Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 41 VALGERÐUR Sverris-dóttir, iðnaðar- og við-skiptaráðherra, segir Ís-lendinga standa á tímamótum í markaðsvæðingu raf- orkukerfisins á Íslandi. Á næstunni mun ríkisstjórnin leggja fram á Al- þingi frumvarp til nýrra raforkulaga sem m.a. tekur mið af tilskipunum ESB samkvæmt samningi um Evr- ópska efnahagssvæðið. Hornsteinar þeirrar tilskipunar eru afnám einka- réttar starfandi orkufyrirtækja þar sem áhersla er lögð á að samkeppni eigi að leiða til lækkandi verðs til raforkunotenda. Þetta kom m.a. fram á málþingi um markaðsvæð- ingu raforkukerfisins sem haldið var í fyrradag í Háskóla Íslands. Ráðherra sagði Íslendinga á margan hátt hafa náð góðum ár- angri við uppbyggingu raforkukerf- isins en hins vegar væri endurskipu- lagning markaðarins óhjákvæmileg því Íslendingar þurfi að innleiða til- skipun EES um innri markað raf- orku fyrir 1. júlí 2002. Valgerður sagði málið vera afskaplega flókið og snerta á mörgum þáttum en meg- inmarkmið skipulagsbreytinganna væri að stuðla að þjóðhagslega hag- kvæmri nýtingu orkunnar. „Í því sambandi er vert að hafa í huga að hagkvæm orkuframleiðsla styrkir samkeppnisstöðu almenns atvinnu- lífs gagnvart öðrum löndum.“ Að sögn ráðherra verður endur- skipulagningin að fullnægja lág- markskröfum tilskipunarinnar en hins vegar sé ljóst að íslenska raf- orkukerfið sé lítið og ótengt öðrum kerfum og því erfiðara að koma á virkri samkeppni hér á landi en í flestum öðrum löndum. „Þá eru markaðslegar forsendur, þar sem eitt fyrirtæki er langstærst, staðreynd. Engu að síður er engin ástæða til að ætla að samkeppni geti ekki þrifist þegar til lengri tíma er litið. Til að svo megi verða þarf að skapa forsendur fyrir samkeppni. Aflétta verður sérstökum skyldum og afnema þá réttindi á vinnslu- og sölufyrirtækjum og tryggja á allan hátt jafnræði.“ Á málþinginu hélt Steve C. Ridd- ington, ráðgjafi hjá KEMA Consult- ing Europe, erindi og fjallaði um hvaða lærdóm megi draga af alþjóð- legri markaðsvæðingu raforku- kerfa. Almennt séð hefur reynslan af markaðsvæðingu verið góð í Evr- ópu og skilað notendum lægra verði. Riddington tók undir ábendingar um sérstöðu Íslands, þar sem eitt fyrirtæki annist um 90% af raforku- framleiðslu landsins og 70% af allri raforkuframleiðslunni sé seld til ig búin til uppskrift að öruggum tap- rekstri. Í Kaliforníu er jafnframt mjög erfitt um vik að útvega vinnsluleyfi og aðgangur nýrra aðila á markaðinn takmarkaður. Þjóðverjar gengið lengst í markaðsvæðingu raforkukerfa Kristján Halldórsson, rafmagns- verkfræðingur við Tækniskólann í Darmstadt, sagði í erindi sínu að í Þýskalandi hefðu menn gengið hvað lengst Evrópuríkja í markaðsvæð- ingu raforkukerfisins og náð þar góðum árangri. Þar hefði raforku- verð lækkað í kjölfarið en það hafi hins vegar ekki skilað sér nægilega vel til neytenda þar sem yfirvöld hafi sett umhverfisskatt á veitufyrirtæk- in og sökum þess hafi markaðsvæð- ingin ekki skilað sér enn þá í lægri rafmagnsreikningum til neytenda. Í kjölfar markaðsvæðingar hefur þróunin orðið sú í Þýskalandi að talsverður samruni fyrirtækja hefur orðið og nú eru nokkrir stórir sölu- aðilar áberandi á markaðinum. Það hefur m.a. leitt til uppsagna starfs- manna í kjölfar hagræðinga auk þess sem smærri óarðbærari orku- veitum hefur verið lokað. Miðað við aðstæður í dag er rekstraröryggi raforkukerfisins ekki ábótavant en hins vegar hafi ýmsir sett við það spurningarmerki hvort framboðið verði nægjanlegt í framtíðinni og hafa m.a. bent á að lokun smærri orkuveitna geti haft alvarlegar af- leiðingar. Framtíð markaðsvæðingar er óráðin hér á landi, a.m.k. á meðan ekki liggur fyrir hvað felst nákvæm- lega í væntanlegu raforkufrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Í erindi sínu lagði Aðalsteinn Guðjohnsen, orku- ráðgjafi borgarstjóra, áherslu á að stjórnmálamenn ynnu vandlega úr drögum að því frumvarpi til raforku- laga sem nú lítur brátt dagsins ljós. Taldi Aðalsteinn þessum málum ekki hafa verið nægjanlega sinnt og velti m.a. upp þeirri spurningu hvort iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hefði ekki verið of störfum hlaðið undanfarin misseri til þess að sinna undirbúningi nýrra raforkulaga nægjanlega. Benti Aðalsteinn á að samkvæmt yfirliti Þjóðhagsstofnun- ar frá 1999 væri hlutdeild orkubú- skapar í fjármunaeign landsmanna tæplega 17% en hlutdeild sjávarút- vegs væri 14% og landbúnaðar tæp 9%. Hlutdeild orkubúskapar færi jafnframt stækkandi með aukinni stóriðju og ljóst væri að stjórnmála- manna biði erfitt hlutskipti við að taka ákvörðun um framtíð þessarar mikilvægu greinar. stóriðju. Hann varaði hins vegar við því að bera lönd of mikið saman þó að læra mætti margt af reynslu ann- arra þjóða og óþarfi væri að finna upp hjólið á nýtt. Að sögn Riddington snýst mark- aðsvæðing um það, að notandinn hafi möguleika á að velja á milli fyr- irtækja sem selji raforku. Í Bret- landi geta neytendur valið á milli 10 og 14 fyrirtækja um kaup á raf- magni af smásölufyrirtækjum sem sjálf kaupa orkuna á mörkuðum með samningum við orkuframleiðendur. Þessi breyting hefur skilað sér í lægra raforkuverði en Riddington lagði áherslu á að umskiptin úr ein- okun ríkisfyrirtækja í markaðsvædd þjónustufyrirtæki væru gríðarlega flókin og kölluðu á sterka pólitíska stefnumörkun og nánast vonlaus í framkvæmd nema til komi full þátt- taka og skilningur meðal aðila sem starfa í orkugeiranum. Kreppa á raforkumarkaði í Kaliforníu Þrátt fyrir jákvæðan árangur af markaðsvæðingu raforkukerfa hafa þó komið upp alvarleg vandamál í kjölfarið. Alvarlegasta dæmið er án efa núverandi aðstæður á raforku- markaðinum í Kaliforníu og á mál- þinginu fjallaði Friðrik Már Bald- ursson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild HÍ, um aðstæður þar. Þar hófst kreppa á raforkumarkaði vorið 2000, aðeins fáum árum eftir að markaðurinn var opnaður, og hefur kreppan leitt til skorts á raf- magni, mikillar hækkunar á heild- söluverði raforku, skammtana og þess að stærstu veitufyrirtækin ramba nú á barmi gjaldþrots. Að sögn Friðriks er ekki enn þá séð fyr- ir endann á þessum vandamálum þar sem framboð á raforku muni fyrirsjáanlega ekki aukast nægjan- lega á næstu árum. Friðrik sagði hæpið að kenna markaðsvæðingunni um þessa kreppu því raforkukerfið hafi verið veikt fyrir og mátti því tæpast við áföllum. Spurn eftir rafmagni hafði aukist um 25% áratuginn á undan á meðan framboð stóð í stað, auk þess sem leiða má líkur að því að ein- hverjir aðilar hafi spilað á kerfið og spillt fyrir. Þá sagði Friðrik að kerf- ið hefði verið of flókið og ýmis höft sett á veitufyrirtækin sem gerðu þeim erfiðara fyrir. Þeim var gert að selja alla vinnsluna og bannað að gera langtímasamninga, sem gerði þeim ókleift að stýra áhættunni. Þá var fyrirtækjunum skylt að kaupa orkuna á skyndimarkaði á meðan sett var þak á smásöluverð og þann- Stefnt að afnámi einkaréttar til að auka samkeppni Víða erlendis hafa verið stigin skref í átt til markaðsvæðingar raf- orkukerfa með það að markmiði að lækka orkuverð og auka hag- kvæmni í orkufram- leiðslu. Hérlendis er nú í lokavinnslu frumvarp til breytinga á raf- orkulögum sem ætlað er að koma til móts við tilskipun Evrópusam- bandsins um aukið frelsi í raforkusölu. Morgunblaðið/Júlíus Frá framkvæmdum við stöðvarhús Vatnsfellsvirkjunar. Tímamót varðandi markaðsvæðingu raforkukerfisins arlegur vandi þetta er,“ segir Har- aldur. Áhrifin láta ekki á sér standa, árið 1996 voru sjö fiskvinnsluhús starfandi á Ísafirði og í Hnífsdal þar sem 35 eða fleiri höfðu störf við fisk- vinnslu í hverju fyrirtæki. Hjá þess- um sjö fiskvinnsluhúsum störfuðu samtals 620 manns í fullu starfi. Ár- ið 2000 er aðeins eitt þessara fyr- irtækja starfrækt og tvö ný stofn- sett. Hjá þessum þremur fyrirtækjum störfuðu samtals 190 manns á síðasta ári og því nemur fækkun starfa hjá bæjarfélögunum tveimur 430 starfsgildum. Á árun- um 1980 til 1994 fjölgaði íbúum á Ísafirði og Hnífsdal um 217 en á næstu fimm árum fækkaði íbúum öll árin um samtals 433 íbúa, fólks- flóttinn var greinilegur. Skuldir sjávarútvegsins hafa aukist um 60% Þjóðhagsstofnun hefur tekið saman upplýsingar um heildarverð- mæti aflaheimilda og samkvæmt þeim útreikningum eru heildar- verðmætin 220 milljarðar króna. Til samanburðar hafa skuldir sjávarút- vegsins aukist úr 108 milljörðum upp í 173 milljarða eða um rúm 60% á árunum 1995 til 2000 á föstu verð- lagi. „Hagræðingin með kvótakerf- inu er því ekki að skila sér ef skuld- irnar vaxa,“ segir Kristinn. Þjóðhagsstofnun áætlaði að við- skipti með kvóta á árunum hefðu verið 24 milljarðar á tímabilinu 1991 til 1999 en kaup stærri fyrirtækja á hlutabréfum í smærri fiskvinnslum sem síðar eru sameinuð móðurfyr- irtækinu eru ekki tekin inn í þessa útreikninga. Haraldur segir töluna því ekki sýna rétta mynd af kvóta- kaupum þar sem nánast öll sala veiðiheimilda á t.d. Vestfjörðum hafi farið fram með kaupum á hluta- bréfum og sameiningu fyrirtækja, því sé óhætt að ætla að verslun með kvóta sé miklu hærri. Haraldur segir áhrif af frjálsa framsalinu einnig koma fram í laun- um fiskverkafólksins sem nú eru ívið lægri en meðallaun fólks í öðr- um atvinnugreinum í landinu. Séu laun við frystingu, söltun og herslu athuguð kemur í ljós að hlutfall launa fólks í þeim greinum hefur lækkað úr 96% árið 1992 í 84% árið 1997. Í skýrslunni kemur fram að miðað við þá þróun sem orðið hefur í þjóðfélaginu megi gera ráð fyrir að þetta hlutfall hafi lækkað enn frek- ar frá árinu 1997. Viðmiðunarlaunin eru reiknuð sem meðaltal af launum allra launþega á landinu í öllum at- vinnugreinum. „Ástæðan fyrir því að Íslendingar vinna ekki lengur í fiski, og fiskverkun er að miklu leyti í höndum aðflutts verkafólks, er ekki sú að Íslendingar vilji ekki vinna í fiski heldur hafa þeir ekki um neitt að velja því launin eru svo lág. Það eru launin sem fólk er að flýja en ekki að það vilji ekki vinn- una,“ segir Haraldur. land vestra, Suðurland, höfuðborg- arsvæðið og Vestfirðir. Vestfirðir er sá landshluti sem hefur orðið fyrir mestri skerðingu aflaheimilda eða 45% á síðasta áratug, þ.e. sé fisk- veiðiárið 1992 til 1993 borið saman við yfirstandandi fiskveiðiár. Alls hafa verið fluttar aflaheimildir sem nema 10.338 tonnum þorsks en samkvæmt upplýsingum frá Kvóta- og skipasölunni efh., sem vitnað er til í skýrslunni, þá er söluverð nú á óveiddum þorskveiðiheimildum 850 krónur á kg. Miðað við þessar tölur er verðmæti þess kvóta sem fluttur hefur verið frá Vestfjörðum um 8,8 milljarðar. „Ef Vestfirðingar vildu kaupa aftur þennan kvóta þyrftu þeir að snara fram tæpum 9 millj- örðum, á þessu má sjá hversu gríð- kilin eftir a þarf hið atvinnu- rétt eins darlegum dum okk- Spurður snir sem stjórninni Byggða- a þær til- yrir vald- t að þær vanda ka á sig mildum en ngu fisk- , Norður- tveg og byggðaþróun á Íslandi Morgunblaðið/Jim Smart Haraldur L. Haraldsson kynnir niðurstöður skýrslu sinnar. %   3              /    &  0    1           5 *'3 5  ! " "  "  1 # $  %!$ $  1 # $   # &  $   '$  # $$  %$  ($$) $ * %!$ $$  +,$$-)  ($$) - $
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.