Þegar klínískar tilraunir með þau eru á annað borð hafnar eru minni líkur á að þau bregðist,“ sagði hann. „Þau eru flottu krakkarnir í klíníska hverfinu.“ Leita leiða til að nýta upplýsingar úr genamengi mannsins „Þvergenetískar“ geitur framleiða mannaprótín Los Angeles Times/Washington Post. Læknavísindin verða sífellt líkari framtíð- arskáldsögum. Hér segir frá sérræktuðum geitum, sem framleiða efni til að koma í veg fyrir blóðtappamyndun. TENGLAR ..................................................... Heimasíða Genzyme: www. genzyme.com MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.