Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 51
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 51 Opel Zafira Diesel Nýskr. 7. 2000, 2000cc vél, 5 dyra, 5 gíra, grár, ekinn 24 þ. ABS, Airbag o.m.fl. Verð: 1.890 þús. Ný sending af drögtum frá tískuverslun v. Nesveg, Seltjarnarnesi. Sími 561 1680. VORLITIRNIR KOMNIR Nýju vorlitirnir í CHANEL eru komnir ásamt kremlínunni „PRECISION“ Gréta Boða förðunarmeistari verður með kynningu í Snyrtivöruversluninni Glæsibæ í dag, föstudag og laugardag. Lítið við og sjáið þessar frábæru nýjungar frá CHANEL. Verið velkomin Hægt að panta tíma í förðun. Sími 568 5170 Framsóknarflokk- urinn á sér sterka hefð og ríka sögu. Frá þeim tíma að nokkrir alþingismenn stofn- uðu Framsóknar- flokkinn á miklum umbrotatímum í sögu þjóðarinnar árið 1916 hefur flokkurinn unn- ið sleitulaust að fram- farasókn undir merki persónufrelsis, lýð- ræðis og samvinnu. Um það leyti sem Framsóknarflokkur- inn var stofnaður voru stéttastjórnmál mjög að ryðja sér til rúms hérlendis sem og erlendis. Flokkar verkamanna tókust á við atvinnu- rekendur í röðum íhaldsmanna. Jónas frá Hriflu skrifaði skömmu fyrir stofnum Framsóknarflokks- ins: „Í þingræðislöndum er um þrjá stjórnmálaflokka að ræða: íhaldsmenn, frjálslynda menn og verkamenn. Allir íhaldsflokkar miða aðgerðir sínar til umbóta fyrst og fremst við efnamennina, frjálslyndir menn við miðstéttina... Autt bil væri í fylkingarbrjóstinu fyrir miðstéttina. Þar væri að vænta frjálslynda flokksins. Hans þarf nú varla lengi að bíða.“ Hin- um merka hugsuði og fram- kvæmdamanni Jónasi Jónssyni frá Hriflu varð að ósk sinni og allar götur frá stofnun hefur Framsókn- arflokkurinn unnið á grundvelli frjálslyndrar hugmyndafræði í anda Johns Stuarts Mills. Kjarn- inn í kenningum hans er sá að á sama tíma og einstaklingurinn nýt- ur frelsis til orðs og æðis, viðskipta og menningarlegs þroska, fylgdu þessum réttindum ævinlega sam- félagslegar skyldur. Heimspeking- urinn og þjóðfélags- rýnirinn Mill hélt að sama skapi fram hóf- semd í þjóðmálum, en umfram allt bjartsýni og raunsæi. Framsóknarflokk- urinn hefur því ávallt hafnað þeim lífseiga vinstri-hægri-hugsun- arhætti stjórnmál- anna sem miðar að því að etja mönnum og ólíkum skoðunum saman í stað þess að ná fram skynsamlegri niðurstöðu á grunni gagnkvæms skilnings og samvinnu. Samstarf frjálslyndra flokka Í alþjóðasamstarfi frjálslyndra flokka er Framsóknarflokkurinn virkur þátttakandi. Þar vinna sam- an m.a. Frjálslyndir demókratar á Bretlandi, Radikale Venstre í Dan- mörku og Frjálslyndi flokkurinn í Kanada svo nokkrir séu nefndir. Á sama hátt skipar Sjálfstæðisflokk- urinn sér á bekk með öðrum íhaldsflokkum, Samfylkingin með alþjóðahreyfingu jafnaðarmanna og Vinstri grænir hafa verið að bera víurnar í félagsskap vinstri- sósíalista. Þó að Framsóknarflokkurinn sé fyrst og fremst frjálslyndur flokk- ur í alþjóðlegu samhengi stendur hann einnig fyrir ýmislegt annað. Færa má rök fyrir því að flokk- urinn hvíli á fjórum stoðum, sem aftur tvinnast saman í stefnu og lífssýn framsóknarmanna. Fyrsta stoðin er fyrrnefnd alþjóðleg frjálslynd hugmyndafræði, önnur er manngildishugsjónin sem legg- ur rækt við breytileika einstakling- anna, sú þriðja er áherslan á byggða- eða búsetujöfnun í landinu og sú fjórða er þjóðrækni og rækt við íslenska menningu. Endalok stéttastjórnmála Nú í upphafi nýrrar aldar, þegar Framsóknarflokkurinn hefur starf- að í hartnær 90 ár, er mikilvægt að hnykkja enn frekar á gildum og lífssýn flokksins. Um næstu helgi, á 26. flokksþingi Framsóknar- flokksins, verður grundvallarstefn- an tekin til sérstakrar skoðunar. Þá verður hugmyndafræði Fram- sóknarflokksins staðfest í nokkrum lykilsetningum sem verða væntan- lega tíu talsins. Stjórnmálaflokkunum er vissu- lega nauðsyn að starfa eftir skýr- um grunngildum ætli þeir að lifa af breytingar og hræringar þjóð- félags og umheimsins á hverjum tíma. Framsóknarflokknum hefur tekist það. Hann hefur ekki þurft eins og A-flokkarnir sálugu að skipta um nafn og kennitölu vegna margvíslegs fortíðarvanda. Um helgina ætla um 550 þingfulltrúar að skerpa á stjórnmálasýn sinni og staðsetja Framsóknarflokkinn enn rækilegar í litrófi íslenskra stjórn- mála. Hugmyndafræði hans á ekki síður erindi til 21. aldarinnar en þeirrar síðustu. Helsta breytingin nú er sú að stéttastjórnmál eru lið- in undir lok. Í dag takast á þeir sem vilja sífellt vinna að endur- skoðun og breytingum og þeir hin- ir íhaldssömu sem halda að sér höndum og eru tregir til breytinga. Framsóknarflokkurinn starfar vissulega í anda þeirra fyrrnefndu, en Sjálfstæðisflokkurinn á meiri samleið með þeim síðarnefndu og á suman hátt einnig Vinstri-grænir, sem gera beinlínis út á hræðsluna við breytingar. Þessar nýju átaka- línur stjórnmálanna sáust einkar glöggt í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, þar sem demó- kratar héldu kyndli frjálslyndis á lofti, gegn repúblikönum, sem boð- uðu klassísk íhaldsgildi. Erlendar hræringar í stjórnmálum rekur um síðir á fjörur okkar. Að halda öðru fram er barnaskapur. Framsóknarflokkurinn – elstur flokka, en þó síungur Einar Sveinbjörnsson Flokksþing Stéttastjórnmál, segir Einar Sveinbjörnsson, eru liðin undir lok. Höfundur er bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins í Garðabæ og að- stoðarmaður umhverfisráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.