Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                    BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MÉR er kunnugt um tvíbenta af- stöðu Íslendinga til tollyfirvalda þeirra. Fram að þessu var mér ekki ljóst hvers vegna. Strangt eftirlit og gerræðislegar ákvarðanir eru jú ekki uppfinning íslenzku tollþjónust- unnar, heldur fyrirfinnst slíkt í meira eða minna mæli í hverju ein- asta landi. En það sem við höfum nú mátt reyna slær allt út. Móðir mín er virtur íslenzkur borgari og býr á elliheimili á Kirkju- bæjarklaustri, 97 ára að aldri. Í byrj- un desember 2000 sendi sonur minn, eins og hann hefur tíðkað að gera á hverju ári, henni jólapakka með sæt- indum. Verðmæti innihaldsins var innan við 3.500 krónur. Það hefur jafnan glatt móður mína að fá þessa árlegu jólagjöf, sem hún hefur tamið sér að deila með sambýlisfólki sínu, þar sem það gleður hana að geta lagt sitt af mörkum til hátíðarinnar. Pakkinn sem sendur var í desem- ber 2000 er nú loks kominn á póst- húsið á Kirkjubæjarklaustri, með fimm vikna seinkun. Þið getið rétt ímyndað ykkur hve vel jólabakkelsið smakkast núna. Og ofan á ergelsið yfir því hve lengi það tafðist að pakkinn skilaði sér á áfangastað heimta nú tollyfir- völd í Reykjavík að greiddur sé toll- ur af innihaldi pakkans! Réttara væri að tollurinn borgaði skaðabæt- ur. Hvernig má það vera, að svona nokkuð geti gerzt á Íslandi – þar sem tollyfirvöld haga sér eins og ríki í rík- inu? GUNNAR SCHWEIZER, framkvæmdastjóri Bayernpartei, Þýzkalandi. Undarleg póstþjónusta Frá Gunnari Schweizer: RÍKISÚTVARPIÐ hefir komið sér upp harðsnúinni „gestasveit“, sem kærir sig kollótta um sannleiksgildi fréttafrásagna, en lætur móðan mása með spakvitrum hefðarmáta og talar niður til hlustenda. Sé reynt að koma á framfæri leiðréttingum er brugðist illa við. Kemur fyrir að lof- orð fæst um endurskoðun, sé því fylgt eftir er svarað af þótta. Það bar við nú nýverið að undirrit- aður, gamall starfsmaður Ríkisút- varpsins, sem eitt sinn las atóm- sprengjufréttina um sprengjuna er varpað var á Hiroshima, fréttina um dauða Hitlers, um fráfall Bjarna Benediktssonar, Heklugosið, Vest- mannaeyjagosið, svo fátt eitt sé nefnt af minnisstæðum stórfréttum frá starfsárum – mér varð á að freista þess að koma á framfæri leið- réttingu á ummælum fréttaspegils- manns er nefndi Þingvallaprest Thorsteinsson í stað Thorstensen. Það er mikill munur á þessum ætt- arnöfnum. Ég hringdi og bað ungan fullhuga í fréttamannastétt að koma leiðréttingunni á framfæri. Hann lofaði því. Engin leiðrétting kom. Ég hringdi daginn eftir. Þá brást pilt- urinn hinn versti við máli mínu. Kvaðst orðinn leiður á að hlusta á „þetta tuð“. Beiðni mín um rétta frá- sögn var orðin að „tuði“ í hans eyr- um. Helgi Bergs bankastjóri er af ætt Thorstensena. Gunnar Reynir Sveinsson tónskáld var kvæntur söngkonu af þessu kyni, Ástu Thor- stensen. Gunnar Reynir leyfði mér góðfúslega að birta ljósmynd af pípuhatti og göngustaf, sem til- heyrði Jóni Thorstensen Þingvalla- presti og kom í eigu hans vegna ætt- artengsla. Fréttastofa Ríkisútvarpsins ætti að kosta kapps um það að útvarpa þriggja mínútna fréttalestri hnökra- laust og án fums og mislestra. Það er lágmarkskrafa hlustenda. Ef hlust- endur biðja um leiðréttingar ber að koma þeim á framfæri. Hroki, yf- irlæti og drambsemi eiga ekki heima á fréttastofu Ríkisútvarpsins né í þáttagerð á vegum þess. PÉTUR PÉTURSSON þulur. „Fréttaspegill“ Ríkisútvarpsins og Þingvallaprestar Frá Pétri Péturssyni: Morgunblaðið/Árni Sæberg Pípuhattur og göngustafur Jóns Thorstensens Þingvallaprests.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.