Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 54
Anonymous Þau Marlon Lee Úlfur Pollock og Tanja Lind Pollock kalla sig Anonymous. Marlon, sem fæddur er 1982, leikur á hljómborð, en Tanja, fædd 1981, raddar og leikur einnig á hljómborð. Þau leika raftónlist og eru úr Reykjavík og af Seltjarnarnesi. Coral Coral er reykvísk sveit skipuð Gunnari Jóns- syni gítarleikara og söngvara, Steinari Guð- jónssyni gítaraleikara, Andrési A. Hlynssyni bassaleikara og Þorvaldi K. Sigurðssyni trommuleikara. Þeir félagar leika gruggrokk og eru á aldrinum frá sauján til fjórtán ára. MÚSÍKTILRAUNIR Tónabæjar, hljóm- sveitakeppni bílskúrssveita, hefjast í dag, nítjándu tilraunirnar frá því fyrsta keppnin fór fram 1982. Keppnin er ætluð bílskúrs- hljómsveitum hvaðanæva að, en hljómsveit- irnar leika þrjú frumsamin lög hver í von um að hreppa hljóðverstíma að launum. Fjölmargar hljómsveitir hafa stigið fyrstu skref sín á sviði í Músíktilraunum, en nærfellt sjöhundruð hljómsveitir hafa tekið þátt í keppninni til þessa, og allmargar hafa gert sér góðan mat úr þátttökunni, komið sér á fram- færi í kjölfarið, gefið út plötur og jafnvel náð að hasla sér völl erlendis. Með tímanum hefur tilraununum vaxið fiskur um hrygg og fyrir nokkrum árum var tilraunakvöldunum fjölgað til að koma sem flestum að. Að þessu sinni eru þrjátíu hljómsveitir skráðar til keppni. Fyrsta tilraunakvöldið verður í kvöld, ann- að tilraunakvöldið fimmtudaginn 22. mars nk., þriðja föstudaginn 23. og fjórða og síðasta til- raunakvöldið verður 29. mars. Úrslitakvöld Músíktilrauna 2001 verður svo 30. mars næst- komandi. Músíktilraunirnar gefa ágæta mynd af því hvaða tónlist er efst á baugi hjá ungmennum landsins hverju sinni og oftar en ekki er það tónlist sem lítið eða ekkert heyrist í útvarpi. 1982 sigraði Danshljómsveit Reykjavíkur og nágrennis, 1983 Dúkkulísur, 1985 Gipsy, 1986 Greifarnir, 1987 Stuðkompaníið, Jójó 1988, Laglausir 1989, Nabblastrengir 1990, Infus- oria 1991, Kolrassa krókríðandi 1992, Yukat- an 1993, Maus 1994, Botnleðja 1995, Stjörnu- kisi 1996, Soðin fiðla 1997, Stæner 1998, 1999 Mínus og í síðustu tilraunum urðu þau tíðindi að fyrsta rappsveitin sigraði í Músíktilraun- um, 110 Rottweilerhundar, sem heita nú reyndar XXX Rottweilerhundar. Fyrir sigur í Músíktilraunum fást jafnan hljóðverstímar. Að þessu sinni hreppir sig- ursveitin 28 hljóðverstíma í Sýrlandi sem Skífan gefur. Sú sveit sem hreppir annað sæti fær 28 tíma í Grjótnámunni sem Spor gefur. Geimsteinn gefur efnilegustu hljómsveitinni 25 hljóðverstíma, Tónabúðin og Tónastöðin verðlauna söngvara, Tónabúðin þann besta með Shure-hljóðnema og Tónastöðin þann efnilegasta með Sennheiser-hljóðnema. Hljóð- færahús Reykjavíkur gefur besta bassaleik- aranum gjafabréf og besta hljómborðsleikar- anum, Samspil gefur besta trommuleik- aranum vöruúttekt, Rín besta gítarleik- aranum gjafabréf, en sá fær líka gjafabréf frá Tónastöðinni. Japís gefur sigursveitunum geisladiska og verðlaunar besta rapparann með gjafabréfi. Tölvumenn fá verðlaun líka, sá besti fær dag í hljóðveri Thule-útgáfunnar, hljóðkort frá Nýherja og gjafabréf frá Tóna- stöðinni. Rás 2 sendir út úrslitakvöldið og leggur til kynni öll kvöldin, Ólaf Pál Gunnarsson. Jón Skuggi Steinþórsson sér um hljóm á tilraun- unum, en hljóðkerfið er frá Marteini. Styrktaraðilar Músíktilrauna eru auk þeirra sem leggja til verðlaun: Hard Rock Café, Víf- ilfell, Domino’s Pizza, Flugfélag Íslands, Ís- landsflug, Rás 2 og Nings. Gestasveitir leika fyrir tilraunagesti áður en keppnissveitirnar byrja hvert kvöld og síðan á meðan atkvæði eru talin í lokin. Í kvöld leika hljómsveitirnar Sofandi og Botnleðja, en báð- ar sveitirnar tóku þátt í Músíktilraunum á sín- um tíma og Botnleðja sigraði fyrir sex árum eins og getið er að ofan. Músíktilraunir á nýjum stað Músíktilraunir, hljómsveitakeppni Tónabæjar, hefst í kvöld. Árni Matthíasson segir frá tilraununum, sem eru haldnar í nýjum Tónabæ að þessu sinni. Desibel Rokksveitina Desibel skipa Gunnar „Kasper“ Pétursson söngvari, Pétur Daníel Pétursson trommuleikari, Freyr Garðarsson gítarleikari og Gauti Kristjánsson bassaleikari. Þeir leika frekar þungt rokk eins og nafnið gefur til kynna, en meðalaldur þeirra er rúm sextán ár. Morgunblaðið/Golli Mictian Svartþungarokksveitin Mictian er úr Reykjavík og Kópavogi. Hljómsveitarmeðlimir eru Kristján Einar Guðmundsson trommuleikari, Guðmundur Helgi Helgason gítarleikari, Erling Orri Bald- ursson bassaleikari, Örn Erlingsson söngvari, Atli Freyr Víðisson hljómborðsleikari og Bjarni Rúnar Hallsson gítarleikari. Þeir félagar eru innan við tvítugt nema Bjarni sem er hálfþrítugur. Noise Noise heitir tríó úr Reykjavík, skipað þeim Einari Vilberg Ein- arssyni gítarleikara og söngvara, Stefáni Vilberg Einarssyni bassaleikara og Hálfdáni Helga Harðarsyni trommuleikara. Þeir eru allir á sautjánda ári og leika Seattle-rokk. Rítalín Rítalín skipa Snæbjörn Eyjólfsson og Kristinn Guðmundsson söngvarar, Hjörtur Stefánsson gítarleikari, Stefán P. Viðars- son trommuleikari og Sigurbjörn Guðmundsson bassaleikari. Þeir eru frá 23 ára til tvítugs og leika rokk. Filius Jupiter! Filius Jupiter! er dúett þeirra Ragnars Péturs- sonar og Bjarka Gunn- arssonar sem báðir nýta sér tölvur við tónsköp- un. Tónlistina segja þeir einfaldlega tölvutónlist. Ragnar er á átjánda ári en Bjarki því nítjánda. MÚSÍKTILRAUNIR 54 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.