Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 26
NEYTENDUR 26 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ALÞJÓÐADAGUR neytendaréttar er haldinn hátíðlegur í dag en þá minna neytendasamtök um allan heim, á átta lágmarkskröfur neyt- enda sem raktar eru til yfirlýsingar John F. Kennedys, fyrrum forseta Bandaríkjanna, frá 15. mars 1962 um grundvallarréttindi neytenda. Að mati Neytendasamtakanna skortir talsvert á að íslenskir neyt- endur njóti að fullu þessara átta lág- marksréttinda en markmið samtak- anna er meðal annars að svo verði, að sögn Þuríðar Hjartardóttur fram- kvæmdastjóra NS. Við upplýsingaöflun er hér víða komið að lokuðum dyrum og gam- aldags vinnubrögð eru enn við lýði hjá mörgum stofnunum og fyrir- tækjum hér á landi, að mati Þuríðar, og fleira nefnir hún; réttur til að velja einkennist af einokun og sam- keppnishömlum, neytendafræðslu- mál eru í algjöru lágmarki í skóla- kerfinu hér á landi og umhverfismálin þarf að bæta tölu- vert þar sem enn eru opnir rusla- haugar og skolpræsi um allt land svo ekki sé minnsta á vatnsbólin. Þuríður var beðin um að útlista lágmarkskröfunar átta og það sem Neytendasamtökin telja ábótavant hér á landi hvað þau varðar.  1. Réttur til fullnægjandi grunn- þarfa. Átt er við aðgang að grundvallar- vörum og þjónustu svo sem nægum matklæðnaður og heilsuvernd sem við njótum hér á landi.“  2. Réttur til öryggis. Verndun gegn afurðum, fram- leiðsluferli eða þjónustu sem er hættuleg heilsu manna eða lífi. NS hafa barist fyrir því að sýkt matvæli séu ekki á markaði og nefnir Þuríður sem dæmi kampýlóbaktermál og sýkingar af völdum salmonellu. „Við viljum að framleiðendur beri ábyrgð á því sem þeir setja á markað og að reglur séu hertar til verndar neyt- endum.“  3. Réttur til upplýsinga. „Staðreyndir sem þarf til að geta tekið upplýsandi ákvörðun. Í kröfunni felst að neytandinn geti varist óheiðarlegum og villandi aug- lýsingum og vörumerkingum. NS gefa út Neytendablað þar sem eru birtar gæða- og markaðskannanir en einnig er unnt að nálgast á skrifstofu okkar, fjölda annarra kannana.“  4. Réttur til að velja. „Úrval sé af vörum og þjónustu sem boðin er á samkeppnishæfu verði og að fullnægjandi gæði séu tryggð. Að á öllum mörkuðum vöru og þjónustu sé samkeppni tryggð. Með því eru bjóðendur verslunar og þjónustu undir eftirliti markaðsins og geta ekki skýlt sér bak við einok- unarstöðu með lélegri þjónustu, gæðum og hærra vöruverði.“  5. Réttur til áheyrnar. Að gerð og framkvæmd stefnu- mótunar ríkisins sé með hagsmuni neytenda í fyrirrúmi einnig í þróun á vörum og þjónustu. „Í þessu felst meðal annars að sjónarmið neytenda eiga að vera til hliðsjónar þegar teknar eru ákvarð- anir af stjórnvöldum og ný löggjöf sett. Neytendasamtökin telja að of oft séu sjónarmið neytenda látin víkja fyrir öðrum hagsmunum. Neytendasamtökin hafa fengið frumvörp til laga um neytendamál send til umsagnar og þannig komið sjónarmiðum neytenda á framfæri.“  6. Réttur til bóta. „Í þessu felst meðal annars að ef um vanefnd seljanda í kaupum er að ræða á neytandi rétt á að fá úr því bætt. Ýmis vanefndaúrræði eru tryggð í lögum. Ekki hefur þó verið gengið eins langt hérlendis í neyt- endavernd og í nágrannalöndum okkar. Í kröfunni felst einnig réttur neytanda til skjótvirkra og aðgengi- legra leiða til að ná fram lagalegum rétti sínum. Þetta gera Neytenda- samtökin með því að starfrækja leið- beininga- og kvörtunarþjónustu en þar eru neytendum veittar leiðbein- ingar um það hvernig þeir eiga að snúa sér til að ná fram sínum rétti og einnig er þar höfð milliganga í kvört- unarmálum ef þörf krefur. Þjónusta þessi er að mestu kostuð af félags- mönnum Neytendasamtakanna en einnig styrkja stjórnvöld þessa þjón- ustu. Það er krafa Neytendasamtak- anna að þjónusta þessi sé að öllu leyti rekin af stjórnvöldum eins og er í nágrannalöndum okkar. Neytenda- samtökin eru aðilar að sex kvörtun- ar- og úrskurðarnefndum á sviði ferðamála, efnalauga, verslunar, iðn- aðarmanna, fjármálafyrirtækja og vátrygginga.“  7. Réttur til neytendafræðslu. Öflun þekkingar og kunnáttu til að geta tekið upplýsandi og meðvitaða ákvörðun um vörur og þjónustu. „Í þessu felst að vera meðvitaður um grundvallarréttindi neytenda og ábyrgð og hvernig hægt sé að nýta sér það. Eftir því sem við byrjum fyrr að uppfræða fólk um rétt sinn, því með- vitaðra verður það um stöðu sína og rétt en verulega skortir á að þessari kröfu sé fullnægt.“  8. Réttur til heilbrigðs umhverf- is. „Líf og vinna í umhverfi sem ógn- ar ekki velferð nútíma- og framtíð- arkynslóða. Umhverfismál hafa fengið mun stærra vægi á síðustu ár- um. „Alþjóðasamþykktir með hert- um reglum hafa beint sveitarfélög- um og ríki inn á réttar brautir, þó er oft tilhneiging til að sækja um und- anþágur í nafni fámennis á Íslandi, sem er ekki til fyrirmyndar. Fyrir- tæki hafa líka reynt að komast hjá því að merkja vörur með umhverf- ismerki enda markaður svo lítill að það borgar sig ekki fyrir þau. Sbr. Procter & Gamble neitar að merkja framleiðsluvörur með Norræna svaninum.“ Alþjóðadagur neytendaréttar haldinn hátíðlegur í dag Skortur á að landsmenn njóti lágmarksréttinda Morgunblaðið/Kristján Neytendafræðsla er í algjöru lágmarki í skólakerfinu hér á landi, að mati Neytendasamtakanna. Hönnun List Gullsmiðir Kynnum spennandi nýjungar í HARD CANDY GOLDIE vorlitirnir Olíulaust litað dagkrem Glimmer hársprey ✧ ✧ ✧ liti i lí l t lit li Kynning í snyrtivörudeildinni í Kringlunni, fimmtudag, föstudag og laugardag. w w w .h ar dc an dy .c om Aðrir útsölustaðir: Top Shop Lækjargötu, Libia Mjódd, Snyrtivörudeildir Hagkaups Kringlunni, Skeifunni, Spönginni, Smáratorgi og Akureyri, og Gallery Förðun Keflavík. S I G T Ú N I Rifjaðu upp ljúfar minningar! við arineld, góðan mat, góða þjónustu og ljúfa tónlist á Borðapantanir í síma 568 9000 Gunnar Páll leikur fimmtud., föstud. og laugardag frá kl. 19.15 til 23.00. Fyrir hópa aðra daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.