Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 61
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 61 MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi frá bæjarráði Vestmannaeyja: „Bæjarráð Vestmannaeyja harmar þá óvissu sem skapast hefur um framtíð Reykjavíkur- flugvallar. Öll óvissa í samgöngu- málum veikir stöðu og möguleika landsbyggðarinnar til að viðhalda eðlilegum samskiptum við höfuð- borgarbúa. Í Reykjavík, höfuðborg Ís- lands, hefur verið byggð upp þjónusta á vegum hins opinbera með þorra ríkisstofnana og þ.m.t. sérhæfðum sjúkrastofnunum, sem svo sannarlega hafa sannað gildi sitt fyrir landsbyggðina þeg- ar sjúkraflutningar koma upp í tilfellum þar sem mínútur geta skipt sköpum um hvort manns- lífum sé bjargað. Reykjavíkurflugvöllur er lykill landsbyggðarinnar að höfuðborg Íslands og skiptir gífurlegu máli í þróun ferðaþjónustu um land allt. Hugmyndir um að lengja ferðatíma milli byggða landsins og höfuðborgarinnar sem aug- ljóslega stórhækka allan ferða- kostnað eru algjörlega óásættan- legar. Einn stór hópur hefur gleymst í umræðunni en það eru tugþús- undir höfuðborgarbúa sem nota flugvöllinn til að ferðast til hinna fjölmörgu staða úti á landi, bæði vegna atvinnu sinnar, ferðalaga og til að viðhalda fjölskyldu- tengslum. Bæjarráð Vestmannaeyja skor- ar á þá höfuðborgarbúa sem taka þátt í könnun um framtíð Reykja- víkurflugvallar þann 17. mars nk. að setja sig í spor landsbyggð- arfólks og virða þau sjónarmið sem hér hafa m.a. verið nefnd. Áframhaldandi staðsetning flugvallar í Reykjavík er eitt stærsta mál til þess að sátt geti ríkt milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar.“ Harmar óvissa framtíð Reykja- víkurflugvallar SALVÖR Nordal, stjórnarformaður ReykjavíkurAkademíunnar (RA), kynnir stofnunina föstudaginn 16. mars kl. 15.15. Kynningin er haldin á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ. Hún fer fram í stofu M 303 í aðal- byggingu Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð og er öllum opin. ReykjavíkurAkademían var stofn- uð 7. maí 1997 sem félag sjálfstætt starfandi fræðimanna. Í dag starfa þar yfir fimmtíu fræðimenn úr ýms- um greinum hug- og félagsvísinda, sem stunda fjölbreyttar rannsóknir og vinna að sameiginlegum verkefn- um í hvetjandi umhverfi. Markmið RA er að virkja félaga til samstarfs, skapa þeim starfsaðstöðu og ný tækifæri til rannsókna og efla tengsl þeirra við innlenda og erlenda fræðimenn og stofnanir. RA er opinn og líflegur umræðu- vettvangur með fjölda málþinga og umræðufunda, segir í fréttatilkynn- ingu. Staðið er að útgáfu bókaflokks og leitast við að efla menningar- tengda ferðaþjónustu. Unnið er að ýmsum þróunar- og rannsóknar- verkefnum og starfandi eru les-, rannsóknar- og vísindahópar svo eitthvað sé nefnt. Unnið er að því að efla tengslin við menntastofnanir í landinu og þá sérstaklega á rann- sóknarsviði. Tími verður gefinn til umræðna og fyrirspurna í lok kynningarinnar. Reykjavík- urAkadem- ían kynnt OPINBER fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofu í kvennafræðum verður haldinn í dag, fimmtudaginn 15. mars kl. 16.15 í Lögbergi. Þar mun dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf, flytja fyr- irlesturinn Er öldin önnur? Um breytt viðhorf kynjanna til foreldra- samstarfs. Fyrirlestur um breytingar á fjölskylduað- stæðum ♦ ♦ ♦ RUTH Garrett Millikan, prófessor í heimspeki frá Connecticut-há- skóla í Bandaríkjunum, heldur al- mennan fyrirlestur föstudaginn 16. mars, á milli kl. 12.05 og 13, í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands. Að fyrirlestrin- um standa heim- spekiskor, sál- fræðiskor og Heimspekistofn- un. Í fréttatil- kynningu segir: „Millikan er einn þekktasti og um- deildasti heimspekingur samtím- ans. Hún vakti mikla athygli fyrir fyrstu bók sína „Language, Thought, and Other Biological Categories“, sem kom út árið 1984. Hún hefur skrifað tvær bækur eft- ir það (önnur þeirra, „On Clear and Confused Ideas“, kom út síð- asta haust) auk fjölmargra greina. Það sem er einkum frumlegt við heimspeki hennar er að hún legg- ur þróunarkenningu Darwins til grundvallar flestu því sem hún skrifar. Hún telur að það sjón- arhorn geti leyst margan vanda sem heimspekingar og vísinda- menn standa frammi fyrir.“ Fyrirlesturinn er öllum opinn. Hann verður endurtekinn föstu- daginn 23. mars klukkan 20 í Há- skólanum á Akureyri. Ruth Garrett Millikan held- ur fyrirlestur Ruth G. Millikan ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.