Morgunblaðið - 15.03.2001, Side 51

Morgunblaðið - 15.03.2001, Side 51
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 51 Opel Zafira Diesel Nýskr. 7. 2000, 2000cc vél, 5 dyra, 5 gíra, grár, ekinn 24 þ. ABS, Airbag o.m.fl. Verð: 1.890 þús. Ný sending af drögtum frá tískuverslun v. Nesveg, Seltjarnarnesi. Sími 561 1680. VORLITIRNIR KOMNIR Nýju vorlitirnir í CHANEL eru komnir ásamt kremlínunni „PRECISION“ Gréta Boða förðunarmeistari verður með kynningu í Snyrtivöruversluninni Glæsibæ í dag, föstudag og laugardag. Lítið við og sjáið þessar frábæru nýjungar frá CHANEL. Verið velkomin Hægt að panta tíma í förðun. Sími 568 5170 Framsóknarflokk- urinn á sér sterka hefð og ríka sögu. Frá þeim tíma að nokkrir alþingismenn stofn- uðu Framsóknar- flokkinn á miklum umbrotatímum í sögu þjóðarinnar árið 1916 hefur flokkurinn unn- ið sleitulaust að fram- farasókn undir merki persónufrelsis, lýð- ræðis og samvinnu. Um það leyti sem Framsóknarflokkur- inn var stofnaður voru stéttastjórnmál mjög að ryðja sér til rúms hérlendis sem og erlendis. Flokkar verkamanna tókust á við atvinnu- rekendur í röðum íhaldsmanna. Jónas frá Hriflu skrifaði skömmu fyrir stofnum Framsóknarflokks- ins: „Í þingræðislöndum er um þrjá stjórnmálaflokka að ræða: íhaldsmenn, frjálslynda menn og verkamenn. Allir íhaldsflokkar miða aðgerðir sínar til umbóta fyrst og fremst við efnamennina, frjálslyndir menn við miðstéttina... Autt bil væri í fylkingarbrjóstinu fyrir miðstéttina. Þar væri að vænta frjálslynda flokksins. Hans þarf nú varla lengi að bíða.“ Hin- um merka hugsuði og fram- kvæmdamanni Jónasi Jónssyni frá Hriflu varð að ósk sinni og allar götur frá stofnun hefur Framsókn- arflokkurinn unnið á grundvelli frjálslyndrar hugmyndafræði í anda Johns Stuarts Mills. Kjarn- inn í kenningum hans er sá að á sama tíma og einstaklingurinn nýt- ur frelsis til orðs og æðis, viðskipta og menningarlegs þroska, fylgdu þessum réttindum ævinlega sam- félagslegar skyldur. Heimspeking- urinn og þjóðfélags- rýnirinn Mill hélt að sama skapi fram hóf- semd í þjóðmálum, en umfram allt bjartsýni og raunsæi. Framsóknarflokk- urinn hefur því ávallt hafnað þeim lífseiga vinstri-hægri-hugsun- arhætti stjórnmál- anna sem miðar að því að etja mönnum og ólíkum skoðunum saman í stað þess að ná fram skynsamlegri niðurstöðu á grunni gagnkvæms skilnings og samvinnu. Samstarf frjálslyndra flokka Í alþjóðasamstarfi frjálslyndra flokka er Framsóknarflokkurinn virkur þátttakandi. Þar vinna sam- an m.a. Frjálslyndir demókratar á Bretlandi, Radikale Venstre í Dan- mörku og Frjálslyndi flokkurinn í Kanada svo nokkrir séu nefndir. Á sama hátt skipar Sjálfstæðisflokk- urinn sér á bekk með öðrum íhaldsflokkum, Samfylkingin með alþjóðahreyfingu jafnaðarmanna og Vinstri grænir hafa verið að bera víurnar í félagsskap vinstri- sósíalista. Þó að Framsóknarflokkurinn sé fyrst og fremst frjálslyndur flokk- ur í alþjóðlegu samhengi stendur hann einnig fyrir ýmislegt annað. Færa má rök fyrir því að flokk- urinn hvíli á fjórum stoðum, sem aftur tvinnast saman í stefnu og lífssýn framsóknarmanna. Fyrsta stoðin er fyrrnefnd alþjóðleg frjálslynd hugmyndafræði, önnur er manngildishugsjónin sem legg- ur rækt við breytileika einstakling- anna, sú þriðja er áherslan á byggða- eða búsetujöfnun í landinu og sú fjórða er þjóðrækni og rækt við íslenska menningu. Endalok stéttastjórnmála Nú í upphafi nýrrar aldar, þegar Framsóknarflokkurinn hefur starf- að í hartnær 90 ár, er mikilvægt að hnykkja enn frekar á gildum og lífssýn flokksins. Um næstu helgi, á 26. flokksþingi Framsóknar- flokksins, verður grundvallarstefn- an tekin til sérstakrar skoðunar. Þá verður hugmyndafræði Fram- sóknarflokksins staðfest í nokkrum lykilsetningum sem verða væntan- lega tíu talsins. Stjórnmálaflokkunum er vissu- lega nauðsyn að starfa eftir skýr- um grunngildum ætli þeir að lifa af breytingar og hræringar þjóð- félags og umheimsins á hverjum tíma. Framsóknarflokknum hefur tekist það. Hann hefur ekki þurft eins og A-flokkarnir sálugu að skipta um nafn og kennitölu vegna margvíslegs fortíðarvanda. Um helgina ætla um 550 þingfulltrúar að skerpa á stjórnmálasýn sinni og staðsetja Framsóknarflokkinn enn rækilegar í litrófi íslenskra stjórn- mála. Hugmyndafræði hans á ekki síður erindi til 21. aldarinnar en þeirrar síðustu. Helsta breytingin nú er sú að stéttastjórnmál eru lið- in undir lok. Í dag takast á þeir sem vilja sífellt vinna að endur- skoðun og breytingum og þeir hin- ir íhaldssömu sem halda að sér höndum og eru tregir til breytinga. Framsóknarflokkurinn starfar vissulega í anda þeirra fyrrnefndu, en Sjálfstæðisflokkurinn á meiri samleið með þeim síðarnefndu og á suman hátt einnig Vinstri-grænir, sem gera beinlínis út á hræðsluna við breytingar. Þessar nýju átaka- línur stjórnmálanna sáust einkar glöggt í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, þar sem demó- kratar héldu kyndli frjálslyndis á lofti, gegn repúblikönum, sem boð- uðu klassísk íhaldsgildi. Erlendar hræringar í stjórnmálum rekur um síðir á fjörur okkar. Að halda öðru fram er barnaskapur. Framsóknarflokkurinn – elstur flokka, en þó síungur Einar Sveinbjörnsson Flokksþing Stéttastjórnmál, segir Einar Sveinbjörnsson, eru liðin undir lok. Höfundur er bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins í Garðabæ og að- stoðarmaður umhverfisráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.