Morgunblaðið - 27.01.2001, Síða 38
UMRÆÐAN
38 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
G
eorge W. Bush hafði
aðeins setið í tvo
daga á forsetastóli
þegar hann varpaði
sakleysislegri sauð-
argærunni sem hann skrýddi
sig með í kosningaslagnum. Á
mánudaginn lét hann til skarar
skríða og stöðvaði öll fjár-
framlög Bandaríkjanna til sjóða
sem styðja alþjóðleg félaga-
samtök er gefa ráð um skipu-
lagningu barneigna, þar með
talið fóstureyðingar. Þetta var
fyrsta meiriháttar verk hans á
forsetastóli og líklegt að það
gefi tóninn að því sem koma
skal.
Nú er það ekki svo að þessar
stofnanir taki framlög Banda-
ríkjanna og
noti beinlínis
til að greiða
fyrir fóstur-
eyðingar,
eins og halda
mætti af aðgerðum Bush. Þetta
eru alþjóðlegar stofnanir, sem
hafa notið fjárframlaga frá
Bandaríkjunum líkt og frá öðr-
um löndum, en meðal þess sem
þær hafa á sinni könnu er að
ráðleggja konum í þriðja heims
löndum um heilbrigðismál, þar
á meðal getnaðarvarnir og fóst-
ureyðingar.
Samtök kvenna hafa bent á
að yfirlýsingar Bush um að
virða beri allt líf hljómi an-
kannalega í fátækrahverfum
Kalkútta eða afrísku þorpi. Þau
hafa vísað í tölur Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar, um að
árlega látist nær 600 þúsund
konur í þróunarlöndunum af
völdum ýmissa kvilla sem rekja
má til þungunar. Þau hafa líka
bent á að árlega deyi unn-
vörpum örvæntingarfullar kon-
ur sem reyna sjálfar að eyða
fóstri eða leita til skottulækna.
Bush hefur aldrei leynt því að
hann er andstæðingur fóstur-
eyðinga, enda hafa íhaldsöfl enn
þau tök á Repúblikanaflokknum
að hann hefði aldrei náð tilnefn-
ingu sem forsetaefni ef hann
hefði æmt um rétt kvenna til að
ráða yfir eigin líkama. Í upphafi
kosningabaráttunnar var hann
iðinn við yfirlýsingar gegn fóst-
ureyðingum en dró verulega úr
þegar fór að nálgast kosningar,
líklega til þess að fæla ekki í
burtu þá kjósendur sem áttu
eftir að gera upp hug sinn.
Hinn 1. október á síðasta ári
var t.d. skýrt frá því í Morg-
unblaðinu að frambjóðendurnir
tveir, Bush og Al Gore varafor-
seti, væru ekki á einu máli um
hvort leyfa hefði átt neyð-
argetnaðarvarnarpilluna, eins
og bandaríska lyfjaeftirlitið
hafði þá ákveðið að gera. Í
fréttinni kemur fram að Bush
hafði, við umræður um neyð-
argetnaðarvarnarpilluna, notað
tækifærið og fullyrt að næsti
forseti Bandaríkjanna gæti með
skipun nýrra dómara breytt
hlutfalli andstæðinga og fylgj-
enda fóstureyðinga í hæstarétti.
Í fréttinni sagði einnig: „Bush
hefur áður lýst því yfir að hann
muni hugsanlega taka mið af af-
stöðu manna til fóstureyðinga
við skipun hæstaréttardómara.“
Nokkrum dögum síðar mætti
Bush í sjónvarpssal, í fyrstu
kappræður forsetaframbjóðend-
anna. Þar saumaði Gore að hon-
um varðandi fóstureyðingar og
hefur líklega viljað fá fram
sömu yfirlýsingar frammi fyrir
alþjóð. En George W. var far-
inn að vanda sig. Í frásögn
Morgunblaðsins 5. október
sagði m.a.: „Fóstureyðingar
voru ræddar í tilefni þess að
bandaríska lyfjaeftirlitið heim-
ilaði að neyðargetnaðarvarn-
arpillan yrði sett á markað.
Bush, sem er yfirlýstur and-
stæðingur fóstureyðinga, sagð-
ist aðspurður ekki telja að for-
setinn gæti breytt þeirri
ákvörðun upp á sitt einsdæmi.
Gore hélt því fram að Bush
myndi reyna að beita áhrifum
sínum til að lyfjaeftirlitið drægi
ákvörðun sína til baka, en Bush
sagði mikilvægara að breyta
viðhorfi fólks til fóstureyðinga.
Frá fóstureyðingum barst tal-
ið að skipan hæstaréttardóm-
ara. Gore sagði að Bush myndi
án efa velja dómara sem væru
andvígir fóstureyðingum og þeir
myndu breyta úrskurði rétt-
arins frá 1973 sem tryggði kon-
um rétt til fóstureyðinga. Bush
svaraði með því að segja að
hann myndi velja dómara sem
dæmdu eftir lögunum enda væri
það hlutverk dómara.“ Frá illa
dulbúinni hótun nokkrum dög-
um fyrr stökk Bush sem sagt
yfir í óljóst tal um að hann
myndi velja hæstaréttardómara
sem dæmdu eftir lögunum. Og
frá yfirlýsingu í kappræðum um
að hann teldi ekki að forsetinn
gæti breytt ákvörðun lyfja-
eftirlitsins upp á sitt einsdæmi
stökk hann svo yfir í yfirlýsingu
síðasta mánudag um að hann
ætlaði sér að fyrirskipa
endurskoðun þeirrar ákvörð-
unar.
Í dagblaðinu San Francisco
Cronicle fyrr í vikunni rifjaði
blaðamaður upp að hann hefði
tekið viðtal við Bush í fyrra og
sérstaklega innt hann eftir því
hvers vegna hann væri andvíg-
ur fóstureyðingum. Blaðamað-
urinn segir að forsetaefnið hafi
hikstað dálítið og tafsað en
svarað því svo að hann tryði því
að líf kviknaði við getnað. Þessi
afstaða væri ekki endilega
trúarleg, heldur tryði hann því
að þarna væri um líf að tefla og
þar með ætti einnig við sú
grundvallarhugmynd að hver
maður ætti rétt til lífs, frelsis
og hamingjuleitar.
Blaðamaðurinn kveðst hafa
haldið að þetta loðna svar þýddi
að málefnið brynni ekkert sér-
lega heitt á George W. Bush, en
nú væri hann búinn að gera sér
grein fyrir að svarið endur-
speglaði alls ekki áhugaleysi
forsetans heldur hve illa máli
farinn hann væri. Blaðamað-
urinn ásakaði sjálfan sig fyrir
að hafa ekki verið á varðbergi
og fyrir að hafa haldið að Bush
væri meinlaus og myndi engan
skaða gera í embætti. Það hafi
aðeins átt við fyrstu tvo daga
hans þar.
Gæran
fallin
„Nú er það ekki svo að þessar stofnanir
taki framlög Bandaríkjanna og
noti beinlínis til að greiða fyrir
fóstureyðingar, eins og halda mætti
af aðgerðum Bush.“
VIÐHORF
Eftir Hönnu
Katrínu Frið-
riksson
VIÐBRÖGÐ forystu
stjórnarflokkanna hafa
einkennst af hroka og
yfirgangi við dómsniður-
stöðu Hæstaréttar í ör-
yrkjamálinu. Íhlutun
forseta Hæstaréttar
undir lok umræðna á Al-
þingi í hápólitísku deilu-
máli milli stjórnar og
stjórnarandstöðu að
beiðni þeirra sem valdið
hafa í hinum pólitíska
meirihluta er líka graf-
alvarleg. Sjálfstæði
dómstólanna er nú um
stundir dregið í efa. Það
óhugnanlega er að graf-
ið hefur verið undan
meginstoðum stjórnskipunar lands-
ins, sem ekki stendur söm eftir. Eftir
virðist standa samanþjappað vald
allra þriggja valdþáttanna – á einni
hendi.
Styrkja þarf lýðræðið og
réttaröryggi borgaranna
Við þessar aðstæður hljóta að
vakna spurningar um hvað er til ráða
til að styrkja lýðræðið í landinu og
réttaröryggi borgaranna, þegar nú
hefur verið grafið undan því skjóli
sem borgararnir hafa haft hjá
Hæstarétti til að leita réttar síns m.a.
gegn ofríki og valdníðslu fram-
kvæmda- og löggjafarvaldsins.
Auk þess sem til skoðunar hlýtur
að koma stjórnlagadómstóll og að
efnt verði til stjórnlagaþings til að
endurskoða stjórnarskrána og
stjórnskipan landsins er brýnt að
opna möguleika á beinu lýðræði
fólksins með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Lengi hefur það verið eindreginn vilji
þjóðarinnar að stjórnarskráin hafi að
geyma heimild til þjóðaratkvæða-
greiðslu. Á það hefur ekki verið
hlustað. Í ljósi síðustu atburða í ör-
yrkjamálinu hlýtur sú krafa að verða
hávær á næstunni.
Mikill meirihluti þjóðarinnar
studdi málstað öryrkj-
anna í glímunni við rík-
isvaldið í kjölfar dóms-
niðurstöðu Hæsta-
réttar í öryrkjamálinu.
Fólkið hafði enga
möguleika til að láta
vilja sinn í ljós í þjóð-
aratkvæðagreiðslu.
Með því fulltrúalýð-
ræði sem við búum við
er fullt og óskorað vald
látið í hendur kjörinna
fulltrúa á þjóðþinginu,
sem samkvæmt
stjórnarskránni þurfa
ekki að fara eftir vilja
kjósenda heldur eftir
eigin sannfæringu.
Oftar en ekki ræður þar vilji flokks-
forystunnar. Hér á landi gildir því
fyrst og fremst flokksræði og full-
trúalýðræði, en ekki beint lýðræði
fólksins nema í kosningum til Alþing-
is, sveitarstjórna og forsetaembætt-
isins. Lýðræðislegum rétti fólksins til
að veita stjórnmálaflokkum aðhald er
því mjög þröngur stakkur skorinn
meðan ekki er fyrir hendi heimild til
þjóðaratkvæðagreiðslu um einstök
mál sem Alþingi hefur til umfjöllunar
án atbeina forseta Íslands.
Forseti Íslands hefur aldrei frá
stofnun lýðveldisins beitt heimild í
stjórnarskránni um að synja stað-
festingar á lagafrumvarpi og bera
það undir þjóðaratkvæðagreiðslu,
þrátt fyrir að vilji mikils hluta þjóð-
arinnar hafi staðið til þess í nokkrum
stórum málum. Af framkvæmdinni
má því ráða að þetta vald forsetans til
að færa valdið frá þinginu til þjóð-
arinnar sé í raun nánast marklaust.
Almennt ákvæði um þjóðaratkvæða-
greiðslu án atbeina forseta er því
nauðsynlegt.
Sex ár í salti á Alþingi
Sex ár í röð hafa þingmenn Sam-
fylkingarinnar flutt frumvarp um
breytingu á stjórnarskránni þess
efnis að fimmtungur kosningabærra
manna geti krafist þess að lagafrum-
varp sem Alþingi hefur samþykkt
verði borið undir þjóðaratkvæða-
greiðslu. Þjóðaratkvæðagreiðslan
verði bindandi ef meira en helmingur
þeirra sem þátt taka í henni greiða
atkvæði gegn gildi laganna. Eðlilegt
væri líka að til skoðunar komi að
styrkja rétt minnihluta Alþingis með
því að t.d. þriðjungur þingmanna geti
krafist þess að mál séu sett í þjóð-
aratkvæðagreiðslu, sem vissulega
styrkti lýðræðið í landinu og mikil-
vægt hlutverk stjórnarandstöðu í að
veita framkvæmdavaldinu öflugt að-
hald.
Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi, sá
hinn sami og nú hefur með eftir-
minnilegum hætti brotið lög og rétt á
öryrkjum, hefur ekki bara komið í
veg fyrir framgang frumvarpsins um
þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur líka
að frumvarpið hafi fengið eðlilega
umfjöllun í sérskipaðri nefnd sem
kosin var í þinginu til að fjalla um
málið. Atburðir síðustu daga knýja á
um að herða róðurinn á Alþingi fyrir
rétti fólksins til að geta vísað málum í
þjóðaratkvæðagreiðslu með líkum
hætti og þekkist víða í nágrannalönd-
unum.
Krafan um þjóðar-
atkvæðagreiðslu
Jóhanna
Sigurðardóttir
Öryrkjadómurinn
Lengi hefur það verið
eindreginn vilji þjóð-
arinnar, segir Jóhanna
Sigurðardóttir, að
stjórnarskráin hafi að
geyma heimild til þjóð-
aratkvæðagreiðslu.
Höfundur er alþingismaður.
SÁ, sem hér heldur á
penna, hefir aldrei leyft
sér að efast um grand-
varleik Hæstaréttar Ís-
lands. Raunar talið að
jafnbrýndi guðlasti að
draga í efa að réttlæti
og strangasti heiðar-
leiki sæti þar ávallt í
fyrirrúmi.
Nú er þetta breytt. Á
einu andartaki í sölum
Alþingis, þriðjudaginn
23. janúar 2001, við
upplestur forseta Al-
þingis á pólitísku afláts-
bréfi frá forseta æðsta
réttar þjóðarinnar.
Pöntuðu af valdasjúk-
um foringjum og afgreiddu af fákæn-
um samflokksmanni forsætisráð-
herra. Málatilbúnaður, sem
matreiddur var af skósveinum
flokksforingjanna – þeim hinum
sömu sem kokkuðu álitsgerðina um
dóm Hæstaréttar í öryrkjamálinu
eftir pöntun - og gleyptur var af for-
setum Alþingis og Hæstaréttar.
Héðan í frá leyfist undirrituðum að
hafa þær skoðanir á dómurum
Hæstaréttar, að þeir eigi til með að
gerast handbendi pólitíkusa ef svo
ber undir. Því var haldið stíft að hon-
um á sínum tíma, að þessháttar at-
hæfi hefði verið í frammi haft þegar
hinn kunni Vatneyrardómur gekk.
Því vísaði hann með öllu á bug. Nú er
greinarhöfundur hinsvegar varnar-
laus gegn þeim sem öðru vildu trúa
og höfðu aðallega æði forsætisráð-
herrans fyrir sér í þeim fullyrðing-
um, og höfðu skilið orð hans að upp-
kveðnum Vatneyrardómi sem
hótanir í garð Hæsta-
réttar. Enginn efast
lengur um að hann hafi
fylgt þeim orðum sín-
um eftir við málvini
sína í hinum hæzta
rétti.
Framganga stjórn-
valda í málefnum ör-
yrkja er með fádæm-
um. Að uppkveðnum
dómi Hæstaréttar voru
kallaðir til hlutdræg-
ustu attaníossar for-
ingjanna að túlka dóm-
inn, þjónar herranna,
sem engum dytti í hug
að trúa fyrir bréfi yfir
bæjarlæk ef það snerti
hag höfðingja þeirra. Í kjölfarið hófst
aðförin á Alþingi að festa í lög smíð
hinna dyggðum prýddu þjónustu-
manna. Auðvitað snerist pródúkt
þeirra um að brjóta lög og dóm á ör-
yrkjum eins og pantað hafði verið. Að
sjálfsögðu var haldið áfram að skerða
kjör þeirra, sem dómurinn fjallaði
um, þrátt fyrir skýlaus ákvæði dóms-
ins. Reynt var með öllu móti að af-
flytja málið með því að fullyrða að
dómurinn væri eingöngu til hagsbóta
fyrir vel stadda í röðum öryrkja, og
stjórnarandstaðan ásökuð um að láta
sig engu varða um hina verst settu.
Beitt var fyrningu á ákvæði dómsins
um endurgreiðslu, en sá sem hér
heldur á penna getur borið vitni um,
að ráðuneyti bera ekki fyrir sig fyrn-
ingu krafna, ef krafan er á annað
borð eðlileg og sanngjörn. Og vextir
á vangreiddar bætur skornir við nögl
á tímum vaxtaokurs, sem stjórnvöld
bera einkaábyrgð á.
Fólk spyr í forundran: Hvers-
vegna eru slík afglöp framin af ráðn-
um hug? Hvað gengur mönnunum
til?
Ekkert viðhlítandi svar er finnan-
legt, ef mennirnir eru á annað borð
taldir með réttu ráði. Þó tekur stein-
inn með öllu úr þegar kemur að af-
skiptum Hæstaréttar og vinargreiða
forseta hans við há-yfirdómarana.
Það hlýtur sterklega að koma til
álita að fulltrúar stjórnarandstöð-
unnar í stjórn Alþingis segi af sér
þeim störfum til að eiga ekki á hættu
að vera teymdir á foraðið eins og gert
var með betlibréfinu til forseta
Hæstaréttar. Svo er komið málum í
umgengni stjórnvalda við lög og rétt
í landinu, að bezt fer á að þeir hafi
sjálfir allan veg og vanda af verkun-
um meðan umboð þeirra endist til.
Enda eiga ekki aðrir innangengt í
klíkuveldið en þeir, sem vilja láta
kylfu ráða kasti og kæra sig kollótta
um örlög tveggja veigamestu innviða
lýðræðisins: Löggjafarvaldið og
dómsvaldið.
Klíkuveldið
Sverrir
Hermannsson
Hæstiréttur
Héðan í frá leyfist und-
irrituðum að hafa þær
skoðanir á dómurum
Hæstaréttar, segir
Sverrir Hermannsson,
að þeir eigi til með að
gerast handbendi póli-
tíkusa ef svo ber undir.
Höfundur er formaður
Frjálslynda flokksins.