Morgunblaðið - 27.01.2001, Side 47
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 47
✝ Þorleifur Einars-son fæddist á
Steinavöllum í Flóka-
dal í Vestur-Fljótum
10. maí 1909. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnuninni á Sauð-
árkróki 17. janúar
síðastliðinn. Þorleif-
ur var hjá foreldrum
sínum til tveggja ára
aldurs en fór þá að
Illugastöðum í sömu
sveit til Guðmundar
Jónssonar og Sal-
bjargar Jónsdóttur
og var hjá þeim til tíu
ára aldurs á Illugastöðum, Sjö-
undastöðum og Bakka á Bökkum.
Með þeim flutti hann fram í
Skagafjörð að Frostastöðum til
Magnúsar H. Gíslasonar og Krist-
ínar Guðmundsdóttur og var hjá
Magnúsi og Kristínu þar og flutti
með þeim að Eyhildarholt 1929.
Hann var á Alþýðu-
skólanum á Laugum
í Reykjadal veturinn
1929–1930, vann á
Hólsbúinu í Siglu-
firði 1944–1966,
lengst af hjá Guð-
mundi Jónassyni.
Þorleifur var í Ey-
hildarholti á veturna
milli þess sem hann
vann á Hólsbúinu.
Hann fékk viður-
kenningu frá Búnað-
arfélagi Íslands fyrir
langa þjónustu á
sama stað. Allt frá
því að Þorleifur flyst í Frosta-
staði, til Magnúsar og Kristínar,
má segja að hann hafi þjónað
þessari fjölskyldu (fjórum ættlið-
um) allt til loka ævi sinnar.
Útför Þorleifs fer fram frá
Flugumýrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Okkur systkinunum er ljúft að
minnast föðurbróðar okkar Þorleifs
Einarssonar, Leifa föðurbróður
nefndum við hann oftast. Okkur
fannst viss virðing í því. Er við vor-
um lítil börn var það yfirleitt hann úr
föðurætt okkar sem heimsótti okkur
systkinin sex og móður okkar, ætíð
með suðusúkkulaði sem hann dró
upp úr úlpuvasa sínum handa okkur.
Þessum sið hélt hann alla tíð. Við
urðum fullorðin og þá fengu börnin
okkar góðgætið. Mikið var stolt okk-
ar systkina er hann gerðist vinnu-
maður á Hólsbúinu heima á Siglu-
firði. Þar með áttum við rétt á að
fara inn að Hóli og dvelja þar dag-
stund með Leifa. Sannarlega voru
þetta ævintýraferðir og vel þess
virði, þó langt væri fyrir okkur að
ganga.
Prúðmennska og trygglyndi voru
aðalsmerki frænda okkar. Er hann
kom til Siglufjarðar seinna meir varð
hann að heimsækja alla þá er hann
hafði kynnst, engum mátti gleyma.
Faðir okkar og Leifi voru miklir vin-
ir þó ekki auðnaðist þeim að alast
upp saman. Við minnumst þess er
þeir sátu saman á heimili eins okkar.
Þeir þurftu ekki að tala mikið saman,
en héldust í hendur og brostu til
hvors annars langa kvöldstund. Leifi
föðurbróðir okkar var til fjölda ára í
Eyhildarholti í Hegranesi, þangað
vorum við ávallt velkomin og bar
húsfreyjan þar, hún Salbjörg, okkur
hinar bestu veitingar. Honum auðn-
aðist að komast af sjúkrahúsi Sauð-
árkróks og dveljast í Eyhildarholti
síðustu jólin sín. Við sáum hann síð-
ast í nóvember og brosið hans milda
gladdi okkur er við kvöddum hann.
En nú er þessi öðlingur allur. Guð
blessi minningu Þorleifs föðurbróð-
ur okkar. Hann á góðar móttökur
skilið í ríki Guðs.
Björg, Sigurjóna Marsibil,
Einar, Anna og Ágústa
Lúthersbörn.
Í dagsins önnum dreymdi mig
þinn djúpa frið, og svo varð nótt.
Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt,
þeim svefni enginn rænir þig.
(Steinn Steinarr.)
Leifi frændi er látinn. Síðasta föð-
ursystkinið farið yfir móðuna.
Ákveðið tómarúm myndast. Minn-
ingarnar streyma fram. Litlar syst-
ur muna hvað spennandi var að fá
Leifa frænda í heimsókn. Hæglátan,
fágaðan og jafnvel kannski svolítið
dularfullan, en alltaf stutt í glað-
værðina. Undantekningarlaust dró
hann upp úr úlpuvasa sínum
rjómasúkkulaði, hver fékk sitt
stykki. Okkur fannst einkennilegt
hvernig honum tókst að fela allt
þetta súkkulaði í úlpunni. Leifi
frændi og úlpan voru okkur kær.
Þrátt fyrir fjarlægðir tókst honum
með undraverðum hætti að halda
góðum tengslum við flest sín systk-
inabörn og þau voru ófá. Nokkrar
voru ferðirnar sem hann fór til Siglu-
fjarðar og Reykjavíkur í gegnum ár-
in. Alltaf var hann með það á hreinu
hvar fólkið hans var. Eftir því sem
árin liðu og aldurinn færðist yfir
hann, fækkaði ferðum hans en þá var
komið að okkur að heimsækja hann í
Eyhildarholt.
Þangað var gott að koma og þrátt
fyrir að sjaldnast væri gert boð á
undan sér var alltaf tekið vel á móti
okkur með kaffi og heimabökuðu.
Börnin okkar munu minnast Leifa
frænda með hlýhug. Við systur,
makar og börn erum þakklát fyrir
samleiðina með Leifa frænda og um
leið og við kveðjum hann, viljum við
þakka góðar móttökur í Eyhildar-
holti gegnum árin.
Aðalbjörg, Halldóra,
Kristín og Þorleif
Lúthersdætur.
Þorleifur Einarsson, (eða Leifi
„frændi“ eins og við systkinin frá
Fitjum kölluðum hann á yngri árum,
sá eini sem hafði það sem fast við-
hengi við nafnið) er látinn. Mig lang-
ar til að setja nokkur orð á blað, nú
þegar leiðir skilur um sinn.
Leifi hefur farið mikils á mis í líf-
inu við að alast upp án foreldra sinna
og systkina, því hann var tveggja ára
fluttur frá Steinavöllum yfir Flóka-
dalsá að Illugastöðum sem er í innan
við tveggja kílómetra fjarlægð og
kom þar aldrei meir, fyrr en árið
1985 rúmum 70 árum seinna er ég
ásamt konu minni o.fl. fór með hann
og móður mína í Steinavelli.
Það varð að ganga síðasta spölinn,
en þau drógu ekki af sér þótt hvor-
ugt hefði heilsu til þess.
Það var ótrúlegt að horfa upp á
gamla manninn reyna að kalla fram
minninguna þarna í tóftunum hvern-
ig umhorfs hafði verið þar innan
dyra og það rann okkur til rifja þeg-
ar hann sagði: „Hvers vegna var ég
látinn fara, af hverju mátti ég ekki
vera heima eins og hinir?“ og maður
veltir því fyrir sér hvers vegna hann
kom aldrei þar í heimsókn þótt svo
stutt væri á milli bæjanna.
Kannski var hann valinn af því að
hann var svo þægur, geðgóður og
prúður en það var hann alla tíð.
Það geta svo sem verið ýmsar
ástæður fyrir því, hugsunarleysi sem
stundum var á þeim tíma, fátækt,
basl og heilsuleysi móður þeirra, en
hún dó þegar Leifi var níu ára gam-
all. Ég held að hann hafi ekki verið
við útför hennar. Upp frá því fluttist
faðir hans frá Steinavöllum og fjöl-
skyldan tvístrast æ meir, en mörg
þeirra voru fyrst í stað á Siglufirði.
Hann spurði í nær hvert skipti
sem við hittust eftir þetta „hvenær
eigum við að fara í Steinavelli næst?“
Leifi og Sigurður faðir okkar voru
talsvert líkir, litlir og grannir, eins
og þau voru raunar öll, en ég minnist
þess að þeir höfðu svo líkt fas og
hljóð að við héldum að pabbi væri
kominn heim þegar Leifi kom í heim-
sókn, en pabbi vann fyrir sunnan ár-
um saman á þeim tíma.
Svo var einnig með eldri son minn
sem var lítill hjá ömmu sinni um
sumartíma og gat ekki munað eftir
pabba sem lést skömmu eftir að
hann fæddist, en hann hrópaði
„amma! amma! hann afi er kominn.“
Ég vildi gjarnan að við hefðum
getað haft meira samneyti við föð-
ursystkini okkar en við höfðum, þótt
það hafi verið einna mest við Leifa,
en af því verður ekki um sinn.
Guð blessi minningu fjölskyldunn-
ar frá Steinavöllum í Fljótum.
F.h. systkinanna frá Fitjum,
Steindór Sigurðsson.
Elsku Leifi.
Æviskeiði þínu er lokið, dagsverk-
in orðin mörg. Þú varst orðinn full-
orðinn, kominn á 92. aldursárið, en
alltaf koma andlátsfregnir manni í
opna skjöldu.
Minningarnar hrannast upp í hug-
um okkar. Þú tengist æsku okkar og
uppvaxtarárum heima í Eyhildar-
holti. Alltaf gátum við gengið að þér
vísum og leitað til þín þegar með
þurfti. Þú varst einstaklega ljúfur og
hógvær persónuleiki, jafnlyndur en
fastur fyrir með þínar skoðanir. Ná-
kvæmur með alla hluti og sérstakt
snyrtimenni. Þú bjóst yfir lúmskri
kímnigáfu og varst hnyttinn í tilsvör-
um. Alltaf var stutt í stríðnina en
aldrei var það neinum til sárinda.
Þessi vísa segir meira um þig en
mörg orð:
Láttu smátt, en hyggðu hátt.
Heilsa kátt, ef áttu bágt.
Leik ei grátt við minni mátt.
Mæltu fátt og hlæðu lágt.
(Einar Ben.)
Þú varst öllum góður og aðdáun-
arverð var natni þín við allar skepn-
ur, stórar og smáar. Við munum eftir
snjótittlingunum sem voru vetur eft-
ir vetur austan við íbúðarhúsið, í
tugatali. Þú stóðst í miðjum hópnum
með moðpoka og dreifðir moði á
frosna jörðina, æti fyrir litlu fuglana,
þú gleymdir engum.
Nákvæmni þín við hirðingu kúnna
var einstök. Mikið var í húfi ef
breyta átti hirðingatímanum. Víst er
að vel verður tekið á móti þér af
þessum vinum þínum og fleirum.
Við munum líka eftir jólunum í
Eyhildarholti, óþolinmóðir krakkar
út um allt hús biðu eftir því að tíminn
liði, að stóra stundin kæmi. Ekki
mátti bera pakkana inn í stofu fyrr
en þú varst kominn en ekki varstu að
flýta þér, eða það fannst okkur, og
stutt var í brosið yfir óþolinmæði
okkar.
Dýrmætar minningar okkar
stelpnanna eru þegar þú fórst þínar
árlegu haustferðir til ættingja og
vina og veittir okkur afnot af her-
bergi þínu á meðan. Það breyttist
undir eins í ævintýraland með dúkk-
um og tilheyrandi og ekki var laust
við að öfundar gætti hjá strákunum
því það var upphefð fyrir okkur að
njóta trausts þíns. Ekki brást það
þegar þú fórst af bæ að ævinlega
færðirðu okkur rauðan Opal þegar
heim var komið, kærkominn glaðn-
ing sem þá sást ekki á hverjum degi.
Minningarnar eru margar og góð-
ar.
Nú hækkar sól og heldur styttist nótt.
Og hlýju ljósi er sérhver dagur bundinn.
En veður geta í lofti skipast skjótt,
það skyggir fljótt er nálgast kveðju-
stundin.
Það líf á gott sem leyst er þrautum frá
og langþráð hvíldin Drottins vel er þegin.
Það uppsker maður hver sem mun hann
sá,svo margföld gefst þér dýrðin hinum
megin.
Þig leiði Guð í ljóssins ríkið bjarta,
þar lifnar þrek og endurnýjast kraftur.
En alltaf geymast munu í mínu hjarta
minningarnar þar til sjáumst aftur.
(Guðrún Eyhildur.)
Elsku Leifi,
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Guð geymi þig og varðveiti.
Frá krökkunum í Holti,
Sveinn, Gísli, Erlendur,
Guðrún Eyhildur,
Þorbjörg, Sigríður,
Hannes, Ragnar og
Stefanía Guðrún.
ÞORLEIFUR
EINARSSON
'$
$ ( ! )
% !
)*+
$, %
(
3,(:;6 <'%%' # *=>
-
. / &
'$%$*7*&
'%/$ $%$*7#%
'$%$*7*&.%
!%$ %*&
&'(' ?*& ' *' *#%
/ (' ?#% /')$ '%% '*&
'(' ?*& '%'&%#%
- (' ?*& ,%%1 #%
7'(' ?#% )- '%% $&%*&
(' */@ -
%'#%
# 4%*.7%
3
:<AB3%'C
3 2$
% DE'
$.7-' /7
! '
$ 0 $ % &
&
1
'2 *(' *'*&
'/'3%)- (' *'*& 0' *& $%#%
0 *'
'+(' *'*& '-&%#%
)'%') %#)'%')'%') %
2(
3(:3
6
# ' D
$ -'%'%$
! 34 $ 3%)- '%/$ *&
"&%%'*& ,- %"#)$#%
%%'
'/''*& 0$ &2'%%$#%
/%'*& # 0-''#%
$%)- % 4 $%)- %#%
%%''%/$ $%)- %#%
"#7$ (' *'#% ,-'%'
$ 7
#)'%') %
336
7F'/'$'
F$E
! ) ,% 5 36 $ % /$ %*&
8G
:<
3
A'
! $ 3" $
$ 5
$ 30 $ "778
"/$*& $-'%'#%
,/% $$*&
0'' *0'' /-&%*&
#)'%') %