Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 35 Auglýsing frá yfirdýralækni Vegna gin- og klaufaveiki sem greinst hefur í Stóra- Bretlandi og Frakklandi hefur yfirdýralæknir ákveðið að ekki verði mælt með innflutningi frá löndum Evrópusambandsins eða EFTA, eða frá öðrum lönd- um þar sem sjúkdómurinn hefur greinst, á vörum sem smitefnið getur borist með og falla undir stafliði a) og b) í 1. mgr. 10. gr. laga nr. 25/1993 um dýra- sjúkdóma og varnir gegn þeim, með síðari breyting- um. Það sama gildi hvað varðar innflutning sam- kvæmt lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra. Ákvörðun þessi gildir þar til annað verður ákveðið. Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir. ÞEGAR stórsveit Counts Basies reis upp á frægðarhimininn voru helstu einleikarar hljómsveitarinnar tenórsaxófónistarnir Lester Young og Herchel Evans. Þeir voru helstu andstæður djassins um þær mundir. Lester með titurlausan svalan tón, sem seinna varð fyrirmynd manna á borð við Stan Getz og Gerry Mullig- an. Herchel af skóla Colemans Hawkins með voldugan titurmikinn tón. Herchel lést aðeins þrítugur að aldri árið 1939 og tók þá sæti hans í Basiebandinu tuttugu og fjögurra ára tenórsaxófónleikari frá Texas: George Holmes Tate, kallaður Buddy, sem að vísu hafði leikið um skeið með Basie 1934. Herchel hafði sett sitt persónulega mark á Hawk- insstílinn og hafði mikil áhrif á Tate og tenórista á borð við Don Byas, Illinois Jacquet og Arnett Cobb. Buddy Tate hætti með Basie 1948 og stjórnaði eftir það lengst af eigin hljómsveitum, auk þess sem hann ferðaðist um með ýmsum stjörnu- sveitum. Hann hélt kraftinum allt framundir 1990, en þá tók að halla undan fæti. Hingað kom Buddy í tví- gang. Í fyrra skiptið á vegum Listahátíðar 1976 með sextett Ben- nys Goodmans, en í hið síðara á veg- um Jazzvakningar 1984 með hinum átta stóru. Af þeim eru nú aðeins tveir á lífi; Johnny Mince og Arwell Shaw. Billy Butterfield, Tal Farlow, Red Norvo, Teddy Wilson og Sam Woodyard gengu allir til feðra sinna á undan Buddy. Buddy hljóðritaði mikið um dag- ana og eru margir sólóar hans með Basie gersemi. Af skífum hans frá síðari tímum er óhætt að mæla með The Ballad Artistry of Buddy Tate (Sackville) sem er tær snilli. Ballöðumeistarinn Finn Otto Ballöðutúlkun er aðal hins þrosk- aða djassleikara og fáir norrænir trompetleikarar blésu ballöður af slíkri innlifun sem trompetleikarinn Finn Otto Hansen, þótt tækifærin væru ekki of mörg í hinni daglegu spilamennsku. Hann var trompet- leikari einnar frægustu dixíland- hljómsveitar Evrópu í fimmtán ár, Papa Bues Viking Jazz Band, og síð- ustu fimmtán árin blés hann með Fessors Big City Band. Með þeirri hljómsveit kom hann til Íslands 1996 og söng m.a. Hello Dolly í þætti Hemma Gunn. Skömmu síðar heyrði ég hann með Fessor í Slukef- ter í Tívolí. Hann fékk nokkrar sóló- ballöður og þvílík spilamennska. Maður einfaldlega klökknaði. Þótt Finn Otto væri frábær dixí- landtrompetleikari voru rætur hans ekki síður í svínginu og helstu áhrifavaldar hans Louis Armstrong, Bobby Hacket og Billy Butterfield. Hann var lengi með hljómsveit í kompaníi við Jesper Thilo og Hor- ace Parlan; De ferske Drivhusmel- oner, og fyrir rúmu ári gaf hann út geisladiskinn Warm Breeze, sem var sá eini er út kom undir hans nafni þótt hann hafi hljóðritað þá tugum saman. Þar leika menn á borð við Jacob Fischer og Hugo Rasmussen með honum lög eftir m.a. Allan Botschinsky og Dizzy Gillespie en þeir Finn Otto voru ekki alveg ókunnugir því eina kvöld- stund í New Orleans lék hann með Dizzy og Clark Terry. Síðast hitti ég Finn Otto í sex- tugsafmæli Tryggva Ólafssonar málara í Köben. Þar lék hann með alþjóðlegri hljómsveit: Bent Jædig, Luther Allison, Carli Möller, Hugo Rasmussen og Guðmundi Stein- grímssyni. Hann blés yndislega að vanda og Jón Múli hefði ekki síður brosað í kampinn og kinkað kolli, en Finn Otto blés með Fessor á Hótel Sögu 1996 og djassprófessorinn sagði við Birgi Möller að svona fínan trompetleik heyrði maður ekki oft nú á dögum. Finn Otto varð aðeins 62 ára gam- all. Dr. Jazz Fáir djassfræðimenn voru fremri danska djassdoktornum Erik Wie- demann. Hann lést sjötugur að aldri í Kaupmannahöfn í byrjun mars. Hið mikla þriggja binda verk hans Jazz i Danmark kom út 1982 og hann varði það til doktorsnafnbótar við Kaupmannahafnarháskóla. Þar varpar hann m.a. ljósi á þætti er við- koma íslenskri djasssögu. Árið 1958 kom út bók hans Jazz og jazzfolk og var hún byggð upp á svipaðan hátt og verk Joakims Ber- endts Das Jazzbuch (1953) og The Book of Jazz eftir Leonard Feather (1957). Ég eignaðist bók Eriks á unglingsaldri og er hún slitin og snjáð og enn fletti ég upp í henni. Hann var í ritstjórn alfræðibókar Politikens, Jazzens hvem-hvad-hvor, og var í ritstjórn og ritaði margt í Jazzårbogen, er út kom á árunum 1957–61. Þegar ég var ritstjóri þess eina tölublaðs er út kom af Jazz- málum (1967) fékk ég leyfi hans til að þýða í blaðið skarpa ritsmíð hans um hinn nýja djass: Ind i 60’erne. Erik Wiedemann var djassgagn- rýnandi Information í hálfa öld og skrifaði m.a. um hljómplötur með Gunnari Ormslev og Tómasi R. Ein- arssyni. Hann gat verið óvæginn í gagnrýni sinni, en alltaf sjálfum sér samkvæmur og ef honum þótti tón- list sú er boðið var upp á lítils virði hvarf hann snemma af vettvangi. Ég sat nokkrar ráðstefnur norrænna djassfræðinga með Erik og hitti hann oft á tónleikum og í djasssam- kvæmum. Hann var heldur seinn í viðkynningu eins og títt er um feimna menn, en hjartahlýr og gam- ansamur undir skelinni. Síðustu skrif Eriks fyrir Information var leiðari blaðsins 27. febrúar sl., merktur upphafsstöfum hans. Þar fjallaði hann um hina nafnlausu dómnefnd er útnefnir kandídata til dönsku djassverðlaunanna – dóm- nefnd sem stýrt er af hagsmuna- aðilum hljómplötuiðnaðarins. Danskir djassfræðingar hafa lengi verið í hópi hinna fremstu í heimi og Erik Wiedemann var þeirra nafnkunnastur. Hin síðari ár helgaði hann sig sérstaklega rann- sóknum á tónlist Dukes Ellingtons og er miður að hann gat ekki lokið því verkefni. Buddy, Finn og Dr. Jazz Í febrúar sl. lést einn af helstu tenór- saxófónleikurum djass- ins, Buddy Tate. Vernharður Linnet minnist hans og tveggja Dana sem létust í þessum mánuði og settu mark sitt á djassinn þótt með ólíkum hætti væri; trompetleikarans Finns Ottos Hansens og djassfræðingsins Eriks Wiedemanns. Ljósmynd/Vernharður Linnet Finn Otto Hansen í sextugsafmæli Tryggva Ólafssonar myndlistarmanns í Kaupmannahöfn í fyrra. Aðrir tón- listarmenn sem sjást á myndinni eru Carl Möller píanóleikari og Bent Jædig saxófónleikari. KARLAKÓRINN Söngbræður úr Borgarfirði heldur tónleika í tón- listarhúsinu Ými við Skógarhlíð annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30. Karlarnir flytja ýmis þekkt karlakórslög, innlend og erlend, auk þess sem kórinn flytur lög sem ekki hafa verið flutt af öðrum kór- um hérlendis. Einsöngvarar með kórnum eru Snorri Hjálmarsson tenór og Gunnar Örn Guðmundsson bassi. Karlakórinn Söngbræður er skipaður borgfirskum körlum sem búa vítt og breitt um Borgarfjörð. Kórinn hefur starfað í um það bil 20 ár og haldið tónleika víða um landið auk söngferða erlendis. Leikið fjórhent á píanó Stjórnandi Söngbræðra er Jacek Tosik-Warszawiak. Hann er af pólskum uppruna, fæddur í Krakow þar sem hann hlaut tónlistarmennt- un sína. Jacek hefur starfað með Söngbræðrum um fjögurra ára skeið en hans svið utan kórstjórnar er fyrst og fremst píanóleikur. Hann hefur starfað sem einleikari á píanó víða um lönd auk þess sem hann var kennari við tónlistarhá- skólann í Krakow. Einn af nemend- um hans er undirleikari kórsins um þessar mundir, Zuzanna Drzymala. Hún er einnig frá Krakow í Pól- landi. Þau Jacek og Zuzanna munu leika fjórhent á píanó lög eftir J. Brahms, A. Dvorák og E. Grieg. Aðgangseyrir er 1.500 kr. Borgfirskir karlar í Ými Karlakórinn Söngbræður úr Borgarfirði við Snorralaug. RAGNHILDUR Stefánsdóttir myndhöggvari opnar sýningu á verk- um sínum í Slunkaríki á Ísafirði á laugardag kl. 16. „Á sýningunni eru tvö verk, tveir mannslíkamar úr gifsi, sem hvor fyrir sig túlkar ákveðna tilfinningu,“ segir Ragnhildur. „Önnur tilfinningin er lóðrétt en hin lárétt og standa þær andspænis hvor annarri í sýningar- rýminu og spegla hvor aðra. En lífið er eins við upplifum það og má segja að verkin séu skírskotun til þess. Við mótum líf okkar og líkama á hverjum degi og birtist öll reynsla í líkaman- um, það sem er innra verður sýnin- legt ytra. Ef við upplifum eitthvað nýtt kemur það fram í líkamanum.“ Sýnd verða líka nokkur lítil verk. Verkin voru unnin í gifs árið 1999 og hafa verið sýnd áður. Sýningin stendur til 1. apríl. Slunkaríki er opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 16–18. Gifsverk í Slunkaríki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.