Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 13 TVÍTUG kona var í gær dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir umferðar- og hegningarlagabrot. Hún játaði að hafa í júní í fyrra ekið bifreið sinni vestur Álftanesveg í Garðabæ án nægilegrar aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður með þeim afleiðingum að hún missti stjórn á bifreiðinni sem lenti utan vegar, hafnaði á vegvísi og valt. Þrennt kastaðist út úr bifreiðinni og hlutu tvær stúlkur nokkuð alvar- leg meiðsl. Önnur þeirra hlaut m.a. kurlað mjaðmagrindarbrot, heila- mar og fótbrot en hin höfuðkúpu- brotnaði, fótbrotnaði o.fl. Enginn þeirra sem kastaðist út var í bílbelti og var það metið öku- manninum til refsilækkunar en einnig að hún játaði brot sitt ský- laust. Auk skilorðsbundins fangelsis- dóms var henni gert að greiða allan sakarkostnað, 50.000 krónur í sekt og hún missir ökuréttindi sín í átta mánuði. Gunnar Aðalsteinsson dóm- ari kvað upp dóminn. Skilorðsbund- ið fangelsi fyrir ógæti- legan akstur HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði á föstu- dag karlmann af ákæru um kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni sem þá var sex ára gömul. Rétt- argæslumaður stúlkunnar, Sif Konráðsdóttir hrl., telur að jafnræðis hafi ekki verið gætt við meðferð málsins þar sem héraðsdómur féllst ekki á að skýrsla yrði tekin af stúlkunni í Barnahúsi. Það hafi hins vegar verið gert í sambærilegum málum sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafði til meðferð- ar á sama tíma. Í samtali við Morgunblaðið sagði Sif að foreldr- ar stúlkunnar og barnaverndaryfirvöld hefðu frá upphafi krafist þess að skýrslutaka af stúlkunni fyrir dómi færi fram í Barnahúsi. Foreldrum stúlkunnar hafi verið boðið að skoða aðstöðu til yfirheyrslna sem búið er að koma upp í dómshúsi Héraðsdóms Reykjavíkur. Sú heimsókn hafi enn frekar styrkt skoðun þeirra. Í dómnum sem Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp á föstudag er ekki lagt efnislegt mat á fram- burð stúlkunnar. Í niðurstöðum dómsins segir hins vegar að stúlkan hafi ekki komið fyrir dóm og samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála skuli reisa dóm á því sem kemur fram við meðferð máls fyrir dómi. Samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála er það á valdi dómara hvar dóm- þing er háð. „Hvaða hagsmuna er verið að gæta?“ Í september á síðasta ári hafnaði héraðsdómur kröfu Sifjar um að dómþing til að taka skýrslu af stúlkunni færi fram í Barnahúsi en ekki í húsnæði Héraðsdóms Reykjavíkur. Þennan úrskurð kærði Sif til Hæstaréttar sem staðfesti hann með þeim rökum að húsnæði Hér- aðsdóms Reykjavíkur fullnægði í hvívetna kröfum reglugerðar um skýrslutöku fyrir dómi af brota- þola yngri en 18 ára. Sif segist aldrei hafa mótmælt því. Rannsóknir hafi hins vegar sýnt fram á að því betri sem að- stæður eru því líklegra sé að börn, sérstaklega ung börn, skýri rétt frá atburðum. Staðhæfing for- eldra, barnaverndaryfirvalda og réttargæslu- manns um að aðstaðan í Barnahúsi væri betri hafi aldrei verið mótmælt. „Það er líka athyglisvert að verjandinn mótmælti aldrei, hann hafði engar at- hugasemdir varðandi þessar kröfur. Því spyr ég: Hvaða hagsmuna er verið að gæta?“ sagði Sif. Þá telur Sif það ámælisvert af hendi lögregl- unnar að styðja ekki þá kröfu um að yfirheyrsl- urnar færu fram í Barnahúsi. Lögreglan hafi þess í stað bókað andstöðu sína við því. Það hafi lögreglan ekki heldur gert þegar leið- beiningar dómstólaráðs lágu fyrir þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir. Hvorki dómsmálaráðherra né ríkissaksóknari hafi heldur orðið við áskorun- um um að beita sér. Dómari hafi heldur ekki fallist á að endurskoða afstöðu sína. Sif gagnrýnir einnig að dómurinn hafi ekki efn- islega afstöðu til framburðar stúlkunnar sem var spilaður af myndbandi fyrir dómi. Svo virðist sem engu máli skipti hvaða sönnunargögn hafi verið færð fram, eingöngu vegna þess að stúlkan gaf ekki skýrslu fyrir dómi. Sif telur að dómnum hljóti að verða áfrýjað og hann ómerktur svo tillit verði tekið til þeirra sönn- unargagna sem fram voru færð. Sif bætir við að það sé reyndar sjaldgæft að ríkissaksóknari áfrýi sýknudómum héraðsdóma. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur í kynferðisbrotamáli Réttargæslumaður telur brotið gegn jafnræðisreglu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði í gær kröfum Reykjavíkur- borgar um að úrskurður úrskurðar- nefndar skipulags- og umferðarmála frá 3. mars 2000 yrði felldur úr gildi. Úrskurðurinn fól í sér að felld var úr gildi samþykkt borgarráðs um breytingu á deiliskipulagi Kvosar- innar varðandi landnotkun lóðarinn- ar nr. 4 við Aðalstræti. Þar er rekinn nektardansstaðurinn Club Clinton og fól breytingin í sér að þar yrði óheimilt að reka veitinga-, vínveit- inga- og skemmtistaði. Aðdragandi samþykktar borgar- ráðs var sá, að því er fram kemur í dóminum, að mörg undanfarin ár hefðu ýmsir aðilar rekið veitinga- og/ eða skemmtistaði í bakhúsum Aðal- strætis 4, sem mikið ónæði hafi staf- að af fyrir aðliggjandi íbúðarbyggð. Í gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 er heimilt á þessum stað að reka veitingastarfsemi eða skemmtistað, að skilyrðum uppfyllt- um. Á fundi borgarráðs 31. ágúst 1999 var breytt deiliskipulag Kvos- arinnar samþykkt. Lögmaður leigu- taka í bakhúsi Aðalstrætis 4 kærði til úrskurðarnefndar skipulags- og um- ferðarmála til ógildingar samþykkt borgarráðs. Á þá kröfu féllst úr- skurðarnefndin með úrskurði og felldi úr gildi samþykkt borgarráðs 3. mars 2000. Stefnandi, Reykjavíkurborg, krafðist þess fyrir Héraðsdómi að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi með dómi. Stefnandi hélt því fram fyrir dómi að úrskurðarnefnd skipu- lags- og umferðarmála hafi farið langt út fyrir valdsvið sitt þar sem hún, með ólögmætum og óheimilum hætti, hafi farið inn á svið sem sveit- arstjórn eigi mat um lögum sam- kvæmt og með þessu brotið á stjórn- arskrárvörðum sjálfsákvörðunarrétti sveitarstjórn- ar til að ráða málefnum sínum sjálf. Engar takmarkanir Í niðurstöðu héraðsdóms segir að ekki sé að finna í lögum takmarkanir á endurskoðunarheimild úrskurðar- nefndarinnar vegna ágreinings um skipulagsmál og verði ekki fallist á það með stefnanda að nefndin hafi með úrskurði sínum farið út fyrir þau mörk sem henni séu sett í lögum. Ekki er heldur fallist á það að stefndi hafi glatað kærurétti við það að mót- mæla ekki tillögu um deiliskipulag á kynningartíma hennar. Í dóminum segir að fram hafi komið í framburði vitnis, sem er annar eigenda Aðal- strætis 4, að forseti borgarstjórnar Reykjavíkur hefði sagt vitninu að ef eigendur Aðalstrætis 4 féllu frá bótakröfum á hendur stefnanda og samþykktu deiliskipulagstillöguna myndi hann koma stefnda út á mjög skömmum tíma. Stefndi var dæmdur sýkn af kröf- um stefnanda sem var gert að greiða stefnda 200.000 kr. í málskostnað. Lögmaður stefnanda var Hjörleifur Kvaran hrl. og lögmaður stefnda Haraldur Blöndal hrl. Málið dæmdi Allan V. Magnússon héraðsdómari. Nektardansstaðnum Club Clinton gert kleift að starfa áfram Kröfum um ógildingu úrskurðar hafnað STÖKKMÓT Ingólfs á snjóbrettum 2001 verður haldið miðvikudaginn 21. mars kl. 20–21.30, verði veður skaplegt. Í fyrra voru keyrð rúm- lega 30 bílhlöss af snjó á Arnarhól og í ár verður farin sama leið þó sækja þurfi snjóinn lengra að. Auk þess verður gerð tilraun með að framleiða snjó á Arnarhóli. Fyrirkomulag mótsins verður með svipuðu sniði og í fyrra, en öll umgjörð mótsins verður glæsilegri, segir í fréttatilkynningu. Sem fyrr er það Íþróttabandalag Reykjavíkur sem stendur fyrir mótinu, í sam- vinnu við kynningarnefnd Skíða- sambandsins, ÍTR, garðyrkjustjóra, gatnamálastjóra Reykjavíkur og fleiri aðila. Í tilkynningunni segir einnig: „Markmiðið með mótinu er að kveikja áhuga á snjóbrettum bæði hjá unglingum og almenningi. Með þessari óvenjulegu staðsetningu í höfuðborginni miðri gefst þeim, sem að jafnaði stunda ekki fjöllin, ein- stakt tækifæri til að upplifa þann kitlandi spenning sem fylgir því að fylgjast með snjóbrettastökkmóti í návígi. Brettamót Ingólfs vakti mikla at- hygli í fyrra og dró að sér fjölda áhorfenda sem skemmtu sér kon- unglega. Í ár má búast við spennandi keppni með ennþá áhrifameiri til- þrifum, enda er hér um veglegasta mót ársins að ræða þar sem bestu brettamenn landsins reyna með sér. Sem fyrr er það landnámsmaðurinn sjálfur sem er verndari mótsins.“ Stökkmót Ingólfs á Arnarhóli EIGANDI peningaskáps sem lög- reglan í Reykjavík hefur haft í vörslu sinni um nokkurn tíma gaf sig fram við lögreglu í gær. Í Morgunblaðinu í gær var birt mynd af framhlið skápsins og lýst eftir einhverjum sem kannaðist við hann. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafði maðurinn samband við lögreglu eftir að hann rak augun í myndina í gærmorgun. Skápnum var stolið frá fyrirtæki mannsins í vesturbæ um miðjan febrúar. Í lögregluskýrslu stóð hins vegar að peningakassa hefði verið stolið og ekki fylgdi nánari lýsing. Sá sem stal peningaskápnum hafði ekki mikið upp úr krafsinu en í skápnum voru aðeins nokkrir þús- undkallar og bréf. Eigandi peninga- skápsins gaf sig fram TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflug- velli handtók á mánudaginn 56 ára íslenskan karlmann sem var að koma frá Kaupmannahöfn. Við leit á manninum fundust tæp- lega 1.700 grömm af hassi innan klæða. Efnið hafði verið fest með límbandi víðs vegar á líkama hans. Maðurinn játaði að hafa tekið að sér að flytja hassið fyrir nákominn ættingja sinn. Sjálfur hafði hann aldrei komið við sögu fíkniefnamála. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík tók við rannsókn málsins og við yfirheyrslur hjá lögreglu við- urkenndi ættinginn að eiga efnið. Þriðji maðurinn var svo handtekinn þegar hann kom til landsins frá Kaupmannahöfn á mánudagskvöld. Hann hefur játað að hafa aðstoðað við útvegun efnisins og að koma því fyrir á líkama mannsins sem bar efn- ið til landsins. Mennirnir hafa báðir tengst fíkniefnamálum. Söluverðmæti hassins er áætlað 4-5 milljónir króna. Málið telst upp- lýst. Þessar upplýsingar komu fram á blaðamannafundi í utanríkisráðu- neytinu þar sem samstarfssamning- ur sýslumannsembættisins og Flug- leiða var kynntur. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði þetta mál sýna vel við hvað væri verið að kljást í baráttunni gegn fíkniefnasmygli. Með gylliboð- um tækist fíkniefnasmyglurum að fá atvinnulaust eða tekjulítið fólk til að taka þátt í smyglinu. Aðspurður sagði Jóhann R. Bene- diktsson, sýslumaður á Keflavíkur- flugvelli, að maðurinn sem bar efnin til landsins hefði ekki verið í fastri atvinnu og hefði átt við vanheilsu að stríða. Jóhann sagði að það fólk sem oft er nefnt burðardýr væri fólk sem á einhvern hátt væri með vindinn í fangið og hefði átt á brattann að sækja í lífinu. Í flestum tilfellum væri þetta fólk sem ekki hefði komið við sögu fíkniefnamála áður. „Þetta sýnir að fíkniefnasmyglarar svífast einskis til að koma þessum efnum til landsins,“ sagði Jóhann. Smyglaði hassi fyrir nákominn ættingja HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær karlmann um tvítugt til að greiða 25.000 krónur í sekt til rík- issjóðs fyrir að brjóta rúðu í lög- reglubifreið lögreglunnar í Hafnar- firði. Áður hafði maðurinn fallist á að greiða bótakröfu lögreglunnar sem hljóðaði upp á 63.624 kr. Atvikið átti sér stað fyrir tæpu ári. Lögreglumenn voru að færa mann- inn frá veitingahúsi í bænum þegar hann barði í hliðarrúðu lögreglubíls- ins með þeim afleiðingum að hún brotnaði. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi. Dýrt rúðu- brot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.