Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isTveir taldir líklegastir í starf
landsliðsþjálfara / C1
Afturelding sigraði
topplið Hauka á Varmá / C3
4 SÍÐUR
Viðskiptablað
Morgunblaðsins
Sérblað um viðskipti/atvinnulíf
12 SÍÐUR
Sérblöð í dag
„ÞAÐ er alveg ljóst, verkfall nær til
allra skipa og báta og áhafna þeirra
þótt viðkomandi útgerðir séu ekki
aðilar að LÍÚ og áhafnir þeirra ekki í
stéttarfélögum sjómanna. Því til
stuðnings er dómur í máli Siglis á
sínum tíma,“ segir Hólmgeir Jóns-
son, framkvæmdastjóri Sjómanna-
sambands Íslands. Hann segir eitt-
hvað um þann misskilning að
verkfallið nái ekki til allra og bendir
á að aðild að hinum samtökum út-
gerðarmanna, LÍF, losi þær útgerð-
ir ekki undan verkfalli.
Aðild að stéttarfélagi
ekki skylda
Sjómönnum ber ekki lagaleg
skylda til að vera félagar í stéttar-
félagi og útgerðum ber heldur ekki
skylda til að vera aðilar að LÍÚ. Eigi
að síður verða útgerðir og sjómenn
að fara að kjarasamningum samtaka
sjómanna og LÍÚ, sem eru í raun
samningar um lágmarkskjör sjó-
manna í landinu. Þess vegna nær
boðað verkfall og verkbann til þess-
ara aðila líka. Útgerðir smábáta og
sjómenn á þeim standa reyndar utan
verkfalls.
„Menn verða að átta sig á því að
það er eitthvað til í landinu sem heit-
ir vinnulöggjöf,“ segir Hólmgeir.
„Eini samningurinn sem til er milli
sjómanna og útgerðarmanna er
samningur okkar við LÍÚ og tekur
til lágmarkskjara í landinu. Þeir sem
halda því fram að þeir séu ekki
bundnir af þessum samningum, enda
standi þeir utan LÍÚ, hafa ekki farið
fram á sérstaka samninga á friðar-
tímum, enda yrði sá samningur ein-
faldlega nákvæmlega eins og gild-
andi kjarasamningur samtaka sjó-
manna og útvegsmanna. Þeir sem
hafa staðið utan við félögin hafa bara
notað þau kjör sem samningurinn
við LÍÚ býður upp á. Þeir hafa
reyndar jafnvel viljað ganga svo
langt að telja sig það sér á báti að
þeir hafi getað látið sjómenn taka
þátt í kvótakaupum, sem er líka mis-
skilningur hjá þeim.
Staðreyndin er sú, að sé boðað til
verkfalls eða verkbanns nær það líka
til þessara skipa og báta og áhafna
þeirra. Sé tekið dæmi um suðvest-
ursvæðið verður í gildi bæði verk-
bann hjá sjómönnum, þótt þeir séu
ekki í sjómannafélögum, og verk-
bann á útgerðina, þótt hún sé ekki
innan LÍÚ.
Við fórum í mál árið 1995 vegna
þessa. Þá taldi útgerð togarans Sigl-
is að hún gæti róið á þeim forsendum
að hún væri ekki innan LÍÚ og því
næði verkfall ekki til hennar. Nið-
urstaðan í því var alveg skýr, verk-
fallið náði einnig til þeirra. Ætli
menn sér að róa nú á þeim forsend-
um að þeir séu ekki innan LÍÚ og
áhafnir þeirra ekki í sjómannafélög-
um verða þeir einfaldlega kærðir og
sektaðir,“ segir Hólmgeir Jónsson.
Hann segir að ekki sé um félaga-
skyldu að ræða, hvorki innan LÍÚ né
félaga sjómanna. Hvort sem menn
vilji vera í félögunum eða ekki verði
þeir að vera undir gildandi kjara-
samningi sem taki til lágmarkskjara
í landinu.
Sjómenn sem standa utan stéttar-
félaga verða lögum samkvæmt að
greiða í lífeyrissjóð, greiða vinnu-
réttindagjald og í sjúkrasjóði, enda
eiga þeir rétt þar þó að þeir séu ekki
í félagi. Þeir greiða hins vegar ekki
bein félagsgjöld og njóta ekki heldur
þeirra réttinda sem slík greiðsla
myndi annars færa þeim.
„Verkfall nær
til allra skipa“
Útgerðir utan
LÍÚ ekki undan-
skildar verkfalli
ÞOKKALEG veiði var í gær hjá
loðnuskipunum og fengu sum
skipin ágæt köst nánast uppi í
fjöru austan við Vestmannaeyjar.
Einnig fékkst góður afli skammt
austan við Ingólfshöfða. Í gær
höfðu borist á land tæp 720 þús-
und tonn af loðnu á vertíðinni og
því tæp 100 þúsund tonn eftir af
heildarkvótanum. Fjöldi skipa
var á leið til löndunar í gær og
ætluðu þau að freista þess að ná
einni veiðiferð í dag, áður en
verkfall sjómanna brestur á um
miðnætti í kvöld. Því er útlit fyr-
ir að að minnsta kosti 50 þúsund
tonn verði eftir af loðnukvótanum
þegar verkfallið hefst.
Kristbjörn Árnason, skipstjóri
á Sigurði VE, segir að loðnan sé
komin nánast að hrygningu og
því sé veiðunum nánast sjálfhætt
þótt ekki komi til verkfalls. „Það
eru hvort sem er aðeins fáeinir
dagar eftir. Þegar loðnan er búin
að hrygna er hún lélegt hráefni
og ekki til neins að vera að veiða
hana,“ sagði Kristbjörn.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Harpa VE var í gær að veiðum nánast alveg uppi í fjöru.
Kastað uppi í fjöru
BÚIÐ er að ná Ófeigi VE á flot í
Huang Pu-skipasmíðastöðinni í
Guangzhou í Kína en skipið sökk í
höfn stöðvarinnar í síðustu viku. Skip-
ið, sem reyndar hefur enn ekki form-
lega fengið nafn en gengur undir
vinnuheitinu FV-3, er í smíðum fyrir
útgerðarfélagið Stíganda ehf. í Vest-
mannaeyjum.
Skipinu var lyft á flot á mánudags-
kvöld og er það nú komið í slipp. Tveir
kranar á prömmum voru notaðir til að
lyfta skipinu, annar þeirra með um
1.000 tonna lyftigetu en hinn um 500
tonna lyftigetu. Kristján Guðmunds-
son yfirvélstjóri, sem hefur eftirlit með
smíðinni í Kína, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að vel hefði gengið
að ná skipinu á flot og fagmannlega
verið að því staðið. Hann sagði að enn
væri ómögulegt að meta hversu mikið
tjón varð við óhappið. Það skýrðist
ekki fyrr en eftir margar vikur. „Skip-
ið sjálft skemmdist í raun ekkert við
þetta en allur sá búnaður sem kominn
var um borð blotnaði vitanlega. Það er
þegar byrjað að hreinsa búnaðinn og
sú vinna gengur vel.“
Hann sagðist ekki vita hvort fram
færu sjópróf vegna óhappsins eða
hver framvinda málsins yrði, enda
ætti skipasmíðastöðin í raun skipið
ennþá. Útgerðin hefði því engin áhrif
á hvernig slíkt gengi fyrir sig.
Búið var að setja niður töluvert af
vélbúnaði í skipið þegar óhappið varð,
s.s. aðalvél, ljósavél, rafmagnstöflu,
frystibúnað og spilbúnað. Aðalvélin í
Ófeigi VE er af gerðinni Man B&W
Alpha og var unnið að því að gang-
setja vélina í fyrsta skipti þegar
óhappið varð. Aage Petersen hjá Afl-
tækni ehf., umboðsaðila Man B&W
Alpha á Íslandi, segir erfitt að meta
hversu mikið tjón hafi orðið á vélinni
og búnaði henni tengdum. Það fari
allt eftir því hversu fljótt hreinsun á
búnaðinum hefst. Hann segir það lán í
óláni að skipið hafi sokkið í ferskvatni
en ekki saltvatni, en bendir á að vatn-
ið sé mjög skítugt. „Ef menn bregðast
fljótt við, helst ekki seinna en 24 tím-
um eftir að búnaðinum er lyft upp úr
vatninu, ætti að vera hægt að forða
vélinni frá skemmdum. Það þarf að
þrífa hana með vatni, sprauta í hana
sérstakri olíu og rífa síðan vélina í
sundur og þrífa hvert stykki fyrir sig.
Auk þess þarf að endurnýja allar leg-
ur og allt rafmagn að vélinni.“
Töluvert tjón á Ófeigi VE
Ljósmynd/Sigmar Ólafsson
Ófeigur VE hífður á flot í Huang Pu-skipasmíðastöðinni í Guangzhou í Kína.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness
dæmdi í gær tæplega þrítugan karl-
mann í fjögurra mánaða fangelsi fyr-
ir ítrekaðan þjófnað, fjársvik og brot
gegn ávana- og fíkniefnalögum.
Maðurinn játaði öll brot sem hann
var ákærður fyrir.
Í lok ágúst stal hann veski úr um-
boðsverslun í Hafnarfirði sem í voru
40.000 krónur í reiðufé auk kredit-
og debetkorta. Sama dag tók hann
30.000 krónur út úr hraðbanka út á
debetkortin. Þá fór maðurinn í af-
greiðslu Sparisjóðs Hafnarfjarðar
og fékk starfsmann sparisjóðsins til
að millifæra 160.000 krónur af reikn-
ingi eiganda veskisins yfir á sinn eig-
in reikning.
Á næstu þremur mánuðum stal
maðurinn seðlaveskjum, greiðslu-
kortum, ávísunum, ávísanaheftum
o.fl. af fimm manns. Afrakstur þess-
ara afbrota var um 37.000 krónur.
Þegar lögregla hafði afskipti af
manninum í desember fannst lítil-
ræði af amfetamíni í íbúð hans.
Maðurinn hlaut fyrst refsingu
þegar hann var 19 ára en hefur síðan
hlotið fjölda dóma, m.a. fyrir skjala-
fals, þjófnað, tilraun til þjófnaðar,
hylmingu og gripdeild.
Auk fangelsisvistarinnar var
manninum gert að greiða 197.000
krónur í bætur til tjónþola og 60.000
krónur til skipaðs verjanda síns.
Gunnar Aðalsteinsson héraðs-
dómari kvað upp dóminn.
Í fangelsi
fyrir ítrek-
uð afbrot