Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 27.01.2001, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 57 DAGBÓK Gull er gjöfin Gullsmiðir STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú ert mjög viðkvæmur fyr- ir áliti annarra. Láttu það liggja á milli hluta og vertu sjálfum þér samkvæmur. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Notaðu kvöldið til að endur- nýja orku þína. Naut (20. apríl - 20. maí)  Hafðu ekki áhyggjur þótt þú eigir erfitt með að taka ákvörðun í sambandi við starf þitt. Það mun skýrast fyrr en seinna. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur úr mörgu að velja í viðskiptum og þarft að vera vel vakandi svo ekkert fari úrskeiðis. Leitaðu ráða ef þess gerist þörf. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Margar forvitnilegar hug- myndir rekur á fjörur þínar þessa dagana. Það er vandi að velja en þér er óhætt að treysta dómgreind þinni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Láttu ekki ginnast af gylli- boðum því reikningana þarf að borga fyrr eða síðar. Þér vegnar vel ef þú sýnir ákveðni og festu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er alltaf ánægjulegt þegar góðir vinir reka inn nefið. Svo verður einnig hjá þér. Óvænt uppástunga verður þér til mikillar gleði. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert ákveðinn og kraft- mikill þessa dagana sem kemur sér vel því þú færð tækifæri sem gæti falið í sér fjárhagslegan gróða ef rétt er með farið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Einhver smámisklíð kemur upp á milli þín og samstarfs- manna þinna. Sýndu sveigj- anleika og þá munu allir erf- iðleikar gufa upp. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú hefur nóg að gera í félagslífinu og nýtur þess að eiga góða vini. Hugsaðu þig vel og vandlega um áður en þú tekur ákvörðun um að fjárfesta. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ef þú leggur þig allan fram máttu vera ánægður með störf þín hvort heldur um er að ræða í starfi eða heima við. Taktu vel á móti góðum gestum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú þarft að taka stóra ákvörðun í samráði við fjöl- skylduna er varðar framtíð- ina. Þú færð góðar fréttir sem hafa mikilvæg áhrif á afkomu þína. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ef þú vilt flytja þig um set ættirðu að gera það núna. Þú færð góðar fréttir sem færa þér fjárhagslegan ávinning. Sinntu þínum nánustu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÞRJÚ grönd suðurs byggj- ast á því að hitta í tígulinn, þar sem drottningin er fjórða úti. Samkvæmt lík- indafræðinni er nokkurn veginn jafn gott að taka ÁK eins og að svína fyrir drottn- inguna, svo yfirleitt ráða önnur sjónarmið ákvörðun sagnhafa í hvert skipti. Hér er spil úr tvímenningi í Stokkhólmi, þar sem Maart- en Gustawsson reyndist hittinn í slíkri stöðu, en makker hans var Magnús Eiður Magnússon. Magnús sendi þættinum spilið og tók fram að þeim hefði gengið illa – enduðu í 10. sæti af 62 pörum. Magnús gerir kröf- ur. Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁG3 ♥ 1093 ♦ 103 ♣ ÁK1086 Vestur Austur ♠ K1074 ♠ D985 ♥ ÁDG82 ♥ 754 ♦ 4 ♦ D72 ♣D53 ♣G92 Suður ♠ 62 ♥ K6 ♦ ÁKG9865 ♣74 Vestur Norður Austur Suður – Magnús – Gustawsson 1 hjarta 2 lauf Pass 3 grönd Pass Pass Pass Vestur spilaði út hjartagosa, sem Gustawsson tók með kóng. Flestir myndu loka augunum og taka ÁK í tígli strax, en Gustawsson hafði ekki upplýst spilin sín í sögnum, svo hann ákvað að leita til varnarinnar eftir að- stoð. Fyrst spilaði hann laufi upp á ás og síðan tígli úr borði. Undarlegur millileik- ur, en tilgangurinn var sá að laða fram heiðarlega taln- ingu í austur. Austur lét sjöuna (hátt/lágt fyrir staka tölu) og Gustawsson tók með ás. Hann fór svo inn í borð á laufkóng og spilaði aftur tígli. Þegar þristurinn kom frá austri ákvað Gust- awsson að taka hann trúan- legan og svínaði gosanum. Lymskulega spilað og vel hugsað. Magnús bendir réttilega á að ef sagnhafi leggur niður tígulás í öðrum slag væri engin ástæða fyrir austur að merkja lengd – því það er ekki sama hvort lit er spilað að heiman eða úr borði. Þetta er góð ábending sem spilarar ættu að setja á sitt sálarprik. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 60 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 29. janúar verður sextug Una Stefanía Sigurðardóttir, forstöðu- kona saumastofu Ríkisút- varps-Sjónvarps, Fellasm- ára 9, Kópavogi. Hún og eiginmaður hennar Þór Magnússon taka á móti ætt- ingjum og vinum í sal Starfsmannafélags Flug- leiða, Síðumúla 11, sunnu- daginn 28. janúar milli kl. 17 og 19. Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 5.000 kr. til Hjálparstarfs kirkjunnar til styrktar barna í skuldaábyrgð. Þær heita Eva Hrund Hlynsdóttir, Hugrún Snorradóttir og Unnur Þórisdóttir. Morgunblaðið/Þorkell Hlutavelta BRÚÐKAUP. Gefin voru saman hinn 24. júní sl. í Há- teigskirkju af sr. Sigurði Grétari Sigurðssyni, presti á Hvammstanga, Rúnar Þ. Guðmundsson og Kristín Ágústa Nathanaelsdóttir. Með þeim á myndinni eru börn þeirra, Aníta Rós Rún- arsdóttir og Hlynur Daði Rúnarsson. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. ágúst sl. í Laug- arneskirkju af sr. Bjarna Karlssyni Sigríður Ása Sigurðardóttir og Gautur Garðar Gunnlaugsson. Heimili þeirra er í Eski- hlíð 22, Reykjavík. STAÐAN kom upp á Skák- þingi Reykjavíkur sem stendur yfir þessa dagana. Svart hafði Stefán Krist- jánsson (2.385) gegn Páli Agnari Þórarinssyni (2.225). 28. ...Hxa5! 29. bxa5? Hvítur hefði getað haldið taflinu gangandi með 29. Hxa5 Rxa5 30. bxa5 þó að svartur standi vissulega betur eftir t.d 30. ...e5 29. ...Rxc3 30. Rxe6 Örþrifaráð en 30. Dxc3 var slæmt sökum 30. ...Dxc5 og svartur stend- ur til vinnings. 30. ...Rxd1 31. Rxf8 Rdb2 32. Rxg6 Dxg6 33. Df3 Bxd4 34. a6 Re5 35. Dg2 Ekki gekk upp að leika 35. Dxd5 sökum 35. ...Dxg3+ og svartur mátar. 35. ...Dg4 36. Kf1 Rf3 37. Ha3 Rc4 38. a7 Bxa7 39. Hxa7 Rcd2+ og hvítur gafst upp, enda tapar hann drottningunni eftir 40. Ke2 Rh4+. Skákin í heild sinni tefldist svona: 1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Rge7 6. a3 Rf5 7. b4 cxd4 8. cxd4 Bd7 9. Bb2 b5 10. Bxb5 Rxe5 11. Bxd7+ Rxd7 12. 0-0 Be7 13. Rbd2 a5 14. Bc3 axb4 15. axb4 0-0 16. Rb3 Dc7 17. Rc5 Rd6 18. Dd3 Bf6 19. Rd2 Dc6 20. Rdb3 Rb6 21. g3 g6 22. h4 Db5 23. Df3 Bg7 24. h5 Rbc4 25. hxg6 hxg6 26. Hfd1 Dc6 27. Dd3 Rb5 28. Ra5 SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. KIRKJUSTARF STARFSGREINAMESSA verður í Landakirkju nk. sunnudag þar sem starfsfólki Íslandsbanka-FBA og Sparisjóðs Vestmannaeyja er boðið sérstaklega til messu með fjölskyld- um sínum auk annarra sem kirkjuna sækja. Mun starfsfólk sparisjóðsins og bankans setja svip sinn á mess- una með þátttöku sinni, en lesari verður frá hvoru fyrirtækinu, sem lesa upp úr Ritningunni. Þá leggur Sparisjóðurinn og Íslandsbanki- FBA kökur og annað meðlæti á borð með sér í kirkjukaffinu sem verður í safnaðarheimilinu eftir messu. Allir eru hjartanlega velkomnir og er hvort tveggja alveg ókeypis, guðs- orðið og kaffið. Eitt af markmiðum með sérstakri starfsgreinamessu er að vinnufélagar í sömu starfsgrein geti komið saman með fjölskyldum sínum undir öðrum kringumstæðum en á vinnustaðnum. Kirkjukaffið á eftir er líka kærkominn vettvangur til að spjalla og kynnast betur í stórum hópi í húsnæði Guðs. Sr. Kristján Björnsson Grafarvogskirkja. AA-hópur kl. 11. Fríkirkjan Vegurinn: Fjölskyldu- samkoma kl. 11. Brauðsbrotning. Samkoma kl. 20. Brauðsbrotning. Högni Valsson prédikar. Allir hjart- anlega velkomnir. KEFAS: Almenn samkoma kl 14. Ræðumaður: Helga R. Ármanns- dóttir. Mikil lofgjörð og fyrirbæn. Kaffi og spjall að lokinni samkomu. Allir hjartanlega velkomnir! Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 11 söngæfing hjá Litlum lærisvein- um í safnaðarheimilinu. Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl. 11. TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Umsjón: Hreiðar Örn Stefánsson. Hvammstangakirkja. Barnamessa sunnudag kl. 11. Útskálakirkja. Laugardagurinn 27. janúar. Safnaðarheimilið Sæborg. Kirkjuskólinn kl. 14. Bankamannamessa Safnaðarstarf Landakirkja LJÓÐABROT Þú komst í hlaðið Þú komst í hlaðið á hvítum hesti. Þú komst með vor í augum þér. Ég söng og fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í brjósti mér. Ég heyri álengdar hófadyninn. Ég horfi langt á eftir þér. Og bjart er alltaf um bezta vininn, og blítt er nafn hans á vörum mér. Þó líði dagar og líði nætur, má lengi rekja gömul spor. Þó kuldinn næði um daladætur, þær dreymir allar um sól og vor. Davíð Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.