Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 36
Morgunblaðið/Sig. Jóns. Sigurbjörg Eyjólfsdóttir með hnakktösku sem nota má sem matarskál. LISTA- og handverkskonan Sigur- björg Eyjólfsdóttir sýnir um þessar mundir verk sín í Gallerí Miðgarði, Austurvegi 4 á Selfossi. Á sýning- unni er handverk af ýmsu tagi, s.s. styttur, skálar og málverk. Á meðal sýningargripa er haganlega gerð hnakktaska úr keramik sem nota má sem matarskál. Sigurbjörg, sem fædd er 1. janúar 1944, hefur tekið þátt í ótal hand- verkssýningum s.s. að Hrafnagili við Akureyri og í Reykjavík. Hún lærði blómaskreytingar hjá Ringelberg í Rósinni Vesturveri. „Þar lærði ég að búa til allt úr engu og geri enn í dag,“ sagði Sigurbjörg. Hún lærði módel- teikningu í Myndlistarskóla og með- an börnin voru lítil málaði hún vöggusett og skírnarkjóla með tau- litum. Þá eru þau líka ófá ferming- arkertin sem Sigurbjörg hefur mál- að með nöfnum fermingarbarna. Hún er ein af stofnendum Mynd- listarfélags Árnessýslu fyrir 20 ár- um, hefur verið á ótal námskeiðum hjá félaginu og tekið þátt í samsýn- ingum þess. Þá stundaði hún nám í Handmenntaskóla Íslands 1981– 1984 og er mikil áhugamanneskja um framgang málefna listasafna í sýslunni. Sigurbjörg rak eigin verslun, Föndur og gjafir, í 9 ár og segir að þá hafi leirinn farið að mótast hjá sér og verið í mótun síðustu 16 árin. Þá þekkingu segist hún hafa sótt til Steinunnar Marteinsdóttur í Huldu- hólum og einnig hjá Glit, leirmuna- gerð. Sýningin í Miðgarði stendur til 4. apríl. Handverk og myndir í Miðgarði Selfossi. Morgunblaðið. LISTIR 36 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞESSA dagana stend- ur yfir í „NRW Forum Kultur und Wirtschaft (Nordrhein-Westfalen – vettvangur menning- ar og reksturs) við Ehrenhof í Düsseldorf, viðamesta sýning sem haldin hefur verið á verkum Hollendingsins Anton Corbijn. Þar gefur að líta úr- val ljósmynda, kvik- mynda og myndbands- búta, allt frá árinu 1976 til dagsins í dag. Ásamt hinum frægu persónumyndum af tónlistarfólki, hefur Anton Corbijn unnið fjölda af myndbandsbútum, hannað geisla- diskaumslög og jafnvel sviðsmyndir t.a.m. fyrir hljómsveitina „Depeche Mode“. Yfir 100 plötuumslög hafa breitt út ljósmyndir hans í millj- ónatali. Ferill Corbijns sjáfs (f. 1955) hefur ekki verið síður glæstur en popp- stjarnanna. 1979 flutti hann til Lond- on og ljósmyndaði fyrir tónlist- arblaðið „New Musical Explorer“. Þá tóku við fleiri alþjóðleg tímarit á borð við Rolling Stone, Harpers Bazaar, Elle og W svo nokkur séu nefnd. Hinn hlédrægi ljósmyndari sem nefndur hefur verið „myndagerð- armaður hinnar metapysísku víddar“ (sjá t.d. Nirvanabútinn „Heart Shap- ed Box“), segist sjálfur leitast við að ná því fram sem honum finnst gera manneskjuna áhugaverða; eða það sem býr að baki ytri fegurðinni. Christiane zu Salm, framkvæmda- stjóri MTV Networks, stuðningsaðila sýningarinnar hefur eftirfarandi að segja: „Fyrir mér er Anton Corbijn í raun enginn ljósmyndari, heldur helgimyndasmiður, skapari nútíma guðsdýrkunarmynda. Sem slíkur hef- ur hann auðgað hið dularfulla merkjakerfi poppsins til muna.“ Eitt er víst að með ljósmyndum sínum af poppheiminum lagði Cor- bijn grunn að nýrri bylgju innan tón- listarsviðsins með brothættum, bein- skeyttum, ákaflega persónulegum myndverkum, fullum af töfrum. Með árunum bættust við andlitsmyndir af stjörnum kvikmynda, bókmennta, tískuheims, súpermódela, málara og leikara. Af frægu fólki sem stillt hefur sér upp fyrir næmt auga Antons Corbijn má m.a. nefna Miles Davis, David Bowie, Peter Gabriel, Clint East- wood, Björk, Brian Eno, U2 (t.d. um- slag plötunnar „The Joshua Tree“), Keith Richards og Sting. Sýningin stendur til 22. apríl næstkomandi. Skapari nútíma guðsdýrk- unarmynda Ljósmynd/Ilma Reissner Björk flaggað fyrir utan sýningarhöllina í Düsseldorf. Hollenski listamaðurinn Anton Corbijn. Anton Corbijn: Björk Guðmundsdóttir. Sýning á verkum listamannsins Antons Corbijns í Düsseldorf Düsseldorf. Morgunblaðið. Anton Corbijn: Bono, söngvari U2.  PLATA til styrktar Minning- arsjóði Lárusar Sveinssonar trompetleikara er komin út. Fyrir rúmu ári flutti Sinfón- íuhljómsveit Ís- lands ásamt Kór Íslensku óp- erunnar og ein- söngvurum 9. sinfóníu Beethovens og var flutning- urinn var til- einkaður minn- ingu Lárusar sem þá var nýlátinn. 7. febrúar síðastliðinn, á afmælisdegi Lár- usar, var hljóðritun af tónleikunum gefin út á geislaplötu til styrktar minningarsjóði í hans nafni en Starfsmannafélag S.Í. stóð að stofnun sjóðsins. Þeir tónlistarunnendur sem hug hafa á að eignast þennan disk og renna um leið stoðum undir Minn- ingarsjóð Lárusar Sveinssonar trompetleikara geta pantað plöt- una beint frá útgefanda, Polarfonia Classics, og greiða fyrir 1.500 kr. Pantanir aðeins afgreiddar í gegnum netfangið ts@itn.is – eða í síma 868 9845. Diskurinn kostar 2.199 kr. í flestum verslunum. Nýjar plötur Lárus Sveinsson JÓNAS Ingimund- arson held- ur píanótón- leika í Hveragerð- iskirkju á laugardag kl. 16. Við- fangsefni hans að þessu sinni eru verk eftir Ludwig van Beethoven, Claude Debussy og Franz Liszt. Eftir Beethoven leikur Jónas Andante favori og Waldstein-sónötuna. Seinni hluti efnisskrárinnar eru fjórar prelúdíur eftir Debussy og Gosbrunnarnir við Villa d́Este og Ballata nr. 2 í h-moll, hvort tveggja eftir Liszt. Píanótónleikar í Hveragerð- iskirkju Jónas Ingi- mundarson Keppni í klassískum ballett LISTDANSSKÓLI Íslands stend- ur fyrir keppni í klassískum ballett á morgun, föstudag, kl. 20.30, á Smíðaverkstæðinu í Þjóðleikhús- inu. Markmiðið er að velja þátttak- endur í norræna danskeppni sem haldin er árlega í Svíþjóð. Rík- isreknir Ballettskólar, óperuball- ettskólar hinna Norðurlandanna senda nemendur til þátttöku og standa fyrir svipuðum undan- keppnum. Keppt í annað sinn „Þetta er í annað sinn sem List- dansskólinn stendur fyrir þessari keppni en sl. ár voru þrír kepp- endur valdir hér til þátttöku. Þeir stóðu sig með prýði og vöktu mikla athygli fyrir getu sína,“ segir Örn Guðmundsson, skólastjóri List- dansskólans. „Nú veljum við nem- endur til þess að fara í vor en keppnin verður nú haldin 25.-26. maí. Í ár eru það nemendur úr Listdansskóla Íslands og Klass- íska Listdansskólanum sem sýna færni sína á sviði Smíðaverkstæðis Þjóðleikhússins.“ Miðasala verður Þjóðleikhúsinu samdægurs. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Listdansskól- ans frá kl. 9-17. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.