Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 29
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 29
NÝTT
Fæst í flestum apótekum
Innflytjandi: Pharmaco hf.
A
U
K
IN
V
EL
LÍÐAN
HVÍTAR
I
TE
N
N
U
R
Hreinni
og hvítari
tennur
W H I T E N I N G
Fyrir
gervitennur
K
O
R
T
E
R
PETER Mandelson, fyrrverandi
ráðherra Norður-Írlandsmála, fer
fyrir hópi breskra stjórnmálamanna
sem hófu í gær fjársöfnun til að gera
fjölskyldum fórnarlamba sprengju-
tilræðisins í Omagh á Norður-Ír-
landi kleift að höfða mál gegn tilræð-
ismönnunum. 29 manns biðu bana í
sprengjuárásinni í Omagh í ágúst
1998.
Mandelson gaf málshöfðunar-
sjóðnum 10.000 pund, andvirði 1,2
milljóna króna, sem hann hafði feng-
ið fyrir grein sem hann skrifaði fyrir
The Sunday Times eftir að hann
sagði af sér ráðherraembættinu.
Hópur þingmanna úr öllum flokkum
Bretlands tekur einnig þátt í fjár-
söfnuninni, þeirra á meðal annar
fyrrverandi ráðherra Norður-Ír-
landsmála, Mayhew lávarður.
Talið er að Hinn sanni Írski lýð-
veldisher hafi staðið fyrir tilræðinu
en hann var stofnaður eftir klofning í
Írska lýðveldishernum, IRA. Aðeins
einn maður hefur verið handtekinn
vegna tilræðisins og hann verður
leiddur fyrir rétt í Dublin í haust.
Fjölskyldur fórnarlambanna ætla að
höfða mál gegn meintum hermdar-
verkamönnum ekki síðar en í ágúst
og vona að réttarhöldin verði til þess
að fram komi nýjar upplýsingar sem
leiði til opinberrar saksóknar gegn
tilræðismönnunum.
Mandelson tekinn í sátt
Victor Barker, lögmaður sem
missti 12 ára son í sprengjutilræð-
inu, sagði að stefnt væri að því að
safna að minnsta kosti milljón pund-
um, andvirði 126 milljóna króna.
Ráðgert væri m.a. að fá þekkta tón-
listarmenn til að halda tónleika til
styrktar málshöfðunarsjóðnum.
Barker gagnrýndi oft Mandelson
þegar hann var ráðherra Norður-Ír-
landsmála en kveðst nú hafa tekið
þennan umdeilda stjórnmálamann í
sátt. „Mandelson stjórnar söfnuninni
og hefur stutt hana ötullega frá byrj-
un.“
Stjórnar fjár-
söfnun til styrkt-
ar málshöfðun
London. The Daily Telegraph.
Mandelson aðstoðar fjölskyldur
fórnarlamba tilræðisins í Omagh
AP
Forseti Sri Lanka
í Þýzkalandi
CHANDRIKA Bandaranaike Kum-
aratunga, forseti Sri Lanka, lagar
litríka yfirhöfn sína á blaðamanna-
fundi með Gerhard Schröder,
kanzlara Þýzkalands, í Berlín í
gær. Kumaratunga er stödd í fjög-
urra daga opinberri heimsókn í
Þýzkalandi.