Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 33 Nýtt kortatímabil ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL Skeifunni 19 - S. 568 1717 Russell Athletic - Columbia - Convert - Jansport - Gilda Marx - Avia - Tyr - Schwinn - Slendertone - Polar - Weider - Metaform - ABB - EAS - Muscletech - Labrada - Natures Best - Leppin - MLO Úlpur Anorakkar Vindjakkar Spinning samfest. kr. 199.- kr. 990.- kr. 1.990.- Hettupeysur Peysur Regnjakkar Buxur Stuttbuxur Spinning peysur Sundbolir Barnastuttbuxur Derhúfur Verðdæmi K O R T E R HLJÓMSVEITARSTJÓRINN er nýkominn úr Bláa lóninu þegar blaðamaður hittir hann að máli á Hótel Sögu daginn fyrir tónleika – og er að setja sig í stellingar að undirbúa æfingu dagsins, sem að þessu sinni er reyndar að kvöldi, þar sem ekki er von á einleikaran- um Håkan Hardenberger fyrr en með síðdegisflugi og æfingatíman- um því hliðrað til. Pehlivanian á þá þegar að baki tvær æfingar með Sinfóníuhljómsveitinni og segir það hafa komið sér þægilega á óvart að jafnfámenn þjóð og Íslendingar eigi sér sinfóníuhljómsveit í svo háum gæðaflokki. Verkin á efnisskrá tónleikanna eru allt annað en auðveld, öllu held- ur þrælerfið, ef marka má orð hljómsveitarstjórans. Enda segist hann verða að vera harður við hljómsveitina. Ekki vegna þess að hann njóti þess að vera harður, heldur vegna þess að það geti verið nauðsynlegt eigi árangur að nást. „Það er nú einu sinni mitt starf,“ segir hann og hlær. Hann segir verkin öll erfið, hvert á sinn hátt, og ekki fyrir neina miðlungshljóm- sveit. „Svo ef hljómsveitin leikur vel á tónleikunum, sem ég hygg að hún muni gera, þá verð ég mjög stoltur af henni,“ segir hann. Þó að hljómsveitin þekki orðið mjög vel verk Atla Heimis, Icerapp 2000, sem hún spilaði margoft í Ameríkuferðinni í haust, þurfa menn að hafa sig alla við. Hljóm- sveitarstjórinn hefur nefnilega tek- ið þá ákvörðun að verkið verði leik- ið í mun hraðara tempói en áður. „Sinfónía Stravinskíjs er líka mjög erfið, ekki síst fyrir strengjadeild- ina, svo við verðum virkilega að vinna í henni.“ Golf og góður matur Tónleikarnir í kvöld eru þeir þriðju þar sem þeir Hardenberger leiða saman hesta sína – en í fyrsta sinn í þessu verki, sem Pehlivanian segir gífurlega erfitt, bæði fyrir einleikara og hljómsveit, en jafn- framt mjög skemmtilegt. Hann upplýsir ennfremur að þeir séu ágætir félagar og hafi gaman af að fara saman í golf, borða góðan mat og drekka gott vín. Pehlivanian kveðst hlakka mikið til að heyra Hardenberger leika allar þær kúnstir sem Gruber hefur skrifað inn í trompetkonsertinn, t.d. að skipta leiftursnöggt milli ólíkra trompeta og kýrhornsins og syngja á sama tíma og hann blæs. „Håkan er besti trompetleikarinn í heim- inum um þessar mundir og ég efast um að aðrir en hann geti leikið þennan konsert,“ segir hann. George Pehlivanian er fæddur í Beirút í Líbanon, og þar hóf hann tónlistarnám aðeins þriggja ára að aldri. Hann lærði fyrst á píanó, en sex ára hóf hann fiðlunám, og fiðlan varð síðan aðalhljóðfæri hans. Fjöl- skylda Pehlivanians fluttist til Los Angeles þegar hann var barn að aldri og þegar fram liðu stundir fór hann þar til náms í hljómsveitar- stjórn. Meðal kennara hans voru Pierre Boulez, Lorin Maazel og Ferdinand Leitner. Meðal fremstu hljómsveitar- stjóra af yngri kynslóðinni Í tónleikaskrá kemur fram að Pehlivanian hafi vakið verulega at- hygli árið 1991 þegar hann, þá 27 ára að aldri, vann fyrstu verðlaun í hinni virtu Besancon-hljómsveitar- stjórakeppni. Hann er nú talinn til hinna fremstu hljómsveitarstjóra af yngri kynslóðinni og ferðast víða um heim til að stjórna. Pehlivanian er aðalgestastjórnandi Kammer- sveitarinnar í Vínarborg, og á lista hans yfir þekktar hljómsveitir eru m.a. Fílharmóníusveit Lundúna, Sinfóníuhljómsveitin í Sydney og Kirov-hljómsveitin í St. Pétursborg, en hjá Kirov var hann aðstoðar- maður Valerys Gergiev. Pehlivani- an steig fyrst á pall sem óperu- stjórnandi í Los Angeles þegar hann stýrði nýrri uppfærslu á Car- men, og meðal annarra óperuverk- efna má nefna La Traviata hjá Kir- ov-óperunni í boði Gergievs. Pehlivanian hefur unnið að hljóðrit- unum fyrir Chandos-, Aria- og BMG-útgáfurnar. „Ég hef verið á óvenjumiklum þeytingi upp á síð- kastið. Þessi vika er til dæmis sjö- unda vikan sem ég hef verið á sam- felldu ferðalagi án hlés – og Sinfóníuhljómsveit Íslands sjöunda hljómsveitin á þeim tíma,“ segir Pehlivanian. Að tónleikunum hér loknum held- ur hann til Parísar, þar sem hann er búsettur, en dvelur þar ekki lengur en dagstund. Þó nógu lengi til að geta haldið af stað til Singa- púr samdægurs með fjölskylduna til vikudvalar þar sem hann mun stjórna hljómsveit. Þaðan liggur leiðin til Noregs, nánar tiltekið til Bergen. „Að því verkefni loknu fæ ég langþráð tveggja vikna frí. Ég er löngu búinn að skipuleggja vi- kuskíðafrí með fjölskyldunni í frönsku Ölpunum og svo slöppum við af seinni vikuna,“ segir hann og leggur áherslu á að fjölskyldulífið sé honum mjög mikilvægt og hann reyni allajafna að skipuleggja verk- efni sín þannig að vera ekki á ferða- lögum nema tvær vikur í senn og svo eina viku heima. „Ég vil sinna hlutverki mínu sem faðir og eig- inmaður jafn vel og hljómsveitar- stjórahlutverkinu,“ segir hann. Bætir svo við sannfærandi að allt sé þetta erfiðisins virði. „Ég trúi á það sem ég er að gera og veit að það skiptir máli,“ segir hann. Tónleikarnir hefjast kl. 19.30. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Bláu röðinni í kvöld Ekki fyrir miðlungshljómsveit Sænski trompetleik- arinn Håkan Harden- berger leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld undir stjórn George Pehliv- anian. Margrét Svein- björnsdóttir hitti hljóm- sveitarstjórann og komst að því að þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann vinnur með Hardenberger. Morgunblaðið/Árni Sæberg Håkan Hardenberger og George Pehlivanian á æfingu með Sinfóníuhljómsveitinni í gærkvöldi. EINLEIKARI kvöldsins, Håkan Hardenberger, er sænskur, fæddur í Malmö árið 1961. Hann hóf tromp- etnámið á heimaslóðum átta ára gamall, en framhaldsnám stundaði hann í Tónlistarháskólanum í París og í Los Angeles. Óvenjulegir hæfi- leikar hans komu snemma í ljós og er nú litið á hann sem einn af fremstu tónlistarmönnum heims af sinni kyn- slóð. Um Håkan Hardenberger segir í tónleikaskrá að hann hafi komið fram með mörgum helstu hljóm- sveitum í Evrópu og Ameríku, svo sem Fílharmóníusveit Lundúna, Hljómsveitinni Fíladelfíu, Fílharm- óníusveit Los Angeles og Fílharm- óníusveit Franska útvarpsins. Af þekktum hljómsveitarstjórum sem hann hefur unnið með má nefna Kurt Masur, Ingo Metzmacher, Esa- Pekka Salonen og Michael Tilson Thomas. Virtúósaverk sem leggur marg- ar þrautir fyrir einleikarann Hardenberger leikur kammertón- list með mönnum á borð við Christ- ian Lindberg, Leif Ove Andsnes og Roland Pöntinen, og hann hefur hljóðritað fyrir Philips-, EMI- og BIS-útgáfurnar. Hardenberger hef- ur undanfarið verið á ferð með trompetkonsert H.K. Grubers, spil- að í Berlín, Birmingham, Madrid og Lundúnum, og framundan eru tón- leikar í Hamborg. H.K. Gruber, sem stjórnaði Sin- fóníuhljómsveitinni á Kurt Weill- tónleikum í nóvember síðastliðnum, samdi trompetkonsertinn Aerial að beiðni Breska ríkisútvarpsins með Håkan Hardenberger í huga. Kons- ertinum er lýst sem virtúósaverki sem leggi margar þrautir fyrir ein- leikarann. „Hann þarf að geta spilað og sungið samtímis, skipta frá hinum hefðbundna trompet í pikkolótrom- pet, og sömuleiðis geta leikið á ekta kýrhorn,“ segir í tónleikaskránni. Sjálfur sagði Gruber í samtali við Morgunblaðið 2. nóvember sl. um fyrirhugaðan flutning Hardenberg- ers og Sinfóníuhljómsveitarinnar á Aerial: „Ég hugsaði með mér að ef hljómsveitin gæti spilað Aerial þá væri hún afburðasnjöll, því Aerial er verulega erfitt verk sem krefst virtúósahljómsveitar.“ Blásið í kýrhorn og trompeta  Icerapp 2000 eftir Atla Heimi Sveinsson. Tildrög verksins má rekja til Ameríkuferðar Sinfóníu- hljómsveitarinnar síðastliðið haust en þá var Atli beðinn um að semja stutt verk til að hefja tónleikana með.  Aerial eftir H.K. Gruber. Trompetkonsert saminn að beiðni Breska ríkisútvarpsins með Håkan Hardenberger í huga. Heiti verksins vísar til ljósmynda sem teknar eru úr lofti og yfirskrift fyrsta þáttar er sótt í ljóð Emily Dickinson, Villtar nætur, þar sem segir m.a. (í þýðingu Hallbergs Hallmundssonar): „Hald- laus er byrinn, hjarta í vör, burtu kompás, og kort úr för.“ Konsertinn var frumfluttur undir stjórn Neemes Järvi með Håkan Hardenberger í einleikshlutverki á Proms-tónleikum Breska ríkisútvarpsins í júlí 1999.  Sinfónía í þrem þáttum eftir Igor Stravinskíj. Sinfónían telst til nýklassískra verka Stravinskíjs og er frá þeim tíma þegar hann hafði nýlega sest að í Bandaríkjunum. Fyrstu drög að sinfóníunni má rekja til ársins 1942 en smíði verksins lauk Stravinskíj 7. ágúst 1945, daginn eft- ir að kjarnorkuprengjunni var varp- að á Hírósíma. Hann stjórnaði sjálf- ur Fílharmóníusveit New York-borgar við frumflutning sin- fóníunnar í ársbyrjun 1946. Efnisskrá tónleikanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.