Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 15. mars 2001 kl. 10½ árdegis. 90. fundur. 1. Stofnun hlutafélags um Hita veitu Suðurnesja, stjfrv., 520. mál, þskj. 816, nál. 855. – 2. umr. 2. Samningur um opinber inn kaup, stjtill., 565. mál, þskj. 871. –Fyrri umr. 3. Aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum, stjfrv., 542. mál, þskj. 845. – 1. umr. 4. Framboð á leiguhúsnæði, þál till., 512. mál, þskj. 806. – Fyrri umr. 5. Langtímaáætlun í öryggis málum sjófarenda, stjtill., 483. mál, þskj. 769. – Fyrri umr. 6. Vextir og verðtrygging, stjfrv., 566. mál, þskj. 872. – 1. umr. 7. Viðskiptabankar og sparisjóð ir, stjfrv., 523. mál, þskj. 819. – Frh. 1. umr. 8. Viðskiptabankar og sparisjóð ir, stjfrv., 567. mál, þskj. 873. – 1. umr. 9. Þingsköp Alþingis, frv., 192. mál, þskj. 201. – 1. umr. 10. Lyfjatjónstryggingar, frv., 208. mál, þskj. 218. – 1. umr. 11. Útbreiðsla spilafíknar, þál till., 250. mál, þskj. 275. – Fyrri umr. 12. Sjálfbær orkustefna, þáltill., 274. mál, þskj. 302. – Fyrri umr. 13. Félagsleg aðstoð, frv., 275. mál, þskj. 303. – 1. umr. 14. Almannatryggingar, frv., 281. mál, þskj. 309. – 1. umr. ENGIN formleg beiðni hefur borist landbúnaðarráðuneytinu um að flytja hingað til lands hvalkjöt frá Noregi frá því útflutningur þaðan var gefinn frjáls í haust. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra sagði á Alþingi í gær að ef slík beiðni kæmi yrði hún skoðuð gaum- gæfilega en lýsti þeirri persónulegu skoðun sinni að hann hefði engan sérstakan áhuga á að flytja inn hval- kjöt frá Noregi. Bætti hann því við að umsóknir yrðu afgreiddar með faglegum hætti. Svanfríður Jónasdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, bar fram fyr- irspurn um hvalkjötsinnflutninginn. Hún minnti á að Alþingi hefði ákveð- ið 1999 að hvalveiðar skyldu hafnar hér við land á ný. Af því hefði hins vegar ekki orðið enn, m.a. vegna þess að ljóst þætti að ekki væri hægt að selja afurðirnar til útlanda. Nú hefðu Norðmenn leyft útflutning á hvalafurðum og því væri eðlilegt að Íslendingar sýndu þeim samstöðu með því að flytja hingað hvalkjöt. Enginn óskað eftir að flytja inn hvalkjöt Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Lúðvík Bergvinsson og Bryndís Hlöðversdóttir hlýða á umræður og Pétur Blöndal býr sig undir málin. UMFANGSMIKLAR breytingar eru lagðar til á nokkrum mikilvægum þáttum fiskveiðistjórnunarlaganna í frumvarpi sem þingmenn Samfylk- ingarinnar hafa lagt fram á Alþingi til laga um stjórn fiskveiða. Megintil- gangur breytinganna er sagður að tryggja jafnræði og atvinnufrelsi og er miðað við sk. fyrningarleið auð- lindanefndar í þessu sambandi. Jafn- hliða er gert ráð fyrir breytingum á lögum um Þróunarsjóð sjávarútvegs- ins og um tekjuskatt og eignarskatt. Jóhann Ársælsson er fyrsti flutn- ingsmaður frumvarpsins, en sam- kvæmt því verður úthlutun aflahlut- deilda án endurgjalds afnumin í jöfnum áföngum á tíu árum en út- gerðum fiskiskipa þess í stað gefinn kostur á öflun aflahlutdeilda til fimm ára í senn á markaði, þar sem öllum útgerðum sambærilegra fiskiskipa er fenginn jafn réttur og nýliðun þar með auðvelduð. Greiðslum fyrir veiði- heimildir verður dreift á það ár sem þær eru nýttar á. Allar aflahlutdeildir verða komnar á markað eftir tíu ár. Sérstakt tillit tekið til sjávarbyggða Þá er lagt til að fiskveiðiflotanum verði skipt í þrjá útgerðarflokka, m.a. til að tryggja hagsmuni landvinnsl- unnar og strandveiðiflotans, og fær hver um sig tiltekinn hluta heildar- aflahlutdeilda. Smábátunum verði heimilað að leigja til sín aflakvóta frá öðrum útgerðarflokkum en útgerðar- menn annarra fiskiskipa öðlast ekki heimild til að leigja til sín aflakvóta frá smábátum. Sérstakt tillit verður hægt að taka til sjávarbyggða þar sem við mikla atvinnuerfiðleika er að etja vegna skorts á afla til vinnslu með því að heimila sérstakt útboð á aflahlutdeildum til útgerða sem skuldbinda sig til að landa fiski til vinnslu á viðkomandi stað. Þá er gert ráð fyrir að vilji útgerð ekki nýta aflahlutdeild sem hún hefur aflað sér á markaði er henni ekki heimilt að framselja hlutdeildina heldur skal skila henni inn og verður hún þá umsvifalaust boðin öðrum. Einungis verður hægt að leigja frá sér innan ársins allt að 50% af afla- heimildum hvers árs, enda hafi út- gerð staðið skil á greiðslu vegna heimildanna. Framsalskerfi aflahlut- deilda og aflamarks samkvæmt nú- verandi úthlutunarkerfi verður óbreytt þau tíu ár sem tekur að hverfa frá því. Sérfræðinganefnd fylgist með áhrifum og afleiðingum Ennfremur er tekið á brottkasti í frumvarpinu. Næstu tvö fiskveiðiár skuli löndun á afla utan kvóta heim- iluð og skal verð aflans miðast við að útgerðir hagnist ekki á slíkum veiðum en skaðist þó ekki við að koma með fiskinn að landi. Slíkur afli skal seldur hæstbjóðanda og mismunur af and- virði þess sem útgerðin fær og greidds verðs skal renna til Hafrann- sóknastofnunarinnar. Fiskistofu verður falið að hafa umsjón með út- boðum aflahlutdeilda en henni jafn- framt gefin heimild til þess að fela öðrum aðilum einstaka þætti fram- kvæmdarinnar. Innheimta leigu- gjalda á sér stað þrisvar á ári á leigu- tímanum, jafnóðum og veiðum vindur fram. Leigutekjur renna í ríkissjóð og er m.a. ætlað að standa undir kostn- aði hins opinbera af nýtingu auðlind- arinnar, svo sem vegna hafrannsókna og eftirlits. Samkvæmt frumvarpinu verður sérstök nefnd sérfræðinga skipuð til þess að fylgjast með áhrifum og af- leiðingum þessara breytinga, svo sem hvað varðar framsal aflaheimilda og vanda sjávarbyggða, og getur hún lagt til breytingar ef þurfa þykir hve- nær sem er á tímabili kerfisbreyting- arinnar. Innan fimm ára skal nefndin skila Alþingi sérstakri skýrslu um málið. Á aðlögunartímanum verður útgerðum sem kaupa eða hafa keypt aflahlutdeild í núverandi stjórnkerfi heimilað að afskrifa þær. Útgjöld vegna leigðra aflahlutdeilda eða afla- marks innan árs verða talin til rekstr- arútgjalda eins og útgjöld vegna ann- arra aðfanga. Þá verður þróunarsjóðsgjald aðeins innheimt af þeim hluta aflamarks sem úthlutað verður samkvæmt núgildandi kerfi og verður þróunarsjóðsgjaldið aðlagað þeim breytingum svo að sjóðurinn geti lokið verkefnum sínum. Óheimilt verði að fresta skattlagningu söluhagnaðar Í frumvarpinu er ennfremur lagt til að óheimilt verði að fresta greiðslu skatta af hagnaði af sölu hlutabréfa eða komast hjá skattgreiðslu af slík- um hagnaði með kaupum á nýjum hlutabréfum. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að efni þess sé í samræmi við tillögu auðlindanefndar um svo- kallaða fyrningarleið. „Enginn vafi er á því að fyrningarleiðin, og þar með þetta frumvarp þingflokks Samfylk- ingarinnar, leysir úr aðalágreiningn- um um aðgang og gjaldtöku fyrir að- gang að sjávarauðlindinni. Veiðigjaldsleiðin gerir það einungis að hluta og verði sú leið farin er hætt við að átökin um auðlindina haldi áfram til óbætanlegs tjóns fyrir út- gerð á Íslandi og þar með eiganda auðlindarinnar, þjóðina sjálfa,“ segir ennfremur í greinargerðinni. Þar kemur einnig fram að eftir skoðun sérfróðra manna liggi þær niðurstöður fyrir að ekki standi efni til að ætla annað en að tillögur þær sem fram koma í þessu frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða standist ákvæði stjórnar- skrár. Frumvarp þingmanna Samfylkingar til laga um stjórn fiskveiða Farið verði að tillögu um fyrningarleiðina PÁLL Pétursson, félagsmálaráð- herra, segir að framboð á leiguhús- næði sé of lítið á höfuðborgarsvæðinu. Hann segist hafa fundað um þessi mál með forystumönnum lífeyrissjóða, úr atvinnulífi og verkalýðshreyfingar- innar og m.a. sent stjórnum lífeyris- sjóða bréf í því skyni að kynna þeim ástand mála, en brýnt sé að fá fleiri aðila að uppbyggingu leiguhúsnæðis. Þetta kom fram á fyrirspurnatíma á Alþingi í gær, en Ögmundur Jón- asson, Vinstri grænum, gerði þá hús- næðismálin að umtalsefni og spurði ráðherra hvernig ríkisstjórnin hygð- ist bregðast við þeim vanda sem við er að eiga í húsnæðismálunum og stafar af skorti á félagslegu leiguhús- næði og vaxandi erfiðleikum lágtekju- fólks við að mæta kostnaði af eigin húsnæði. Í bréfinu sem félagsmálaráðherra kynnti þingheimi eru m.a. kynntar hugmyndir um að kannaður verði áhugi á því að byggingarsamvinnu- félagið Búseti stofni húsnæðisfélag um rekstur leiguíbúða með aðild verkalýðshreyfingar eða lífeyris- sjóða. Þeirri spurningu er einnig velt upp hvort lífeyrissjóðir sem lána sjóð- félögum til kaupa á eigin húsnæði geti komið til móts við leigjendur með því að eiga aðild að leiguíbúðum Búseta og lána 10% byggingarkostnaðar eða kaupverðs íbúðarinnar. Hafa nokkrir öflugustu lífeyrissjóðir landsins verið beðnir að tilnefna fulltrúa í nefnd sem kanni frekari útfærslu á þessum hug- myndum og fleirum í því skyni að auka framboð á leiguhúsnæði. Menn komnir langan veg frá félagslega húsnæðiskerfinu Ögmundur rakti í máli sínu þann skort sem ríkir á höfuðborgarsvæð- inu á leiguhúsnæði og dró upp mynd af þeim lánakostum sem fólki standa til boða í húsnæðiskaupum. Rakti hann áhrif sveiflna ávöxtunarkröfu húsbréfa og aukinna affalla sem aftur hefðu leitt til hærra húsnæðisverðs. Sagði hann að menn væru komnir langan veg frá félagslega húsnæðis- kerfinu sem gaf tekjulægra fólki kost á lánum til húsnæðiskaupa með 1,5% vöxtum til 40 ára. „Ef lífeyrissjóðirnir hefðu tryggt stöðuga eftirspurn eftir húsbréfum í sumar hefði mátt komast hjá hinum miklu afföllum sem urðu þá,“ sagði Ögmundur og benti á að fyrir lífeyr- issjóðina væri þetta gullin fjárfesting. Sagði hann nauðsynlegt að tryggja stóraukið framboð á leiguhúsnæði til að svara eftirspurn til framtíðar og til að svo mætti verða þyrfti þjóðarátak. Hugmyndir um leiguíbúðir á vegum Búseta GEÐRÆN vandamál eru helsta forsenda örorku hér á landi og eru geðræn vandamál algengust á höfuðborgarsvæðinu, bæði hjá konum og körlum, og hjá körlum á landsbyggðinni, að því er fram kom í svari Ingibjargar Pálma- dóttur, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, á Alþingi í gær við fyrirspurn Katrínar Fjeldsted, Sjálfstæðisflokki, um öryrkja á Íslandi. Í svari ráðherra kom fram að í mars voru 9.467 öryrkjar með 75% örorku sem fengu greiddar út lífeyrisbætur frá Trygginga- stofnun ríkisins. 955 öryrkjar með 50–65% örorku hafi fengið ör- orkustyrk á sama tíma. 396 voru á lífeyri vegna endurhæfingar. Í hópi öryrkja voru 58% konur og 42% karlar, en af örorkustyrk- þegum voru 65% konur en 35% karlar. Örorka er því marktækt algengari hjá konum en körlum. Metin hefur verið 75% örorka hjá 4,2% Íslendinga á aldrinum 16–66 ára, en 0,7% þjóðarinnar hafa fengið örorkumat milli 50 og 65% og eiga því rétt á örorku- styrk, að því er fram kom í máli ráðherra. „Algengustu fyrstu sjúkdóms- greiningar hjá örorkulífeyrisþeg- um voru geðræn vandamál og stoðkerfisvandamál, eða alls rúm- lega helmingur tilvika,“ sagði ráð- herra og nefndi að nánari grein- ing eftir sjúkdómaflokkum sýndi að tæplega 40% eru metin með tauga- og geðsjúkdóma, u.þ.b. með sjúkdóma í stoðkerfi og tæp- lega 105 með hjarta- og æðasjúk- dóma. Aðrar greiningar væru 5% eða minna. Svipuð skipting og í Noregi og Svíþjóð Sagði hún þessa skiptingu svip- aða í Noregi og Svíþjóð, þar sem vitað væri að algengustu grein- ingar væru þær sömu og hér á landi. Þar væru þó stoðkerfis- sjúkdómar mun algengari for- senda örorku en geðræn vanda- mál. Í svari ráðherra kom ennfrem- ur fram að hlutfall öryrkja af íbúafjölda landsmanna væri hið lægsta á Norðurlöndum. Nefndi hún sem skýringar á því að í þess- um löndum væru heimildir til að nota örorkukerfið rýmri en hér á landi til að rýma til á vinnumark- aði og þá til að dylja umfang at- vinnuleysis. Öryrkjar á Íslandi Geðræn vandamál helsta orsök örorku JÓHANN Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður fulltrúi Samfylkingarinnar í endurskoðunar- nefnd um stjórn fiskveiða, á vegum sjávarútvegsráðuneytis, í stað Sig- hvats Björgvinssonar, fyrrverandi alþingismanns, sem látið hefur af stjórnmálastörfum. Samkvæmt skipunarbréfi nefnd- arinnar segir m.a. að nefndinni beri að taka tillit til hagsmuna sjávarút- vegsins, byggða og almennings í starfi sínu og sé markmiðið að ná fram sem víðtækastri sátt um fisk- veiðistjórn. „Þess skal þó gætt að fórna ekki markmiðum um skynsam- lega nýtingu og bætta umgengni um auðlindir sjávar né heldur raska hag- kvæmni og stöðugleika í greininni.“ Endurskoðunarnefnd um stjórn fiskveiða Jóhann tekur sæti Sighvats ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.