Morgunblaðið - 27.01.2001, Page 61

Morgunblaðið - 27.01.2001, Page 61
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 61 Forsýnd í Stjörnubíói í kvöld kl. 20:00. Miðasala opnar kl. 14:30 Forsýnd á morgun sunnudag í Laugarásbíói kl. 22:15. Miðasala opnar kl. 15:00 Tryggið ykkur miða á þessa frábæru gamanmynd sem orðin er stærsta og aðsóknarmesta mynd Mel Gibson frá upphafi! ALMENN FORSÝNING Í KVÖLD OG Á MORGUN Hann hefur hæfileikann til að heyra hugsanir kvenna. Loksins... maður sem hlustar. Stærri/Stinnari brjóst ? Uppl‡singar um Erdic® í síma: 5640062 (virka daga 13-17) e›a á heimasí›u www.erdic.co.uk SÁ SIÐUR tíðkast bæði hér á landi og erlendis að afhenda tónlistarmönn- um svokallaðar „gullplötur“ fyrir framúrskarandi sölu. Hér á landi fá lista- menn slíkar plötur ef þeir ná að selja meira en fimm þúsund eintök af sömu plötunni. Á fimmtudagskvöldið var þó brotið blað hvað varðar myndbandaútgáfu á Íslandi því þá var afhent fyrsta „gullspólan“. Hana fékk einræðisherra grínsins, Jón Gnarr, fyrir þann stórmerkilega árangur að hafa selt yfir 7.500 eintök af myndbandsspólunni „Ég var einu sinni nörd“. Á myndbandinu var að finna upptöku af sýningu hans, sem bar sama nafn, sem hann sýndi í lengri tíma við endalausar vinsældir í Loftkastal- anum. Semsagt enginn Meðal-Jón heldur Eðal-Jón, einn á sviði að segja brandara. Blásið var til veislu á Hótel Borg af þessu tilefni þar sem Jón fékk við- urkenningarskjöld og gullspóluna afhenta og var gestum boðið upp á létt- ar veitingar. Já, það getur borgað sig að vera fyndinn. Jón Gnarr ásamt dóttur sinni, Margréti Eddu, og kær- ustunni Jógu. Hér tekur Jón við gullspólunni úr hendi Guð- mundar Breiðfjörð, starfsmanns Norðurljósa. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þær hafa lík- legast verið gestum til „vín-andlegs stuðnings“, blómarós- irnar Kristín Erla Jó- hannsdóttir og Snjólaug Þorsteins- dóttir. Jón Gnarr fær afhenta gullspólu Jón Gnarr, gulls ígildi Ævintýri Sebastian Cole (The Adventures of Sebastian Cole) G a m a n / D r a m a Leikstjórn og handrit: Tod Willi- ams. Aðalhlutverk: Adrian Grenier, Clark Gregg. (96 mín.) Bandaríkin 1999. Háskólabíó. Öllum leyfð. HANN Sebastian Cole greyið á ekki sjö dagana sæla. Hann er besta skinn, ungur og efnilegur drengur sem á þann draum heitastan að ger- ast rithöfundur – skrifa skáldsögur. En vandinn er bara sá að líf hans er eins og ein löng og ólíkindaleg skáld- saga. Foreldrar hans eru einhvers konar eilífðarhipp- ar, ennþá svífandi um á skræpóttu sýruskýi, rótlaus og vonlaus – í það minnsta sem for- eldrar því þau hlúa einungis að sínum eigin kenjóttu þörfum. Þau er fyrir löngu skilin og Cole og systir hans búa með móður sinni og lögfræðingi sem þau virða og unna. En einmitt þegar festa virð- ist loksins komin á líf Coles tekur stjúppabbinn þá örlagaríku ákvörð- un að gerast kona. Við það skilja þau móðir Coles, hún hverfur til Eng- lands en eftir vonlaust flakk ákveður Cole að búa með nýju stjúpmóður sinni sem reynist þó erfiðara en hann grunaði. Það er aldeilis magnað hvernig höfundinum Williams tekst að segja þessa kengrugluðu sögu á svo raun- sannan og trúverðugan máta. Út- koman er í senn skemmtileg og frumleg, hinn ungi Grenier sýnir stjörnuleik og synd að sjá hann nú leika í lafþunnum gelgjumyndum á borð við Drive Me Crazy. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Vaxandi verkir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.